Helgarpósturinn - 12.01.1995, Side 27
ÍFIMMTUDAGUR 12. JANÚATTT995
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
27
Davíð Þorsteinsson
ljósmyndari sýnir
á Sólon Islandus:
ölktaki
áhættu
„Ég vil að fólk taki áhættu. Ég tek
áhættu þegar ég spyr fólk úti á götu,
á kaffihúsi eða bar: Má ég taka
A Breska
karlmenn langarað
eyða nótt með Björk
Það væsir ekki um Björk Guðmundsdóttur söng-
konu í þeim félagsskap sem hún lendir í á síðum
hins þekkta tímarits GQ, en nýlega voru 635
breskir karlmenn á aldrinum 20 til 45 ára beðnir
um að benda á nokkrar konur sem þá langar helst
til að eyða nótt með, jafnframt voru þeir spurðir
um hvers virði slík nótt væri í krónum talið. Flest
atkvæði fékk Michelle Pfeiffer, 58 prósent, næst-
flestir veðjuðu á Juliu Roberts, 42 prósent, í þriðja
sæti var ekki minni manneskja en þýska súper-
módelið Claudia Schiffer, 41 prósent. Næstu fjög-
ur sæti í þessari röð verma svo Emma Thompson,
Elizabeth Hurley, Naomi Champell og Kate Moss.
í niunda sæti sæti er hins
vegar Björk Guðmunds-
dóttur, en 13 prósent
veðjuðu á hana.
kemur að spumingunni
um verðgildi færist
Björk upp um fjög-
ur sæti. Að meðal-
tali vildi hver og
einn greiða fyrir
nóttina njmlega
150 þúsund
kall. Naomi
Campbell rýk-
ur hins vegar
upp í fyrsta
sætið, en fyrir
nóttina með
henni vilja
menn greiða
nærri 200 þús
und.
mynd af þér? Og ég vil að fólk geri
það sama. Sumir samþykkja strax,
spyrja ekki af hverju, heldur stilla
sér bara upp. Aðrir
spyrja af hverju ég vilji
taka mynd af því eða
hvort það fái borgað.
En aðrir neita um:
svifalaust.
Ég hef mikið fyrir
því að ná myndum af
sumum. Stundum
þarf ég að hringja eða
koma mörgum sinn-
um til að hafa uppi á
fólki. En ég spyr þó
engan oftar en einu
sinni.
Ég tek aldrei meira
en þrjár til fjórar
myndir af hverjum,
stundum bara eina.
Allt í allt tekur mynda-
taka sjálfsagt um tíu
mínútur. Þó það sé
auðvitað dálítið þungt
í vöfum að vera með
svona stóra vél skilar
það líka heilmiklu. Ég
hef það á tilfmning-
unni að fólki finnist
koma nokkuð til þess
hvað maður hefur
mikið fyrir því að ná
mynd af því og gefur
manni því eitthvað til
baka sem kemur fram
á myndinni.“
Myndavéíin
„Ég keypti þessa
myndavél 1989 með
það í huga að nota
hana til að mynda
borgarlandslag. Eftir
að hafa myndað hús,
tré og veggi í nokkur
Bíóborgin
Viðtal við vampíruna Interview with
the Vampire © Mikið raus um vanda
þess að vera vampíra.
Konungur Ijónanna The Lion King
★ Fallegt á að horfa, oft fyndið,
mátulega væmið og stundum hæfi-
lega ógnvekjandi. Er það ekki kjarni
málsins hjá Disney?
Skuggi The Shadow ★★★ Djengis-
kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja
undir sig heiminn en mætir Skuggan-
um, ofjarli sínum. Þeir hefðu samt átt
að sleppa kvenpersónunni.
Hvað er
í bíó?
Bíóhöllin
Junior ★ Með því að gera lítið sem
ekki neitt er Schwarzenegger betri
leikari en Emma Thompson sem með
rykkjum og skrykkjum leikur óþolandi
meðvitaða kvenpersónu.
Sérfræðingurinn The Specialist ★
Gengur út á að sýna líkamsparta á
Stone og Stallone. Þau haggast hvorki
brjóstin á henni né brjóstkassinn á
honum.
Kraftaverk á jólum Miracle on 34th
Street ★★ Endurgerð á einni fræg-
ustu jólamynd allra tíma, en varla til
bóta.
Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Ftee-
ves er snaggaralegur og ansi sætur.
Háskólabíó
Þrír litir: Rauður Trois Couleurs: Ro-
uge ★★★★★ Kieslowski kann að
segja sögur sem enginn annar kann
„Ég tók bara eina mynd af Ninnu. Eg var ekki einu sinni viss um
að það hefði orðið mynd úr þessu. Annað kom 1 Ijós pg ég sendi
henni myndina. Hún kom til mín nokkrum dögum síðar. Ég spurði
hvernig henni hefði fundist myndin. Hún sagði að henni hefði
brugðið mjög mikið þegar hún sá hana; að hún hefði þurft tvær
mínútur til að jafna sig, en eftir að hún var búin að því var hún
ánægð með hana. Og hún sagði við mig: Svona er ég.
ár fann ég að mig langaði til að
prófa að taka myndir af fólki með
henni. En ég var lengi að hafa mig
út í það að fara af stað með hana
því það er töluvert fyrirtæki að taka
myndir með henni; maður stoppar
ekki bara fólk og smellir af. Það tek-
ur um það bil fimm mínútur að
setja hana upp, stilla þrífótinn, gera
myndavélina klára og setja tjaldið á
hana. Þetta er auðvitað absúrd
uppákoma; fyrir mig að stoppa fólk
og spyrja hvort ég megi taka mynd
af því, fyrir fólkið að sitja fyrir og
fyrir þá sem verða vitni að þessu.“
Svæði 101
„Myndirnar eru allar teknar í
göngufæri frá heimili mínu, í Þing-
holtunum, Norðurmýrinni, mið-
bænum og vesturbænum. Ég er svo
latur að ég nenni eiginlega aldrei að
vera á bíl. Það er mikið betra að
halda á þrífætinum og hafa mynda-
vélatöskuna á öxlinni og ganga bara
af stað. Stundum tek ég enga mynd.
Aðra daga tek ég kannski tvær,
þrjár. Sumir dagar eru góðir.“
Saga á bak við mynd
Einhvern tímann síðasta sumar
hitti ég gamlan kunningja minn í
Tryggvagötunni og fór með honum
inn á Skipperinn. Ég var með tvær
myndavélar hangandi á mér og um
leið og við komum inn gekk einn
gestanna að mér og sagði: Þú tekur
engar myndir hér. Ég sagðist ekki
ætla að gera það. Þá spurði hann af
hverju ég væri með myndavélarnar.
Ég sagðist bara taka myndir af
Gullfossi og Geysi, þá varð hann
rólegur. Þetta var Bjarni, fastagest-
ur á staðnum. Ég kom nokkrum
sinnum eftir þetta á Skipperinn.
Bjarni var alltaf á staðnum og sagði
alltaf þegar hann sá mig: Þú manst
eftir mér og hvað ég sagði um
myndatökur hér. Svo kom ég einu
sinni með stóru vélina og sagði við
hann: Ljúkum þessu af, ég vil taka
mynd af þér. Hann fór þá að tala
um borgun. Ég neitaði, sagðist
sjálfur gera þetta frítt. Þá spurði
hann hvort hann fengi ekki að
minnsta kosti bjór. Ég var harður á
því að hann fengi ekkert. Og hann
lét undan og kom ljúfur sem lamb
með mér út. Ég hitti hann seinna
og gaf honum þrjár myndir og
spurði hvort ég mætti nota eina af
honum á sýninguna. Það var auð-
sótt mál.“ -jk
aö segja, fullar af skringilega hvers-
dagslegri dulúð. Maöur vill fara aftur
— til að sjá hvort maður hafi séð rétt.
La Belle Epoque Glæstir tímar ★★
Smáklám frá Spáni og eiginlega næsti
bær við Emanuelle í borgarastríðinu.
Það er smávegis talað um pólitík.
Junior ★ Schwarzenegger er miklu
sennilegri sem óléttur karlmaður en
sem háskólamaður með gleraugu.
Lassie ★★ Skýjahöllin, sjálfsagt millj-
arði dýrari, en ekki endilega betri. Þarf
ekki bráðum að gera mynd um góðan
kött?
Konungur í álögum Kvitebjörn kong
Valemon ★ Norski álagaísbjörninn er
pappírstígrisdýr.
Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort
eru menn með eða á móti. Ég er með.
Næturvörðurinn Nattevagten ★★★
Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á
skjön við huggulega skólann í danskri
kvikmyndagerð.
LAUGARÁSBÍÓ
Góður gæi Good Man ★★ Evrópu-
menn eru fullir, heimskir og spilltir, en
negrar hjátrúarfullir, heimskir og spillt-
ir.
Gríman The Mask ★★★ Myndin er
bönnuð innan tólf ára og því telst það
lögbrot að þeir sjái hana sem
skemmta sér best — tíu ára drengir.
Regnboginn
Stjörnuhliðið Stargate ★★★ Ef maður
gengur inn um réttar dyr lendir maður í
Egyptalandi hinu forna.
Bakkabræður í Paradís Trapped in
Paradise ★ Jólamynd sem kemur
engum í jólaskap en eyðileggur það
varla heldur.
Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tarant-
ino er séní.
Undirleikarinn L’accompagnatrice
★★ Aðaltilgangurinn er að láta leikar-
ann Richard Bohringer, hitta fallega
og svarteygða dóttur sína, Romane.
Annars er þetta dauft.
Lilli er týndur Baby’s Day Out ★
Óheppnu bakkabræðurnir eru ekki vit-
und fyndnir.
S A G A B í Ó
Konungur Ijónanna The Lion King
★ ★★★ Dýr mega éta önnur dúr en
bara í hófi. Þar skilur frá Dýrunum í
Hálsaskógi. Stjarna númer fjögur er
fyrir íslensku talsetninguna.
Viðtal við Vampíruna Interview with
the Vampire ®Vampírurnar eru álíka
spennandi og karlarnir á skattinum
sem hafa atvinnu af því að mergsjúga
fólk.
Stjörnubíó
Aðeins þú Only You ★★★ (talíuvinum
vöknar um augu og ástsjúkir fá nóg að
moða úr. Aðalleikararnir eru fallegir og
skemmtilegir.
Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Allt
gengur þetta út á uppáferðir og er
möst fyrir karla og konur á aldrinum 14
til 20.
Bíódagar ★★★ Margt fallega gert en
það vantar þungamiðju.
Við
mælum
með
.. ..Þingvöllum um vetur
Öxarárfoss var skapaður til að vera
frosinn. Hann er hálfgert plat á
sumrin.
....svokölluðum
mínusrössum
Þessum flötu og hógværu sem læð-
ast fram af bakinu og renna saman
við lærin án nokkurs hamagangs.
....James Stewart
Og öllum myndunum hans. Þær
eru endanleg sönnun að það sem
gert er í dag er aðeins föl eftirmynd
af því sem löngu er búið að gera.
.. ..að fólk ljúki við eitthvað af
bókunum á náttborðinu
Það er ekki bara að sumar þeirra
séu þess virði heldur safna bækur
ryki og náttborðið er ekki huggu-
legur staður til slíkrar söfnunar.
... .að gamlir teikarar
taki fram skóna
Það er ef til vill vonlaust fyrir fer-
tuga menn að reyna að teika pabba
sinn, kennarann og lögguna, en
þeir gætu reynt við yfirmanninn
sinn, Davíð Oddsson og slökkvi-
liðsbíl í útkalli.
I. ■H 1
Hádegin á Borginni. Það er ekki
bara góður matur þar heldur er
Ólafur Ragnar að plotta eitthvað
með Valgeiri Hlöðverssyni á einu
borðinu og Gaui rakari í léttu
hjali við feitlaginn mann á því
næsta. Furðu lítið um X-kynslóð-
ar-vinkonur í súpu, salati og alltof
alvarlegum umræðum miðað við
aldur. Einstaka gamlir stólpar
sem fylgdu ekki flóttanum yfir í
garðskálann á Hótel Sögu. Og ef
til vill liggur svarið þar. Borgin
hefur skánað eftir að stólparnir
fóru. Meðan þeir sátu þarna eins
og kóngar í ríki sínu sagði maður
óviljandi afsakið þegar maður
gekk í salinn eins og maður væri
að ryðjast inn á heimili þeirra.
Úti
Kratar. Jón Baldvin. Guðmundur
Árni. Gunnlaugur bróðir hans.
Ingvar Viktorsson. Tryggvi Harð-
arson. Jafnvel Birta dóttir Össur-
ar. Það er eins og þeir ætli að nýta
tækifærið áður en almenningur
þurrkar þá út til að krækja sér í
krásir. Þeir eru eins og menn sem
enginn nennir að ræða við í veisl-
unum en sem fara samt alltaf síð-
astir og með sitthvora snittuna í
vösunum. Og ef einhver hnippir í
þá og segir: „Heyrðu, er þetta nú
ekki einum of langt gengið,“ þá
slá þeir í bringuna á viðkomandi
og segja á milli snittubitanna sem
þeir frussa út úr sér: „Skiptu þér
ekki af því sem þér kemur ekki
við.“