Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 19953 12.JANUAR - 19.JANUAR 1995 Dneifö ást 1V 05 08 03 07 01 02 10 04 13 06 14 20 17 09 16 11 ÞV 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Titill LOVESPREADS FELL ON BLACK DAYS ODE TO MY FAMILY CRUSH WITH EYELINER MURDER WAS THE CASE NOTHINGMAN WHATEVER GOTT MAL (REMIX) A CONSPIRACY THE MAN WHO SOLD THE WORLC NIRVANA THANKYOUFOR HEARING ME BETTER MAN SYMPATHY FOR THE DEVIL LÖG UNGA FÓLKSINS WHEN I COME AROUND PRETTY PENNY GOD I SAW THE LIGHT TOMORROW — 20 BACKITUP Flytjandi STONE ROSES SOUNDGARDEN CRANBERRIES R.E.M. SNOOPD. DOGG PEARLJAM OASIS TWEETY BLACK CROWES SINEAD O'CONNOR PEARLJAM GUNSN’ROSES UNUN GREEN DAY STONE T. PILOTS TORI AMOS THE THE SPOON ROBINS VL kraumandi undir. BRAZILIAN SKY WHIfí FUZZ SPOON SMASHING PUMPKINS JETBLACKJOE WHERE DID YOU SLEEP LAST NIGHT NIRVANA Stone Roses eiga nú sittfyrsta topplag á x- domino’s listanum. Pearl Jam eru Gáfnaljós vikunnar, BetterManfer upp um átta í 12. bekk. Hœsta nýja lagið á Green Day, ein af helstu hljómsveitum síðasta árs. 4 ný lög koma inn í vikunni 8 lög eru í klifri, 2 lög standa í stað en fallistarnir eru 6. X-Domino’s listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrárgerðarmönn- um X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleik- inn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann! mmMorgun A \ Posturmn DOMINO’S PIZZA * : Hafnfirðingar láta ekki að sér hæða og ætla sér að auka menningartengsl við Rússland — nema hvað? Á nú alveg að Begga yfir sig? Hafnarfjörður er í brennidepli nú um mundir fyrir sérkennilega bæjarstjórnarhættí og nýjasta orðatiltækið þar í bæ er: „Jæja, á nú að Begga yfir sig?“ en það hefur eitthvað með Jóa Begg og hans stjórn- visku að gera og tekur til þess þegar menn eru með þvílíkar fléttur í gangi að enginn skilur lengur neitt í neinu. Listahátíðin í Hafnarfirði reyndist söguleg en nú ætla Hafn- Margir velja áramótin til að hugsa sér til hreyfings og Súsanna Svavarsdóttir er ein þeirra en hún hefur sagt upp fastri stöðu sem umsjónarmaður menningarblaðs Morgunblaðs- ins. Það þýðir þó ekki að hun sé hætt að gagnrýna leiklist og kemur allavega til með að klára þetta leikár Leiklistar- gagnrýni herur aldrei verið drauma- starfið Súsanna Svavarsdóttir, þekkt- asti leiklistargagnrýnandi landsins, hefur sagt upp föstu starfi hjá Morgunblaðinu og tekur uppsögnin gildi l. apríl. Þó að hún hafi mikla ánægju af blaðamennsku þá er hún orðin leið á stjórnunarstörfum en hún hefur untsjón með menning- arblaðinu og vill verja meiri tíma með dætrum sínum tveimur sem þekkja ekki móður sína öðruvísi en sívinnandi og alltaf á hlaupum. „Það er bara mitt gildismat á því hvað eru verðmæti sem ræður ferð- inni og uppsögnin er í fullri sátt við ritstjóra.” Súsanna segir að þetta þýði ekki endilega að hún sé hætt sem gagn- rýnandi hjá Morgunblaðinu (en hún hefur skrifað leikhúskrítík í fimm ár), þó að hún hafi sagt upp fastri stöðu og að hún klári örugg- lega þetta leikár, en um starf gagn- rýnanda er samið sérstaklega og til eins árs í senn. „Hvort ég vil vera gagnrýnandi aftur næsta vetur er allt annað mál og ég er ekkert að slíta tengslin við Morgunblaðið, málið er bara að ég vil öðruvísi líf og hef hugsað mér að vinna heiman að frá mér og ætla út í lausa- þar sem maður á að vera „carrier" en ég hef aldrei verið mikil „carrier- kerling” — ég er miklu betri mamma og mér finnst skelfilegt að fá aldrei að njóta þess hlutverks sem mér finnst alveg æðislegt. Það er gott að geta notið hvoru tveggja en þá á eigin forsendum.“ Súsanna er að leggja lokahönd á bók sem inniheldur erótískar smá- sögur. Bókin, sem enn hefur ekki fengið titil, átti að koma út í haust en frestaðist fram á vor til þess að hún rækist ekki á útgáfu Forlagsins á bókinni Tundur dufl. Súsanna er jafnframt með skáldsögu í smíðum en þvertekur fyrir það að hún sé að hætta í blaðamennsku til að gerast rithöfundur, henni finnist blaða- mennskan einfaldlega of skemmti- leg. JBG mennsku um tíma. Annars get ég alveg lofað því að ég verð ekki gagnrýnandi til æviloka. Það hefur aldrei verið draumastarfið mitt og fýrir mér er það starf sem fólk á ekki að vera lengi í. Maður tæmir þær forsendur sem maður leggur upp með á fremur stuttum tíma og fer að end- urtaka sig og hjakka í sama farinu. Það verður að gefa sér tíma til að endurnýja sig og mér finnst nú sem ég sé búin að klára þær forsendur sem ég gaf mér.“ Súsanna segir að þetta hafi verið að gerjast með sér í um ár og segir að ákvörðunin sé fyrst og fremst sprottin út frá því að hún vilji að börnin sín alist upp við eðlilegri að- stæður. Aðspurð sagðist hún ekki hafa neitt sérstakt í takinu annað, en hún hefur verið fastur starfs- maður hjá Mogganum í átta ár. Er búið að ákveða hver tekur við af þér? „Nei, þeir finna örugg- lega einhvern sem hefur gaman að stjórnunarstörfum, mér fmnst þau leiðinleg en mér finnst blaða- mennska æðislega skemmtileg og kýs að velja það úr reynslupakkan- um sem mér finnst skemmtilegast. Álagið er mikið og vinnudagurinn allt of langur og of mikill tími sem fer í skipulagsstörf og það sem þeim tilheyrir til þess að mér finnist það þess virði að missa af stelpunum. Það getur verið að þetta sé afskap- lega mikið á skjön við nútímann „Ég hef aldrei verið mikil „carrier- kerl- ing“ — ég er miklu betri mamma.“ Lúxusbar í miðbœnum Skuggabarinn Hótel Borg PÓSTH ÚSSTRÆTI 11 ★ ★ ★ ★ Drykkjumaður Morgunpósts- ins hefur áður á þessum stað lýst yfir ánægju sinni með endurreisn Hótel Borgar, sem staðið hefur yfir undanfarið ár eða svo. Hótelið er fyrsta flokks, veitingasalurinn er fullur unaðssemda og nú síðast var Skuggabarinn gamli tekinn í notk- un á ný. Skuggabarinn var á sínum tíma eitt helsta vígi Bakkusar kon- ungs í Reykjavík. Þegar fram í sótti Iét Skuggabarinn aftur á sjá líkt og Hótel Borg sjálf á niðurlægingar- skeiðinu mikla og langa. Þegar undirritaður var að skríða sín fyrstu spor um gleðinnar dyr var Skuggabarinn einfaldlega ekki á kortinu af því að þar var alltaf svoddan „lið“. Þegar maður fór liins vegar á ball á Borginni komst maður ekki hjá því að kynnast þess- um merka stað Iítils háttar, en því er ekki að leyna að maður hafði enga sérstaka unun afþví að staldra við. Innréttingin var í „budget maf- ia“ stílnum óviðjafnanlega og mað- ur hafði á tilfmningunni að það væri svindlað á hverjum sjússi. Sannast sagna var lítil eftirsjá í barnum nema hvað hreint óendan- lega ljót lágmynd af lunda við sundin bláu ætti heima á Listasafni Islands, jafnvel þó sundin bláu væru eiginlega orðin gulgræn af tóbaksreyk og vínslettum og engin muni til þess að hafa séð lunda í Kollafirði. Ekki veit ég hvar myndin er nú niðurkomin, en hún væri ger- semi ef fyndist. Það er þó huggun harmi gegn að Þorgeir Þorgeir- son varðveitti myndina með því að nota hana á bókarkápu Einleiks á giansmynd. Nú hefur heldur betur skipt um. Skuggabarinn er orð- inn einn af glæsileg- ustu börunum í bæn- um og mér segir svo hugur um að hann eigi eftir að njóta verulegra vinsælda. Það er auðvitað sjálfgefið að matargestir Borgarinnar streyma þangað inn þegar þeir megna að rísa á fætur, en ég hugsa að fleiri eigi þangað erindi. Innréttingarnar eru afar smekklegar, tónlistin er fjörug og þægileg í senn og í salnum svífur settlegur en óþvingaður andi. Það er kannski helsti gallinn við staðinn hvað hann er glæsilegur, því fyrir vikið er fólk kannski feimnara en ella við að hella sér út í hóglífið. Á barnum kennir allra grasa og þar stendur vaktina Ingvi Steinar, sem áður skenkti í glös á Ingólfscafé. Sér til halds og trausts hefur hann fengið Friðrik Weiss- Ábarnum meo % narési happel fyrrum Kaffibarseiganda, svo ekki ætti að vanta endalausa gleðina á þeim vígstöðvum. Þrátt fyrir nafnið væri synd að segja að Skuggabarinn væri skugga- legur. Veggirnir eru að vísu kol- svartir, en gólfið er nógu Ijóst til þess að vega vel upp á móti. Þar fyr- ir utan eru á austurhliðinni stórir franskir gluggar, sem hleypa skímu inn, en þar á bak við er komið hið snotrasta torg og á sólardögum í sumar verður það vafalaust hinn mesti unaðsreitur og ekki spillir þá fyrir ef unnt er að sækja sér svalandi inn á Skuggabarinn. Eins og annað þar á bæ er hann á heimsmæli- kvarða og kjörinn til þess að sötra ljúfa drykki í góðu yfirlæti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.