Helgarpósturinn - 12.01.1995, Page 31
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
31
Lítið ljóð eítir Carl J. Eiríksson
Ljóð vikunnar er í raun meira út í að vera söngtexti og braginn má kyrja
við lag Ikarusar — Svo skal böl bæta. Það er enginn annar en Carl J. Ei-
ríksson, skyttan snjalla, sem á heiðurinn að þessum orðum sem er sam-
setningur úr kjallaragrein er hann reit um daginn og það skyldi enginn
ætla að karlmenni á borð við hann sé með öllu laus við brageyra, öðru
nær. Það vita þeir sem hafa lesið Hemingway að karlmennska og skáld-
skapur fer saman. Þessi texti Carls er auðvitað ekkert angurvært hjal við
lækjarbakka með tilheyrandi hjartslætti heldur er tekið þéttingsfast á mál-
unum og stungið á kýlum á æðstu stöðum (rétt eins og Tolli og Megas
gerðu áður).
Snillingarnir
Fyrirsjáanlegt er að laun muni á næstunni hækka
Og lánskjaravísitalan hraðar en vöruverðlag
og áður en mjólkin á að hækka en kjötið að lækka
höfðu þrýstihópar mótmælt og gildir þetta enn í dag
— Hún stjórnast af framfærsluvísitölunni
Svona rugl gerir menn miklu minni.
(Gítarsóió)...
sra
Vegna gríðarlegs eftirlætis á
Presley hefur Jósef fengið viður-
nefnið „Aron“ og það er gaman að
segja frá því að 2. janúar fæddist
Jósef „Aroni“ og konu hans sonur
og þau hafa tekið ákvörðun um að
skíra hann Aron.
Jósef „Aron“ sigraði sem áður
sagði í Elvis-gervi-keppninni og var
hann í galla sem hann hannaði
sjálfur en það fóru þrír gulllita
spreybrúsar í að fullgera búning-
inn. „Ásamt því að komast til
Graceland þá dreymir mig um að
eignast ekta Elvis- galla.“ Jósef segir
Elvis hafa verið flottastan um 1967 í
sjónvarpsþættinum fræga þegar
hann var í leðurdressinu en þá söng
hann uppáhaldslag Jósefs „Blue
Christmas“. „Hann var líka góður á
Hawaii á tónleikum seint á ferlin-
um,“ segir Jósef sem er alveg sam-
mála blaðamanni um það að bæk-
ur Alberts Goldman (en hann
hefur skrifað níð um Elvis og
Lennon á annarlegum for-
sendum) um „Kónginn“ séu
ýkt skrif og engan veginn ná-
lægt sannleikanum. JBG
Fullar sættir
meðDr. Gunna
ogHemma
Stutt frétt í MORGUNPÓSTINUM sem birtist skömmu fyrir jól þess efnis að
hljómsveitin Unun væri úti í kuldanum hjá Hemma Gunn vakti mikla athygli.
Dr. Gunni er sem kunnugt er sjónvarpsskríbent blaðsins og hafði ekki gefið
þættinum góða einkunn, svo vægt sé til orða tekið. Mönnum þótti það því nokk-
uð gott hjá Hemma þegar hann sagðist ekki ætla að bera ábyrgð á því að drepa
doktorinn úr leiðindum með því að hleypa honum í þáttinn. Þjóðin hlýtur því að
hafa rekið upp stór augu í gærkvöld þegar hljómsveitin Unun birtist í öllu sínu
veldi í Á tali. Þegar Dr. Gunni var inntur eftir því hvort að hann myndi lifa þetta af
sagði hann að það væru allir hlutir slitnir úr samhengi: „Mér finnst þetta frábær þátt-
ur og Hemmi Gunn einhver besti sjónvarpsmaður sem ísland hefur eignast.“
Hemmi Gunn tók í sama streng þegar blaðið hafði samband við hann vegna þessa
máls: „Nei, nei, ég ætla ekki að drepa doktorinn úr leiðindum. Þetta er svo
lítið land og menn eru alltaf að skjóta sig í löppina fram og til baka í svona litlu sam-
félagi. Og ef maður væri að pirrast og vera stöðugt ergilegur þá tæki það því ekki að
standa í þessu.“
Hemmi sagðist ekki ætla sér að verða ellidauður í þessu starfi og honum leiddist frekar per-
sónulegt skítkast en hann hefði ekki tekið skrifum dr. Gunna á þeim nótum. „Gunni hefur
skrifað um þáttinn hvað hann væri slæmur en svo vilja allir þessir menn koma í þáttinn og eru al-
veg ómögulegir ef þeir fá það ekki. Og eins og ég sagði nú í gríni við Ásmund Jónsson, en ég var
reyndar búinn að negla niður þennan síðasta þátt fyrir jól, að þetta væri náttúrlega bara venjulegur
sjónvarpsþáttur og væri auðvitað ekki nógu flottur fyrir svona stóra kalla. En ég hef enga ástæðu til
að láta eins og fífl.“
Þetta eru auðvitað gleðitíðindi fyrir aðdáendur Ununar og Hemma og engin ástæða til að segja ekki
frá því sem er jákvætt í þjóðfélaginu. Samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS er Ununarfólkið
ekki nægjanlega sátt við plötusöluna og ætlar að fylgja henni rækilega eftir með tónleikahaldi víðs veg-
ar um landið. Seinna í mánuðinum ætlar Ingvi Hrafn að hleypa þeim í Bingó/Lottó og í kvöld má sjá
hljómsveitina ásamt Súkkat á Tveimur vinum. JBG
um
Fimmtudagur
Tveir vinir: Unun, spútniksveitin ást-
sæla sem varð nýverið þess heiðurs
aðnjótandi að við gagnrýnendur völd-
um fyrstu plötu hennar PLÖTU ÁRS-
INS 1994, heldur fyrstu tónleika sína á
árinu í kvöld. Eins og allir vita er það
þríeykið huggulega Heiða, Gítarhort
og Dr. Gunni sem stjórnar Unun en
þess ber einnig að geta að undrabarn-
ið Óbó spilar með á trumburnar og
Jóhann pródúser Jóhanns á hljóm-
borð. Með Unun spilar að þessu sinni
dúettinn Súkkat sem spila sorglega
sjaldan hérna í bænum. Þessir tónleik-
ar eru möst fyrir þá sem ekki vilja vera
böst í því sem er áð ske!
Kringlukráin: Nú virðast þeir sem eru
að drukkna í Skálafellsnostalgíu geta
tekið gleði sína á ný því í kvöld verður
orgelblús á Kringlukránni. Þá ætlar Ní-
els Ragnarsson orgelleikari að leika á
Hammond-orgelið sitt við hvern sinn
fingur ásamt félögum í hljómsveitinni
Blús-express. Orgel er stuðgjafi!
Hljómsveitin Kusk gerir það gott á
Gauki á Stöng.
Föstudagur
Konungar balla og júróvísjóns til
margra ára,
hljómsveitin
Stjórnin, er horf-
in í áranna skaut.
Ekki satt. Sigga
Beinteins og
Grétar Örvars-
son hafa ákveðið
að endurvekja
gamla popp-
skrímslið Stjórn-
ina með balli á Hótel íslandi. Allir
gömlu meðlimimir og allt! Þetta verður
al-eina og lang-síðasta ballið hjá sveit-
inni er sagt, en ef maður þekkir Grétar
Örvars rétt er slíkt kannski teygjanlegt
hugtak. Spurning bara hvort borgar
sig að taka séns...
Á Tveimur vinum verður boðið upp á
sérstakt Akureyringaball. Hljómsveitin
Miranda frá Akureyri spilar fyrir dansi
og sér til þess að allir Akureyringar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, það er þeir
sem mæta, líði eins og heima væri og
skemmti sér eins og sönnum Norð-
lendingi sæmir. Þó ég hafi aldrei heyrt
í Miranda er stemmningin alltaf gefin
þegar Akureyringar eru annars vegar.
Papar spila a sérstöku bjórkvöldi í
Ömmu Lú. Drykkfelddir munkar Pap-
arnir og kátir.
Stórmennið
Rúni Júl lætur
alltof sjaldan sjá
sig í bænum. Um
helgina ætlar
hann ásamt
Tryggva Hubner
að gertrylla alla á
Feita dvergnum
og er það Ijóstað
það fer enginn
ósnortinn til síns heima eftir þvílíkt
stuð!
Stuðsveitin Langbrók heldur uppi
stuðinu á Gauki á Stöng. Svo er hermt
að þetta séu með sterkustu skemmti-
sveitum sem fram hefur komið lengi.
Alli á há bomsurnar!
Laugardagur
Miranda sýnir sitt rétta andlit á Tveim-
ur vinum fyrir þá Akureyringa og nær-
sveitarmenn sem láta sér ekki nægja
eitt kvöld í einu.
Poppararnir Ijúfu í Hunangi verða á
Ömmu Lú og bjóða upp á dinner-
skemmtun og dans. Hana nú...
Langbrókin hressari en nokkru sinni
fyrr á Gauknum.
Á Feita dvergnum trylla þeir aftur Rúni
Júl og Tryggvi Hubner.
SUNNUDAGUR
Það er hljómsveitin Langbrók sem
enn og aftur heldur uppi fjörinu á
Gauki á Stöng.
Hvað er
í leikhús-
unum?
Fávitinn
Þjóðleikhúsið,
fimmtudags- og
sunnudagskvöld.
Hilmir Snær al-
gjör engill í aðal-
hlutverki sýningar
sem helst hefur
verið gagnrýnt
fyrir ofurleikstjórn
— hvað sem það
nú þýðir.
Snædrottningin ★★★★ Þjóðleikhús-
ið, sunnudag kl. 14. Byggt á ævintýri
H.C. Andersen. Upplögð leikhús-
reynsla fyrir yngstu kynslóðina þó að
þau allra yngstu gætu orðið svolítið
hrædd við púðurskotin.
Gaukshreiðrið Þjóðleikhúsið, föstu-
dagskvöld. Leikarar Þjóðleikhússins
fara á kostum sem geðsjúklingar. Sýn-
ing frá síðasta leikári.
Gauragangur
Þjóðleikhúsið,
laugardagskvöld.
Enn gengur þessi
söngleikur sem er
frá síðasta leikári
enda á ferðinni
stórgóð tónlist
eftir hljómsveitina
Nýdönsk en þetta
kann að vera síð-
asta tækifærið til
að sjá þá leika og
syngja saman.
Ófælna stúlkan
Borgarleikhúsið,
fimmtudagskvöld
kl. 20 og sunnu-
dag kl. 16. Nýtt
íslenskt unglinga-
leikrit sem er
virðingarvert framtak. Margrét Vil-
hjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson í
aðalhlutverkum sem og i Óskinni.
Leynimelur 13 Borgarleikhúsið, laug-
ardagskvöld. Eldgamall íslenskur farsi
og áhöld um hvort hann hefur elst vel
eða illa. Leikhúsgestir láta sig ekki
vanta á sýninguna og það segir
kannski allt sem segja þarf.
Kabarett Borg-
arleikhúsið,
föstudagskvöld.
Þessi frægi söng-
leikur er hér í leik-
stjórn Guðjóns
Petersen og er
frumsýndur núna
um helgina.
Sannarlega
spennandi að sjá
hvernig þetta Berlínarandrúm plum-
mar sig í verslunarhverfi í Reykjavík.
L.R. menn gefa skít í það þó að frum-
sýningu beri upp á föstudaginn 13.
Óvænt heimsókn Akureyri, föstu- og
laugardagskvöld. Sakamálaleikur sem
jafnvel Jón Viðar var nokkuð hress
með.
Kirsuberjagarðurinn ★★★★ Héðins-
húsið, kl. 20. Gíó góður þegar hann
heldur stælunum í lágmarki og leyfir
leikurunum að blómstra.
Söngleikjadagskrá Hlaðvarpinn,
fimmtudagskvöld. Dagskrá sem flutt
var við það miklar vinsældir hjá Lista-
kiúbbnum í Leikhúskjallaranum að
kaffihúsinu þótti ástæða til að taka
hana upp á sína arma. Árni Blandon (-
lengi er von á einum) flytur fróðleik-
smola milli þess sem söngleikjalög eru
flutt.
Sápa ★★ Hlað-
varpinn, föstu-
dagskvöld. Hí-á-
kellingarnar-
með-lagningarn-
ar-og-“jesenlór-
an-slæðurnar“-
húmor eftir Auði
Haralds og víst er
að við þetta tæk-
færi heyrist dill-
andi kvennahlátur
Eitthvað ósagt Hlaðvarpinn, laugar-
dagskvöld. Einþáttungur eftir Tenn-
essee Williams um hugsanlegt lesbískt
samband ritara og hefðarfrúr en Tenn-
essee var sjálfur hommi og væri líkast
til kallaður Bóbó Vilhjálms ef hann ætti
heima á (slandi.
jt í port.