Helgarpósturinn - 16.01.1995, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING
7
Nokkur titringur er meðal hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum vegna sölu
Bjarna Sighvatssonar á hlut sínum í fyrirtækinu til íslenskra sjávarafurða í haust.
Þykir mönnum sem Bjarni hafi brugðist þeirri skyldu sinni sem stjórnarformanns að
gæta hagsmuna allra hluthafa í ákvörðunum sínum
Minnihlutinn situr eftir
með ósefjanlegan hlut
Þus manna sem alltaferu óánægðir, segir Sighvatur Bjamason.
Hluthafi í Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum ritaði stjórn fyr-
irtækisins bréf í haust, þar sem
hann fer fram á skýringar á því
hvernig Bjarni Sighvatsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður, fór að
því að fimmfalda sinn hlut í fyrir-
tækinu á sama tíma og heildar-
hlutafé í fyrirtækinu rúmlega tvö-
faldaðist. I bréfinu er einnig gefið í
skyn að Bjarni hafi ekki unnið af
fullum heilindum gagnvart með-
eigendum sínum í fyrirtækinu þeg-
ar hann seldi íslenskum sjávaraf-
urðum hf. hlut sinn nú í haust.
Samkvæmt upplýsingum morgun-
PÓSTSINS var bréfið samið að
beiðni nokkurra smærri hluthafa í
Vinnslustöðinni og hugðust þeir
leggja það fram á aðalfundi hlutafé-
lagsins í nóvember. Þegar upp var
staðið guggnuðu menn hins vegar á
því að leggja það fram. Ástæðan
fyrir því er fyrst og fremst sú að
margir þessara smærri hluthafa
eiga enn töluverðra hagsmuna að
gæta hjá Vinnslustöðinni. Þar
leggja sumir þeirra til fisk eða eiga
önnur umtalsverð viðskipti og því
eru menn hikandi við að grípa tii
aðgerða, þótt töluverðrar
óánægju gæti rneðal margra
þeirra vegna einmitt þeirra at-
riða, sem vikið er að í bréfinu.
Sa/an á hlut
Bjarna umdeild
Það er fyrst og fremst sala
Bjarna á hiutabréfum sínum,
sem vakið hefur ólgu meðal
minni hluthafanna og komið
af stað umræðunni um það
sem þeir telja óeðiilega mikla
eignaraðild hans að fyrirtæk-
inu, en Bjarni og fjölskylda
hans áttu tæpiega 30 prósent í
Vinnslustöðinni þegar hann
seldi. Þótti þeim mörgum sem
Bjarni hefði komið aftan að
þeim með þessari sölu, sem
frarn fór aðeins nokkrum dög-
urn áður en fyrirtækið fór inn á
opinn hlutafjármarkað með
300 milljóna hlutafjáraukn-
ingu. Telja þeir að Bjarni hafi
mettað ntarkaðinn með því að
selja svo stóra sneið af kökunni
á þessum tíma og þannig kom-
ið í veg fyrir að þeir fengju gott
verð fyrir sín bréf. Eins og fram
kemur í bréfinu efast rnenn um að
þessi framkoma Bjarna standist lög
urn skyldur stjórnarformanns
hlutafélags gagnvart öðrum hlut-
höfum. Ekki hefur enn fengist stað-
fest á hvaða gengi Bjarni seldi bréf
sín, nokkrir töldu að IS hefði keypt
bréfin á genginu 2,0 en flestum
heimildarmönnum blaðsins ber
saman um að það hafi verið 1,6. Það
mundi þýða að Bjarni hefði fengið
um það bil 140 milljónir fyrir bréf-
in. Nú fæst hins vegar aðeins nafn-
verð fyrir bréfin eða því sem næst
og því lítt fýsilegt fyrir hluthafa að
selja sem stendur, þótt þeir fegnir
vildu margir hverjir.
Ekki bætti úr skák hversu leynt
þessi sala fór. Fæstir vissu að Bjarni
væri svo nrikið sem að hugsa um að
selja fyrr en þeir heyrðu um fyrir-
huguð kaup IS í fjölmiðlum, dag-
inn áður en samningurinn var und-
irritaður. Það hefur vakið nokkra
athygli að bróður Bjarna, Amari
Sighvatssyni, var ekki boðið að
selja sinn hlut með í pakkanum, og
frétti hann ekki af viðskiptum
bróður síns fyrr en kaupin voru um
garð gengin. Hann mun þó hafa
haft fullan hug á að losa sig við sinn
hluta fýrir það verð sem Bjarni fékk
fyrir sín bréf.
Ekki ólöglegt
Víða erlendis er það bundið í
verðbréfalögum, að ef einn aðili
ætlar sér að kaupa svo stóran hlut í
fyrirtæki að ætla megi að hann nái
ráðandi aðstöðu innan þess, þá
verði hann að bjóða öllum hluthöf-
um að kaupa bréf þeirra einnig á
sama verði. Þetta er hins vegar ekki
í íslenskum verðbréfalögum, þótt
komið hafi til umræðu að setja slíkt
ákvæði inn í þau. I bréfinu er enda
fyrst og fremst vísað til 60. greinar
hlutafélagalaga um skyldur stjórn-
enda hlutafélaga gagnvart hluthöf-
um þeirra. Gefið er í skyn að Bjarni,
sem var stjórnarformaður Vinnslu-
stöðvarinnar, hafi brugðist þessari
skyldu með því að standa að söl-
unni á bréfum sínum á þennan
hátt. Samkvæmt upplýsingunt úr
viðskiptaráðuneytinu virðist Bjarni
ekki hafa brotið í bága við hluta-
fjárlögin. Þó vildu menn ekki full-
Mrt í tJuu/íUgukrí vlmsluaMvrtuttr h!.. Ijti' »* “
1994 tfm., Uuufí luf. 11* « “ “ “
Muufjtelru. .Utouforaiuuu ot l)».kyMu lum tfnU. U> luf. rnu þM W 3»
Ef viS m buu hluufjlrúgn Hmldu CHiluuur. » «l»uuriu.»u, og
fr«uk,«md»ií,l hjl fíUgm. á um. tto. .«« Uuufjlmgo •í0»
haft ua það bfl 630 fildut 1 uma irtbili.
ÓU.5 rr rtl upplfu U 1 fu.vlir.u-Ti f braju þoiu mluumi I nuigfddi hluurjlmigtur
„UIH þmru. rtiU mtmmgv og uuum. hluduf. hlo.™gu “ “g”- s"“
hrnlu.murtuom.krif.iof. hcfUr «uu»t .odm.ko»uo og uppglOr Vioo.tetMvmiorur ht
þhtu tfmibil 01 Ettl hdn þvi rt hig. mOv.lt m.0 rt upplfu mh» hvrt. hrur þo>»
eignamyrJun hefur oröið.
Samlcvemt tilemkum lögum og veajun ber stjómarmönnum hluUféliga og ekld sfst
atjðrnarformaanl aö gzta hagsmuna allra eigenda hlutafélaga hvað varöar rckstur og
eignavenlu. Mcö tiUUl dl þesa, að nú fer ffam úthoð um aðlu á nýju hluufé samkv*mt
samþykkt aðalfundar Vlnnilustöövarinnar hf. fyrir írlð 1993 er þess öakað að
stjörnarformaður upplýsi á hvaða aðlugcngi hann hafi aclt hlutabréf aín tfi (slenskra
sjávarafurða hf. þann 31. oktöber s.l.
Aðrir hluthafar hljóta að lfta »vo á. að með þessari gjörð stjómarfomtanatins hafi hann
verið að tryggja vcntnnlega söluhagsmurd annarra hluthafa og fólagsins í hcild. Aörir
hluthaftr hljóti að fá sama gengi fyrir tín hlutahríf og að nýir hluthafar greifti samt verð
fyrir þann hiuta af hlutafjáraukningunm. sem nð hefur verið ákveðið að selja á
hiutabrófamarkaði. Hluthafar Vinntlustöðvarinnar hf. hljóta að gcra þ*r kröfur tll
stjómarinnar og sóntakieg stjómarfonnannj. að um þessa sameiginlegu
heildarfaagsmuni hluthafa hafi verið Qailað með lögfonnlegum hctti eins og landslög
kveða á um um skyldur og ábyrgð atjömarmanna f hlutafílögum.
yrða neitt þar um, þar sem þeir
hefðu engin gögn i málinu. Þangað
hefur heldur engin kæra borist
vegna sölunnar og því engin ástæða
fyrir ráðuneytið að kanna þetta
nánar. En í fljótu bragði virtust
menn sammála um að ekkert væri
athugavert við söluna, þar sem öll-
um væri frjálst að kaupa og selja
hlutabréf á því gengi, sem menn
kæmu sér saman um. Einn heim-
ildarmaður blaðsins gekk reyndar
svo langt að segja að það hlyti að
teljast afreksverk að selja hlutabréf
á svo háu gengi í fyrirtæki, sem
skuldaði tæpa 4 milljarða, og bæri
því að verðlauna slíka menn fremur
en refsa þeim!
Óánægju smærri hluthafanna
má fyrst og fremst rekja aftur til
sameiningar Vinnslustöðvarinnar
og dótturfyrirtækja hennar annars
vegar og Fiskiðjunnar hf. hins veg-
ar, en þau voru sameinuð fyrir
rúmum tveimur árum. Þessi sam-
eining fór ekki fram að ósk for-
svarsmanna fyrirtækjanna sjálfra,
heldur að kröfu helsta lánadrottins
þeirra, Islandsbanka, sem var orð-
Bréfið sem aldrei var sent.
Þetta bréf var skrifað sam-
kvæmt ósk nokkurra
smærri hluthafa í Vinnslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum
og átti að leggja það fram á
aðalfundi fyrirtækisins í
nóvember. Þegar til kom
guggnuðu menn hins vegar
á því að leggja það fram og
er ástæðan fyrir því ekki síst
talin sú að margir þeirra
sem að erindinu stóðu eiga
enn töluverðra hagsmuna
að gæta hjá fyrirtækinu.
inn uggandi um sinn hag þar sem
bæði fyrirtækin skulduðu bankan-
um háar fjárhæðir. Eftir samein-
inguna voru menn ekki á eitt sáttir
um útreikningana á skiptingu eign-
araðildarinnar milli hluthafa fyrir-
tækjanna tveggja. Þegar upp var
staðið nam hlutur Vinnslustöðvar-
manna í hinu nýja fyrirtæki 72 pró-
sentum á móti aðeins 28 prósenta
eignaraðild Fiskiðjumanna. Við út-
reikningana á þessum hlutföllum
var eingöngu miðað við eignir og
skuldir fyrirtækjanna tveggja, en at-
riði eins og viðskiptavild, framtíð-
arhorfur og annað, sem ekki varð
njörvað niður í óyggjandi tölur, lát-
ið lönd og leið.
Öll illa stæð,
eitt gjaldþrota
Eins og fram kemur í ritgerð
Gunnars Más Sigurfinnssonar
um samruna fyrirtækjanna, stóðu
þau öll mjög illa þegar Islandsbanki
sá sig tilneyddan að grípa í taum-
ana. Lifrarsamlagið, dótturfyrir-
tæki Vinnslustöðvarinnar, stóð þó
sýnu verst og var í raun gjaldþrota.
Lýsir Gunnar furðu sinni á því að
það fyrirtæki hafi ekki verið sett í
gjaldþrot löngu fyrr en skýringin
mun vera sú að íslandsbanki taldi
líklegra að hafa upp í skuldir þess
með því að hafa það inni í pakkan-
um. Eiginfjárhlutfall allra fyrirtækj-
anna var langt undir meðaltali og
algjörlega óviðunandi, eða undir 10
prósentum. Ekki verður séð af rit-
gerð Gunnars að Fiskiðjan hafi
staðið betur fjárhagslega en
Vinnslustöðin, en því hefur þrá-
faldlega verið haldið fram. Reyndar
skuldaði Vinnslustöðin mun meira,
eða rúma tvo milljarða á móti rúm-
lega einum milljarði sem Fiskiðjan
skuldaði, en Vinnslustöðin átti
einnig mun meiri eignir. Nokkrir
Fiskiðjumenn voru samt sem áður
óánægðir með útreikningana á
eignaraðildinni. Þegar við bættist
að meirihluti stjórnar hins nýja fyr-
irtækis kom úr röðurn VinnsÍu-
stöðvarmanna auk þess sem bæði
stjórnarformaðurinn, það er að
segja Bjarni, og framkvæmdastjór-
inn, Sighvatur, sonur Bjarna,
komu frá Vinnslustöðinni þótti
Fiskiðjumönnum sem sameiningin
hafi síst farið fram á jafnréttis-
grundvelli, eins og opinberlega var
stefnt að. Við 80 milljóna hlutafjár-
aukningu haustið 1992 minnkaði
hlutur þeirra í fyrirtækinu enn, og
eftir 300 milljóna aukninguna í
haust er svo komið að fyrrverandi
eigendur Fiskiðjunnar eiga í sam-
einingu ekki nema brot af þeim 28
prósentum, sem þeir þó áttu í upp-
hafi. Hafa þeir flestir lítil sem engin
áhrif innan Vinnslustöðvarinnar og
vilja því gjarnan losa sig alfarið útúr
fyrirtækinu, en eftir sölubrellu
feðganna þykir þeim þeir ekki fá
sannvirði fyrir bréfin.
Eignarhlutur Bjarna
Krafan um skýringar á stóraukn-
um eignarhlut Bjarna í Vinnslu-
stöðinni vísar lengra aftur í tímann
en til sameiningarinnar, eða allt
aftur til ársins 1987 en það ár tók
Bjarni við framkvæmdastjórastöðu
Vinnslustöðvarinnar af Stefáni
Runólfssyni. MORGUNPÓSTURINN
náði tali af Sighvati Bjarnasyni og
innti hann álits á því, sem ýjað er að
í bréfinu.
„Þetta er greinilega skrifað af
mönnum sem hafa ekki mikla
þekkingu á því sem þeir eru að tala
um,“ sagði Sighvatur. „Ég veit ekki
hvernig þetta stóð nákvæmlega árið
1986. Hins vegar veit ég að á þess-
um tíma keypti Bjarni og við í fjöl-
skyldunni talsvert mikið, við tók-
um til dæmis virkan þátt í hluta-
fjáraukningu upp á 80 milljónir
sem var gerð haustið ‘92 til að reyna
að bjarga því sem bjargað varð.“
Sighvatur telur þessa aukningu á
hlut föður síns, íjölskyldu hans og
Haralds Gíslasonar fyrst og
fremst stafa af því, að engir aðrir
vildu kaupa þau hlutabréf í
Vinnslustöðinni sem í boði voru
hverju sinni. „Þau bréf sem við höf-
um keypt hafa alltaf verið í opinni
sölu og hverjum sem er frjálst að
kaupa þau. Við höfum verið tilbúin
að leggja fé í þetta en aðrir ekki, þar
sem við höfðum trú á þessu fyrir-
tæki en aðrir ekki. Það er nú aðal-
skýringin á þessu. Hvað söluna
varðar, þá er ekkert sem bannar
mönnum að selja sinn hluta þegar
þeim sýnist á því verði sem þeir
geta fengið fyrir hann og það hefðu
aðrir getað gert líka. Þetta bréf er
ómerkilegt þus manna, sem alltaf
eru óánægðir og best að afgreiða
það sem slíkt.“ -æöj
Akureyri
Tveir
leknir fyrir
hradakstur
Spenna virðist hafa hlaupið í Ak-
ureyringa fyrir helgi því tveir bíl-
stjórar voru teknir fyrir of hraðan
akstur á föstudagskvöld með
skömmu millibili, annar klukkan
hálfátta, en hinn hálfníu. Voru þeir
á sömu leiðf nema hvað annar ók
Glerárgötuna en hinn Hörgár-
brautina. Óku þeir einnig á svipuð-
um hraða, annar 82 kílómetra
hraða, en hinn á 83 kílómetra
hraða. Að sögn lögreglunnar á Ak-
ureyri en hámarkshraðinn á þessu
svæði fimmtíu kílómetrar á
klukkustund.B
Akureyri
Vinaerfur
enduðu á
slysaaeild
Nokkuð harðar erjur tveggja
vina á Akureyri um helgina enduðu
með því flytja þurfti annan á slysa-
deild. Að sögn lögreglunnar á Ak-
ureyri þurfti hún að skerast í leik-
inn sem fram fór í íbúðahverfi á
Akureyri aðfaranótt föstudags. Um
tvo nokkuð ölvaða karimenn var að
ræða. Betur fór en á horfðist því
meiðsli vinarins reyndust minni en
ætlað var í fyrstu.B
Akureyri
Fékk skurð á
hausinn fyrir
uten Sjallann
Samkvæmt bókun lögreglunnar
datt maður nokkur sem var á leið að
skemmta sér í Sjallann rétt eftir
klukkan tvö aðfaranótt föstudags
með þeim afleiðingum að hann fékk
skurð á höfuðið. Flytja þurfti hann á
slysadeild og gera að sárum hans.
Segir lögreglan hálkuna fyrir utan
Sjallann hafa orðið þess valdandi að
maðurinn hrundi á höfuðið.B
Grindavík
Eldur laus í
saltkjötspotti
Lögreglan í Grindavík var kölluð
til aðstoðar í íjölbýlishús í bænum á
sunnudagsmorgun í kjölfar þess að
hátt heyrðist í reykskynjara úr einni
íbúðanna. Að sögn lögreglunnar
lagði nokkurn reyk frá íbúðinni
sem mun hafa komið til af því að
íbúi sem var að elda sér saltkjöt til
hádegisverðar mun hafa sofnað út
frá eldamennskunni. Kom í ljós að
enginn eldur var í pottinum, aðeins
viðbrunnið saltkjöt. Aðgerðir lög-
reglunnar fólust í því að slökkva á
eldavélinni.B
Grindavík
Særður máv-
uraflrfaður
Lögreglan í Grindavík aflífaði
máv um helgina eftir að tilkynnt
var um einn særðan sem haltraði
um Vesturgötuna. Að sögn lögregl-
unnar þar í bæ er nokkuð algengt
að þeir þurfi að standa í því
„óskemmtilega" verkefni að aflífa
máva í Grindavík. En nokkuð al-
gengt er að mávar festist í netuni
eða krókum, eða keyrt sé yfir þá og
sést því til þeirra haltrandi um bæ-
inn. Mikið var annars hringt í
Grindavíkurlögregluna með ými
erindi um helgina, einkum vegna
færðarinnar, en leiðindafærð var á
Reykjanesbrautinni. Vildu þeir
benda á að vegagerðin sæi einnig
um að gefa upp færð á brautinni.B