Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Póstunhn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Þingmenn svindla á launaskrifstofunni í Morgunpóstinum í dag er greint frá með hvaða hætti nokkrir landsbyggðarþingmenn sem búa í Reykjavík hefur tekist að hækka laun sín með því að skrá lögheimili sitt hjá ættingjum sínum úti á landi. Þar með fá þeir húsaleigustyrk frá Alþingi eins og þeir þingmenn sem sannarlega búa íjarri vinnustað sínum og þurfa af þeim sökum að halda tvö heim- ili á meðan á þingi stendur. Með því að fara í kringum þetta kerfi hækka þessir þingmenn laun sín um eitt hundrað þús- und krónur á mánuði — og það skattfrjálst. Þessi sjálftekna launahækkun jafngildir því um 165 þúsund króna raunhækk- un launa fyrir skatta. Það er meira en þreföld lágmarkslaun. Menn þurfa að vera búnir að koma sér upp miklu þoli gagnvart spillingu stjórnmálamanna ef þeir ætla að komast hjá því að líta svo á að þessir þingmenn segi vísvitandi rangt til um heimilishagi sína og ástæðan sé fyrst og fremst hagn- aðarvon. Þetta framferði er hneyksli. Alls staðar annars stað- ar í hinum vestræna heimi yrðu þessir menn sviptir húsa- leigustyrknum um leið og upp kæmist hvernig í pottinn væri búið. Og í flestum löndum yrðu þeir að segja af sér þing- mennsku og öðrum trúnaðarstörfum. Nægir þar að benda til sambærilegs — en þó veigaminna dæmis — frá Danmörku. Hér er þessu öðru vísi farið. Með reglulegu millibili hefur þetta svindl þingmannanna verið dregið fram í dagsljósið í blöðum. Nokkrir þingmenn, sem sannarlega halda tvö heim- ili, hafa lýst vanþóknun sinni á þessu en við það hefur setið. Þingmennirnir sem svindla á kerfínu hafa gætt þess að segja sem minnst og beðið þess að öldurnar lægi. Þeir vita sem er að um þetta svindl og önnur sambærileg er einlæg sátt í þing- heimi. Þingmenn eru allra manna ólíklegastir til að berjast gegn spillingu annarra þingmanna. Slíkt myndi aðeins minnka möguleika þeirra sjálfra á að maka krókinn. Undanfarna mánuði hefur komið fram hvernig yfirmenn hjá ríkisstofnunum og -fyrirtækjum hækka hjá sér launin með því að sveigja og beygja launakerfi opinberra starfs- manna. Yfirmenn hjá ríkinu fá greidd laun fyrir vinnu sem þeir inna aldrei af hendi, þeir fá full laun þótt þeir séu ekki í vinnu sinni heldur að sinna allt öðrum málum og þeir fá greitt aukalega fyrir viðvik sem þeir vinna innan launaðs vinnutíma. Dæmið af þingmönnunum sem svindla á kerfinu sýnir að opinberir starfsmenn gera þetta með velþóknun og samþykki Alþingis. í raun má segja að þingmenn séu óprúttnum ríkisstarfsmönnum sérstök íýrirmynd í þessu efni. Skilaboð þingmanna til ríkisstarfsmanna eru eftirfarandi: Laun opinberra starfsmanna eru tvenns konar. Annars vegar eru umsamin laun og hins vegar eru alls kyns matarholur sem þeir sem finna mega nýta sér. Verði ykkur að góðu. Gunnar Smári Egilsson I Morgun Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjóm: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 tii 17:00 Auglýsingadeiid er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- oq miðvikudöqum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudöqum. Ummæli Og allir biðja um styrk „Ég hef líka látið taka það satnan að égfœ í mánuði hverjum um það bil 200 viðtalsbeiðnir." Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Þetta hljómar sem einmanalegt starf „Ég var aldrei virtur viðlits, þess vegna hœtti ég án þess að virða nokkurn viðlits. “ Jón Múli Árnason djassgeggjari. Er veislugleðinni að Ijúka? „Þorsteinn getur sjálfur haft ofan affyrirþessum sjávarútvegsráðherra sínutn. “ Jón Baldvln Hannibalsson dlplómat. En hvað umir — voru þeirá listsýn- ingu? „Eg lít á þetta sem list en ekki klátn.“ Patricia, nekt- ardansmær frá Brasilíu. Seinagangur við endurbœtur á skaðabótalögum Þann 1, júlí 1993 tóku skaðabóta- lög nr. 50/1993 gildi hér á landi. Lögin hafa inni að halda reglur um hvernig skuli ákveða skaðabætur til handa því fólki sem slasast á líkama sínum og á skaðabótarétt á hendur bótaskyldum aðila eða oftast vá- tryggjanda hans. Um þetta efni höfðu fram að þeim tíma ekki gilt lögfestar reglur, heldur reglur sem mótast höfðu í framkvæmd og höfðu það meginmarkmið að bæta mönnum að fullu það fjárhagslega tjón sem þeir töldust hafa orðið fyrir. Með lögunum var ætlunin að staðla reglur um þetta og gera út- reikning bóta einfaldari en verið hafði. Það var þó yfirlýst markmið laganna að fjárhagslegt tjón yrði eftir sem áður að fullu bætt. Eítir að lögin höíðu tekið gildi, bentum við nokkrir starfandi lög- menn á að útreikningsreglur lag- anna væru fjarri því að tryggja þetta markmið. Virtist hagsmunagæsla af hendi vátryggingarfélaga hafa skil- að þeim þessum árangri við laga- smíðina, án þess að alþingismenn hefðu náð að varast það. Það sem mestu máli skipti í ábendingum okkar var að margfeldisstuðull í reiknireglum laganna 7.5 þyrfti að hækka verulega til að tryggja slös- uðu fólki fullar bætur. Skiptir þetta máli fyrir allan þann fjölda slasaðra manna sem hafa afiað sér atvinnu- tekna síðasta árið fyrir slys. Þó að ábendingar okkar um þetta efni hafi komið fram strax sumarið 1993 var það ekki fyrr en í febrúar 1994 að skipuð var þriggja manna nefnd til að kanna réttmæti þeirra. Skilaði nefndin af sér 23. júní 1994. Meirihluti hennar, sem skipaður var Gesti Jónssyni hæstaréttar- lögmanni og Gunnlaugi Claes- sen, þáverandi ríkislögmanni en nú hæstaréttardómara, skilaði mjög ítarlegu áliti og útreikningn- um. Töldu þeir að margföldunar- stuðullinn 7.5 þyrfti að hækka í 10 til að markmiðinu um fullar bætur yrði náð. Nefndarmaðurinn Guð- mundur Skaftason, fyrrverandi hæstaréttardómari, taldi ekki efni til að breyta lögunum „að svo stöddu". I áliti meirihluta nefndarinnar er Þunqaviqtin sýnt fram á með óyggjandi hætti, að reiknireglur laganna eru tjón- þolunum afar andsnúnar. I niður- stöðu þeirra felst að tjónþolar fái samkvæmt reglum laganna aðeins 75 prósent af fjártjóni sínu bætt. Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða. Maður sem slasast og verður fyrir fjárhagslegu tjóni að íjárhæð fjórar milljónir króna, fær aðeins þrjár milljónir í bætur úr hendi þess aðila, sem samkvæmt lögum ber ábyrgð á tjóninu, oftast vá- tryggingarfélagi hans. Eina milljón ber hann sjálfur. Má segja að lögfest hafi verið regla um 25 prósent eigin sök tjónþolanna í öllum líkams- tjónum! Nú hefði mátt ætla að dóms- málaráðherra og allsherjarnefnd Alþingis brygðu skjótt við til að leiðrétta þetta hróplega ranglæti. En því miður. Þó að nefndarálitið hafi legið fýrir í júnímánuði 1994 hefur enn ekki verið flutt frumvarp á Alþingi til úrbóta. Er það þó ein- falt að aliri gerð. Ekki veit ég hvað veldur þessum seinagangi. Astæða er til að ætla að bæði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Sólveig Pétursdóttir, formaður allsherjarnefndar, hafi hug á að beita sér í málinu. Varla ætti að vera nokkur pólitískur ágreiningur svo augljóst sem þetta réttlætismál er. Það ætti því að vera hægur vandinn að taka málið nú strax til meðferðar á Alþingi að loknu þing- hlénu og afgreiða það fyrir þinglok. Meðan leiðréttingin er ekki gerð fjölgar stöðugt þeim tjónþolum sem verða að sæta því réttarástandi að verða samkvæmt lögum að bera stóran hluta af tjóni sínu sjálfír. Það er ekki sæmilegt ástand. ■ „Maðursem slasast og verður fyrir fjárhagslegu tjóni að fjárhœð fjórar milljónir króna, fœr aðeins þrjár milljónir í bcetur úr hendi þess aðila, sem samkvœmt lögum ber ábyrgð á tjóninu, oftast vátryggingarfélagi hans. Eina milljón ber hann sjálfur. Má segja að lögfest hafi verið regla um 25 prósent eigin sök tjónþolanna í öllum líkamstjónum!“ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.