Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR \Ú9%' MORGUNPÓSTURINN SPORT .29. NBA körfuboltinn Engin eftirmál verða af sögulegum landsleik íslands og Englands í körfuknattleik á milli jóla og nýárs. Þrátt fyrir að Laszlo Nemeth og hans menn hafi gengið af velli áður en leik lauk í mótmælaskyni, telja forsvarsmenn beggja sambanda samskiptin enn góð og best sé að gleyma öllu saman Utah stöðvaði sigurgöngu New York Þetta var ekki á neinum vinanótum segir Laszlo Nemeth, landsliðsþjáifari Englendinga, og vill sem minnst úr málinu gera. Utah Jazz heldur áfram sigur- göngu sinni á útivelli. Liðið heim- sótti New York Knicks og sigraði 8i:86, og batt þar með enda á sigur- göngu New York, sem hafði unnið síðustu átta leiki þar á undan. Karl Malone var allt í öllu hjá Utah, skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst. Patrick Ewing skoraði 22 stig og hirti 14 fráköst fyr- ir New York. Shaquille O’Neal skoraði 31 stig í sigri Orlando á Philadelphia og var þetta áttundi ósigur Philadelp- hia í röð. Houston tapaði fyrir Den- ver. Mahmoud Abdul-Rauf skor- aði 36 stig fyrir Denver en Hake- em Olajuwon var með 41 stig fyrir Houston. Golden State tapaði heima fyrir Cleveland og var þetta 18. ósigur liðsins í síðustu 19 leikjum. Tyrone shaquille °'Neal Hill var stigahæstur hjá Cleveland með 20 stig en Latrell Sprewell skoraði 22 stig fyrir Golden State. Urslit New Jersey - Minnesota 93:84 Indiana - Milwaukee 95:97 New York - Utah 81:86 Charlotte - Chicago 96:85 Orlando - Philadelphia 91:70 Dallas - Miami 77:84 Denver - Houston 118:104 Golden State - Cleveland 97:103 LA Cllppers - Phoenix 108:134 Staðan Atlantshafsdeild Orlando 29 7 .806 New York 20 13 .606 Boston 14 20 .412 New Jersey 15 23 .395 Miami 11 23 .324 Philadelphia 10 24 .294 Washington 7 26 .212 Miðdeild Cleveland 23 11 .676 Charlotte 22 12 .647 Indiana 20 14 .588 Chicago 18 17 .514 Atlanta 15 20 .429 Milwaukee 12 23 .343 Detroit 10 22 .313 Miðvesturdeild Utah 25 10 .714 Houston 22 11 .667 San Antonio 20 11 .645 Denver 18 16 .529 Dallas 15 17 .469 Minnesota 7 27 .206 Kyrrahafsdeild Phoenix 27 8 .771 Seattle 23 9 .719 LA Lakers 21 11 .656 Sacramento 19 14 .576 Portland 18 14 .563 LA Clippers 5 30 .143 Nú bendir allt til þess að eftirmál af sögulegum viðureignum íslands og Englands í körfunni verði engin. Leikirnir, sem fóru fram á milli jóla og nýárs, voru allir leiknir af mikilli hörku og tók steininn úr í þeim síð- asta, sem fram fór í Hveragerði, en þar gekk enska liðið af velli undir lokin í mótmælaskyni. Englendingar voru afar ósáttir við frammistöðu dómaranna í leiknum og sagði landsliðsþjálfari þeirra, Laszlo Nemeth, að þeir hefðu misst stjórnina. Alls voru dæmdar 90 villur í leiknum, sem hlýtur að teljast mikið í vináttu- landsleik og þurftu nokkrir leik- menn að fara útaf vegna þess, m.a. Grindvíkingurinn Nökkvi Sveins- son sem fyrstur fauk útaf. Englendingar biöjast afsókunar Sú spurning hlýtur að vakna hvort einhver eftirmál verði af uppákomu sem þessari. Afar fátítt er í alþjóðakeppni í íþróttum að lið gangi af velli áður en formlegri keppni er lokið og í raun þykir slík framkoma í hæsta máta dónaleg. Brian Coleman hjá enska körfuknattleikssambandinu sagði í sambandi við MORGUNPÓSTINN að málinu væri lokið af þeirra hálfu. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju svona fór,“ segir hann. „Ég var ekki á staðnum og get því lítið sagt ann- að en það að Englendingar biðjast innilega afsökunar á því sem að þarna átti sér stað.“ Coleman segir að málin hafi ver- ið rædd á milli sambandanna og hann viti ekki betur en að þeim sé lokið. „Ég á ekki von á því að um- rætt atvik hafi nein áhrif á sam- skipti þjóðanna. Þau eru og hafa alltaf verið góð og til marks um það höfum við boðið íslenska liðinu að koma hingað og leika seinna á þessu ári. Eg veit ekki betur en að þessu boði hafi verið tekið og það finnst mér ekki benda til neinna sárinda.“ „Viltu að ég missi vinnuna?" Laszlo Nemeth, landsliðsþjálf- ari Englendinga, er íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur búið hér í fjölda ára og þjálfað íslenska landsliðið auk þess sem hann stjórnaði lengi liði KR í körfubolt- anum. Hann segir að umrætt atvik hafi verið mjög óheppilegt. „Þetta var vináttuleikur, sem af einhverjum orsökum var leikinn á öllu öðru en vinalegum nótum,“ segir hann. „Auðvitað biðst ég afsökunar á at- vikinu og vona að með því sé mál- inu lokið.“ Nemeth var allt annað en ánægð- ur með að blaðamaður væri að velta þessu máli fyrir sér og spurði hreint út hvort tilgangurinn væri sá að láta hann missa vinnuna. Eftir það sagði hann: „En þú ert auðvit- að að sinna þinni vinnu sem blaða- maður. Ég get ekki bannað þér eitt eða neitt og ég geri mér grein fyrir því að málið er áhugavert, en bið þig samt að hugsa málið.“ Aðspurður um hvort hann hefði verið fúll yfir því að tapa fyrir litla íslandi sagði hann að þjálfarar væru aldrei ánægðir með að tapa. „Ég viðurkenni það alveg að Islending- ar voru betri,“ segir hann. „Þess vegna töpuðum við leikjunum tveimur. Ég sagði mínum leik- mönnum að svona baráttuvilji væri nauðsynlegur og gerði leikmönn- um kleift að leika yfir eðlilegri getu. Ég var meira að segja svolítið stolt- ur af íslenska liðinu.“ „Eins og hvert annað slys“ Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, segir að málinu sé lokið af þeirra hálfu. „Þetta var bara eins og hvert annað slys og gerðist í hita leiksins,“ segir hann. „Ég tel að málið hafi verið leyst farsællega og vona að það sé þar með tekið út af Herbert Arnarsson og Guðmundur Bragason lentu heldur betur í hörðum slag við enska landsliðið á dögunum. Upp úr sauð á endanum og gestirnir strunsuðu af velli. Laszlo Nemeth „Viltu að ég missi vinnuna?" dagskrá." Aðspurður um væntanlega æf- ingalandsleiki, sem Coleman minntist á, sagði hann þau mál skýrast á allra næstu dögum. „Það hefur ekki verið ákveðið ennþá, en við erum búnir að gefa þeim upp dagsetningu, sem hentar okkur. Við verðum að hafa aðra leiki í huga og passa að álagið verði ekki of mikið á leikmennina.“ Bæði liðin eru að fara í Evrópu- keppni í maí og væntanlegur leikur yrði því hluti af undirbúningi beggja. íslenska liðið leikur sex leiki í byjun maí við Dani og Hollend- inga og síðan tekur við mikil törn, þ.e. Evrópumótið og Smáþjóða- leikar. „Éf Torfi Magnússon landsliðsþjálfari hefur áhuga á þess- um leik inn í sitt prógramm þá verður hann,“ sagði Kolbeinn. -Bih Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ „Þetta var bara eins og hvert ann- að slys og gerðist í hita leiksins." Arsenal Tekur David O’Leary 1rið af Graham? Töluverðar líkur eru nú taldar á því að George Graham, fram- kvæmdastjóri enska knattspyrnu- liðsins Arsenal, verði rekinn á allra næstu dögum. Ástæðurnar eru þær að gengi liðsins hefur verið afar dapurlegt og ekki hefur bætt úr skák að hvert hneykslið hefur rekið annað. Á dögunum kom knattspyrnu- maðurinn Paul Merson fram í viðtali og viðurkenndi að hann hefði neytt kókaíns í nokkurn tíma. Merson hefur verið einn af betri leikmönnum Arsenal í nokkur ár og þetta þótti mikið áfall fyrir ímynd liðsins. Ekki skánaði ástand- ið síðan þegar upp komst að Gra- ham sjálfur hafi ef til vill þegið pen- inga fyrir að kaupa danska leik- manninn John Jensen til liðsins. Enska knattspyrnusambandið kannar nú það mál og ef Graham verður fundinn sekur er talið ör- uggt að hann verði látinn taka pok- ann sinn. Þegar eru farnar af stað spekúla- sjónir um hver hugsanlegur eftir- maður Grahams gæti orðið. Hann þyrfti að vera góð ímynd út á við, sérstaklega eftir öll hneykslin, og hann þyrfti að þekkja mikið til inn- viða risafélags eins og Arsenal. Eftir umhugsun telja menn að aðeins einn komi til greina. Davið O’Leary var leikmaður liðsins í tuttugu ár og hefur lengi verið einn ástsælasti leikmaður félagsins. Þessi 36 ára gamli leikmaður lék 720 leiki með liðinu áður en hann fékk frjálsa sölu til Leeds fyrir rúmu ári. Töluverðar líkur eru taldar á því að O’Leary verði ráðinn. Þær gagn- rýnisraddir, sem hafa sagt hann reynslulausan í þjálfun, eru þagnaðar eftir góðan árangur Brian Robson hjá Middlesboro. Ekki er hægt að segja að hann sé reynslulaus í bolt- anum sjálfum og aldrei hefur fallið á hann svo mikið sem grunur um ósiðleg athæfi af neinu tagi. O’Leary hefur sjálfur lítið viljað David O’Leary lék með Arsenal í tuttugu ár. árum. bita.“l gefa út á þessar sögusagnir, en segist þó vera ósáttur við það hversu lítið hefur verið keypt af nýjum leik- mönnum til liðsins. Hann segist vera þeirrar skoðun- ar að menn eins og Chris Sutton og Andy Cole ættu að vera hjá Arsenal fremur en hjá Blackburn og Manchester United. „1 fótbolta er nauðsynlegt að hafa hraða endurnýjun," segir hann. „Það er hræði- legt til þess að vita að Andy Cole hafi ekki komist í lið- ið hjá okkur fyrir þremur Þar misstum við feitan Rio de Janeiro Romario hyUtur Það var svo sannarlega vel tekið á móti brasilíska knattspyrnugoðinu Romario við komuna til Rio de Ja- neiro á laugardag, en sem kunnugt er var hann seldur frá Barcelona til Flamengo fyrlr um 330 milljónir króna. Um þrjú þúsund aestir knatt- spyrnuáhugamenn þöktu götur borgarinnar, dönsuðu og skutu upp flugeldum í tilefni af heimkomu Ro- marios. Þá flaug þyrla yfir borgina og dreifði rauðum rósum á mannfjöld- ann. „Romario er fótbolti, hann er ástrfða þjóðarinnar, hann er kóngur- inn,“ sagði áhangandi Flamengo um goðið. Aöspurður um ástæður heim- komunnar sagði Romario: „Hvað fékk mig til að koma aftur? Því þarf vart að svara, horfðu bara á fólkið hér í kring." Flamengo ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hyggst einnig krækja 1 brasillsku landsliðsmennina Dunga og Branca ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.