Helgarpósturinn - 16.01.1995, Síða 12

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Síða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Foreldrarnir Arafat verðurfaðir Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínuaraba, og hin unga kona hans Souha, eiga nú von á barni. For- eldrarnir hafa sagt að ef það verði strákur heiti hann Amar, en Zah- wa ef það verði stúlka. Hins vegar verði uppeldi barnsins ekkert frá- brugðið uppeldi þrjátíu og átta barna sem Arafat hefur tekið í fóst- Lánlaus klæðskiptingur Paul Cara, breskur klæðskipt- ingur, má ekki koma í pilsi í vinn- una. Þetta er niðurstaða dómstóls sem fjallaði um mál hans. Paul Cara hefur starfað hjá félagsmála- stofnun í Hackney, einni útborg London. Vinnufélagar hans ömuð- ust ekki við því þótt hann mætti í sokkabuxum, legghlífum og gagn- sæjum blússum í vinnuna, en þegar hann tók að mæta í pilsi var þeim nóg boðið. ■ Draumaverk- smiðjan 1 daglegu máli er oft talað um kvikmyndaborgina Hollywood sem „draumaverksmiðjuna". Þetta er þeirn kvikmyndajöfrunum Steven Spielberg, Jeffrey Katzenberg og David Geffen fullkunnugt unt og nú hafa þeir skírt nýtt fyrtæki sitt þessu nafni, Draumaverksmiðj- una. Þetta var tilkynnt í auglýsing- um sem birtust í bandarískum blöðum um helgina. Álitið er að fyrirtækið, sem var stofnað í októb- er, verði mikið veldi, enda engir viðvaningar á ferð.B Gáfaðir „Fólki sem er svo illa á sig komið andlega að það getur ekki búið í mannlegu samfélagi ætti að útrýma á mannúðlegan hátt eins fljótt og kostur er.“ Þetta er setning úr grein sem birtist í fréttabréfi Mensa og hefur vakið mikla reiði í Bandaríkj- unum. Mensa eru einkasamtök og þangað hefur rétt til að fá inngöngu fólk sem er með greindarvísitölu yfir 132, en það teljast hafa um tveir af hundraði Bandaríkjanmanna.B Netin vaxa Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un sem gerð var í Bandaríkjunum fjölgaði notendum upplýsinganeta um fjörutíu af hundraði á síðasta ári. Askrifendum að slíkum netum fjölgaði um 1.7 milljónir og eru nú 6.3 milljónir. Búist er við að þessi vöxtur haldi áfram á næstunni.B Tsjetsjnía Sonur Dúdcýevs fallinn Liðsmenn Dúdajevs Tsjetsníuforseta halda enn forsetahöllinni í Groznf. Nú erbarist her- bergi úrherbergi og erhermt að sonur Dúdajevs hafi fallið á föstudag. Hingað til hefur verið barist um Grozní, höfuðborg Tjetsjníu, hús fyrir hús. Nú segja heimildir að barist sé herbergi fyrir herbergi. Liðsmenn Dzhokhars Dúdajevs forseta halda enn höll hans og sætir eiginlega furðu að þungvopnuðum Rússum skuli ekki hafa lánast að taka hana. Höllin er orðin eins konar tákn fyrir mótspyrnu Tsjetsj- ena og leggja harðsnúnir liðsmenn Dúdajevs því mikla áherslu á að halda henni. Mun höllin vera orðin ansi hart leikin eftir skothríðina og getur varla liðið á löngu áður en Rússar taka hana. Heimildir herma að þeir sem fyrir eru í forsetahöll- inni hafi ákveðið að falla þar. Einn talsmaður Tsjetsjena sagði í gær að Rússar kölluðu þá bófa. Hann bætti vð: „Þeir hafa alvöru- her en samt erum við að sigra þá. Bófar sigra ekki heri.“ Samkvæmt óstaðfestum heim- ildum rússneskra fréttastofa féll Ovlur Dúdajev, sonur forsetans, af sárum sem hann hlaut í bardaga. Segir að hann hafi særst í bardög- unum um Grozní og látist á föstu- dag. Ekki segir hvað hann var gam- all og reyndar hafa fréttir úr þessari átt ekki alltaf verið áreiðanlegar. I Moskvu og Sankti Pétursborg voru haldnir mótmælafundir til að andæfa herför Borisar Jeltsín for- seta í Tsjetsjníu. Allt er á huldu um mannfall í liði Rússa og Tsjetsena, en víst er að mörg hundruð rúss- neskir hermenn hafa látið lífið. Um 150 þúsund flóttamenn eru nú á ferli í Tsjetsjníu, en flugvél með hjálpargögn frá flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna lenti í nágrannaríkinu Ingusetiu í gær. í flugvélinni voru 42 tonn af hjálpar- gögnum, meðal annars 14 þúsund teppi, fjögur tonn af súpu og 11.5 tonn af plasthlífum. Warren Christopher, utanríkis- ráðhjerrra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin myndu halda áfram að styðja Jeltsín. Herförin í Tesjetsníu væri reyndar misráðin og illa að henni staðið, en þrátt fyr- ir það muni Jeltsín njóta stuðnings ef hann „heldur áfram að þoka málum í rétta átt“. ■ Páfia Hans heilagleiki Jóhannes Páll pafi IL hefur að undanförnu ferðast um Filippseyjar, en þar í landi er einn fjölmennasti kaþólski söfnuður í heimi. Nokkuð hefur verið óttast um öryggi páfa á meðan heimsókn hans hefur staðið, en fram að þessu hefur sá ótti reynst ástæðulaus, þó svo nokkrir hafi verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi viljað páfa mein. ■ Balladur hef urmeðbyr Samkvæmt heimildum nrun Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, tilkynna fram- boð sitt til forsetaembættisins síð- ar í þessari viku. Hann ætlar að heyja stutta en snarpa kosninga- baráttu þar sem hann mun ekki leggja til atlögu við keppinauta sína á hægri vængnum, heldur leggja áherslu á eindrægni og efna- hagsbata. Mestu áhyggjur Balladurs þessa dagana er að sigur hans í kosning- unum verði svo stór að hann og gaullistar verði sakaðir um dramb. Skopteiknarar eru farnir að gera af honum myndir þar sem ráðherrar hans í ríkisstjórn bera hann á við- hafnarbörum til forsetahallarinn- ar, Elysée. Balladur hefur fengið allt að 60 af hundraði atkvæða í nýlegum skoðanakönnunum. Það létti líka undir með honum þegar Charles Pasqua, innanríkisráðherra og einn vinsælasti stjórnmálamaður í Balladur: Verður sigur hans of öruggur? Frakklandi, lýsti yfir stuðningi við hann á föstudag. Pasqua hefur mikil áhrif í flokki gaullista og þykir stuðningur hans skipta geysimiklu máli og það er mikið áfall íyrir Jacques Chirac, helsta keppinaut Balladurs, að Pasqua skuli hafa tekið þessa afstöðu.B Karl rekur málglaðan þjón Karl, prins af Wales, hefur rekið einkaþjón sinn, hinn 50 ára Ken Stronach, eftir að hann gerðist fram úr hófi lausmáll í viðtali við dagblaðið News of the World. í við- talinu segir Stronach frá sambandi Karls og ástkonu hans, Camillu Parker-Bowles. Meðal þess sem kemur fram í viðtalinu er að Karl hafi sniglast út úr höll sinni, Highgrove House í Gloustershire, að næturþeii og átt ástarfundi við Camillu í garðinum. Segir í viðtalinu að Stronach hafi þurft að þvo moldug náttföt ríkis- arfans eftir þessa fundi. Karli er náttúrlega ekki skemmt eftir þessar uppljóstranir. Á þessum tíma dvaldi Camilla, sem er 47 ára, sem gestur í höll prinsins. Hin unga kona hans, Díana, dvaldi þar einn- ig og segir Stronach að þjón- ustufólk hafi fengið fyrir- mæli um að umgangast Ca- millu eins og húsmóður á heimilinu, alveg burtséð frá prinsessunni. I síðustu viku kom yfirlýs- ing um að Camilla hygðist skilja við mann sinn, Andrew Parker-Bowles. Blöð í Bretlandi hafa velt því fyrir sér hvort hún og Karl muni taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í sam- bandi þeirra. Víst er þó talið að hún geti ekki orðið drottning Bretlands, ber- syndug konan.B Karl hitti Camillu að nætur- þeli í garði hallar sinnar. ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.