Helgarpósturinn - 16.01.1995, Side 2
2
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995
Hvers vegna varþað
rétthjájóni
Baldvini aðtala
ekki við kanadíska
sjávarútvegsráðherrann ■
I fyrsta lagi
Til hvers að tala við
mann sem hefur ekkert
á bak við sig? Það er
enginn fiskur við Kan-
ada. Hann er allur bú-
inn. Það er því álíka
merkiiegt að vera s]áv-
arútvegsráðherra í Kan-
ada og að vera námumálaráðherra á Is-
landi. Guð einn má vita hvað þessi Brian
Topin hefur gert af sér í kanadiskum
stjómmálum úr því hann var settur í þetta
starf.
f öðru lagi
Jón er töff. Jón lætur
engan vaða yfir sig. Á
sínum tíma lýsti hann
því yfir að hann hefði
„ gengið beint upp í flug-
. vél og burt úr ísrael ef
hann hefði fengið Mik-
■ son-bréfið sem Davíð
Oddsson tók við — þrátt fyrir að seinna
hafi komið í Ijós að sú flugvél væri aðeins
í stoppi í Jerúsalem og væri á leið til Jó-
hannesarborgar. Hvað um það, svona
töffaraháttur er miklu meira smart en
endalausar viðræður og leit að sam-
komulögum. Það er fyrir kerlingar eins og
Þorstein.
í þriðja lagi
Jón gleymdi að tala við
Kanadamenn um hags-
muni íslendinga við
Svalbarða. Og nú þeg-
ar.skaðinn er skeður er
um að gera að láta llta
út fyrir að það hafi verið
Kandamenn sem klikk-
uðu. Maður á aldrei að taka á sig neina
sök nema maður sé tilbúinn að bera hana
— eða í tilfelli Jóns, geti borið hana.
f fjórða lagi
Þetta með samning
Kandamanna og Norð-
manna er vont mál.
Þess vegna fer best á
því að Þorsteinn sitji
uppi með það. Þeir
sem vasast of mikið í
vondum málum skítna
út. Það lærði Jón á Guðmundi Árna.
I' fimmta lagi
Jón veit hver er munur-
inn á sjávarútvegsráð-
herra og utanrikisráð-
herra. Alveg eins og
„ hann vissi muninn á ut-
■ anríkisráðherra og for-
sætisráðherra þegar
- Davið bauð Peres hing-
að um árið. Utanríkisráðherrar eiga að
bjóða utanríkisráðherrum hingað og láta
aðra ráðherra í friði. Og það sama á að
gilda um aðra ráðherra. Þeir eiga að láta
utanríkisráðherrana I friði. Þegar Peres
kom fór Jón til ísafjarðar og dvaldi þar á
hótelinu. Hann vill bara tala við utanríkis-
ráðherra og hann vill að aðrir ráðherrar
láti sina utanrikisráðherra í friði.
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði leita leiða til að ná flokksbrotunum saman
„Það er ekki tímabært að tala unt
þetta á þessu stigi. Ef þetta er í al-
vöru hjá mönnum þá mun það
koma í ljós. Þeir hafa ekki rætt
þetta við mig ennþá," sagði Jó-
hann G. Bergþórsson, bæjar-
stjórnarfulltrúi sjálfstæðismanna, í
gærkvöldi þegar hann var spurður
að því hvaða möguleikar væru á því
að hann sættist við fyrrum félaga
sína í Sjálfstæðisflokknum.
Ýmsir af forystumönnum sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði hafa
verið sagðir vinna að því að koma á
sáttum. Eru þar einkurn nefndir til
þeir Þórarinn Jón Magnússon,
formaður fulltrúaráðsins, og Árni
Grétar Finnsson, hæstaréttarlög-
maður og fyrrum bæjarstjórnar-
fulltrúi. Þeir staðfestu báðir að þeir
Þórarinn Jón Magnússon og Árni Grétar Finnsson hafa unnið að því að
ná sáttum við Jóhann G. Bergþórsson.
sæju sáttarmöguleika í stöðunni en málið.
vildu að öðru leyti ekki tjá sig um Eftir því sem næst verður komist
telja menn að Jóhann sé nú mun
einangraðri í flokknum en hann
hafi gert sér grein fyrir þegar hann
hóf aðgerðir sínar. Varð það hon-
um meðal annars þungt í skauti
þegar Árni Grétar bar upp tillögu á
fundi fulltrúaráðsins í Hafnarfirði
síðastliðinn miðvikudag um að lýsa
yfir stuðningi við Magnús Gunn-
arsson og aðra bæjarstjórnarfull-
trúa. Árni Grétar hefur verið kall-
aður guðfaðir Jóhanns í bæjar-
stjórnarpólitík og hafði Jóhann
lengi vel treyst á stuðning hans.
Sömuleiðis hafa harkaleg viðbrögð
flokksforystu Sjálfstæðisflokksins,
með þá Davíð Oddsson og Fririk
Sophusson í broddi fylkingar, ein-
angrað Jóhann enn frekar og hefur
Jóhann meðal annars ekki getað
fundið neinn af lista sjálfstæðis-
manna til að vera varamaður sinn
ef til hugsanlegra viðræðna við
krata kæmi.
Það kom fram hjá sjálfstæðis-
mönnum að þeir telja útilokað að
Jóhann myndi nýjan meirihluta
með Alþýðuflokknum, kratar
treysti sér einfaldlega ekki til þess.
Því sé valið í raun á milli þess að
sætta Jóhann og halda áfram nú-
verandi samstarfi eða sjá á effir Al-
þýðubandalaginu inn í samstarf við
krata. „Átta ára eyðimerkurganga í
stjórnarandstöðu hér í Hafnarfirði
ætti að ýta á eftir því að við næðum
sáttum við Jóhann,“ sagði forystu-
maður í Sjálfstæðisflokknum í
Hafnarfirði.
-SMJ
Jóhann einangraður og
sáttarhuaur í mönnum
Kolvitlaust veður um land allt og snjóflóðahætta víða
Ertt versta veður sem sést hefur í vetur
í gærkvöldi var versta veður um
land allt — snjókoma og skafrenn-
ingur og Hörður Þórðarson veð-
urfræðingur á ekki von á breyting-
um næsta sólarhringinn. Hann var-
ar jafnframt við snjóflóðahættu
víða um land. Hörður sagði enn-
fremur í samtali við MORGUNP-
ÓSTINN að það væri mjög óvenju-
legt að norðanáttinni fylgdi snjó-
koma en lægðinni sem hefur stað-
næmst yfir landinu fylgir mikill
raki. Líldegt má teljast að það verði
kolófært víðast hvar og samkvæmt
Vegagerð ríkisins í gærkvöldi voru
vegir ófærir á öllum Vestfjörðum,
norðurleiðin var ófær og á Austur-
landi var ófært um Oddskarð.
Sunnanlands var verulegur skaf-
renningur og færð tekin að þyngj-
ast. Má búast við því að rnargir
komist ekki til vinnu í dag og að at-
vinnulífið lamist að nokkru af þeim
sökum. Síðdegis í gær felldu Flug-
leiðir niður allt flug og verður að
teljast ólíklegt að flogið verði í dag.
Þungfært var í Reykjavík í gær-
kvöldi og menn héldu sig inni að
mestu. Þó voru nokkrir sem létu
veðrið ekki á sig fá, það var allavega
að skilja á þjóni nokkrum í Perl-
unni sem sagði alla mætta í Galad-
innerinn sem slær umdeilda vín-
sýninguna af. Starfsmaður Há-
skólabíós sagði að það væru um
300 gestir mættir á níu-sýningar
bíósins en það er talsvert minna en
á hefðbundnu sunnudagskvöldi.
Stjórnstöð Slysavarnafélagsins
hafði ekki fengið neinar hjálpar-
beðnir um áttaleytið í gærkvöldi og
sögðu að engar fréttir væru góðar
fréttir hjá þeim. Allt væri í sóman-
um bæði til sjós og lands þrátt fyrir
óveðrið. Eina sem hefði komið upp
á væri að björgunarsveitin Kyndill í
Mosfellsbæ fór til að aðstoða bíl
sem fór útaf í nágrenninu og gekk
hjálparstarf vel. Mikill viðbúnaður
var þó í gær vegna veðurs og var
búið að kalla allar björgunarsveitir
út og voru þær í viðbragðsstöðu.
JBG
Snjóstormur var ríkjandi í gær-
kvöldi og á norðvesturlandi gæti
vindhraði farið upp í 11 stig í dag
sem er með almesta móti.
íinnst þér sanngjamt aö
Matti fái húsaJeigustyrk af
því hann býr á skrifstofu
tryggingafélagsins.
Ég veit ekki, eftir skipti
mín við tryggingafélög veit
ég ekki hvort ég myndi
vilja búa þama
- jafnvel þótt ég fengi
Eggert Haukdal í framboðsraunum
„Misskilningur"
segir Eggert.
„Þetta er einhver misskilningur.
Það er ekkert vandamál að fá fólk á
listann og ég verð því að hryggja úr-
tölumenn þína með því,“ sagði
Eggert Haukdal alþingismaður en
því hefur verið haldið fram að hon-
um gangi illa að finna menn til að
fylla lista sinn við framboð á Suð-
urlandi. Eggert segir þetta fjarri lagi
- vinna við framboð hans gangi
þvert á móti vel og enginn vandi sé
að finna þá tólf einstaklinga sem
hann þurfi á listann.
En getur hann nefnt tvo fram-
bjóðendur með sér?
„Ég nefni engan, það verður birt
á réttum tíma.“ ■
Listi Alþýðubanda-
lags á Austurlandi
Tilkynntur á
miðvikudag
Uppstfllingarnefnd Alþýðubanda-
lagsins á Austurlandi vinnur nú
hörðum höndum að því að ganga frá
niðurröðun á lista flokksins í kjör-
dæminu. Björn Vigfússon, sem á
sæti í uppstillingarnefnd flokksins,
segir að fyrirhugað sé að tilkynna list-
ann næsta miðvikudag. Aðspurður
hvort einhver átök hafi verið milli
manna um niðurröðunina svarar
hann: „Þetta fer allt ffam með ffiði og
spekt og ég á ekki von á miklum
breytingum." Síðustu 17 ár hefúr
Hjörleifur Guttormsson verið þing-
maður Alþýðubandalags á Austur-
landi og bendir svar Björns til að
Hjörleifi verði ekki hnikað úr efsta
sæti listans í kjördæminu. -jk