Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 NBA-pistillinn Langþmðir dmumar innan seilingar Góðkunningjar íslendinga klrfa upp metalistana. Eftir því sem fleiri leikmenn gera garðinn frægan í NBA- deildinni verður æ erfiðara að setja ný met þar sem tölfræðilistarnir verða lengri og lengri. Á hverjum leik í NBA er tekin tölfræði hvers leik- manns, sem spilar, talið hversu hátt hann nær í hverjum tölfræðiþætti, sem viðurkenndur er af deildinni. Þar er einkum verið að tala um stig, fráköst, stoðsendingar og skotnýt- ingu. Með hverjum leiknum safn- ast þessar tölur saman og talnabun- kinn verður stærri og þyngri. Því lengur sem leikmaðurinn spilar því meiri eru líkurnar á að hann verði efstur yfir ferilinn í einhverjum töl- fræðiþætti (fer þó að sjálfsögðu eft- ir getu hans og aðstæðum). Ef við skoðum nokkra leikmenn í dag þá sést að margir þeirra nálg- ast met, sem eitt sinn voru talin „óvinnandi vígi“. Þar sem körfir- bolti snýst mikið um stigaskorun er það sá tölfræðiþáttur, sem vekur hvað mesta athygli. Það þykir ákaf- lega virðingarvert að vera einn af tíu stigahæstu leikmönnum allra tíma. Nöfn þeirra sem þar eru verða ódauðleg um aldur og ævi. Dominique Wilkins er eini núver- andi leikmaðurinn, sem er á topp tíu listanum. Wilkins, sem hefur skorað 24.600 stig á 13 ára ferli, er í 9. sæti listans sex hundruð stigum á eftir þjóðsagnarpersónunni Jerry West og rúmum eitt þúsund stig- um á eftir Alex English. Þar sem hann á sennilega eftir að skjóta nokkur hundruð skotum í viðbót áður en hann hættir má búast við að hann fari enn ofar. Hann kemur þó ekki til með að velta Kareem Abdul-Jabbar (38.387 stig) úr há- sætinu. 1 20. sæti er „Póstmaður- inn“ Karl Malone hjá Utah Jazz. Malone vantar einungis 300 stig til að komast yfir tuttugu þúsund stiga múrinn. Hann hefur verið með stigahæstu mönnum undanfarin átta leiktímabil og verður þessi 31 árs gamli framherji kominn langt inn á tíu manna listann innan skamms. Átta sætum ofar er „Ind- íánahöfðinginn“ Robert Parish með 22.600 stig og kemst væntan- lega inn á topp tíu á næsta leikári, en til þess þarf hann að fara upp fyrir Adrian Dantley og Elgin Ba- ylor. Parish, næstleikjahæsti leik- maður allra tíma (1.440), er í 8. sæti á frákastalistanum (14.100) og nær Walt Bellamy (14.241) í vetur og jafnvel Nate Thurmond (14.464). í 13. sæti frákastalistans er Buck Williams og í 21. sæti er sjálfur Hakeem Olajuwon (9.800). V' - •• ! ' í ":-y J xií ' ' ‘ . ■ .■■ /f '- . v: t Seinna í vetur verður Olajuwon jafnframt 21. leikmaðurinn í sögu NBA til að ná tíu þúsund fráköst- um á ferlinum. Auk þess að vera drjúgur í fráköstunum er hann geysiöflugur varnarmaður og ver öll ógrynnin af skotum. Sem stend- ur er hann í 3. sæti yfir þá, sem var- ið hafa flest skot á ferlinum (2.610) og innan nokkurra ára verður hann búinn að ná efsta sætinu af Abdul- Jabbar (3.189). Olajuwon er mikil aflakló; auk þess að vera með hæstu mönnum í fráköstum og vörðum skotum yfir ferilinn skorar hann mikið og stelur fjölda bolta frá and- stæðingum sínum. Talandi um stolna bolta kemst enginn með tærnar þar sem leikstjórnandi Utah Jazz, John Stockton, hefur hæl- ana. Hann er annar tveggja leik- manna (hinn er Maurice Che- eks), sem stolið hafa yfir tvö þús- und boltum á ferlinum. Gefum honum eitt ár í viðbót og þá verður hann kominn upp fyrir Cheeks. Áður en Stockton verður orðinn efstur í stolnum boltum verður hann kominn í fýrsta sætið í fjölda stoðsendinga, sem er stórkostlegt afrek. Hann vantar aðeins 150 stoð- sendingar til að ná efsta sætinu af „Magic“ Johnson (9.921). Hundr- að stoðsendingar í viðbót og hann sendir Oscar Robertson (9.887) í 3. sætið. Langt er í næsta mann ef miðað er við núverandi leikmenn. I 13. sæti er leikstjórnandi New York liðsins, Derek Harper, með um 5.200 stoðsendingar. Af þeim öllum leikmönnum sem nú leika í NBA er enginn eins at- kvæðamikill og gamla kempan, Moses Malone, hjá San Antonio Spurs. Malone, einn besti miðherji sögunnar, hefur verið á fullu í 21 ár (þar af tvö í gömlu ABA-deildinni). Malone er þriðji stigahæsti leik- maður allra tíma (27.400), fimmti frákastahæsti (16.210), efstur í sóknarfráköstum (6.730), efstur í hittum vítaskotum (8.530) og þriðji leikjahæsti (1330). Sannkallaðar glæsitölur af glæsilegum leikmanni, sem nú er hjá 9. liðinu á NBA-ferl- inum. -eþa Metin falla hvert af öðru með hverjum leiknum sem John Stockton leikur. Knattspyrnustjarna í fataframleiðslu Rfjkaard gerir gallanærföt Hollendingurinn Frank Rijka- ard hefur efnast vel á knattspyrn- unni um ævina. Hann hefur enda leikið með nokkrum góðum liðum og hvað tekjur varðar hefur hann liðið allt annað en skort, sérstaklega þegar hann var með félögum sín- um, þeim Ruud Gullit og Marco van Basten, hjá ítalska liðinu AC Milan. En nú er Rijkaard snúinn heim og farinn að leika með Hollands- meisturum Ajax frá Amsterdam. Nú er hann einnig farinn að hafa meiri tíma fyrir aðaláhugamál sitt, viðskiptin, og á dögunum sýndi hann fyrstu afurð sína á tískusýn- ingu í Amsterdam. Rijkaard hefur sumsé tekið að sér að hanna og framleiða gallafatnað, sem ætlaður er sem næst líkaman- um, og er þá bæði hægt að velja um styttri nærföt og einnig svokallaðar „boxarabuxur". Hann er einnig með gallaboli og herma hollenskar fréttir að vörurnar hreinlega rjúki út. MORGUNPÓSTINUM er ekki kunnugt um hvort einhverjum is- lenskum snillingi hefúr hugkvæmst að flytja umræddar buxur hingað til lands, en óneitanlega yrði það skemmtileg nýjung á undirfata- markaðnum. Þarna gefur að líta afurðir Rijkaards á sviði fatahönnunar. Fyrir þá sem klæðast gjarnan gallafatnaði þykir þetta örugglega mikil bylt- ing, gallabolur og gallanærbuxur áður en menn bregða sér í gallajakkann og gallabux- urnar. Þetta er líklega alræmdasta og jafnframt eftirminnilegasta íþróttaljósmynd ársins 1990. Þá áttust Þjóðverjar og Hol- lendingar við í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu og var væg- ast sagt hart barist. Þar fóru þessir tveir fremstir í flokki, Rudi Völler (t.v.) og Rijkaard og enduðu samskipti þeirra á því að báðir voru reknir af velli. NBA-molar Dennis Rodman er að margra dómi hálfklikkaður en klikkar ekki þegar fráköstin eru annars vegar. Rodman konungur frákastanna Enginn er á jafn hraðri leið upp frákastalistann og framherjinn skrautlegi hjá San Antonio, Dennis Rodman. Hann hefur leitt NBA í fjölda frákasta undanfarin þrjú ár og allt stefnir í að svo verði einnig í vetur, þrátt fyrir að kappinn hafi misst út 17 leiki vegna agavanda- mála. Sem stendur er hann í 37. sæti frákastalistans, en verður kom- inn niður fyrir 30. sæti þegar þessu tímabili lýkur. Annars hafa glöggir talnaspekúlantar reiknað út að Rodman sé besti frákastari allra tíma frákastameðaltal hans í leik er miðað við hlutfall af teknum skot^- . um andstæðinganna. Wilt Cham- berlain og Bill Russell, tveir hæstu menn frákastalistans, kom- ast ekki nálægt honum í þessum efnum.B Martröð bakvarða í stóra eplinu Það sem helst hefur hrjáð leik New York í vetur er slakur leikur skotmanna liðsins. Þar er einkum átt við John Starks og Huberh* Davis, sem varla hafa séð til sólar allt tímabilið. En nú þegar þetta er skrifað er New York á sjö leikja sig- urgöngu og má því þakka straum- hvörfum, sem orðið hafa í leik skotmannanna tveggja. Starks jafn- aði sitt eigið félagsmet á dögunum þegar hann skoraði átta þriggja stiga körfur gegn Indiana Pacers. Davis hefur einnig verið iðinn við kolann, skoraði sex þriggja stiga körfur gegn Minnesota fyrir nokkru. Pat Riley sagði að megin- ástæðan fyrir slakri hittni þeirra væri hin nýja þriggja stiga lína, sem er talsvert styttri en sú gamla. „Nú eru þeir [Starks og Davis] stíff^’ dekkaðir af varnarmönnum nokk- uð annað sem áður var þegar þeir höfðu góðan tíma til að skjóta“, sagði Riley á dögunum, sársvekktur yfir þessu nýja fyrirkomulagi.B O’Neal enn efstur S h a q u i II e O’Neal hefur gott forskot í bar- áttunni um stiga- kóngstitilinn. Hann er með 29,8 stig að með- tali í leik. Næstir koma David Ro- binson (27,9), Jimmy Jackson (27,5) og Hake- em Olajuwon (27.1)- Dennis Rod- man er með flest fráköst að meðal- tali eða 13,7. Næstur kemur Di- kembe Mutombo með 12,5. Mut- ombo er einnig hæstur í vörðurn skotum (3,8i).B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.