Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Grafgötur Framfærslu- kostnaður Annað Tómstundir | & menntun | Innflutningur bifreiða dróst lítillega sam- an á síðasta ári eða úr 5482 í 5391. Eins og sést á grafinu að ofan er Toyota lang- mest seldi bíllinn með 1398 selda bíla. Volkswagen seldi 139 prósent meira af bilum 1994 en árið áður og Opel jók sína sölu um 375 prósent. Ríkissjóður sýknaður í Hæstarétti af kröfu um bætur vegna grjótfoks í Vestmannaeyjum Austanáttinni einni um að kenna Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Ólafs R. Sigurðssonar, íbúa á Stapa í Vestmanneyjum, sem gert hafði kröfur um tæplega hálfa milljón króna frá árinu 1989 að telja, ásamt dráttarvöxtum. Hæsti- réttur staðfesti því dóm undirrétt- r. Upphaf málareksturs Ólafs má rekja til tjóns sem hann varð fyrir í fárviðri sem gekk yfir Vestmanna- eyjar 5. febrúar 1989. íbúðarhús Ól- afs stendur í suðurjaðri þéttbýlis á Heimaey og er húsið til vesturs frá norðurenda Vestmannaeyjaflug- vallar, það er, frá þeirri flugbraut sem liggur norður-suður. Braut þessi var lengd til norðurs í núver- andi horf eftir eldgosið á Heimaey 1973 og þá lögð eftir jarðfyllingu. Milli fyllingar og húss Sigurðar er gróið land og er fjarlægðin frá hús- horni að henni 110 til 120 metrar. Sigurður höfðaði málið vegna skemmda sem urðu á húsi hans vegna grjótfoks í fárviðri af austri yfir Vestmannaeyjar 5. febrúar 1989. Kvað hann grjótmylsnu hafa dunið á plastklæðningu og glugg- um á tveimur hliðum hússins. Vegna veðurofsans var ekki hægt að fara út og kanna hvaðan grjótið kom en Sigurður taldi það koma frá flugvellinum. Matsmenn töldu síðan klæðninguna ónýta vegna gata á henni. Rétturinn taldi að Sigurði hefði ekki tekist að færa nægar sönnur á að grjótið hefði komið frá flug- brautinni, í raun hefði aðeins stað- ið hans staðhæfing fyrir því. Reyndar taldi rétturinn alls ekki útilokað að grjótið hefði komið frá flugbrautinni en þar sem það gat einnig komið frá mörgum öðrum stöðum, meðal annars alla leið neð- an úr fjöru, þá taldi rétturinn þetta ekki næga sönnun. Málskostnaður fýrir Hæstarétti var felldur niður en dómarar voru Hrafn Bragason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. -SMJ Húsið að Stapa stórskemmdist í austanfárviðri 5. febrúar 1989. Húseigandi taldi grjótið sem skemmdi hús hans hafa komið úr brautinni sem lögð er til norðurs en dómurinn taldi að það hefði allt eins getað komið neðan úr fjöru. Gleymdu þeir átta umsækjendum þegar þeir gerðu samkomulag við Jóhann G. Bergþórsson um bæjarverkfræðingsembættið? Stungu embættinu inn í minnispunkta málefnasamningsins Eftir kosningarnar í Hafnarfirði síðasta vor beið nýs meirihluta bunki af umsóknum frá níu verk- fræðingum um bæjarverkfræðings- stöðu í Hafnarfirði. Meirihluti Al- þýðuflokksmanna hafði auglýst stöðuna en ekki viljað ljúka málinu áður en gengið var til kosninga. Umsóknirnar höfðu því legið þarna í tvo mánuði. Einn umsækjenda var Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hag- virkis-Kletts og bæjarstjórnarfull- trúi, en hann hafði verið metinn Jóhann G. Bergþórsson fékk stöðuveitingu bæjar- verkfræðings handsalaða við gerð málefnasamnings þrátt fyrir að flestir teldu hann hæfastan. hæfastur, sem meðal annars skap- aðist af því að hann vann hjá emb- ættinu 1970 til 1974. Annar hæfast- ur var talinn Kristinn Magnús- son, Alþýðuflokksmaður úr Kópa- vogi. Staða bæjarverkfræðings bland- aðist inn í stjórnarmyndurnarvið- ræðurnar með þeim hætti að þegar málefnasamningur milli Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðubandalagsins lá fyrir og bara „eftir að skála í kampavíni" eins og einn sjálfstæð- ismaður orðaði það kom ný krafa frá Jóhanni. Hann vildi fá tryggingu fyrir því að hann fengi bæjarverkfræðings- stöðuna. Þar sem mönnum fannst liggja beint við að Jóhann fengi stöðuna var samþykkt þar að lút- andi sett á minnispunkta við gerð málefnasamnings. „Gæti fengið“ sagði reyndar einn bæjarstjórnar- fulltrúi sem vildi ekki viðurkenna að þetta hefði verið undirskrifað samkomulag — aðeins sett í minn- ispunkta. Heimildir eru fyrir því að samkomulagið hafi verið handsal- að. Eftir það var hinum umsækj- endunum sent bréf um að búið væri að ráðstafa starfinu en ákveðið var að Björn Árnason gegndi í bili áfram starfinu. I haust ætlaði síðan Jóhann að ganga eftir efndum um starfið en þá voru komnar efasemdir fram um að hann gæti gegnt hvoru tveggja; bæjarverkfræðingsembætt- inu og setið í bæjarstjórn. Nú í við- tali á Stöð 2 hefur Jóhann hins vegar lýst því yfir að hann ætli sér ekki embættið þannig að það blasir ekk- ert annað við en að velja úr um- sækjendum aftur eða auglýsa starf- ið á ný. -SMJ Hyundai Vísitala framfærslukostnaðar eftir út- gjaldaflokkum er hér sýndur þannig að hlutfall nokkurra þátta er sýndur. Það vekur óneitanlega athygli að bílakostnað- ur er orðinn meiri en matarkostnaður. Rekstur bifreiðar er 17,5 þrósent en með þvi er flokkaður símakostnaður, 1 pró- sent og annar samgöngukostnaður 1,7 prósent. Bílasala 1994 Toyota seldi langflesta fólksbíla á síðasta ári eða 1398. Það er rúmlega 15 prósent aukning frá fyrra ári. Nissan seldi 803, Volkswagen 572, Hyundai 480 og Mitsu- bishi 412. Næstir voru Renault, Lada, Volvo, Opel og Daihatsu. Sala á Mistsu- bishi dróst saman um 50 prósent. Innflutninga alls Kvennalistinn kemur sér upp „yfirljósmóðurcc Árangurslaus leit á miðunum ÆUar að „taka á móti“ kjósendum I nýútkomnu fréttabréfi Kvenna- listans segir af því að listinn sé bú- inn að ráða sérstaka starfskonu sem vinnur eingöngu að verkefnum sem tengjast undirbúningi kosn- inganna. Danfríður Skarphéðins- dóttir varð fyrir valinu en þær Kvennalistakonur leita ýmissa leiða til að marka sérstöðu sína, eða eins og segir í fréttinni: „Og þar sem Kvennalistakonur eru alltaf svolítið öðruvísi og umfram allt kvenlegar fannst einhverri tilvalið að sæma hina nýráðnu kosningastýru Kvennalistans á landsvísu starfs- heitinu yfirljósmóðir. í fyllingu tímans mun svo fæðast marghöfða þingflokkur.' MORGUNPÓSTINUM þótti þetta forvitnilegt og heyrði í Danfríði sem er á því að þetta sé virðingartit- ill og ekki sé hægt að líta það öðr- um augum. „Það var líldega hin orðsnjalla Kristín Halldórsdóttir sem sauð þetta saman.“ Danfríður tók undir það að það væri ekkert grín að standa undir slíkum titli. „- Þetta er ábyrðarstarf eins og allt sem tengist starfsvettvangi þeirra ljósmæðra sem eru ekki í gæsalöpp- um.“ En ætlar þú þá í yfirfcerðri tnerk- ingu að „taka á móti“ kjósendum? „Ég ætla náttúrlega að vera með opinn arminn gagnvart þeim sem og þessum nýju þingkonum Kvennalistans sem vonandi líta dagsins ljós 8. apríl á kosningadag- inn.“ Enfáfeður að vera viðstaddir fœð- inguna? „Feður hafa í gegnum tíðina allt- af stutt konur sínar bæði við barn- eignir og líka í þessu starfi. Ég held að mjög margir eiginmenn hafi stutt konur sínar í þessu Kvenna- listastarfi. Þannig að þessi samlík- ing gengur upp.“ Danfríður segir að fyrirhugað hafi verið að fara út á land á fundi en það lítur ekki vel út með veður- spá en það sé bara til að styrkja þær og stæla. Það eru mikl- ar hræringar í öllum landsbyggðarkjörn- um þar sem verið er að stilla upp á lista. JBG Danfríður Skarp- héðinsdóttir hefur hlotið titilinn „yfir- Ijósmóðir" hjá Kvennalistanum. Engin loðna fundin enn Þegar haft var samband við loðnuleitarskipið Bjarna Sæ- mundsson seinni partinn í gær var skipið á leið til lands en vitlaust veður var á miðunum. Ætlaði skip- ið að leita vars undir Langanesi enda to til n vindstig á miðunum. Ásamt Bjarna var Árni Friðriksson og loðnuskipin Hólmaborgin og Jón Kjartansson að leita. Sú litla loðna sem skipin hafa orðið var við stóð djúpt og var dreifð. I gær voru skipin búin að leita á stóru svæði vestan við Langanesið og gert er ráð fyrir að leitin haldi áfram þegar veður lægir. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.