Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Alsír Frakkar tvístíga Fmkkum stafar sívaxandi ógn af borgarastríðinu íAlsír og nú óttast stjóm Edouard Balladur að hryðjuverkamenn láti enn frekartilskararskríða. Stjóm hans erhins vegartvístígandi milli þess að reyna að fara einhvers konarsátta- leið við ofsatrúarmenn eða beita þá fullri hörku. Þess ertæplega að vænta að stefnan skýríst fyrren eftirforseta- Franska lögreglan hefur mikinn viðbúnað og meðlimir CRS-sérsveitanna eru hvarvetna á götum stórborga. kosningamarí vor. „Stríðið í Alsír hefur borist yfir Miðjarðarhafið," skrifaði dagblaðið Le Monde um jólin, daginn eftir að sérsveit franskrar lögreglu skaut til bana fjóra alsírska hryðjuverka- menn sem höfðu rænt þotu í Mar- seille og hugðust líklega sprengja hana yfir París. Blaðið fer ekki með fleipur fremur en fyrri daginn: : Enda þótt franska stjórnin þykist í orði kveðnu ekki taka neina af- stöðu í borgarastríðinu í Alsír, er ljóst að Frakkar flækjast æ meir inn í átökin. Franskir borgarar sem dvelja í Alsír hafa fengið að kenna á þessu undangengna mánuði. Síðustu mánuðina hafa sjötíu og átta út- lendingar verið drepnir af bókstafs- trúarmönnum t Alsír. Þriðjungur þeirra voru Frakkar. Nú hafa átök- in stigmagnast svo að Frakkar eru með lífið í lúkunum að hryðju- verkamenn hugi á frekari aðgerðir á franskri grund. I flugritum sem borist hafa frá Alsír og dreift er af hernaðararmi FIS, samtaka her- skárra hreintrúarmanna, er skrifað að stríð gegn Frakklandi sé „heilög skylda“. Helstu forsvarsmenn bók- stafstrúarmanna neita reyndar að þeir hafi hvatt til þess að stríðið verði flutt út til Frakklands. En það þýðir samt ekki að einhverjir með- limir FIS hyggi ekki á siíka land- vinninga í Frakklandi, hvað þá liðs- menn einhverra samtaka ofsatrúar- manna sem minna orð fer af. Morgunheimsóknir lögreglu Franska stjórnin freistar þess nú að bægja frá sér þessari hættu og hefur rofið öll samskipti við Alsír í lofti og á legi. Á öllum landamæra- stöðvum hefur eftirlit verið hert og opinberra bygginga, lestarstöðva og biðstöðva neðanjarðarlesta er stranglega gætt. Þeir sem eru grun- Said Sadi: Ætla menn að láta sér nægja að beygja sig undir þessa ógn? aðir um stuðning við herskáa ofsa- trúarmenn eru leitaðir uppi hvar sem þeir finnast. Mörgum finnst framferði frönsku lögreglunnar hafa keim af aðferðum lögreglurík- is, en flestir sætta sig við að í þetta skiptið brjóti nauðsyn lög. Lögregl- an lætur yfirleitt til skarar skríða í morgunsárið í úthverfum Parísar og í öðrum stórborgum þar sem innflytjendur eru margir og búa þétt. Fjölmargir hafa verið hand- teknir í þessum morgunheimsókn- um, sumir fangelsaðir en öðrum vísað úr landi. Ekki þykir síst áhyggjusamlegt að í kjölfarið hefur komist upp um nrikil vopnabúr og er oft óvíst hvort ætlunin var að flytja vopnin til Alsír eða nota þau í Frakklandi. I Frakklandi búa fjölmargir mús- limar. Fjöldi innflytjenda frá lönd- um íslams er talinn vera á milli fjórar og fimm milljónir. Margir þeirra hafa þó verið í Frakklandi í fleiri en eina kynslóð og fráleitt er að allir iðki trú sína. Flestir innflytj- endur hafa enda hægt um sig og eru ekki móttækilegir fyrir áróðri bók- stafstrúarmanna, en frönsk yfirvöld telja sig hafa vitneskju um að frem- ur fámennir en þó stækkandi hópar hafi ánetjast ofsatrúnni og séu reiðubúnir að vinna ýmislegt ógagn í nafni hennar. Opinberlega hafa þó stjórnvöld reynt að gera sem minnst úr þessari vá og þar til fyrir stuttu síðan hélt Charles Pasqua, hinn harðsnúni innanríkisráð- herra, því fram að hryðjuverka- menn efndu til síendurtekinna árása í Frakklandi. Skoðanir hans og rnargra annarra breyttust um jólin. Sálarkreppa vegna Alsírs Það er sama hversu hart Alsírher gengur fram, herforingjum hefur ekki tekist að kveða niður bókstafs- trúarmenn sem vex ásmegin frem- ur en hitt. Þeir heyja heilagt stríð í anda Kóransins og það eru engir órar að ætla að þeir nái hugsanlega völdum í Alsír innan skamms. Frakkar stjórnuðu Alsír í 132 ár og fóru loks þaðan eftir mikinn hildar- leik. Löndin tvö tengjast miklum böndum, bæði áþreifanlegum og andlegum, og enginn vafi ieikur á að Frökkum kærni það mjög illa ef bókstafstrúarmenn hrifsuðu völd- in. I Frakklandi búa um þrjár millj- ónir manna af alsírskum uppruna. Ef mikill flóttamannastraumur brytist út i Alsír yrði Frakkland sjáifsagður og eðlilegur áfangastað- ur fyrir flesta sem teldu sig land- ræka. Kannski myndu Frakkar ekki telja sig eiga annan kost en að taka við flóttamönnum, en víst er að meirihluta þjóðarinnar yrði það sannarlega ekki ljúft. En borgara- stríðið hefur ljarri því verið leitt til lykta og nú er það óttinn við hryðjuverk sem er helsta stórmál í Frakklandi. í þjóðarsál Frakka blundar sam-. viskubit gagnvart Alsír eftir langa nýlendukúgun og grimmilegt stríð sem á endanum hafði næstum teymt Frakkland út á barm borg- arastyrjaldar. Því er máski ekki óeðlilegt að Frakkar eigi erfitt með að gera upp hug sinn þegar Alsír er annars vegar. Alain Juppé hefur opinberlega gagnrýnt stjórnina í Algeirsborg fyrir valdníðslu. Hann hefur hvatt til nýrra kosninga í Al- sír og viðræðna milli allra aðila sem séu reiðubúnir að hafna ofbeldi. Kosningar eru viðkvæmt mál, enda hófst borgarastríðið í Alsír eftir að stjórnin þar aflýsti kosningum 1 janúar 1992. Talið var útséð að ofsa- trúarmenn myndu vinna öruggan sigur í þeim. Charles Pasqua er miklu her- skárri í afstöðu sinni og fæst ekki til að trúa því að til séu hófsamir hreintrúarmenn sem hægt sé að semja við. Hann vill beita herskáa múslima í Frakklandi mikilli hörku og styðja við bakið á þeim herfor- ingjum sem ganga harðast fram gegn hreintrúarmönnum í Alsír. „Valið er á milli getu alsírsku stjórnarinnar til að halda vanda- málinu í skefjum og valdatöku hreintrúarmanna,“ er haft eftir Pasqua. Það er aðeins flokkur Sósíalista sem telur sig vita hvernig eigi að fara að. Sósíalistar eru nú utan rík- isstjórnar og víst að þeir missa for- setahöllina í kosningum í vor. Leið- togi flokksins, Henri Emmanuelli, telur sig hins vegar hafa ráð undir rifi hverju. Hann hefur hvatt til al- gerrar stefnubreytingar í málefnum Alsírs og segir að stuðningur Frakka við kúgunarstefnu herfor- ingjanna hafi ekki skilað neinum árangri. í staðinn, segir Emmanu- elli, er það á ábyrgð Frakka að hvetja til þess að deiluaðilar komi saman til sátta og samræðna með opnum huga. Það er varla hægt að finna neitt beinlínis rangt við hug- myndir af þessu tagi, nerna kannski að þær virðast alveg úr tengslum við raunveruleikann. Tvístígandi ríkisstjórn Franska stjórnin er í raun klofin í herðar niður í afstöðu sinn til Al- sírs. Annars vegar vill hún afstýra því að ofsatrúarmenn komist til valda og hins vegar vill hún forðast að gera hugsanlega framtíðar- stjórnendur Alsírs að erkióvini sín- um. Stjórnin hefur ekki mikið svig- rúm, sérstaklega ekki nú þegar líð- ur að forsetakosningum í Frakk- landi. Öll viðleitni til að vingast við bókstafstrúarmenn myndi vera vatn á myllu Þjóðfylkingar Jean- Marie Le Pen sem er mjög andsnú- in innflytjendum. Edouard Ballad- ur forsætisráðherra tilkynnir lík- lega framboð sitt til forseta síðar í þessum mánuði. Honum er mjög annt um að hafa stuðning Charles Pasqua í kosningunum. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er Pasqua vinsælasti stjórnmálamaður í Frakklandi og honum gæti jafnvel dottið í hug að reyna sjálfur við for- setaembættið. Ofsatrúarmenn reka mikinn áróður meðal franskra múslima, en eðli málsins samkvæmt starfa hinir herskáustu þeirra í skúmaskotum. Það gera hins vegar ekki þeir sem vilja sporna í mót framgangi ofsa- trúarinnar og hafa þeir efnt til ým- iss konar mótnlælaaðgerða í París. Margir halda á borðurn þar sem er letrað nafn Said Sadi, eins helsta leiðtoga lýðræðissinna í Alsír. I ný- legu viðtalí við tímaritið L’Express dregur hann sarnan vanda franskra stjórnvalda andspænis átökunum í Alsír. „Hreintrúin er afbrigði af fas- isma sem ógnar heimsfriðnum," segir Sadi. Eðli málsins samkvæmt er hún á bandi ofbeldis og upp- lausnar. Mitt í þessari þolraun reyna miiljónir óbreyttra borgara að halda uppi eðlilegu lífi og starfi svo stofnanir þjóðfélagsins hrynji ekki til grunna. Ef það gerist verður Alsír ekki nýtt íran, og ekki nýtt Afganistan, heldur verður þar til ný Sómalía sem mun raska jafnvæginu í Miðjarðarhafslöndum. Málið snýst um hvort menn geri sér grein fyrir þessari ógn eða hvort þeir láti sér nægja að beygja sig undir hana.“ -eh byggt á L’Express og The Ecotiomist. Franskar fegurðardísir. Gáfnapróf fegurðardísa Það er ekki hlaupið að því að verða ungfrú Frakkland, því þátt- takendur í þeirri keppni þurfa ekki bara að vera fagrar, heldur er líka ætlast til að þær viti eitt og annað. Spurningarnar sem eru lagðar fýrir fegurðardísirnar eru meðal annars af þessu tagi: Hvenær braust heims- styrjöldin fyrri út? Hvernig á að borða súpu á réttan hátt? Hvað er kvaðratrótin af níu? Hvaða ólán henti Kennedy forsetaiB Jacques og Marie 1948. Kona Delors Fáir menn njóta núorðið meiri virðingar í Frakklandi en Jaques Delors, sérstaklega eftir að hann ákvað að fara ekki í forsetaffamboð og sagði að einn maður gæti ekki ráðið örlögum Frakka, heldur yrði þjóðin öll að vera með. Þessa dag- ana velta margir fýrir sér persónu Delors og staðnæmast ýmsir við konu hans, Marie. Þau hafa verið gift síðan 1948 og eiga tvö börn. Konan þykir ekki láta mikið yfir sér, en samt þykir hún hafa sterkar skoðanir og margir segja að það sé hennar vegna að Delors ákvað að gefa ekki kost á sér.B Frímerkið Lennon ogMaix Einhverjum gæti kannski flogið í hug, og líklega ekki að ástæðulausu, að póstþjónustan í Kákasusríkinu Abkhasíu sé að hæða og spotta gamla nýlenduherrra sína ffá Rúss- landi með því að gefa út nýtt frí- merki. Það er nefnilega nákvæm- lega eins og frímerki sem eitt sinn var gefið út með mynd af þeim Marx og Lenín. Andlitunum hefur hins vegar verið skipt út og nú prýða frímerkið háðfuglinn Graucho Marx og bítillinn John Lennon.B Áhrifamesta fólk heims í siðasta hefti af franska tímarit- I inu Le nouvel observateur hafa blaðamenn tekið sig til og útnefnt þá fimmtíu menn sem þeir telja áhrifamesta í heimi, meðal annars í Qármálum, fjölmiðlum, vísind- urn og tísku. Verður þar einna efstur á blaði Michel Camdessus, 61 árs Frakki sem er framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. En af öðrum fjármálamönnum má nefna Hans Tietmeyer (66 ára), bankastjóra Bundesbank í Þýska- landi og Larry Rong (83 ára), íbúa í Hong Kong sem á svo mikil við- skipti við Kína að hann er kallaður „rauði kapítalistinn“. I heimi visindanna verða fyrstir fyrir Hans Zacher (66 ára), for- seti Max-Planck stofnunarinnar Joei Robuchon þykir áhrifa- mesti kokkur í heimi, en Sophia Grosjman hefur skapað sextán fræg ilmvötn. en hún hefur á snærum sínum nær þrjú þúsund vísindamenn og getur státað af tuttugu og átta Nóbels- höfum. Af hugsuðum og þeim sem móta skoðanir í heiminum eru til dæmis nefndir Ted Turner (55 ára), eigandi CNN-sjónvarps- stöðvarinnar, Howell Raines (51 árs), aðalritstjóri New York Titnes, Joseph Ratzinger (67 ára), kard- ínáli frá Þýskalandi sem er sagður einn helstur vörður kaþjólskrar trúar, og Catharine Mackinnon (47 ára), sem er einn skeleggasti talsmaður femínisma í heiminum. Ekki má heldur gleyma Bill Gat- es, eiganda Microsoft og ástralska fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch. Á sviði afþreyingar þykir Holly- woodkóngurinn Michael Ovitz hafa geysimikil áhrif. Þar eru einn- ig nefndir tískuhönnuðurinn Je- an-Paul Gaultier, matreiðslu- meistarinn Joel Robuchon sem eldar á veitingahúsi sínu á Poic- aré-götu í París, kvikmyndajöfur- inn Steven Spielberg og Sophia Grosjman sem þykir hafa svo gott nef að hún hefur skapað sextán heimsfræg ilmvötn.B Auschwitz - fimnmtíu ár Það voru fjórar herdeildir úr Rauða hernum sem tóku Au- schwitz-búðirnar 27. janúar 1945. Foringi einnar herdeildarinnar, Vassili Petrenko er enn á lífi. í viðtali við tímaritið Newsweek minnist hann þessa dags: „Ég hafði séð margt fólk hengt. Ég hafði séð fólk drepið og brennt. En ég var ekki reiðubúinn fyrir Auschwitz." Það sem kom Petrenko mest á óvart voru börnin, sum nánast í reifum, sem höfðu verið skilin eftir þegar Þjóðverjar flúðu í ofboði. Sum höfðu lifað af tilraunir sem Josef Mengele, „læknir“ búð- anna, gerði á börnum. En það vissi Petrenko ekki, og það var síðar að hann áttaði sig á því að þetta var staður þar sem börn voru drepin. Heimurinn átti í allsherjarstríði og þessi atburður vakti ekki mikla athygli. Stórfrétt The New York Times þennan dag var að sovéski herinn sækti ákaft fram við Eystra- salt. Vandlega falið innan um nöfn bæja sem Rauði herinn hafði lagt undir sig var Oswiecim, en svo heitir Auschwitz á pólsku. Árin á undan hafði farið þar í gegn ein og hálf milljón rnanna, en í janúar 1945 voru aðeins 65 þús- und fangar eftir í búðunum. Þegar Rússar sóttu fram úr austri fluttu Þjóðverjar flesta burt og hugðust drepa þá á leiðinni. Þegar Rússar tóku Áuschwitz voru aðeins sjö þúsund fangar eftir. Þeir áttu einhverja útgönguleið, ólíkt flestum sem höfðu verið fluttir til Auschwitz. En eftir frels- unina hélt fólk samt áfram að deyja. Albert Grinholtz, franskur gyðingur sem lifði af, minnist mongólsku hermannanna sem riðu inn í búðirnar á hesti. „Þeir voru mjög vingjarnlegir,“ segir hann. „Þeir slátruðu svíni og settu það í stóran pott með kartöflum og káli. Þvínæst buðu þeir fólkinu sem var aðframkomið að éta.“ Fangarnir hámuðu í sig matinn, en máltíðin hafði skelfilegar afleið- ingar. Eftir margra ára hungur var magafýlli næstum jafn banvæn og hvaðeina sem nasistar gátu upp- hugsað. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.