Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK
21
Mannskæðustu snjóflóð í sögu landsins á öldinni
srýóflóðum Irá
aldmótum
Margt fólk á Hnífsdal furðar sig á því að byggð skuli hafa verið leyfð neðan við Traðargil þar sem nú er nýlegt íbúðahverfi sem þarfað rýma
reglulega vegna snjóflóðahœttu.
A kortinu að ofan sést hvernig dreifingin er,
en auk þess er getið mestu snjóflóðaslysa fyrri alda.
Fyrir snjóflóðið á Súðavík höfðu
128 manns farist í snjóflóðum hér á
landi frá aldamótum, samkvæmt
skráðum heimildum, en slysið í
Súðavík er það þriðja mannskæð-
asta til þessa. Stærsta snjóflóðið féll
í Hnífsdal árið 1910 en þá fórust 20
manns. I apríl 1919 féllu snjóflóð á
Siglufjörð og nágrenni þar sem 18
manns týndu lífrnu í fjórum flóð-
um alls og á Neskaupstað fórust
tólf manns í tveimur flóðum árið
1974. Snjóflóð geta orðið mörg og
illvíg yfir löng tímabil en síðan
koma margra ára hlé. Ekki eru
skráð öll snjóflóð hérlendis en til-
raun til þess var þó gerð í bókinni,
Skriðuföll og snjóflóð en þessi sam-
antekt byggir á Öldinni okkar og
þeirri bók. Það er þó Ijóst að mann-
skaðar í flóðum eru einnig fleiri en
þessi tala segir til um, en uppgefin
dánarorsök er ekki endilega rakin
til snjóskriðna eða flóðs í öllum til-
fellum þó að það sé orsök bana-
slyssins.
Alls fórust sjö manns í snjóflóð-
um svo vitað sé á fyrstu níu árum
aldarinnar, á því tíunda dundi yfir
það snjóflóð sem enn sem komið er
hefur valdið mestum mannskaða
hérlendis á tuttugustu öldinni.
Brímið fleygði á land
líkum og spýtnabraki
Fyrsta manntjón í snjóflóði á
þessari öld varð er tveir vinnu-
menn frá Felli í Mýrdal urðu fýrir
snjóskriðu og hröpuðu til bana á
aðfangadag árið 1901. Tveir menn
fórust í snjóflóði í apríl 1905 á Hall-
steinsdalsvarpi milli Reyðarfjarðar
og Skriðudals og fundust lík þeirra
tveimur dögum seinna.
1906 varð ungur maður úr Dýra-
firði undir snjóhengju og lést.
Mörg snjóflóð urðu árið 1909 án
þess að manntjón yrði en í des-
ember fórust tveir menn í Skriðu-
vík.
En stærsta ógæfan varð föstu-
daginn 18. febrúar árið 1910 þegar
20 manns fórust í Hnífsdal, þar af
10 börn, er stórar snjóhengjur féllu
úr Búðarhyrnunni niður Búðargil-
ið og breiddu úr sér þegar komið
var niður úr gilinu og náði yfir 150
faðma svæði.
„Sópaði hún burtu öllu er varð á
r
ísafjarðarkaupstaður og Eyrarhlíð. Hjallinn í fjallinu heitir Gleiðarhjalli.
Þar sem hann þrýtur og lengra eftir fjallshiíðinni er mjög snjóflóðahætt.
vegi hennar, íbúðarhúsum, sjóbúð-
um og jafnaði gaddfreðna veggi við
jörðu og færði á sjó út.“ Ekkert
svigrúm var til bjargar og fórust 19
og að auki lést einn af meiðslum
síðar, alls 20 af 300 íbúum alls.
Snjóflóð hafa oft fallið í Hnífsdal
bæði fyrr og síðar og þá oftast úr
Búðarhyrnunni niður Hraunsgilið.
Dagana fyrir snjóflóðið mikla
höfðu verið látlausar norðan stór-
hríðar og miklum snjó kyngt niður.
Aðkoman eftir snjóflóðið var ægi-
leg en ísfirðingar komu fótgang-
andi til hjálpar. „Snjóflóðsferillinn
sást giögglega. Hann var dauðaföl-
ur en líktist að öðru leyti nýstorkn-
uðu hrauni. Snjótungurnar teygðu
sig fram í sjóinn, brimið sauð á
þeim og bræddi og braut af þeint
smátt og smátt og fleygði í land lík-
um, húsgögnum, klæðnaði og við-
arbrotum úr húsum.“
Fórnarlömb flóðsins á Hnífsdal
voru öll grafin í sömu gröfinni, þar
sem kistu var staflað við kistu.
Núna er lítil byggð á því svæði
þar sem snjóflóðið úr Búðargili féll
árið 1910 og engin á svokölluðu
Búðartúni sem fór verst út úr flóð-
inu. „Þó eru þar gömul sambýlis-
hús í landi Heimabæjar sem eru
notuð sem verbúðir en eru rýmd
þegar snjóflóðshætta vofir yfir,“
sagði Hörður Kristjánsson sem er
búsettur í Hnífsdal í samtali við
MORGUNPÓSTINN. Fyrir neðan
brekkuna niðri við sjóinn í næsta
Varnarkeilur úr möl og jarðvegi gegn snjóflóðum á Flateyri við Önund-
arfjörð.
nágrenni við félagsheimilið eru þó
íbúðarhús sem standa svo að segja í
jaðri hættusvæðisins. Hörður sagði
einnig að það hefði fallið annað
snjóflóð úr öðru gili sem er örlítið
innar, Traðargili, og samtíma ann-
að minna úr Búðargili, hvorugt
þessara flóða olli mannskaða. Flóð-
ið ú Traðargili teygði sig alla leið
niður í ána. „Það var gamall maður
hér á Hnífsdal að furða sig á því við
mig um daginn að á því svæði hefur
á undanförnum árum risið nýtt
íbúðahverfi en þau hús þarf að
rýma svo að segja á hverju ári,
stundum oft á vetri, vegna snjó-
flóðahættu. Nú er ekki lengra síðan
en svo að snjóflóðið er mörgum
íbúum í fersku minni og þeir furða
sig á að byggð þarna skuli liafa ver-
ið leyfð.“
Tveir ungir
menn og drengur
Þetta sama ár, 1910, aðeins tveim-
ur vikum síðar, féll snjóflóð í ytri
Skálavík sunnan við ísaljarðardjúp
á bæinn Breiðaból en þar var marg-
býli og fórust þrír fullorðnir og eitt
barn. En síðan hrifsaði hvíta ógnin
ekki fleiri mannslíf í tvö ár.
í febrúar 1912 hlupu snjóflóð á
ýmsum stöðum og fórst einn mað-
ur sem var á rjúpnaveiðum á Þor-
valdsdal upp að Árskógarströnd
undir Eyjafjöllum. Um líkt leyti féll
snjóhengja á mann sem var á leið
um Siglufjarðarskarð og fannst