Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 27 Frumsýning í Kaffileikhúsinu Hún er allt í senn; leikari, leik- stjóri og leikmyndahönnuður ein- þáttungs nokkurs sem frumsýndur verður í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarp- anurn annað kvöld. Þórey Sig- þórsdóttir, sem hefur starfsheitið leikkona, er með öðrum orðum allt í öllu í leikriti Elísabetar Jökulsdóttur, Skilaboð til Dimmu, en El- ísabet samdi leiritið fyrir Þóreyju fyrir fjórum árum. Hvað kemur til aðþú leik- stýrir þér sjálf? „Þegar ég var í Leiklistar- skólanum var hluti af nám- inu að æfa einþáttung og sýna hann svo. Annars veg- ar fékk ég viku til þess að vinna að honum alfarið sjálf og sýna svo afrakstur- inn en svo vann með mér leikstjóri í aðra viku áður en ég sýndi aftur sama mónólóginn. Þetta er sama leikrit og ég frumsýni í Kaffileikhúsinu á föstudag. Frá því ég vann einleikinn sjálf og þar til ég vann með leikstjóranum tóku áhersl- urnar í leikritinu miklum breytingum. Þegar ég tók leikritið upp aftur ákvað ég hins vegar að setja það á svið eins og ég gerði það í fýrstu, nema hvað nokkrir vinir mínir gáfu mér góðar ábendingar. Það er kannski óljóst hver er leikstjórinn. En leikritið hefur þróast töluvert á þessum tíma, sem og leikmyndin sem ég hef þróað smátt og smátt sjálf frá því ég var í Leiklist- arskólanum." Elísabet Jökulsdóttir samdi leikritið sérstaklega fyrir þig, hvernig kom það samstarf til? „Ég leitaði til hennar þegar það stóð til að gera eintöl í skólanum af því mér fannst einmitt spennandi að virkja eitthvað ungt skáld. Hún tók vel í það og þetta leikrit er útkoman.“ Hvað segir leikritið okkur? Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður Of mikið talað - of lítið málað Daði Guð- björnsson er einn ai' athyglisýerðari myndlistarmönn- uni okkar af yngri kynslóðinni og hann opnaði tvær sýníngar samtímis, í Norræna húsinu og í Gallerí Fold, olíuverk, teikning- ar, skúlptúra, tréristur og aquarellur. Hann segist vera að vinna mikið í stóru spurningunum í sínum verkum um þessar mundir, eins og til dæmis i myndinni „Akademía", en þverneitar því að það sé sett til höfuðs „dr.“ Bjarna Þórarins, höfuðpaurs Vísiakademíunn- ar. „Það er síður en svo. Það er frekar að maður sé að feta í fótspor hans og ég lít fremur á mig sent spor- göngumann Bjarna að því leytinu til. Annars er þetta varla sambærilegt því ég nálgast viðfangsefnið á svo allt annan hátt.“ Hvaða stóru spursmál eru þetta scm þú ert aðfást við? „Það eru til dæmis hvalveiðar og afstæðiskenningin og svo náttúrlega konur. Það sem listin hefur fram yf- ir ýmislegt annað er að hún þarf ekkert að gera grein fyrir sér. Þetta stendur í myndunum og fólk verður bara að korna og sjá þær. Listin er önnur vídd og ég væri kannski kominn í innri mótsögn með því að ætla mér að fara að útskýra það með orðum.“ Daði segir aðalkreppuna í myndlistinni, ef einhver er, vera þá að það sé of mikið talað og fundað en allt of lítið málað. JBG Þórey Eyþórsdóttir leikkona er allt í öllu í Skilaboðum til Dimmu sem Elísabet Jökulsdóttir samdi sérstaklega fyrir hana. Þórey segir húmorinn í leikritinu ekki ólíkan þeim sem er að finna í Galdra- bók Ellu Stínu. „Leikritið segir frá ein- mana konu sem ekki nær sambandi við fólk. Hún er að reyna að gera upp fortíðina, meðal annars gagnvart látnum föður sínum sem hún náði aldrei sambandi við, og elskhuga sem hefur yfir- gefið hana kannski af því að hún náði aldrei að tengjast honum. Hún er með öðrum orðum stöð- ugt að reyna að ná sam- bandi við fólk en tekst ekki, en finnur loks und- ankomuleið úr einangr- uninni þegar hún fer að fá skilaboð úr umhverf- inu sem gefa lífi hennar tilgang. Jafnframt að þessi manneskja á svolít- ið bágt er nijög skemmti- legur húmor í þessu verki. Ekki ólíkur þeim sem er að finna í bók El- ísabetar, Galdrabók Ellu Stínu. Ég hef komið að þessu leikriti nokkrum sinn- um, meðal annars sýndi ég það á kvennaþinginu í Turku í Finnlandi í sum- ar. Mér finnst kjarni þess fjalla um einmannaleikann; ef maður nær ekki að höndla einmannaleikann einangrast maður. I kringum okkur er einmitt að verða æ algengara að fólk missi tökin á tilverunni. Þótt erfitt sé að greina frá kjarnanum í einni setningu er þetta sú tilfinning sem eftir situr. Svo finnst mér kjarninn sá hvernig persónan fer að því að ná aftur í gegn. Það minnir mig mikið á þá sem leggjast í nýald- arfræðin í kjölfar þess að einangr- ast, en í gegnum þau fræði fær fólk ýmis hugboð og segir frá þeim í mestu einlægni. Sumt af þessu eru undarlegar reynslusögur sem því fmnst kannski mjög eðlilegar en manni sjálfum fráleitar.“ Finnst þér þetta leikrit ná eyrum fólks? „Já, ég verð að segja það. I Turku sýndi ég leikritið bæði á sænsku og íslensku. Á þeim viðbrögðum sem ég hef fengið virðist fólk finna eitt- hvað sem það þekkir í þessu.“ Margir ættu að muna eftir Þór- eyju úr sjónvarpsleikritinu Hvíta dauða sem nýlega var sýnt í Ríkis- sjónvarpinu og fjallaði um berkla á Islandi. Þórey fer að auki um þessar mundir með hlutverk í Leynimel 13 sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þangað fór hún í vetur eftir að hafa verið þar árið sem hún útskrifaðist. I millitíðinni starfaði hún í tvö ár í Þjóðleikhúsinu. Innan skamms verður svo sýnd stuttmynd eftir Ingu Lísu Middelton sem Þórey leikur í. Hvað erframundan? „I bili standa allir endar opnir. Mér finnst mjög spennandi að vita aldrei hvað er handan næsta horns. Helst vildi ég vera laus við og fá að starfa jafnt í leikhúsi, sjónvarpi og að kvikmyndum. Mér finnst ekki gaman að vera njörvuð niður í ákveðna rútínu, en leikhús verður það svo sem aldrei. Það er það ekki í eðli sínu. Númer eitt er að fá tæki- færi til þess að þróa sig áfram.“ Nú ertu búin að starfa töluvert með öðru leikhúsfólki, en stendur svo að segja ein í Skilaboðum til Dimmu, hver er munurinn? „Það er allt öðruvísi að vera einn. Maður hefur engan til þess að styðja sig við og stendur því og fell- ur með sýningunni sjálfur. Um leið og það er mjög hollt og jafnframt skemmtilegt að fá tækifæri til að þróa leikhús sjálfur verð ég að við- urkenna að það er skemmtilegra að vinna með fleirum.“ „Hollt að fá tækifæri til að þróalákhús sjálfur“ Bíöborgin Viðtal við vampíruna Interview with the Vampire ©Mikið raus um vanda þess að vera vampíra. Konungur Ijónanna The Lion King ★ ★★★ Fallegt á að horfa, oft fyndið, mátulega væmið og stundum hæfi- lega ógnvekjandi. Er það ekki kjarni málsins hjá Disney? Skuggi The Shadow ★★★ Djengis- kan er tekinn ofan úr skáp, vill leggja undir sig heiminn en mætir Skuggan- um, ofjarli sínum. Þeir hefðu samt átt að sleppa kvenpersónunni. B í Ó H Ö L L I N Junior ★ Með því að gera lítið sem ekki neitt er Schwarzenegger betri leikari en Emma Thompson sem með rykkjum og skrykkjum leikur óþoiandi meðvitaða kvenpersónu. Sérfræðingurinn The Specialist ★ Gengur út á að sýna líkamsparta á Stone og Stallone. Þau haggast hvorki brjóstin á henni né brjóstkassinn á hpnum. Kraftaverk á jólum Miracle on 34th Street ★★ Endurgerð á einni fræg- ustu jólamynd allra tíma, en varla til bóta. Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Ree- ves er snaggaralegur og ansi sætur. Háskólabíó Þrír litir: Rauður Trois Couleurs: Ro- uge ★★★★★ Kieslowski kann að segja sögur sem enginn annar kann að segja, fullar af skringilega hvers- dagslegri dulúð. Maður vill fara aftur — til að sjá hvort maður hafi séð rétt. La Belle Epoque Glæstir tímar ★★ Smáklám frá Spáni og eiginlega næsti bær við Emanuelle f borgarastríðinu. Það er smávegis talað um pólitík. Junior ★ Schwarzenegger er miklu sennilegri sem óléttur karlmaður en sem háskólamaður með gieraugu. Lassie ★★ Skýjahöllin, sjálfsagt millj- arði dýrari, en ekki endilega betri. Þarf ekki bráðum að gera mynd um góðan kött? Konungur i álögum Kvitebjörn kong Valemon ★ Norski áiagaísbjörninn er pappírstígrisdýr. Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort eru menn með eða á móti. Ég er með. Næturvörðurinn Nattevagten ★★★ Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann í danskri kvikmyndagerð. LAUGARÁSB ÍÓ Góður gæi Good Man ★★ Evrópu- menn eru fullir, heimskir og spilltir, en negrar hjátrúarfullir, heimskir og spillt- ir. Gríman The Mask ★★★ Myndin er bönnuð innan tólf ára og því telst það lögbrot að þeir sjái hana sem skemmta sér best — tíu ára drengir. Regnboginn Stjörnuhliðið Stargate ★★★ Ef maður gengur inn um réttar dyr lendir maður í Egyptalandi hinu forna. Bakkabræður í Þaradís Trapped in Paradise ★ Jólamynd sem kemur engum í jólaskap en eyðileggur það varla heldur. Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tarant- ino er séní. Undirleikarinn L’accompagnatrice ★ ★ Aðaltiigangurinn er að láta leikar- ann Richard Bohringer, hitta fallega og svarteygða dóttur sína, Romane. Annars er þetta dauft. Lilli er týndur Baby's Day Out ★ Óheppnu bakkabræðurnir eru ekki vit- und fyndnir. Sagabíó Konungur Ijónanna The Lion King ★ ★★★ Dýr mega éta önnur dúr en bara í hófi. Þar skilur frá Dýrunum í Hálsaskógi. Stjarna númer fjögur er fyrir íslensku talsetninguna. Viðtal við Vampíruna Interview with the Vampire ©Vampírurnar eru álíka spennandi og karlarnir á skattinum sem hafa atvinnu af því að mergsjúga fólk. Stjörnubíó Aðeins þú Only You ★★★ Ítalíuvinum vöknar um augu og ástsjúkir fá nóg að moða úr. Aðalleikararnir eru fallegir og skemmtilegir. Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Allt gengur þetta út á uppáferðir og er möst fyrir karla og konur á aldrinum 14 til 20. Bíódagar ★★★ Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. ... Náttfatapartíum Veðráttan er ekki beinlínis til þess fallin gæti ein- hver sagt en það er bull því þetta er góð aðferð fyr- ir kvenpeninginn að skilja hismið frá klökunum. ... því að Ágúst Guðmundsson fái að búa til bíó Eins og hann bendir sjálfur á þá á hann það skilið og þetta fer að lykta af einelti að vera að skilja hann svona út- undan trekk í trekk. ... yfirgreiddum sköllum Skallar eru karl- mennskutákn og þeir sem greiða yfir skallann eru menn sem ekki eru að flagga þessurn eftirsókn- arverða eiginleika. Auk þess sem þetta gefur til kynna karakter sem byggir á ákjósanlegri blöndu við- kvæmni og innbyggðrar hörku. ... dragi Ef fólk vill vera inni þá er rétt að fjár- festa í flassí hárkollu og gramsa í fata- skápnum hennar mömmu. Þær mættu víst um 200 drottningarnar í bíó um síðustu helgi sem er ekkert smá. ... að tilbiðja gleðigjafa Að hirðin fái útrás fyrir aðdáun sína á Magnúsi Scheving með því að falla fram á hnén og tilbiðja hann eins og múslimir Allah: Maaaaagnúúússs. Veðurfræðingar. Þessi stétt er fá- dærna skemmtileg og hér er þeirri áskorun komið á framfæri við Boga Ágústsson að segja ekki: „Og eftir stutta stund kemur Trausti Jónsson og segir veð- urfregnir." Það er óaf- sakanlegt að taka út spennuele- mentið sem fylgir því hver veður- fræðinganna birtist á skjánum og skemma þannig þennan fína fjöl- skylduleik þar sem hver og einn getur hvatt sinn mann: Hörður! Hörður! Hörður! Eða: Boggi! klapp’klapp’klapp. Boggi! ta ta ta... Úti Kaffihús. Hér fyrir nokkrum ár- um skutu kaffihús upp kollinum eins og gor- kúlur og kaffihúsa- spekúlantar lifðu gósen- tíma. En þessi Parísarrómantík fer nú kólnandi enda er það ekld í eðli nema ör- fárra og afbrigðilegra íslendinga að hanga á kaffihúsum lon og don. Og það er sorgleg staðreynd að alvöru listamenn er víst ekki að finna á kaffihúsunum. Þeir eru að vinna. Þetta var öðruvísi hér í gamla daga þegar þeir gáfu sér tíma á milli verka og voru mold- fullir til að viðhalda mýtunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.