Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 20
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK 20 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 Helstu snjóflóðasvæði Varðskipið Týr lenti 1 tuttugu tíma siglingu til Súðavíkur með björgunarfólk og vistir Ruddaveður allan tímann segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra sem hefursjaldan komist í annað eins. Á þessu korti eru helstu snjóflóðasvæðin á landinu merkt með rauðu. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir svipaðar aðferðir notaðar við gerð hættumata hér á landi og tíðkast er- lendis. Skipulagi byagðar og enaurreisn Suðavíkur 1 byggingarreglugerð er kveðið skýrt á um að ekki megi skipuleggja byggð á þeim svæðum, sem snjó- flóð hafa fallið á. Nokkru eftir að hættumatið var gert fyrir Súðavík ætluðu Súðvíkingar að færa byggð enn ofar í hlíðina, upp fyrir Tún- götu. Ekkert samþykki fékkst fyrir byggð á þeim stað og vakti það tals- verða óánægju heimamanna. Svip- aða sögu er að segja af öðrum snjó- flóðahættusvæðum. Hefur félags- málaráðuneytið ósjaldan þurft að standa í stappi við heimamenn á hinum ýmsu stöðum, sem neituðu að sætta sig við hættumat Ofan- flóðanefndar og Almannavarna. Þessar deilur hafa styrkt menn í þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að gera eftirlitsmennina á hverjum stað óháða sveitarfélögunum. En þótt byggingareglugerðin sé skýr hvað varðar skipulag nýrrar byggðar á hættusvæðum, er ekki ljóst hvort þetta ákvæði hennar nái einnig til endurreisnar húsa sem lent hafa í snjóflóði. Eftir að snjóflóð féll á sumar- húsabyggð Isfirðinga í Tungudal í fýrravetur risu upp miklar deilur inilli Össurar Skarphéðinssonar og heimamanna, sem vildu endurreisa sumarbústaði sína á sama stað. Deilan endaði þannig að menn fengu að endurreisa bústaðina með nokkrum skilyrðum. I byggingar- leyfum fyrir sumarhúsin er þinglýst kvöð um að eigendum þeirra sé óheimilt að dvelja í þeim á þeim tíma sem snjóflóðahætta ríkir. Þegar litið er til flóðsins á mánu- dag hlýtur að teljast vafasamt í meira lagi að leyfa endurbyggingu þeirra húsa, sem þar fóru, án þess að til komi bygging traustra varnar- virkja í hlíðinni fyrir ofan bæinn áður. Þetta flóð sýndi með hörmu- iegum afleiðingum að ekkert hús á Súðavík getur í raun talist öruggt fyrr en slík mannvirki hafa risið. Það sama á við um byggð á mörg- um stöðum öðrum. Það er ljóst að snjóflóðavarnar- mál á íslandi eru í molum. Hættu- matið hefur misst gildi sitt, rétt eins og varnarmannvirkin á ísafirði og Ólafsvík, og önnur mannvirki eru ekki fyrir hendi. Og þrátt fyrir stórar yfirlýsingar stjórnmálamanna að undanförnu er enn ekki ljóst hvaðan þeir pen- ingar eiga að koma sem nauðsyn- legir eru til að bæta úr þessu. æöj „Siglingin var heldur ströng,“ sagði Höskuldur Skarphéðinsson, skipherra á varðskipinu Tý, í samtali við MORGUNPÓSTINN í gær. Týr lenti sem kunnugt er í mjög erfiðri siglingu til Vestfjarða á mánudag eftir að fréttir höfðu borist af snjó- flóðunum hörmulegu. „Það var ruddaveður allan tím- ann og undir venjulegum kringum- stæðum hefði maður verið farinn með skipið í var fyrir löngu. En þess- ar óvenjulegu aðstæður gerðu það að verkum að við sigldum mun hraðar en aðstæður leyfðu og þetta tók auðvitað á taugarnar,“ sagði Höskuldur þar sem hann var um borð í varðskipinu í Isafjarðarhöfh. Margir óvanir sjóferðum um borð Um borð í Tý voru á milli 120-130 manns á leið til flóðasvæðanna. Þar voru fjölmennastir björgunarsveit- armenn og sjúkraliðar, en einnig var nokkur fjöldi fjölmiðlamanna. Þetta fólk var, margt hvert, allsendis óvant sjóferðum og ekki er hægt að segja að jómfrúrferðin hafi verið ljúf. „Nei, þetta er ekki beint heppileg kynning á sjómennsku fyrir byrj- endur,“ segir Höskuldur. „En þetta fólk stóð sig sérstaklega vel miðað við aðstæður. Þetta var flest fólk á besta aldri, vel á sig komið líkamlega og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Auðvitað var töluvert um sjóveiki, annað væri nú ekki eðlilegt, en bæði var það að mínir menn sinntu aðhlynningum eftir fremsta megni og einnig að sumir voru svo forsjálir að setja á sig plástra eða tóku pillur. Það hefur líklega hjálpað mikið. Samt sem áður neita ég því ekki að skipið var svolítið sjúskað eftir ferðina.“ Týr var alls um tuttugu tíma á Kapteinninn hefur oft komist í hann krappan en ferðin til Súðavíkur er með því verra sem hann hefur komist í á tæplega fjörutíu ára sjómannsferli. leiðinni til ísafjarðar og það þrátt fyrir að þurfa að koma við á Patreks- ftrði til að taka botnlangasjúkling. „Þetta var stúlka á unglingsaldri og tilhugsunin um að þurfa að bjóða henni upp á þessa erfiðu siglingu var ekki góð. En hún var með sprung- inn botnlanga og þetta varð að gera þar sem óvíst var um samgöngur næstu daga á eftir. Við þurftum að sigla á móti stórsjó allan tímann. Við heyrðum .reyndar lítið af frétt- um en skynjuðum þó neyðina og vissum að lítinn tíma mætti missa. Enda voru fyrirmælin skýr; koma fólkinu vestur á sem allra stystum tíma.“ Með erfiðari ferðum Höskuldur hefur gríðarmikla og langa reynslu af sjóferðum og hjá Landhelgisgæslunni hefur hann ver- ið frá 1958. „Þetta er tvímælalaust ein versta ferðin sem ég hef lent í. Þar er fyrst og ffemst um að kenna aðstæð- unum, brjáluðu veðri og þeirri stað- reynd að engan tíma mátti missa og að hver klukkustund gat skipt máli. Það er einkar erfitt að vera á leiðinni og leiða hugann að blessuðu aum- ingja fólkinu sem liggur bjargarlaust í snjófarginu.“ Hann man þó eftir einni ferð sem tók meira á taugarnar. Þá var hann stýrimaður á varðskipinu Ægi og leitað var að Sjöstjörnunni sem ekk- ert hafði spurst til. „Það var alveg hrikaleg ferð. Við leituðum í brjál- uðu veðri í eina tíu daga og ég held að engin ferð sem ég á eftir að fara komist í líkingu við hana.“ Bih „Það var nokkuð meira um borð en eðlilegt er,“ segir Höskuldur um aðbúnað farþega Týs í þessari sögufrægu ferð. „En fólk lá bara hvar sem var og lét sér vel líka og hugsaði auðvitað meira um neyð Súðvíkinga fremur en sína eigin." Sigríður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri sagði í viðtali við Vestfirska fréttablaðið í byrjun ársins að nauðsynlegt væri að vinna nýtt hættumat vegna snjóflóðahættu á Súðavík Ræll var um nýtt hættumat í kjötfar srýóflóðsins í desember I Vestfirska fréttablaðinu þann 5. janúar síðastliðinn var lítillega fjall- að um snjóflóðahættuna í Súðavík. Þar segir Sigríður Hrönn Elías- dóttir, sveitarstjóri að nauðsyn beri á því að vinna nýtt hættumat í kjöl- far snjóflóðsins sem féll úr Traðar- gili á bæinn Saura 18. desember. I viðtalinu segir hún orðrétt: „Ég held að það sé alveg ljóst að nú verður að fara að vinna nýtt hættu- mat vegna snjóflóðsins sem féll nú fyrir áramótin. Það koma þarna snjóflóð inn á svæði sem búið var að vinna hættumat fyrir og átti að vera öruggt. Innan hættusvæðis nú eru níu hús, tíu með því sem fór í flóðinu. Þarna er meðal annars hús Kaupfélagsins. Fyrir ofan sum þess- ara húsa var gert ráð fyrir íbúða- byggð sem nú er út úr myndinni. Það bjargar okkur að við keyptum allt Eyrartúnið svo við höfum þar byggingarsvæði.“ Síðan segir Sigríður Hrönn: „Ég veit að nú fyrir jólin var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi breyt- ing á lögum um Ofanflóðasjóð sem gerir ráð fyrir að heimilt sé að kaupa upp eignir á hættusvæðum, en áður var eingöngu um það að ræða að búa til varnir. Ef við erum •UM JÓNASAR TÓMA5S0KAR Það verðurað lara a vinna nýtt hættumat i ttomatxiw til dæmis að tala um hverfi eins og hjá okkur, þá getur verið mikið ódýrara að kaupa upp fasteignir. Eftir því sem ég kemst næst hjá þingmönnum, þá er enginn ágrein- ingur um þetta og útlit fýrir að málið verði afgreitt fyrir febrúar- lok. Þetta auðveldar þessi mál mik- ið.“ Þess má geta að Kristinn H. Gunnarsson er flutningsmaður frumvarpsins. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.