Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 2

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 1 þessu blaði 4 Öhreyfður við stöðumæli frá jólum z 124 þúsund króna stöðu- mælasekt 7 Franskar kartöflur 100 milljóna tollasvik 10 Harmleikurinn í Súðavík „Viljið þið nnna bonun mínw 18 Hættumöt úrelt Snjóflóðavarnir í molum 20 Tuttugu tíma sigling Týs Ruddaveður allan tímann Sveitarstjóri Súðavíkur fyrir snjóflóðið Vildi nýtt hættumat 21 Snjóflóð á öldinni 143 látist 27 Daði Guðbjörnsson Of mikið talað - of lítið málað 28 Kristín Ásta fyrirsæta Út að meika’ða 29 Oleanna á Litla sviðinu Kynin tala ekki sama málið 31 Helen Gunnarsdóttir Konur á eftir í tískunni 32 Hundar í snjóflóðum Sannar hetjur Myndin af börnunum á forsíðu var tekin á Ijósmyndastofu á ísafirði skömmu fyr- ir áramót og er birt i samráði við Haf- stein Númason. STEFÁN HILMARS- SON syngur með Páli og Millunum í London. INGIMAR INGIMARSSON hefur í gegnum tiðina veríð duglegur við að senda kvörtunarbréf segir Ingvi Hrafn ifrægri bók. Bjarni Sigtryggsson bæt- ist i hóp þeirra sem Ingimar kvartaryfir. MAGNÚS JÓN ÁRNASON er um þessar mundir helsta uppspretta Hafnarfjarðarbranda. Inqimar sendir kvórtunarbréf Bjarni Sigtryggsson var ráðinn upplýsingafulltrúi hjá utanríkis- ráðuneytinu og hóf störf þann 1. september síðastliðinn. Þá hafði hann um tveggja ára skeið séð um að gera fréttaskeyti sem send eru daglega til sendiráða og fastanefnda Islands erlendis. Það vakti nokkra óánægju að Bjarni skyldi gegna samtímis stöðu upplýsingafulltrúa og sjá um fréttaskeytin en bæði störfin eru launuð. Skömmu fyrir áramót tók Magnús Bjarnfreðs- son við vinnslu fréttaskeytanna. Bjarni segir sjálfur að samningur vegna fréttaskeytanna hefði verið til áramóta og frá upphafi hefði verið ljóst að hann hætti þeirri þjónustu. Magnús hafl síðan tekið við, skönrmu áður en samningurinn rann úr gildi. Bjarni sagði jafnframt að ekki væri um háar upphæðir að ræða því mánaðarleg þóknun væri um 55 þúsund krónur og þar af væri launaþóknun 20 þúsund krónur á mánuði en afgangurinn sendikostnaður. Þá sendi Ingimar Ingimarsson kvörtunarbréf til ráðuneytisins og víðar vegna þess- ara fréttaskeyta þar sem fullyrt var að rangt væri haft effir honum í fréttum og þær væru illa unnar. Bjarni staðfesti það en sagði að í ljós hefði komið að orðrétt var haft eftir og að engin eftirmál yrðu af bréfinu. Nefið á Magga svarta Alls kyns furðusögur ganga nú um nefið á Magnúsi Jóni Árnasyni eftir lætin í Hafnarfirði á dögunum. En Magnús birtist sjónvarpsáhorf- endum á dögunum ansi nefljótur með stóran plástur. Nefið á Magn- úsi hefur lyft andagift Hafnfirðinga upp á æðra plan og allir Hafnar- fjarðarbrandarar ganga nú út á nef- ið. Ýmsir segja að hann hafi verið barinn á nefið af Jóhanni Berg- þórssyni en aðrir að hann hafi skrámast fyrir það að vera signt og heilagt með nefið ofan í öllu. Ein- hver gekk líka upp að Ingvari Vikt- orssyni og spurði: „Lamdir þú Magnús Jón?“ Staðreyndin er reyndar sú að Magnús rakst inn á fótboltaleik í Portúgal en þangað hafði hann fylgt handboltamönn- unum í Haukum sem voru búnir að leika þegar óhappið varð. Magn- úsi og fylgdarmanni hans var vísað til sætis á þaki stúku nokkurrar en í tröppunum hrasaði hann og hlaut fýrrnefndan áverka. Einhver þjóð- sagan í Hafnarfirði sagði reyndar að Magnús hefði dottið á hausinn á fylleríi í Portúgal. Ekta breskur kven- kostur hljóðsetur fyrir Hilmar Gengi Hilmars Oddssonar vinnur nú hörðum höndum að hljóðsetningu myndarinnar, Jón Leifs, í fyrirtækinu Bíóhljóð en þar ræður Kjartan Kjartansson alías Kjarri kjöt ríkjum. Hilmar hefur fengið til verksins Pouline Griffiths en bún er fremst á sínu sviði í Evr- ópu og algjör snillingur að fá hljóð og mynd til að fara saman. Griffiths er skondin kona á miðjum aldri segja þeir sem til þekkja — alveg ekta bresk. Hún er rándýr en það ku vera í réttu hlutfalli við hæfni hennar og hröð vinnubrögð þannig að það borgar sig að fá hana til verksins. „Stand up“ með baðstofuívafi Á mánudagsmorguninn komu saman í Kaffileikhúsinu nokkrir leikarar og rithöfundar auk annarra áhugamanna og ræddu um að koma upp svokölluðum sögu- mannakvöidum þar sem fólk kem- ur fram til að hlýða á sögur mæltar af munni viðkomandi sögumanns. Þetta er eins konar íslensk hlið- stæða við það sem kallað hefur ver- ið, „Stand Up,“ og er mjög vinsælt í Bandaríkjunum og hefur komið mörgum grínistanum í hópi leikara og rithöfunda á framfæri í Banda- ríkjunum. En sögur á sögukvöldum geta verið margs konar og þurfa ekki endilega að vera fyndnar. Á fundinum voru meðal annars leik- Þorrablót. Islendingafélagsins í London, sem ákveðið hefur verið að halda íjórða febrúar þar í borg, er þekkt langt út fyrir raðir Islend- inganna sem þar eru búsettir. Mörgum sögum hefur farið af gleðinni þar sem hún þykir ekki síst minni en í sveitum landsins, þar sem menn kunna enn að skemmta upp á gamla móðinn. Þá þykir þeim hljómsveitunr sem til bÍótsins eru pantaðar mikill heiður að fá að vera með. Því burséð frá því að fá borgað undir sig út þykir það merki um vinsældir þeirra meðal íslenskra Lundúnarbúa. I ár hefur verið ákveðið að bjóða til London Páli Óskari ásamt millj- ónmæringunum og Stefáni Hilm- arssyni söngvara. Með þeim í för verða Radíus-bræður og sjálfsagt nokkrir aðrir því hermt er að sunr- ir geri sér sérstaka ferð til London af þessu tilefni. AIls sóttu 230 manns samkunduna í fyrra og bú- ist er við fleirum í ár, enda gerir umfjöllun eins og sú sem hefur að undanförnu átt sér stað um menn- ingarfulltrúann það iðulega að verkum að forvitnin vaknar (sam- anber það að aldrei hafa fleiri fjár- fest í Bronco í Bandaríkjunum eft- ir að sent var beint út frá eltinga- leik lögreglunnar við OJ Simpson, þar sem hinn síðarnefndi ók ein- mitt um á einum slíkum). Um 450 íslendingar eru nú félagsmenn í Is- lendingafélaginu. Það segir þó ekki alla söguna því nokkrir þar eru þar sem fulltrúar fjölskyldu sinnar. Formaður Islendingafélagsins um þessar mundir er Svanhildur Konráðsdóttir, en hún var á ný- liðnu lýðveldisári hægri hönd Jak- obs Magnússonar menningar- fulltrúa, þegar dagar víns og rósa, eins einhver vildi sagt hafa, stóðu sem hæst.B arahjónin Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur og Valgarður Egilsson. Deiluglaðir rithöfund- ar sammála um hlut- tekningu Rithöfundasambandið aflýsti fundi sínum á þriðjudagskvöld í samúðarskyni við íbúa Súðavíkur líkt og fleiri félagasamtök og stjórn- málaílokkar. Á fundinum átti að fjalla um launasjóð rithöfunda en úthlutunarnefnd um launasjóðinn og reglur sjóðsins eru sígilt deilu- mál meðal rithöfunda sem margir hverjir þykjast sjá klíkustarfsemi í hverju horni og finna því flest ann- að líka til foráttu svo sem að nrið- aldafræðingar stjórni, afdankaðir stjórnmálamenn og barnabóka- fræðingar, en í stjórninni eiga sæti, Ingvar Gíslason, Silja Aðalsteins- dóttir og Guðrún Nordal. Þess má geta að barnabókahöfundar kvein- uðu áður einna hæst vegna þess að þeir áttu þar ekki málsvara áður en Silja Aðalsteinsdóttir fór inn í stjórn. Einnig er stór hópur höf- unda óhress með að úthlutað sé til þriggja ára og þá ekki síst hverjir hafi fengið þá úthlutun til þessa. Helga Johnson Miss Reuter Athygli umheimsins hefur beinst að íslenskum raunveruleika undan- farna daga. Skandinavískir frétta- rnenn eru hér að afla frétta af nátt- úruhamförunum á Vestfjörðum og sömuleiðis hafa alþjóðlegar frétta- stofur sýnt málinu nokkurn áhuga. Fréttastofan Reuter hefur verið sérstaklega dugleg í þessu sam- bandi. Mikil skrif hennar af snjó- flóðinu í Súðavík hafa vakið athygli og sérstaklega sú staðreynd að oftar en ekki hefur hinn íslenski fréttarit- ari fjölmiðlakeðjunnar verið með skeleggari fréttir en íslenskir fjömiðar. Skýra margir þetta sem svo að erlendis séu tíðkaðar mun nákvæmari lýsingar af hamförum en hér heima og lítið sé dregið und- an í þeim efnum. Er helsta skýring íslenskra fjölmiðlagárunga sú að fréttaritarinn, Helga Guðrún Johnson af Stöð 2, hafi kynnt sig í fréttaöflun sem „miss Johnson frá Reuters“ og þannig fengið feitari bita en íslenskir kollegar hennar með sveitalegri eftirnöfn fengu.B INGVAR VIKTORSSON barði Magnús - ekki. HILMAR ODDSSON flytur inn boldungskvenmann frá Bretlandi. ERLINGUR GÍSLASON er áhugamaður um góða sögumenn. SILJA ADALSTEINSDÓTTIR verðugur fulltrúi barnabókahöfunda. HELGA JOHNSON er öflug við að flytja fréttir á alþjóðavisu. * i 1 í i i > i Ekki mundi ég vilja fara á Þorrablótið í London þó að mér væri borgað fyrir það. \ Ekki ég heldur, enda er Helgi Ágústs víst kominn með nefið ofan í peningakassann hans Jobba Maggadons. / Léttvigf Sögulegar sœttir við sjálfan sig Ég skil ekki Jóhann Gunnar Berg- þórsson. Og mér finnst það hreint ekki skrítið. Ég veit nefnilega sem er að Jóhann Gunnar skilur ekki sjálfan sig. Frekar en hann skilur annað fólk. Á síðasta kjörtímabili var Jóhannn Gunnar helsti andstæðingur Guð- mundar Árna Stefánssonar. Eða svo segir hann sjálfúr. Sanrt hefur komið í hós að Guðmundur Árni hjálpaði Jónanni Gunnari með ófáar milljónir sem hann vantaði til að geta haldið áfram að tapa milljón á dag eða svo. Jóhann Gunnar var nefnilega orðinn hálf húkt á tapið. Hann hafði tapað látlaust, reglulega og mikið í ein þrettán ár og gat bara ekki hætt. Þetta skildi Guðmundur Árni og vildi styðja hann í tapinu. Jóhann Gunnar þáði peningana en leit samt sem áður á Guðmund Árna sem óvin og sjálfan sig sem helsta andstæðing Guð- mundar Árna. Jóhann skildi því ekki hvað Guðmundi gekk til. Og hann skildi ekki sjálfan sig heldur. Hann hélt að hann væri burðarstólpi Hafn- arfjarðar en áttaði sig ekki á að hann var að ganga frá bæjarsjóði. Og hann skilur þetta ekki enn þann dag í dag. Þegar einhver benti honum á hversu rnlkið bæjarsjóður myndi tapa á honurn og fyrirtækjunum hans þá sendi hann bakreikning upp á næst- um tvö hundruð milljónir sem bæj- arsjóður átti að skulda honum og sagði: „Ef þið viljið sjá reikning, þá skoðið þennan.“ Jóhann Gunnar vildi ekki starfa með allaböllum í vor eins og aðrir sjálfstæðismenn. Hann skildi eídd til- ganginn með því. Hann vildi reyndar ekkert heldur starfa með krötum. Hann sá heldur ekki tilganginn með ví. Og síðar kom í ljós að nann vildi eldur ekki starfa nreð sjálfstæðis- mönnum. Hann sagði sig úr meiri- hlutanum af því að hann mátti ekki vera bæjarfulítrúi og bæjarverkffæð- ingur og lýsti því yfir að hann vildi alls ekki vera Dæjarverkffæðingur í sömu setningu. Sem sagt: Jóhann fær ekki að vera bæiarverkfræðingur sem hann vill alls ekki verða og þess vegna getur hann ekki starfað með þeim mönnum sem vilja ekki gera hann að bæjarverkffæðingi en eru samt að suða í honum að vera bæjarverk- fræðingur. Eftir að hafa lent í þessari klemmu sneri Jóhann sér að kröturn í von um að þeir kynnu að leysa hann úr þessari þraut. Þeir sögðu honum sem var að þeir gætu ekki borið ábyrgð á að gera hann að bæjarverk- ffæðingi og nann sagði „fínt, ég vil einnritt alfs ekki verða bæjarverk- ffæðingur" og taldi að hann væri nú loksins búinn að finna menn sem skildu sig. En þá fóru kratar eitthvað að guggna og voru ekki vissir um hvort þeir vildu taka þátt í að koma í veg fýrir að Jóhann yrði bæjarverk- ffæðingur og vildu tíma til að vega og meta samstarf við hann. Þá hætti Jó- hann að skilja og fór upp í sumarbú- stað að hugsa sinn gang. Þar náði hann loks sáttum við sjálfan sig. Hann komst að því að ef hann vildi ekki verða bæjarverkffæð- ingur yrði hann að halda sig frá þeim mönnum sem sífellt væru að reyna að troða sér í það djobb. Hann yrði einfaldlega að ganga úr bæjarstjórn- inni og leyfa Þorgils Óttari að taka sæti sitt. Það væri engin hætta á að Þorgils Óttar yrði gerður að bæjar- stjóra. Jóhann innsiglaði sáttina við sjálf- an sig á skrifstofú forsætisráðherra. Það mátti ekki minna vera. Þetta voru sögulegar sættir í íslenskri pólit- ík. Lalli Jones i i i

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.