Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 32
Menn innan þjónustunnar gapandi yfir skipun Ingimundar
Innan utanríkisþjónustunnar eru
menn gapandi yfir væntanlegri skipun
Ingimundar Sigfússonar sem
sendiherra í Bonn og benda á að þrátt
fyrir að sendiherraembætti sé alþekkt út-
gönguleið fyrir rnenn sem eru komnir að
fótum ffam í pólitík sé það óþekkt að
maður úr viðskiptalífinu hljóti viðlíka
upphefð. Fróðir menn utan ráðuneytis
telja hins vegar tíma til kominn að mað-
ur með gripsvit á viðskiptum hefji þar
störf. Eftir að Þröstur Olafsson datt
upp fyrir sem líklegasti kandídatinn í
sendiherraembættið í Bonn þótti Bene-
dikt Ásgeirsson, skrifstofustjóri
varnamálaskrifstofunnar, líklegastur til
að hreppa hnossið. Benedikt er mennt-
aður í Þýskalandi og starfaði einmitt við
upphaf ferils síns f sendiráðinu í Bonn.
Enn ffemur er hann sérffóður um örygg-
is- og vamarmái, en sendiherrann í Bonn
er jafnffamt fastafulltrúi hjá RÖSE, sem
er ráðstefna Evrópuríkja um öryggi og
samvinnu t álfunni. Það þótti þvi koma
eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar til-
kynnt var að Ingimundur færi til Þýska-
lands. Benedikt getur hins vegar vel við
unað því hann fékk sendiherrastöðuna í
Lundúnum sem þykir heldur veigameiri
en sú í Bonn.
Bjargvættirnar í leitariok. Frá vinstri Arnar Þór Stefánsson með Hnotu, Bjarni Guðmundsson með Perlu, Hermann Þorsteinsson með Trópí og Mikka og Auður Björnsdóttir með Tuma,
Sérþjálfaðir leitarhundar gátu það sem ekki var í mannlegu valdi
Hundamir voru
Þegar ísfirsku leitarhundarnir
komu á staðinn þremur og hálfum
tíma eftir að flóðið féll voru Súð-
víkingar við björgunarstörf og
höfðu tveir menn þegar fundist.
Skömmu eftir að hundarnir mættu
með eigendum sínum, fúndust þrír
menn til viðbótar. Hundarnir
skiptu sköpum fyrir allt leitar- og
björgunarstarf sem var ákaflega erf-
itt sökum veðurs.
ísfirsku hundarnir voru fjórir til
að byrja með en á öðrum degi bætt-
ist sá fimmti í hópinn og þá komu
einnig tveir leitarhundar úr Reykja-
vík. Labradorhundurinn Perla, í
eigu Kristjáns B. Guðmundsson-
ar, og Border Collie-hundurinn
Mikki, í eigu Hermanns Þor-
steinssonar, eru þeir vestfirsku
hundar sem hafa hlotið mesta þjálf-
un og hafa báðir hæstu prófgráðu
sem snjóleitarhundar geta hlotið.
Hinir hundarnir hafa ekki gengist
undir formlegt próf, en eru vel
þjálfaðir og verða innan skamms
prófaðir. Það eru Border Collie-
hundarnir Trópí og Tumi og Gold-
en Retriever-hundurinn Hnota.
Allt eru þetta venjulegir heimilis-
hundar þegar þeir eru ekki við störf
eða þjálfun og ákaflega mannelskir.
Allir hundarnir tilheyra Hunda-
björgunarsveit íslands.
Krafsa og klóra
á staðnum
A leitarslóð þeysast hundarnir
yfir svæðið og gefa merki urn fund
með því að krafsa, klóra og ýlfra. Þá
er komið með aðra hunda sem
staðfesta fundinn, því ýmislegt get-
ur afvegaleitt hundana svo sent
niðurgrafnir hlutir og fatnaður,
sem gefa frá sér lykt. Þegar fundur-
inn hefur verið staðfestur af öðrum
hundurn koma björgunarmenn og
grafa, en það er gífurlega tímafrekt
þar sem lyktin sem hundarnir finna
er ekki endilega beint yfir staðnum
þar sem manneskjuna er að finna.
Þegar manneskjan er fundin taka
síðan aðrir björgunarmenn við og
veita aðhlynningu og sjá um
flutning fólks af slysstað.
Tvö dæmi
um lífsbjörg
Hús í efstu húsaröðinni hafði
fallið ofan á næsta hús fyrir neðan
og þangað leitaði Perla mikið og
þefaði ákaft. Við það vöknuðu
grunsemdir um að þar væri fólk
undir og leiddi til þess að ungur
drengur fannst þar á lífi.
I öðru tilfelli leitaði Mikki stöð-
ugt upp á þak yfir húsarústum —
heljur
þefaði krafsaði og ýlfraði. Það
íeiddi til þess að unglingsstúlka
náðist á lífi úr rústunum seint um
kvöldið.
Það þurfti að hvíla hundana til
skiptis með reglulegu millibili, en
hvíldin var stutt og áfram voru þeir
keyrðir, úrvinda og sundurskornir
á fótum af glerbrotum. Undir lokin
var þeim haldið gangandi á þrúgu-
sykri. Eigendurnir sváfu ekkert og
hvíldust lítið í hartnær tvo sólar-
hringa og aðspurður sagði Her-
ntann Þorsteinsson, eigandi Mikka,
að það væri ekki hægt að útskýra
hvað héldi mönnum gangandi í
jafn langan tíma við svo gífurlega
erfiðar aðstæður.
„Mannlegur máttur
má sín emskis“
„Þetta er í annað skipti sem ég
upplifi slíkan atburð en það ei
skammt síðan flóðið féll á Tungu-
skóg. Þegar allt helst í hendur, líkl
og nú í Súðavík, það er snjóflóð og
rústir mannvirkja og aftakaveður
þá má mannlegur máttur og þat
tæki sem við höfum yfir að ráða sír
einskis. Það er bara eitt til, leitar-
hundar, þeir eru ómetanlegir vic
þessar aðstæður,“ sagði Kristján B
Guðmundsson, eigandi Perlu.
ÞKÞ
Vedrid ( dag Áfram norðan hvass-
viðri eða stormur á Vestfjörðum,
Ströndum og á Breiðafirði. Víðast
snjókoma. Lægir og dregur úr of-
ankomu síðdegis. Annars staðar á
landinu verða 4-5 vindstig og dálítil
él eða slydduél. Frost verður 1-4
stig á norð-vestanverðu landinu en
annars staðar verður 2-5 stiga hiti.
Veðrid næstu daga Norð-aust-
,læg átt, nokkuð stíf á Vestfjörðum
en hægari annars staðar. Éljagang-
ur norðanlands og austan en þurrt
að mestu á Suð- Vesturlandi. Frost
3-6 stig NV-lands en nálægt frost-
marki að deginum annars staðar.
SPURT ER:
Var rétt staðið að
björgunaraðgerðum
í Súðavík?
Greiddu atkvæði!
•9 15 16
39,90 krónur mínútan
Síðast var spurt:
K... uu áfengisauglýsingar
í jjölmiðlum mynau auka
áfengisneyslu?
Veðrið um helqina
I hverju tölublaöi leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16.