Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 15
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 15 í húsinu fyrir neðan og handan götunnar, númer 3 við Túngötu, voru þrjú heima við: Hjónin Frosti Gunnarsson, 44 ára, og Björg Hansdóttir, 44 ára, og dóttir þeirra Elma Dögg Frostadóttir, 14 ára. Frosta og Björg var bjargað úr flóð- inu á mánudagsmorguninn en Elma Dögg fannst ekki á lífi fyrr en seint um kvöldið eftir að hafa legið fimmtán tíma undir snjónum. Frosti greinir frá reynslu sinni í við- tali hér í blaðinu. Enginn vissi hver lifði ogliver dó „Ástandið var í einu orði sagt hræðilegt. Gaflarnir á húsunum standa einir eftir og innvolsið úr þeim er á víð og dreif,“ segir Eyþór Valgeirsson, björgunarsveitar- maður sem kom til Súðavíkur um morguninn. Þannig var aðkoma björgunarmannanna. „Aðkoman var miklu verri en við gátum búist við. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum að hafa tug manna týndan við þessar aðstæður,“ segir Kristján Bjarni Guðmundsson í hjálparsveit skáta á ísafirði. „Maður sá ekki út úr augum vegna veðurs en þegar við komum í frystihúsið var þegar farinn hópur til leitar,“ segir Hilmar Þórðarson, einn íbúa Súðavíkur, sem tóku til við björgun um leið og þeir urðu varir við flóðið. „Ég fór strax með hópi sem fór að grafa við endann á pósthúsinu. Það var ekkert að sjá nema spýtnabrak en maður sá ekki nema meterinn fram fyrir sig. Við vorum þar eftir að hafa farið yfir stórt svæði með stikum og grafið með skóflum fram til um hálftólf þegar leitarhundarnir komu frá ísa- firði. Við vorum þá beðnir um að draga okkur í hlé á meðan hund- arnir fóru yfir. Það var engu líkt að fylgjast með hundunum að störf- um. Þeir björguðu því sem bjargað var og fundu það fólk sem kom strax í leitirnar. Þeir höfðu ekki ver- ið hér nema í hálftíma þegar mikið af fólki var þegar fundið og björg- unarsveitarmenn báru það inn í frystihúsið." Á meðan menn leituðu úti héldu Kristján Jónatansson og Friðbert Halldórsson „Við förum eins og skot þegar við fáum að fara.“ hafa að minnsta kosti tvo svona hunda á sínum snærum. Hundarn- ir eru búnir að vera látlaust úti og rétt hvílt sig þess á milli. Þeir hafa sýnt alveg óhemju elju og dugnað. Það er ekki hægt að meta svona hunda til fjár og ég er viss um að ef við hefðum borið þá gæfu að eiga svona hunda þá hefði þetta farið á allt annan veg því þá hefði verið hægt að beita þeirn strax eftir flóð- ið.“ „...mjög ósáttur við pað sem hefur gerst“ Nú þegar leit hefur verið hætt hafa Súðvíkingar ekki leitina að hinum týndu til að taka hugann all- an. Sorgin ein er eftir. Fjórtán þorpsbúar eru látnir og stór hluti af þorpinu eru rústir einar. Börnin eiga erfiðast með að skilja hvað gerst hefur. „Þau spyrja hvar við eigum heima, hvert við förum, hvað við gerum, hver sé dáinn,“ segir Lilja Ósk. „Ég held að þau átti sig ekki á þessu nema að afskaplega litlu ley'ti. Þau taka þetta út seinna.“ Biðin á Isafirði, þar sem flestir íbúar Súðavíkur hafa haldið til síð- an á mánudaginn, er erfið. „Þetta hefur verið ömurlegur tími,“ segir Lilja Ósk. „Fréttirnar sem við feng- um voru svo óljósar og við vissum Björgunarsveitarmenn að snæðingi við heldur hráslagalegar aðstæður í frystihúsinu Frosta. flestir íbúa Súðavíkur til í fyrstihús- inu. „I Súðavík þekkja allir alla. Við erum eins og ein stór fjölskylda," lýsir Lilja Ósk ástandinu í Frosta. „Allir reyndu að hjálpast að en biðin var verst,“ segir Margrét El- íasdóttir. „Það vissi enginn hver lifði og hver dó og sömuleiðis viss- um við ekki hve mörg hús höfðu lent í flóðinu. Við sáum bara hverj- ir lifðu þegar fólk kom inn og feng- um fregnir frá því og reyndum að raða saman brotunum.“ Seint á þriðjudagskvöldið fékk Margrét þær fréttir að seinna flóð- ið, sem féll úr Traðargili þá um kvöldið, hefði grandað húsi þeirra hjóna. „Húsið stóð niður við sjó og það stendur víst ekkert af því nema framhliðin. Restin skolaði niður í fjöru." Hundarnir ómissandi Þjóðin hefur fylgst með björgun- arstörfum í gegnum útvarp og sjónvarp undanfarna daga og því ef til vill ekki ástæða til að rekja það hér. En Hilrnar vill draga einn lær- dóm af þessu starfi: „Eftir þessa dýru reynslu og hafa fýlgst með björgunaraðgerðum er mér það efst í huga að öll byggðar- lög, sem eru undir svona hömrum eins og eru hér í Súðavík, ættu að ekki hvort þær voru réttar. Nú þeg- ar þetta er afstaðið er maður nátt- úrlega mjög ósáttur við það sem hefur gerst. Við þökkum auðvitað guði fyrir að við sjálf skyldum kom- ast af en finnst ömurlegt að horfa til baka. Við misstum marga vini, góða vini.“ „Ég vildi vakna upp eins og þetta hefoi verið martröð11 í viðtali hér í blaðinu segir Frosti Gunnarsson ætla að snúa aftur til Súðavíkur. Þar hafi hann búið alla sína tíð og þar ætli hann að búa áfram. Hafsteinn Númason segir í sínu viðtali að þau hjónin ætli að flytja suður. Um nánustu framtíð segir Lilja: „Við erum eitt stórt spurninga- merki og höfum ekki hugmynd um hvað tekur við. Ég hef búið í Súða- vík í 22 ár í góðu samfélagi innan um gott fólk. Þarna fæddust börnin okkar og hafa alist upp. Ég vildi vakna upp eins og þetta hefði allt verið martröð. En það veit enginn hver framtíð Súðavíkur er.“ „Maður veit ekkert hvað verð- ur,“ segir Hilmar Þórðarson Súð- víkingur. „Það er farinn meiripart- urinn af byggðinni og ég get ekki ímyndað mér að það fólk sem lifði þetta af, en átti hús sem fóru með flóðinu, byggi þau upp aftur. Mér óar við því ef að byggðin flosnar upp út af þessu. Við eigum land hérna fýrir innan sem er hreint og gott og ég held að það verði að flytja byggðina. En hvað verður, það verð- ur framtíðin að bera í skauti sér.“ Kristján Jón- atansson, 73 ára, og Friðbert Hall- dórsson, 75 ára, gista á Hótel Isa- firði en þeir og fjölskyldur þeirra, sem búa á Aðal- götu 34 og 54, sluppu ósködduð úr snjóflóðinu. Þeir vilja kom- ast sem fyrst aftur til Súðavíkur til að huga að eigum sínum en báðir eru þeir bornir og barnfæddir Súðvíkingar. „Við förum eins og skot þegar við fáum að fara,“ sagði Friðbert, þar sem þeir sátu yfir kaffibolla á þriðjudagskvöldið. „Við vildum helst fara strax í kvöld en þeir vilja ekki leyfa okkur að fara.“ Báðir segjast þeir hafa verið treg- ir til að fara til ísafjarðar eftir að snjóflóðið féll. Helst hefðu þeir vilj- að fá að vera áfram í Súðavík. Þeir segjast ekki trúa öðru en að Súðavík eigi framtíð fyrir sér þrátt fýrir náttúruhamfarirnar. „Ég hef ekki trú á öðru,“ sagði Kristján. „En ég geri ekki ráð fyrir að það verði byggt þarna aftur þar sem flóðið féll. Það þýðir ekkert að gefast upp og nú híýtur uppbygg- ingarstarfið að taka við.“ Þeir segja að ef svo megi verða þurfi nauðsynlega að koma aðstoð einhvers staðar frá. „En fólk fær tjónið aldrei bætt að fullu.“ Blaðamenn komu í desember en engir snjóflóðasérfræðingar Vonleysi er sú tilfmning sem bærist nteð Margréti Elíasdóttur. „Við vitum ekki hvar við verðum á morgun, hvað við eigum, hvort við eigum bara fötin sem við stöndum í.“ I viðtali við Hafstein Númason kemur fram að hann er mjög ósátt- ur við að hafa verið talin trú um að hús hans stæði á öruggu svæði. Og Margrét er líka ósátt. „Við bjuggum á snjóflóðasvæði en höfum aldrei verið beðin að rýma húsið fyrr en eftir flóðið sem féll 18. desember. 1983 féll flóð fyrir ofan húsin sem fóru núna. Hvers vegna kom ekki skipun að sunnan frá snjóflóða- fræðingunum um að rýma Túngöt- una? Af hverju sást enginn af þess- um fræðingum uppi í fjalli eítir flóðið í desember? Þeir einu sem við sáum voru sjónvarpsmenn og blaðamenn sem voru að taka rnyndir af rústunum og taka viðtal við gamla manninn. Svo var ekkert gert meir. Þetta var frétt í einn sól- arhring og gleymdist svo.“ Lofur Atli Eiríksson og Styrmir Guðlaugsson S IAMHUGUR ÍVERKI Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum líkn í lífsstríði alda. Sálmabók 523: 4 Mattliías Jochumsson SÖFNUNIN HEFST í KVÖLD KL. 19:55 MEÐ ÁVARPI FORSETA ÍSLANDS, FRÚ VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR. LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚ RUFiAMFARA í SÚÐAVÍK Þjáning og sorg íbúa í Súðavík og gífurlegt eignatjón kalla á skjót viðbrögð okkar allra þeim til hjálpar og stuðnings. HRINGDU I SIMA: Síinamiðstöð söfnunarinnar er opin: Fimmtud. 19. jan. kl. 20.00-22.00 Föstud. 20. jan. kl. 09.00-22.00 Laugard. 21. jan. kl. 10.00-22.00 Sunnud. 22. jan. kl. 10.00-22.00 Þú tllgreinir |iú pcningaf|árlia:ú scm |ni \ilt híta sctja scni framlag |)itt lil hjálpar fjötskj'ldum í Sdðavík - á grciðslukort cða á licimscndan gírdscðii. 8005050 eða leggðu trainlag þitt inn á hankareikning nr. 1117-26'800 í SparisSjóði Súðavíkur. Hægt er að leggja inn á reikninginn í öllum sparisjóöum, bönkum «tj» pósthúsum á landinu. Sjóðstjórn landssöfnunarinnar er skipuð fulltrúum Kauða kross Kslands, Stöð 2 lUlgjan Kíkisútvaqiið Kíkissjómarpið FM 95,7 Aðalstöðin \-ið Hjálparstofnunar kirkjunnar. opinherra aðila og Þjóðkirkjunnar. Brosið Alþýðnblaðið Dagur DV Morgunhlaðið Morgunpósturinn Fiminii I járgasluaðili söfnunarínnar eru sparisjóðirnir á íslandi. I’óstur og sími Kauði kross í.slands lljálparstolnun kirkjunnar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.