Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 22

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 22
22 SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 h sækja fé og lést hann. 19. desember 1924 varð bóndinn að Reynivöllum í Suðursveit fyrir snjóflóði og lést. í lok desember 1925 féll snjóflóð á bæinn Sviðning, tvíbýli í Kolbeins- dal í Skagafirði og fórust þrír, þar af lítil stúlka. 3. mars 1926 varð prests- sonurinn á Stað í í Súgandafirði fyrir snjóskriðu á leið sinni frá Súg- andafirði til Flateyrar og þann 6. nóvember fórst maður i snjóflóði í Hágerðisíjalli í Svarfaðardal. Þann 11. febrúar 1928 féll snjó- fljóð í Óshlíð milli Isafjarðar og Bolungarvíkur og fórust fjórir, þar af fimm barna móðir, og tveimur dögum síðar fórst fertug kona er snjófljóð féll á Borgarfjörum skammt frá Kollavík í Þistilfirði. Þann 4. maí 1929 fórst bóndinn á Belgsá í Fnjóskadal í snjóflóði skammt sunnan við Belgsá og skömmu fyrir jólin lést ungur bóndi á Kolladal frá Steinadal í Kollafirði í snjóflóði á sama stað og flóðið var þann 13. febrúar 1928. Ekkja lendir í flóði ásamt börnum Hinn 19. janúar 1930 fórst ungur maður í snjóflóði á Borgarfjörum og í mars árið eftir lést ungur mað- ur á leið milli Kvígindisdals og Vatnsdals við Patreksfjörð er hann varð fyrir snjóflóði sem féll úr gil- farvegi sem heitir Deildargil og er í svonefndum Skriðum. Þann 27. október 1934 fórust þrír menn í snjóflóði hjá Búðarnesi við Önundarfjörð og sama dag varð bóndinn í Sellandi á Fnjóskadal fyrir snjóflóði í Hraungili sem svo var kallað, og féll hann fram að hömrum og dó frá fjórum börnum í ómegð. Þann 2. desember 1935 varð ung- ur maður frá Jaðri á Látraströnd við Eyjafjörð fyrir flóði er hann var á rjúpnaveiðum í fjallinu og lést hann. Sex árum seinna, eða árið 1941 í febrúar, lést maður er snjóflóð féll af Fjarðartanga í Mjóafirði. I mars féll snjóflóð á bæinn Sólgerði við Seljarlandsveg skammt innan við ísafjarðarkaupstað en í húsinu voru átta manns, húsfreyjan sem var ekkja, börn hennar, fósturbarn og gestkomandi unglingar. „Allt í einu heyrðist þytur, ljósin sloldcnuðu og húsið lyftist af grunni en neðri hæðin fylltist af snjó. Flóðið flutti húsið í heilu lagi um 70 m niður í fjöru. í þessum sviptingum missti húsfreyjan barnið sem hún hélt á og hrasaði en þegar húsið var kom- ið fram af bakkanum, staðnæmdist það. Var það þá reykháfur hruninn og hallaðist húsið mjög. Hún þreif nú börnin og hugðist fara út um dyr herbergisins en hurðin sat föst í grópinu og varð ekki hreyfð. Þá sá hún að þilið hafði rifnað hjá reyk- háfnum og var það op svo vítt, að um það gat hún komist niður í stig- ann og einhvern veginn tókst henni svo að troða sér út með bæði börn- in í fanginu.“ í rústunum urðu eftir tvær stúlkur á unglingsaldri en hús- ið stóð í björtu báli og þegar mann að næsta bæ bar að stóðu þau sem eftir lifðu úti í storminum meðan eldtungurnar stigu upp úr rústun- um í fjörunni. Lifði af en kól illa á öðrum fæti I mars 1948 féll snjóflóð á bæinn Goðdal í Bjarnarfirði í Strandasýslu og fórust sex manns. Heimilisfólkið sem lifði af var fast í snjónum í íjóra sólarhringa áður en hjálpin barst, tvö þeirra sem voru þá með lífsmarki létust skömmu seinna en bóndinn lifði af en var svo kalinn að taka þurfti af honum annan fót- inn. Ári seinna, þann 30. desember, lést ungur maður í snjófljóði á Hólsfjöllum þar sem hann var við rjúpnaveiðar. Þann 3. apríl 1953 féll snjóflóð á bæinn Auðna í Svarfað- ardal. Bærinn stóð nokkuð hátt en frá honum lá aflíðandi halli þar sem tók við fjallshlíð brött og há. Á Auðnunr voru fjórir í heimili, göm- ul hjón og sonur þeirra sem hafði nýtekið við búskapnum ásamt unnustu sinni. Andaðist garnli maðurinn og unga konan í flóðinu. í lok október 1955 varð bóndinn á Másstöðum ytri í Skíðadal fyrir snjóflóði er hann var að leita fjár. Másstaðir standa austan undir Stólnum, mjög bröttu fjalli sem skilur á milli Svarfaðardals og Skíðadals. Bóndinn mun hafa gengið í suðurátt og upp fjallið en upp af Másstaðarenginu eru Más- staðarkollhólar og þar upp af tvö gil sem nefnast ytra og syðra Kollhóla- gil. I ytra gilinu er talið að fallið hafi snóhengja á bóndann en jafnframt losnaði flóðspýja í gilinu þar sem heitir Breiðhilla. Um miðjan desember þetta sama ár varð annað snjóflóð í Skíðadal og lést ungur bóndi á Hjaltastöðum en hann hafði verið að heiman að vitja um fé ásamt föður sínum en haldið heimleiðis á undan honum. Þá tók við langt tímabil þar sem engir mannskaðar urðu í snjóflóðum. En 11. nóvemb- er 1967 varð bóndinn á Ljótárstöð- um í Skaftártungu fyrir snjóskriðu og lést er hann var við íjárleit í um klukkustundar göngufjarlægð frá bænum. Þann 22. mars 1971 féll snjóflóð úr norðurkinn Skipadals á Hrafns- eyrarheiði og varð tveimur mönn- um að bana sem voru á leið frá Auðkúlu í Arnarfirði til Þingeyrar í Dýrafirði. Tólf manns fórust á Neskaupstað í desember 1974 varð mikil snjó- flóðahrina á landinu en þau afd- rikaríkustu urðu á Neskaupstað þar sem fórust tólf manns með skömmu millibili. 20. desember féll snjóflóð úr svokölluðum Bræðslu- gjám, þremur gilskorunr í fjallinu og hreif það fyrsta með sér Þannig var um að litast á Neskaupstað eftir að flóðið féll yfir innsta hluta bæjarins árið 1974. Rústir síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Loftmynd af Patreksfirði þar sem sýnt er hvar krapaflóðin þann 22. janúar féllu. Snjóflóðið úr Geirseyrargili er fyrir miðri mynd. Lengra til hægri er sýndur farvegur Litladalsár og hringir dregnir um þau hús sem krapaflóðið lenti á þegar áin ruddi sig. Búðarhyrna. Á myndinni má sjá Traðargil til hægri og Búðargil til vinstri en úr þeim féll snjóflóðið mikla á Hnífsdal þann 18. febrúar árið 1920 og grandaði sex manns, en þess má geta að aðeins sex árum seinna féll annað snjóflóð á þessum sama stað og olli tjóni og grandaði búfénaði en varð ekki mannskætt. snjóflóð féll neðarlega við bæinn. Háskaleg snióflóð í þremur landshlutum En árið eftir ffostaveturinn mikla varð einn mesti snjóflóðavetur það sem af er á þessari öld. Þá féllu háskaleg snjóflóð í þremur lands- hlutum og ollu sum þeirra stór- felldu manntjóni. Þann 16. mars þetta ár, 1919, féllu mörg snjóflóð og varð manntjón í einu þeirra er flóð féll á býlið Strönd á Reyðarfirði og fórst 18 ára heimasæta. í apríl á Siglufirði urðu fjögur slys af völdum snjóflóða sem grönduðu alls 18 manns. Fyrst féll snjófljóð austanmegin fjarðarins úr svokallaðri Skollaskál í Staðarhóls- fjalli og fórust níu manns. Sama dag féll flóð á bæinn Engidal og fór- ust allir á bænum, alls sjö manns, mest konur og börn þar sem karl- mennirnir voru við útróðra. Slysið í Engidal uppgötvaðist þannig að menn sem voru á leiðinni sjóleiðis frá Siglufirði komu hvergi auga á bæinn Engidal er þeir komu til móts við Siglufjarðardali. Þeir sáu hins vegar að þar hafði snjóskriða fallið, bærinn var gersamlega á kafi í snjóflóðinu. I öðru flóði á sömu slóðum týndi maður lífi er hann varð fyrir snjó- flóði sem féll fram af Kleifunum, brattri fjallshlíð í Héðinsfirði í þess- um sama mánuði. Þar varð einnig annað flóð. Upp af Amá, fremsta bænum í Héðinsfirði, er Amársskál og lá leiðin um hana er farið var um Hólsskarð til Siglufjarðar. Norðan við skálina er hár og brattur hnjúk- ur og leggur oft í hann snjóhengju í norðaustanhríðum. Daginn sem seinna flóðið féll var sólskin og gott veður og sólbráðar gætti. Stórt flóð féll af hnjúknum og lést ungur bóndasonur. Pósturinn lést og leitarmenn hans líka Hin ógnvænlega hvíta hönd hélt áfram að taka sinn toll af mannslíf- um árin sem á eftir fýlgdu. I febrúar 1920 varð vinnumaður frá Ára- mótaseli í Jökuldal sendur að býl- inu Veturhúsum suður í Jökuldals- heiðinni. Varð hann undir snjó- hengju á leiðinni og lést en lík hans fannst ekki fyrr en um sumarið. Þann 5. apríl urðu tveir bændur frá Hvammsgerði yst í Selárdalnum í Vopnafirði fyrir snjóflóði og fórst annar þeirra. Þann 17. desember týndist póst- urinn milli Isafjarðar og Hesteyrar uppi á Snæfjallaheiði, en þar var hann á leið frá Stað í Grunnavík til Snæfjalla. Næsta dag var hafin leit að póstinum og tóku á annan tug manna þátt í leitinni og skiptu þeir liði. Gengu fimm undir Bjarnarnúp en hinir fóru inn í svokallaðan Súrnadal. Pósturinn fannst látinn ásamt hesti sínum á stað undir núpnum sem nefnist Hvannalæk- ur. Er leitarmenn ætluðu að bera líkið burtu skall snjóflóð af núpn- um yfir leitarmenn og fórust þrír. Mörgum mánuðum seinna fannst pósttaskan á klettanös með ábyrgð- arbréfum og fjármunum. Undir lok ársins þann 26. des- ember fórst bóndi á Skriðustekk í Breiðdal í snjóflóði. I mars 1921 fórst vinnumaður að Giljum í Mýr- dal er sprakk yfir hann hengja og þann 1. nóvember féll snjóflóð á bóndann að Syðri-Breiðuvík í Borgarfjarðarhreppi er hann var að hann látinn tveimur dögum seinna. I nóvember 1913 féll snjóflóð neðarlega í Skjóldal og hreif með sér ungan bóndason frá Árgerði í Saurbæjarhreppi en hann hafði verið á rjúpnaveiðum. Leitarmenn fundu lík hans daginn eftir. I mars sama ár lést 13 ára gamall drengur í Skrapatungu í Vindhælis- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu er Frá útför þeirra sem fórust í snjóflóðunum á Neskaupstað.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.