Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 'r%ÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 ísafjörður Bílvetta í Bílvelta var á ísafirði um hádeg- isbilið á laugardag. Ökumaður sem ók um Urðarveginn, sem er í miðju íbúðahverfi á ísafirði, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Engin meiðsl urðu á mönnum en bíllinn var talsvert skemmdur. ökumaður lét þó koma bifreiðinni heim til sín. Annars er það að frétta af ísfirðingum að mannlíf er smátt og smátt að kom- ast í eðlilegt horf eftir náttúruham- farirnar í Súðavík. Að sögn lögregl- unnar er enn svolítill sorgarblær yf- ir bænum.B Dalvík Metölvunar- akstur á Dalvík Það kerfi sem Háskólinn notar til þess að skipa í stöður er þunglamalegt og óskilvirkt. Fyrir tæpu ári var auglýst tímabundin lektorsstaða við Félagsvísindadeild og enn hefur ekki verið skipað í stöðuna þrátt fýrir að forráðamenn Háskólans kvarti undan því að um alltof fá stöðugildi sé úr að spila. Einnig hafa þær raddir verið áberandi að klíkuskapur ráði því hver fær auglýstar stöður við Háskólann Lex-Hannes-lögin að koma í kollinn á Háskólanum Um helgina var þriðji maðurinn tekinn grunaður fyrir ölvun við akstur á Dalvík það sem af er þessu ári. Þykir það tíðindum sæta þar sem ölvunarakstur í bænum er að sögn lögreglunnar orðinn langt yfir meðallagi. Ökumaður þessi ók bif- reið, en haft var uppi á honum eftir ábendingu sem barst til lögregl- unnar. Fyrr í janúar var ökumaður tekinn grunaður um ölvunarakstur á vélsleða. Þá var ökumaður tekinn nýlega, grunaður um að aka ölvað- ur á hjólaskóflu. Til gamans gat lögreglumaðurinn þess að nú ætti bara eftir að taka menn ölvaða á Dalvík í háloftunum eða úti á haf- sjó. ■ Fyrir tæpu ári, eða t. mars í fyrra, var auglýst tímabundin lektors- staða við Félagsvísindadeild Háskólans . Alls átta aðilar sóttu um og skömmu fyrir jól skilaði dómnefnd áliti. Það verður síðan í lok næsta mánaðar sem deildar- fundur kemur saman til að taka ákvörðun í málinu. Dómnefndin hefur í raun ekki formlega annað erindi en að úrskurða um hvort viðkomandi sé hæfur til að gegna stöðunni þó að það sé bæði hefð fyrir því og að það komi fram í al- mennurn erindisbréfum að gert sé ráð fýrir því að deildarfundur fái leiðsögn við ákvarðanatöku. Jón Torfi Jónasson prófessor er for- maður dómnefndar en hana skipa ásamt honum þeir Loftur Gutt- ormsson, prófessor við Kennara- háskóla íslands, og Ólafur Jó- hannesson, einnig við KHÍ. starf og þeir oft störfúm hlaðnir. Þannig að bara það atriði að skipa dómnefndina sjálfa taki oft langan tíma. Það þurfi að gera meiri kröfur til umsækjenda, að þeir geri betur grein fyrir umsóknum sínum og bendi sjálftr á hvaða verk þeirra standi uppúr. Sjálfur er hann tals- maður þess að skipaðar verði ráðn- inganefndir í stað dómnefnda en þær yrði þá að skipa á öðrum for- sendum. Gerður talin fá stöðuna Hlutfallslega hefur þegar farið ótrúlega langur tími í að skipa í þessa stöðu — tímabundin lektors- staða í uppeldis- og menntunar- fræði — en hún er einungis til þriggja ára. Og þessi langi tími hlýt- ur að vera enn ergilegri í ljósi þess að Háskólamenn hafa löngum kvartað undan því að þeir hafi úr alltof fáum stöðum að spila, ekki Háskóli íslands. Það tekur óratíma að skipa í stöður við Háskólann, sem í þokkabót liggur undir ámæli um að ráða einungis innanhússmanneskjur. síst við Félagsvísindadeild sem hef- ur vaxið hraðar en aðrar deildir á undanförnum árum. Jón Torfi seg- ir dómnefndarálitið trúnaðarmál en samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS eru í það minnsta fjórir sem hafa verið úrskurðaðir vel hæfir: Dr. Gerður Óskarsdótt- ir, dr. Gestur Guðmundsson dr. Ingólfur Jóhannesson og dr. Rannveig Traustadóttir. Það ber helst að skilja á þeim aðilum innan Háskólans, sem MORGUNPÓSTUR- INN hefur haft samband við, að gert sé ráð fyrir því að Gerður hreppi stöðuna. Hún hefur starfað í rúm- an áratug sem kennslustjóri við uppeldisfræðina. Hins vegar getur það reynst erfitt fyrir deildarfund að rökstyðja þá stöðuveitingu því dómnefndarálitið styðst að miklu leyti við stjórnunarreynslu en sú reynsla Rannveigar að hafa setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætti að vega þyngra en kennslustjórnar- reynsla Gerðar, en hún hefur jafn- framt minni rannsóknarvinnu að baki en flestir umsækjenda en það atriði vegur einnig þungt. Þetta er að sjálfsögðu einungis á umræðust- igi enn því það kemur ekki í ljós fyrr en seinnipart febrúarmánaðar hver fær stöðuna en margir halda því fram að þarna eigi enn og aftur eftir að sýna sig að Háskólinn hygli sínu fólki. Klíkuskapurinn og Lex-Hannes Jón Torfi kannast vel við um- ræðuna um klíkuskapinn en segir hana mjög hæpna í eðli sínu og erf- iða viðureignar. Hann telur að ef allar stöðuveitingar séu skoðaðar þá komi á daginn að klíkukenning- arnar reynist ekki á rökum reistar. Þá nefnir hann sem dæmi að sök- um þess hve fáar stöðuheimildir séu fyrir hendi þá hafi Háskólinn þurft að kalla til fjölda stundakenn- ara og það sé fáránlegt að það eigi að koma þeim í koll. „Menn hafa verið kallaðir til stundakennslu og reynt að fá rnenn sem vitað er að eru mjög góðir, koma kannski að utan og eru hörku rannsóknar- menn og kennarar og áhugasamir um akademíu. Síðan kemur upp staða sem þeir eru vel færir um að gegna og þá er allt í einu komin upp sú staða að hægt er að tala um klíkuskap. í einhverjum tilfellum er rétt að viðkomandi hafi verið lengi við Háskólann en maður er full- komlega sannfærður um að ráðn- ingin hafi verið fullkomlega eðlileg. I slíkum dæmum er maður gjör- samlega varnarlaus og þetta er ég ósáttur við þó að ég sé ekkert endi- lega ósáttur við að menn velti þessu fyrir sér. En ég hef verið við Há- skólann í fimmtán ár og rætt þetta talsvert innan deildarinnar og stundum finnst mér þessar raddir mjög ósanngjarnar.“ Og Jón Torfi telur það eðlilegt að Háskólinn ráði því sjálfúr hverja hann kýs til starfa. Faktískt séð má rekja þennan vanda að hluta til hinna svokölluðu Lex-Hannesar-laga sem Svavar Gestsson kom á snemma í menntamálaráðherratíð sinni á ár- unum 1988-1991. Þau kveða á um að Háskólanum séu stöðuveitingar í sjálfsvald sett en þó svo að ráð- herra hafi neitunarvald. Þá verði öll vinna að fara fram á nýjan leik. Þessi lög eru ekki síst til komin vegna þess fjaðrafoks sem varð við skipun Matthíasar Viðars Sæ- mundssonar við Heimspekideild í ráðherratíð Sverris Hermanns- sonar og þá ekki síður skipun Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar við Félagsvísindadeild í ráð- herratíð Birgis ísleifs Gunnars- sonar. Þetta hefur síðan orðið til þess að Háskólinn liggur stöðugt undir ámæli um að einungis innan- búðarmenn komist að þegar stöðu- veitingar eru annars vegar. Og þar er kannski undirrót þess að Háskól- inn virðist varla geta tekið afstöðu til þess hverjum beri staðan hverju sinni nema eftir óratíma en rektor ber ábyrgð á ferlinu. -JBG Svavar Gestsson kom Lex- Hannes-lögunum á. Rongtfarið með pólitísku Hrafhs Jökulssonor I MORGUNPÓSTINUM á fimmtu- daginn er sagt frá því í smáfrétt að Hrafni Jökulssyni, ritstjóra Al- þýðublaðsins, hafi boðist 2. sæti á lista krata á Suðurlandi sem hann hafi eftir nokkra íhugun afráðið að þiggja ekki. Þessi frétt fór beint framhjá því Hrafn mun ætla að taka þetta sæti. Hins vegar liggur þessi ágæti ritstjóri Alþýðublaðsins undir þeim grun að hafa tekið þá ákvörðun að morgni fimmtudags eða í sama mund og hann las að hann ætlaði ekki fram. -JBG Það er talað um svarta pokann.“ Jón Torfi er þar að vísa til stóru, svörtu ruslapokanna og segir jafn- framt að það sé orðið mjög erfitt að fá hæfa menn til að skipa dóm- nefndir, því bæði sé þetta mikið Þunglamalegt og óskilvirkt kerfi Jón Torfi segir að umræðan um óskilvirkt kerfi eigi fullan rétt á sér. „Mönnum finnst þessi prósess allt- of þungur og þetta atriði er til skoðunar innan Háskólans. 1 þessu tilfelli, sem ég hef á tilfinningunni að afgreiðslutími hafi verið í styttri kantinum, þá voru umsækjendur upphaflega átta og reglurnar segja til um að það þurfi að skera úr um hæfni þeirra allra. Það er mikið verk og dómnefndarmenn fá um- sóknirnar bókstaflega í kassavís þar sem má finna verk umsækjenda. Jón Torfi Jónasson segir rétt að kerfið sé þunglamalegt. Land Guðbjörn félagaskelfir ogHilmar bókavörður meðal landsfundarfulltrúa hjá Þjóðvaka I Vantar vörn gegn kverúlöntum hjá Þjóðvaka ■ Þaulsetnir prestar í London ogHöfn ndsfundur Þjóðvaka bar mörg einkenni funda hjá ungum stjóm- málahreyfingum. Eitt slikt einkenni er hversu áberandi ýmsir menn, sem hafa þrætt nánast öll slík samtök á undanförnum árum, voru á fundinum. Sjálfur konungur þessara manna, Guð- BJÖRN félaga- skclfir JÓNSSON, var mættur, en hann var á sínum tíma í Borgara- flokknum en er fræg- astur fyrir að hafa gengið að samtökum gjaldþrota einstak- linga og atvinnu- lausra nánast dauðum. En á fundinum vom molar Iíka fleiri. Meðal annarra HlLMAR JÓNSSON, bóka- vörður í Keflavík, en hann er þekktur af árásum sínum á kommún- ista og nú síðast fyr- ir tiUög- urum launajafnrétti í launa- sjóði rithöfunda. Félagi hans úr þeirri baráttu, Pjetur Hafstein LáRUSSON, var einnig á landsfúndinum en Pjetur er sömuleiðis þekktur af baráttu fyrir hinu og þessu en síður af öflun fylgismanna viðbaráttusína... Þeir félagar í Þjóðvaka sem hafa meiri reynslu af starfi stjórnmála- flokkanna áttu stundum erfitt með að þola löng og brýn erindi þessara manna á fundinum. Einn slíkur hafði á orði að það mættu gömlu flokk- arnireiga að þeir hefðu komið sér upp vörnum gegn svona mönnum. Oft- lega væri ábyrgðin sett á hendur þingmanna hvers kjördæmis að halda uppivöðslusömum pexurum á mott- Meðal prest a hefúr ávallt verið vinsælt að komast í „erlendu presta- köllin“, eða gerast sendiráðsprestur, þó undir handarjaðri JÓNS BALD- VINS HANNIBALSSONAR utanríkis- ráðherra sé. Þessar stöður eru nú við sendiráðin í London og Kaup- mannahöfn og hefur verið gert ráð fyrir að þær yrðu auglýstar aftur þar sem tilskilinn árafjöldi er liðinn. Ef að líkum lætur hefði fjöldi presta sótt um. mun hins vegar hafa verið ákveðið að auglýsa eklti stöð- og munu núverandi prestar gegna embættunum áfram, alla vega næstu tvö til þrjú árin. Mælist misjafti- lega fyrir hjá prestum...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.