Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 8

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Þorrablót á Höfn Bomirút vegna drykkju Mikil en jafnframt hefðbundin þorrablótsdrykkja var á Höfn í Hornafírði um helgina, að sögn lögreglunnar. Þrátt fyrir að Nesja- og Hafnarbúar séu nú komnir í eina sæng halda þeir enn í gamlar hefðir og halda þorrablót hvor í sínu lagi. Um þarsíðustu helgi héldu Hafnarbúar sitt þorrablót, en Nesjabúar lögðu hins vegar undir sig íþróttahúsið í Nesjahverfi um siðustu helgi. Þótt flestir hafi haldið sig rétt fyrir innan hið hefðbundna drykkjustrik varð einstaka maður það drukkinn að það þurfti aðstoð lögreglunnar til þess að að bera þá út af blótinu. Að sögn lögreglunnar var það sjálfsagt vegna þess síðar- nefnda, það er að segja drykkju- dauða, að ekki urðu nein ólæti. É Reykjavík Ókávegg Umferðarslys var a mótum Sæ- brautar og Lækjargötu á miðnætti aðfaranótt laugardags. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann lenti á húsvegg gegnt Seðlabanka íslands. Töluvert sá á bílnum en ökumað- urinn slapp með minniháttar meiðsl. ■ Unglingar á Akureyri Stálu brenni- víni og bjór Tveir fimmtán ára unglingar voru handteknir á Akureyri um tvöleytið aðfaranótt sunnudags með tvær fullar töskur af víni og bjór. Lögreglan á Akureyri sá hvar unglingarnir voru að burðast með stórar töskur sín á milli og fannst að þarna væri eitthvað óeðlilegt á ferðinni. Við yfirheyrslur kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í Ána, sem er húsnæði Lions-klúbbsins Hængs á Akureyri, og stolið drykkjarföng- unum. Að öðru leyti var nokkuð rnikið „nuddað" í lögreglunni á laugardagsnóttina vegna drykkju- láta í bænum. Að sögn lögreglu- varðstjóra er alltaf nokkur snún- ingur í kringum ölvað fólk í bæn- um um helgar, að minnsta kosti á meðan fólk kann ekki að drekka brennivín. ■ Akureyri Eldri hjón flutl á slysadeild Umferðarslys var á Norður- landsvegi við Hlíðarbæ síðdegis á laugardag. Tvær bifreiðar rákust saman. Eldri hjón sem voru í öðr- um bílnum voru flutt á sjúkrahús, en að sögn lögreglunnar á Akureyri reyndust meiðsl þeirra ekki alvar- leg. Þrír aðrir árekstrar urðu á Akureyri um helgina en allir reynd- ust þeir minniháttar. ■ Umfangsmiklar byggingaframkvæmdir í Kópavogi í andstöðu við sveitarstjórnarlög Skuldabréf gefin út á hús sem er ekki til Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Þórðarson, heldur því hins vegar fram að með veitingu veðheimildar sé ekki verið að leggja mat á veðhæfni viðkomandi eignar. Skuldabréfaeigendurnir vilja hins vegar meina að með því að veita veðheimild hafi bærinn ekki ein- ungis gefið eigninni ákveðinn „veð- hæfnisstimpil" heldur hafi hann einnig bakað sér ákveðna fjárhags- lega skuldbindingu. Þórður Þórð- arson bæjarlögmaður segir að það sé af og frá. Undir það álit hans taka lögfróðir heimildarmenn MORG- UNPÓSTSINS og benda á að sá sem kaupir skuldabréf með fast- eignaveði eigi sjálfur að ganga úr skugga um að einhver eign sé til staðar. Keypti íbúðina á 300.000 krónur Eins og fyrr segir voru bygginga- framkvæmdir umræddra húsa á vegum Valdimars Þórðarsonar. Bróðir hans Ólafur G. Þórðarson er einnig byggingaverktaki og voru báðir að byggja í Kópavogi. Höfðu þeir þann hátt á að gefa út skulda- bréf með veði í framkvæmdum hvor annars og selja á frjálsum markaði. Þannig er Ólafur til dæm- is eigandi skuldabréfa upp á 8 millj- ónir króna í byggingaframkvæmd- um bróður síns í Heiðarhjalla, oft- ast á öðrum veðrétti eftir bænum. Einn af þeim mönnum sem keyptu skuldabréf þessi er Stefán Jóns- son. Hann segist hafa keypt bréf í góðri trú þar sem veðheimild frá bæjarsjóði Kópavogs hafi verið til staðar á þeirri íbúð sem veðið er í. íbúðin er skráð undir heitinu oioi og á að vera í Heiðarhjalla 39. Sú íbúð er ekki til, eins og áður segir, þar sem húsið er ekki enn risið. Einungis er búið að steypa sökkla að húsinu og ryðja grús að þeim. Eftir að hafa árangurslaust reynt að fá skuldabréfið greitt fór Stefán fram á uppboð á íbúðinni. Fyrra uppboð á eigninni fór fram þann 18. þessa mánaðar í húsakynnum sýslumanns Kópavogs og þá keypti Pálmi Steingrímsson íbúðina á 300.000 krónur. Pálmi er sann- færður um að Kópavogsbær hafi bakað sér ábyrgð með því að gefa leyfí fyrir veðsetningu íbúðarinnar og segir að lögmaður hans sé nú að undirbúa kæru á hendur sveitarfé- laginu. Samkvæmt lögum skal endanlegt uppboð fara fram á eigninni sjálfri. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig fulltrúum sýslu- manns gengur að finna íbúð 0101 þegar lokauppboðið fer fram þann 13. febrúar. -jk Páll Steingrímsson bendir á hvar íbúðin sem hann keypti á uppboði hjá sýslumanni Kópavogs ætti að vera. „Ástæða þess að ég keypti íbúð- ina er sú að það hefur alltaf verið þrætt fyrir að þessi svikamylla væri til. Með því að kaupa íbúðina get ég hins vegar sýnt fram á hvað hefur átt sér stað,“ segir Pálmi Stein- grímsson jarðvinnuverktaki, en hann keypti fýrr i þessum mánuði íbúð sem er ekki til, á uppboði hjá sýslumanni Kópavogs. Það sem Pálmi kallar svikamyllu er að þrátt fýrir að umrædd íbúð, sem á að vera til staðar í tvíbýlishúsi að Heiðarhjalla 39 í Kópavogi, hafi aldrei verið byggð, hvíla á henni margra milljóna króna veðbönd. Á veðbókarvottorði íbúðar sést að á íbúðinni hvíla veð fyrir alls rúmlega 21 milljón króna. Hluti af kröfun- um hvíla á öðrum fasteignum þar sem Heiðarhjalli 39 er partur af viðameiri byggingaframkvæmdum, en ef eingöngu er litið á þá íbúð sem Pálmi keypti fæst út að á henni hvíla tæplega 7 milljónir. Fram- kvæmdir við byggingarnar hafa gengið brösuglega og hafa nú legið algjörlega niðri í 9 mánuði. Veðsetning fasteignanna kærð Þessi saga af veðböndum á óbyggðri íbúð er aðeins örlítið brot mun umfangsmeira máls sem mik- ill styrr hefur staðið um í Kópavogi. Á bæjarráðsfundi í Kópavogi í síð- ustu viku lagði Valþór Hlöðvers- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, fram úrskurð félagsmála- ráðuneytisins sem snertir þetta mál. Síðastliðið vor var Kópavogs- kaupstaður kærður til ráðuneytis- ins fyrir að hafa brotið gegn sveitar- stjórnarlögum með því að hafa tek- ið á sig sjálfskuldarábyrgð á skulda- bréfum útgefnum af byggingaverk- takanum Valdimar Þórðarsyni, en Valdimar þessi „byggði“ einmitt áðurnefnda „íbúð“ í Heiðarhjallan- um. Skuldabréfin voru gefin út vegna gatnagerðargjalda sem Valdimar ber að greiða sem lóða- réttarhafa en sveitarfélagið tók á sig sjálfskuldarábyrgð þegar það seldi bréfin. Úrskurður félagsmálaráðu- neytisins er á þá leið að sjálfskuld- arábyrgð Kópavogsbæjar á þessum bréfum sé klárt brot á sveitarstjórn- arlögunum. Valþór Hlöðversson lagði fram fyrirspurn í bæjarráði Kópavogs um hve margar slíkar sjálfskuldarábyrgðir bærinn hefur gengist undir síðustu ár. Ónafn- greindur bæjarstjórnarmaður í Kópavogi sagði í samtali við blaða- mann MORGUNPÓSTSINS að mjög erfitt sé að meta hversu umfangs- miklar þessar ábyrgðir séu en full- yrðir jafnframt að þær séu mjög margar. Á þessu máli er líka önnur hlið því Kópavogskaupstaður var einnig kærður fyrir að heimila veðsetning- ar fasteignanna Heiðarhjalla 33-29 „án þess að taka það fram að aðeins væri um lóðir að ræða, þar sem skuldabréfin hafi borið það með sér að um fullbyggðar eignir væri að ræða,“ eins og það er orðað í kær- unni. Þetta snýr beinlínis að því sem Pálmi Steingrímsson kallar svikamyllu hér að framan. Ráðu- neytið tók hins vegar ekki afstöðu til þessa atriðis í úrskurði sínum, taldi það utan síns „valdsviðs“. Veðheimild ekki mat á veðhæfni Ástæðan fyrir síðarnefndri kær- unni á hendur Kópavogsbæ er sú að eigendur skuldabréfanna halda því fram að með því að veita veð- heimild á umræddar fasteignir hafi bærinn gefið út opinbera yfirlýs- ingu um að eitthvað sé til staðar sem hægt sé að veðsetja. Bætifláki Aldrei kynnst öðrum eins dónaskap, ofstœki og fyrirlitningu Hljóðið í Guðmundi J. Guð- munds- syni er alla jafna þvngra en í öðrum mönnum. Hljóðið hefur þó sjaldan verið eins blýþungt í Jakanum og í viðtali við Alþýðu- blaðið á föstudag þegar hann sendir VSl og Þórarni V. Þórarinssyni ískaldar kveðjur. Viku fyrr átti Gvendur fund með VSÍ sem fór í háaloft og segist Guðmundur aldr- ei hafa kynnst öðrum eins dóna- skap, ofstæki og fyrirlitningu: „Ég bað urn að l'á að skjóta nokkru að áður en ég yfirgæfi fundinn en þá sagði Þórarinn Við- ar Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl, sem svo: Nei, nei, farðu bara - það verða allir fegnir þegar þú ferð.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ: „Ég ætla ekki að fara ad skattyrðast við hann Guðmund minn um þetta. Þetta er rangt með farið hjá honum. Ég hef aldrei sagt þetta við hann og myndi aldrei segja þetta við hann. Ég hef það afar sterkt á tilfinning- unni að forystumenn þessara verkalýðsfélaga hafi komið til þessa ftindar með það einarða markmið að geta komið út og sagt félögum sínum að þeir hafi verið beittir fádæma ósvífni og upp úr hafi slitnað. Það er ekki einleikið hvernigþessir forystumenn komu fram á þessum fundi. Hann var eins og illa leikin amerísk bíó- mynd. Guðmundur settist við annan enda borðsins og sagði að þeir væru komnir til að fá svar við því hvort við féllumst á kröfu þeirra um að lægsta kaup, sem er sumarvinnukaup unglinga, hækki úr 43.000 krón- um í 50.000 krónur. Og sagði Guðmundur að þeir vildu fá ann- að hvort já eða nei við þessari kröfu. Þegar við reyndum að draga fram umræðu um almenna stefnu um launabreytingar voru viðbrögðin þau að orð okkar væru gamlar lummur sem þeir væru ekki tilbúnir að hlusta á. Ég hef aldrei kynnst svona vinnulagi í samningum.“ Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings Vilja reglur um ráð- stöfunarfé ráðherra „Nauðsynlegt er að tekið verði sérstaklega á því hvernig farið er með liðinn ráðstöfunarfé ráð- herra. Setja verður reglur um þann lið og meðferð hans — ella verður að afnema þennan fjár- lagalið," segir í skýrslu yfirskoð- unarmanna ríkisreiknings en það eru þeir Pálmi Jónsson, Svavar Gestsson og Sveinn G. Hálf- dánarson. morgunpósturinn greindi ítarlega frá þessurn ráð- stöfunarlið í haust sem olli tölu- verðri umræðu. Einnig segir í skýrslunni að undir liðinn Ríkisstjórnarákvarð- anir séu færðar 260 milljónir króna. Þar er meðal annars mark- aðsátak í löndum EES upp á 50 milljónir króna, kostnaður við framkvæmd EES-samninga upp á 7 milljónir króna og viðhaldsfé upp á 100 milljónir króna. „Yfir- skoðunarmenn telja þennan lið ekki nægilega vel afmarkaðan. Einsýnt er að á liðnum eru gjöld sem Alþingi ætti fremur að skrá á viðkomandi fagráðuneyti strax við afgreiðslu fjárlaga,“ segir í skýrslunni. Þá segir að setja verði sérstakar reglur um meðferð fjár af öðrum óskiptum liðum. -pj

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.