Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.01.1995, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Qupperneq 32
SPURTm Á að selja Útgerðarfélag Akureyrar Gre,ddu atkvæðl! til íslenskra sjávarafurða eða SH? 6 39,90 krónur mínútan Síðast var spurt: Á íögreglan að rannsaka ásakanir um ofbeldi lögreglunnar? | i hveriu tnluhlaði Ipnour Mnrnunnnsturinn snurninnu fvrir Ipspndur. sem bpir npta knsið um í sima 99 1S Ifi. Veður Morðið á ítalska knattspyrnuáhuga- manninum Vinc- enzo Spagnolo setti svartan blett á ítölsku knattspyrn- una í gær. Spagn- olo, sem var að horfa á leik Genóa og AC Milan, var stunginn til bana rétt fyrir hálfleik í óeirðum sem leiddu til þess að sjö aðrir slösuðust. s Veðurhorfur næsta sólarhring Ifyrstu verður stíf vestan og suðvestan átt með éljum víða um land, síst þó suðaustan til. Lægir talsvert er liður á kvöldið en I nótt verður vaxandi aust- læg átt um allt land. Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðaustan átt norðan og vestanlands og víða slydda eða snjókoma en allhvöss suðaustan átt og rigning suðaustan lands. Veður fer hlýnandi. Veðurhorfur þriðjudag og miðvikudag Á þriðjudag verður nokkuð stlf norð- austan átt. Éljagangur norðan og aust- an lands en þurrt suðvestan lands. Frost á bilinu 3 til 9 stig. Á miövikudag verður hæg norðlæg átt. Él við norðurströndina en víða bjartviðri annars staðar. Frost á bilinu 4 til 15 stig. Grindvíkingar Þeir félagarnir Franc Booker og Guðjón Skúlason eru nýkrýndir bikarmeistarar í körfuknattleik ásamt fé- lögum sínum í Grindavíkurliðinu eftir glæsilegan sigur á Njarðvíkingum á laugardag. Leikurinn var afar skemmtilegur og var stemmningin geysileg. Sjá allt um bikarúrslitaleiki karla og kvenna í körfu á bls. 29. Guðmundur Benediktsson fer annað hvort til Fram, KR eða Skaga- manna. Kapphlaup þessara liða um kappann hefur vakið mikla athygli Eftirsóttasti knattspyrnumaður landsins Kapphlaup á milli risanna Enn er ekki ljóst með hvaða fé- lagi knattspyrnumaðurinn Guð- mundur Benedíktsson leikur með á næsta keppnistímabili. Valið stendur á milli Reykjavíkurliðanna Frarn og KR og auk þess hafa Skagamenn gert mikið til að fá kappann í sínar herbúðir. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að félagaskipti Guð- mundar yfír í KR væru fullfrágeng- in. Bæði Guðmundur sjálfur og forráðamenn KR neita því hins vegar staðfastlega og segja fréttina ranga, að sönnu hafi viðræður átt sér stað en hvorki sé búið að ganga frá einu né neinu. Guðmundur segir að nú standi valið á milli íslensku félaganna þriggja. „Það kom einnig tilboð frá AIK í Svíþjóð," segir hann. „En það er út úr myndinni nú.“ Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum MORGUNPÓSTSINS fer Guð- mundur annað hvort til KR eða ÍA. Bæði lið leggja mikla áherslu á að fá leikmanninn í sínar raðir og er um töluverðar fjárhæðir að ræða í því sambandi. Flestir sem blaðið ræddi við um helgina töldu meiri líkur á því að Guðmundur veldi KR. Þó hafa Skagamenn ekki enn gefið upp alla von og hafa beðið Guðmund um að ræða við sig þegar að ákvörðun hefur verið tekin, hver svo sem hún verður. Þannig munu þeir hafa tryggt sér tækifæri til að hækka tilboð sitt gagnvart KR-ing- um ef á þarf að halda. Margir viðmælenda blaðsins segja alveg nauðsynlegt fyrir Skagamenn að klófesta Guðmund. Hann sé ekki aðeins afar snjall framherji og markheppinn, heldur sé einnig nokkur framherjafæð uppi á Skipaskaga. Nú séu aðeins tveir um hituna, þeir Bjarki Pét- ursson og Stefán Þórðarson, og það kunni ekki góðri lukku að stýra þegar út í mótið er kornið og meiðsli og leikbönn fara að gera vart við sig. Skagablaðið greindi frá því á dögunum að forráðamenn Skaga- manna væru að reyna að fá Helga Sigurðsson frá Stuttgart til liðs við sig. Þetta mun vera algjörlega úr lausu lofti gripið því samkvæmt heimildum blaðsins hefur Helgi , staðið sig vel hjá þýska stórliðinu og eru meiri líkur en minni á því að hann fái tækiferi með aðallið- inu fljótlega í alvöru leik.B Gummi Steins á förum frá Fram ■ Er enska að klikka? ■ Skotklukkuskortur JSÍær öruggt er nú talið að fram- herjinn Guðmundur Steinsson sé á förum úr herbúðum Framara. Hvert ferðinni er heitið er ekki al- veg ljóst ennþá en nöfn Breiða- bliks og nokkurra 2. deildarliða hafa verið nefnd í þessu sam- bandi. Guðmundur var ekki hress með hversu lít ið hann fékk að leika með Safamýrar- liðinu í fyrra og þykir ljóst að ekki verði tæki- færin fleiri nú þegar Framarar hafa styrkt leik- mannahóp sinn verulega. Guðmundur Steinsson er liklega á förum frá Fram. Kna nattspyrnufíklar eru afar súrir þessa dagana og hefur enska knattspyrnan helst verið nefnd sem hugsanlegur sökudólgur vegna þessa. Síðustu tvo laugar- daga hefur sjónvarpsleiknum lyktað með markalausu jafntefli og ekki hafa fréttir af framferði Eric Cantona bætt úr skák. Á sama tíma hefur ítalska knatt- spyrnan verið í mikilli sókn og telja menn sig sérstaklega merkja aukna markaskorun á þeim víg- stöðvum. Jr ótt bikarúrslitaleikurinn í körfunni hafi að mestu leyti farið vel fram voru þó ýmsir vankantar á umgjörð hans. Til dæmis voru aðeins tvær skotklukkur við völl- inn en þær sýna þær 30- sekúndur sem hvert lið fær í hverri sókn. Það gerði það að verkum að þeir sem sátu gegnt áhorfendapöllun- um (það er í heiðursstúkunni) höfðu aldrei hugmynd um hvað væri mikið eftir af skotklukkunni. Samkvæmt körfuboltareglum eiga að vera fjórar skotklukkur stað- settar við völlinn ef skotklukkur eru ekki uppi á körfunum sjálfum. Einnig virtust starfsmennirnir á ritaraborðinu oft vera sofandi, voru seinir að setja stigin á stiga- töfluna sem og villufjölda hvors liðs.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.