Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT ^MÁNWDAGUR 30. JANÚAR 1995 Hvað fínnst um framkomu Eríkur Jónsson, yfirtippari „ Þetta er afar sorglegt og óafsakanlegt hvernig þessi frábæri knattspyrnumaður missir sifellt stjórn á skapi sínu. En umfjöllun enskra fjölmiðla hefur verið dálítið hysterísk í þessu máli og til samanburðar hefur körfu- boltamaðurinn Scottie Pippen verið að skandalísera vestra og fékk aðeins eins leiks bann. Siðan rotaði Mark Bosnich Þjóðverjann Jiirgen Klinsmann án þess að um það væri rætt. Cantona hefur átt í miklum persónulegum vandamálum en umfjöllunin má ekki vera ósanngjörn. Það verður samt að hafa ýmis atriði í huga þegar þetta mál er skoðað. Sam- kvæmt nýlegum lögum mega áhorfendur ekki hegða sér alveg eins og þeir vilja og þessi maður hefur greinilega látið einhver Ijót orð fjúka. Ég er ekki að afsaka eitt eða neitt en minni á að þetta er jú bara maður og maður getur ekki tekið hverju sem er.“ Gylfi Orrason, milliríkjadómari „Það er ekki annað hægt að segja annað en að þetta séu makleg mála- gjöld. Menn geta ekki og eiga ekki að komast upp með hvað sem er og þegar augu alls heimsins eru á þeim verða þeir að haga sér eftir því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lendir í svona slæmum málum og í raun má segja að hann hafi sloppið betur en aðrir í gegnum tíðina. Þegar menn eru komnir svona langt verða þeir að þola einhver komment frá áhorfendum á pöllunum. Þeir eiga auð- vitað bara að leiða þetta hjá sér og hugsa um það sem máli skiptir. Ég held að niðurstaðan úr þessu máli verði það að Cantona verði dæmdur í ævilangt bann úr enskri knattspyrnu. Þá fer hann til Spánar eða Ítalíu og brillerar þar og þess á milli gerir hann einhverja skandala. Hann er margoft búinn að sýna það að hann lærir ekki neitt.“ Sigurður Jónsson, knattspyrnukappi „Sú spurning sem maður veltir náttúrlega fyrst og fremst fyrir sér er sú hvort að maðurinn sé yfirleitt í réttri iþrótt. Hann ætti kannski bara að taka svarta beltið í karate og athuga hvort hlutirnir fara þá að ganga betur. Þetta er náttúrlega hegðun sem er alveg út í hött. Hann hefur sagt oft áður að hann eigi í vandræðum með eigin skaps- muni en fyrr má nú vera. Hann virðist ekki læra af öllum sínum brottvísunum og yerður líklega eilífðarvandamál. Ég hef sjálfur spilað á móti honum einu sinni og þá var hann ekki til neinna vand- ræða. Hann gerði þá meðal annars glæsilegt mark og sýndi og sannaði hví- likur snillingur hann er. En hæfileikar hans týnast í þessum leiðindum öllum, því miður." Viddi á Giaumbar „Við hér á heimavelli Manc- hester United erum alveg niðurbrotnir vegna þessa. I fyrsta lagi vegna þess að við höfum misst frábæran knattspyrnumann og í öðru lagi vegna þess sem hefur gerst, framkomu hans og því óorði sem það setur á klúbbinn. Þetta var afar óiþróttamannsleg framkoma hjá honum og, eins og Bretinn hefur bent á, hefur þetta svo mikið fordæmisgildi. Það er gífurlegur fjöldi barna og unglinga sem tekur sér þennan mann til fyrirmyndar í einu og öllu og þegar að þetta hendir verður öllu að kosta til ef ekki á illa að fara.“B Andartaki HM-niðurtalningin: Vinstra horn Báðir alhliða leikmenn segja Eria og Geir um þá Konráð Olavsson og Gunnar Beinteinsson. Nú styttist óðum í hina lang- þráðu heimsmeistarakeppni í handknattleik hér á landi og nú er 97 dagar til fyrsta leiks. MORGUN- PÓSTURINN heldur áfram niður- talningu sinni fyrir mótið og eftir smá hlé tökum við nú aftur til við að nefna menn í einstakar stöður landsliðsins. Fyrir liggur að helstu handbolta- sérfræðingar landsins hafa tilnefnt eftirtalda leikmenn í stöður liðsins. Guðmundur Hrafnkelsson. Val og Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingu eru markverðir liðs- ins og var algjör samstaða um þá. í stöðu línumanns var einnig ljóst strax að þeir Geir Sveinsson, Val og Gústaf Bjarnason, Haukum yrðu fyrir valinu. Miðjumenn urðu þeir Dagur Sigurðsson, Val og Patrekur Jóhannesson, KA. Patti náði reyndar þeim frábæra árangri að vera einnig tilnefndur í stöðu hægri skyttu ásamt Héðni Gilssyni atvinnumanni í þýskalandi. Hægra megin urðu síðan töframennirnir Sigurður Valur Sveinsson, Vík- ingi, og Ólafur Stefánsson, Val, fyrir valinu. Vinstra hornið Eins og sést af framansögðu er um geysisterkan hóp að ræða og nú á aðeins eftir að tilnefna menn í stöður vinstra og hægri horns. Það verður gert í þessu blaði og því næsta og nú eru það „sérfræðing- arnir“ Erla Rafnsdóttir og Geir Hallsteinsson sem úttala sig um málið. Bæði eru margreynd og landsþekkt úr boltanum og bæði hafa umtalsverða reynslu af þjálf- un. Geir og Erla eru sammála um að hornamennirnir Konráð Olavs- son og Gunnar Beinteinsson muni koma til með að skipa þessa stöðu í hefmaliðinu á HM. Konráð er nú leikmaður Stjörnunnar eftir að hafa leikið í þýskalandi og með Haukum og KR og Gunnar er og hefur alltaf verið eldheitur FH-ing- ur. Erla segir ekki vera hægt að gera upp á milli þeirra félaga því báðir geti talist alhliða leikmenn. „Helsti munurinn á þeim,“ segir hún, „er sá að Konni er hornamaður sem getur stokkið upp fyrir vörnina og skorað og Gunni er hornamaður sem getur farið inn á línu og leyst erfiða hluti þar.“ Erla segir að val byrjunarliðs- manns í vinstra horninu muni því alfarið fara eftir andstæðingnum hverju sinni. „Þeir eru mjög góð blanda og vega hvor annan upp. Það sem annar getur ekki, getur Gunnar Beinteinsson Alhliða leikmaður Getur farið inn á línu Reynslumikill Leysir vel upp Reynir stundum í vonlausum færum Nýtir færin ekki nógu vel Vantar meiri grimmd Konráð Olavsson Alhliða leikmaður Góður varnarmaður Mikill stökkkraftur Mætti vinna meira fyrir liðið Hnoðast of mikið sjálfur Agalaus hinn, og öfugt, og þannig er gott að skipta þeim inn og út. Þessi staða ætti að vera mjög mikilvæg fyrir landsliðið og nú þegar skytturnar eru farnar að kunna vel að opna fýrir hornin, eins og Siggi Sveins og Patti gera, er von á góðu. Konráð er mjög góður varnar- maður og mætti í raun kallast meiri hornamaður en Gunni. Það kemur sér mjög vel fyrir hann að vera gamall miðjumaður og því er hann vanur því að geta skotið fyrir utan líka. Þó verður að segjast að hann gæti unnið meira fyrir liðið en hann gerir. Hvað Gunna varðar er ljóst að galli hans sem hornamanns er sá að hann getur ekki stokkið upp fyrir vörnina og skorað yfir hana. Hann vegur það hins vegar kannski upp með því að geta skotist yfir á línuna og það er ekki svo lítill kostur. Erla Rafnsdóttir: „Þessi staða ætti að vera mjög mikilvæg fyrir landsliðið og nú þegar skytturnar eru farnar að kunna vel að opna fyrir hornin, eins og Siggi Sveins og Patti gera, er von á góðu.“ Geir Hallsteinsson: „Ef horna- mennirnir hjálpa skyttunum fá þeir það strax til baka.“ Hann er orðinn afar reynslumikill leikmaður og það á eftir að skipta máli.“ Geir segir að þótt þessir leik- menn séi tilnefndir í stöðuna séu aðrir ekki langt undan. „Páll Þór- ólfsson og Sigurpáll Árni Aðal- steinsson standa ekki langt að baki og er gott til þess að vita,“ seg- ir Geir. „Helsti kostur Gunnars sem leik- manns er sá að hann getur stokkið inn á línuna og leyst hlutina þar. Hann stimplar mjög vel og dregur til sín menn þannig að losnar um aðra. Gunni klárar leikkerfin mjög vel og reynslan gefur honum afar góða yfirsýn. Hans stærstu gallar eru hins vegar þeir að að á stundum skortir hann þá grimmd sem nauð- synleg er í stöðunni, maður á móti manni, og einnig hættir honum til að fara inn úr algjörlega vonlausum færum. Konni gerir það reyndar líka. Hann skortir aga til að meta þetta og stundum ber kappið skynsem- ina ofurliði hjá honum. Hann nýtir þó sín færi vel þegar hann kemst í gegn og mikill stökkkraftur hans er afar mikilvægur. Hann getur Iíka stimplað vel ef hann vill. Hann á það til að gefa boltann of seint til skyttnanna og hnoðast of mikið.“ Geir segir að þáttur hornamanna í leikjum fari eftir leikkerfi þjálfar- ans hverju sinni og líka eftir þeirra eigin frammistöðu. „Ef horna- mennirnir hjálpa skyttunum fá þeir það strax til baka.“ Bæði Erla og Geir eru bjartsýn fyrir hönd liðsins og segjast vera farin að hlakka mikið til. Erla segir að sjöunda sæti eða ofar sé viðun- andi og Geir segir að sæti 3-6 ætti að teljast góður árangur. Allt fyrir ofan það er bónus, segja þau. Bih Alex Ferguson um Cantona Sest stundum í dómarasætið Já en... Hetja Andartaksins að þessu sinni er ítalski sniilingurinn Franco Bar- esi. Hann getur vitnað um það að það er allt annað en gaman að brenna af í vítaspyrnukeppni. Sérstaklega ef um er að ræða úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Skotinn Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélags- ins Manchester United, sagði í viðtali við Sunday Times í gær að verstu upphlaup Frakkans Eric Cantona væru algjört bráðræði og laus við nokkra ígrundun. Ferguson segir að allt atferli Cantona sé laust við þá grimmd sem hann hefur sýnt nokkrum sinn- um á knattspyrnuvellin- um. „Á æfingum er hann hið mesta ljúfmenni og hann uppfyllir skyldur sínar sem atvinnumaður til fullnustu.“ Ferguson segir þetta vera gríðarlegt áfall fyrir liðið og bætir því við að Cantona myndi aldrei gera svona með réttu ráði. „í þau skipti sem þetta gerist finnst honum hann misrétti beittur. Þá sest hann í stól dómarans og afgreiðir málin sem er auðvitað algjör vit- leysa.“B Varekki gaman „Það er alltaf gaman að taka þátt í keppni, hvaða nafni sem hún nefnist.“ Sveinþór Þórarinsson er formaður handknattleiks- deildar ÍH. Liðið gerði heldur stuttan stans í 1. deildinni þetta árið og hefur þegar tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.