Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Drottning í Ivfsháska Flugslys sem hérumbil varð fyrir þrjátíu og fimm árum var ein aðal- fréttin í Bretlandi um helgina. Það var blaðið The Observer sem skýrði frá því að 1960 hefðu tvær herþotur frá þýska flughernum verið aðeins fimmtán metrum frá því að lenda í árekstri við flugvél Elísabetar II drottningar. Þetta kemur fram í leyniskýrslu sem nú birtist í fyrsta sinn. Atburðurinn mun hafa átt sér stað í vestur-þýskri lofthelgi, en breska stjórnin ákvað að þegja yfir málinu enda reiddi hún sig á stuðn- ing Þjóðverja til að fá aðild að Efna- hagsbandalaginu, eins og það hét þá. ■ Redford veítir verðlaun Bíómyndin The Brothers McMul- len hlaut aðaiverðlaunin á Sund- ance-kvikmyndahátíðinni, en hana heldur kvikmyndastjarnan Robert Redford til að efla óháða kvik- myndagerð. Leikstjóri myndarinn- ar er Edward Burns og kvað hún fjalla um þrjá bræður sem búa sam- an. I flokki heimildarmynda fékk verðlaun myndin Crumb sem segir frá ævi skopmyndateiknarans R. Crumb, en hann er einna þekktast- ur fyrir teiknimyndirnar urn köttin Fritz og umslagið á Cheap Thrills- plötu Janis Joplin.H Blairfertil Hollywood Alls staðar sækir Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokks- ins, fram. Nú vill hann stofna flokksdeild meðal burtfluttra leik- ara sem hafa orðið stjörnur í Holly- wood, kannski ekki síst í von um að þetta fólk muni borga eitthvað í flokkssjóð. Meðal þeirra sem Blair ber víurnar í eru Dudley Moore, Tracey Uliman, Natasha Ri- chardson og Joanne Whalley- Kilmer.B Engar myndir aff Deng Helstu dagblöð í Kína birtu í gær frétt frá Xinhua- fréttastofunni þar sem sagði að flokksleiðtogar í Kína hefðu heimsótt Deng Xiaoping til að óska honum farsældar og langra lífdaga. Það þykir hins vegar eftir- tektarvert að engar myndir birtust af leiðtoganum og ekki var sagt neitt af heilsu hans. Hermt er að Deng hafi tvívegis verið lagður á spítala síðustu mánuðina vegna hjartveiki. Miklar vangaveltur eru um yfirvofandi dauða hans og birt- ist óvissan meðal annars á verð- bréfamarkaði í Hong Kong þar sem ríkir mikil ringulreið.B Frakkland Létt undir með sigutvegara Stjómmálamenn á hægrívæng og miðju franskra stjómmála flykkjast tilstuönings við Balladur wrsætisráðherra. Eftirsitur Chirac, leiðtogi flokks gaullista, með sárt ennið. Ungir stuðningsmenn Balladur óska honum til hamingju þegar hann hóf kosningabaráttuna. Franskir stjórnmálaménn á hægrivæng flykkjast nú til stuðn- ings við forsetaframboð Edouard Balladur forsætisráðherra. Talið er nær öruggt að hann muni hafa sig- ur í kosningunum í maí og því telja pólitíkusar vissara að styðja hann í tæka tíð svo þeir fái notið sigursins. Má segja að þarna sannist fleyg um- mæli Charles de Gaulle sem ein- hvern tíma sagði: „Þeir eru alltaf reiðubúnir að flýta sér að létta und- ir með sigrinum.“ Glöggt merki þessa er fundur frammámanna í RPR, flokki gaul- lista, sem haldinn var í gær til stuðnings við Balladur. Charles Pasqua innanríkisráðherrra sem skipulagði fundinn hafði búist við því að hann sæktu svona 400-500 flokksmenn. Þegar allt kom til alls reyndust fundarmenn vera um 900 talsins. Pasqua sjálfur lýsti yfír stuðningi við Balladur fýrir nokkr- um vikum og er talið að hann hafl augastað á embætti forsætisráð- herra. Á meðan þessu stendur hnígur stöðugt frægðarsól flokksleiðtogans Jacques Chirac, borgarstjóra í París. Það var meðal annars fyrir hans tilstilli að Balladur varð for- sætisráðherra og hugðist Chirac þá einbeita sér að forsetaframboði. En öllum að óvörum tókst Balladur að afla sér fádæma vinsælda á skömm- um tíma, svo mikilla að hann virð- ist nú óstöðvandi. Vart eru önnur dæmi til þess í Frakklandi að stjórnmálamanni hafi tekist að fara úr hinu aðþrengda og erfiða emb- ætti forsætisráðherra og beint í for- setaembættið, úr Matignon-höll og yfir í Elysée-höll. Chirac er þó sá eini sem gæti veitt Balladur einhverja smákeppni í kosningunum. Þá kæmi upp sú staða að flokksbræður tækjust á í síðari umferð kosninganna. Sú hugmynd vekur ekki öllum hægri- mönnum kátínu og í gær hvatti Bernard Debre, ráðherra og einn helsti stuðningsmaður Balladur, Chirac til að draga sig í hlé og forða þannig frekari klofningi í flokkn- um. í fyrradag lýsti miðju-hægri- flokkur Repúblikana yfir eindregn- um stuðningi við Balladur og fékk hann hvorki meira né minna en 93 prósent atkvæða á þingi flokksins í Lyon. Charles Million, stjórn- málamaður sem hafði vonað að byggja forsetaframboð sitt á flokknum fékk hverfandi stuðning og allir virtust hafa gleymt Valéry Giscard d’Estaing fyrrum forseta, en fyrir aðeins ári virtist hann lík- legur til að verða frambjóðandi miðju og hægrimanna sem ekki til- heyra arfleifð gaullista. Nú bendir flest til þess að þessi öfl rnuni ekki hafa neinn frambjóðanda nema Million ákveði þrátt fýrir allt að leggja út í vonlausa baráttu. Þykir sú staða allóvenjuleg. Einn helsti foringi repúblikana, Franfois Léotard varnarmálaráð- herra, hefur augastað á forsætisráð- herraembættinu. Hann er hins veg- ar bendlaður við hneykslismál eins og fleiri leiðtogar flokksins og kannski ekki vænlegur kostur. Flokki sósíalista hefur enn ekki tekist að koma sér saman um for- setaframbjóðanda, enda vlst að sá mun ekki ríða feitum hesti frá bar- áttunni hver sem hann verður. Jack Lang, hinn umtalaði fyrrum menningarmálaráðherra, ætlar ekki í framboð og nú beinast augu manna helst að Lionel Jospin fyrrum menntamálaráðherra og Henri Emmanuelli flokksfor- manni. Þrátt fyrir þennan vandræðagang virðist Franqois Mitterrand for- seta frekar skemmt yfir óförum Chirac sem er gamall höfuðand- stæðingur hans. Mitterrand beitti frægri kaldhæðni sinni á fundi sósí- alista nýskeð þegar hann sagði um Chirac: „Hann er eins og maður sem hef- ur vaknað upp með andfælum við þrumugný og veit ekki hvort hann er nýbúinn að fara í skyrtuna eða buxurnar.“ Perúskir hermenn marsera i landamærabænum Tumbes. Perú og Ekvador Barist um stóran frum- skóg Samkvæmt heimildum í varnar- málaráðuneyti Ekvador efndu her- sveitir frá Perú til stórsóknar á landamærum ríkjanna í gær, urn 270 kílómetra frá Quito, höfuð- borg Ekvador. Eru Perúmenn sagðir beita stórskotaliði, flugher og þyrlum þarna í frumskóginúm. Samkvæmt fréttinni hafa að minnsta kosti þrjátíu hermenn fallið síðan átökin hófust á fimmtudag, en Perúmenn hafa ekki gefið út neinar fréttir um mannfall. Ekvadormenn stærðu sig af því í gær að hafa varist sókn Perúmanna og tekist að skjóta nið- ur eina af fímm herþyrlum sem tóku þátt í árásinni. Leiðtogar fjögurra Suður-Amer- íkuríkja, Venesúela, Bólivíu, Pan- ama og Kólumbíu hvöttu deiluað- ila í gær til að leysa ntálið með frið- sömurn hætti. Cesar Gaviria, að- alritari samtaka Ameríkuríkja, hef- ur reynt að fá leiðtoga landanna til að stöðva átökin, en hann hefur ekki haft erindi sem erfiði. Perú og Ekvador hafa átt í lang- vinnum erjum. Þær má rekja allt aftur til 1942 þegar Perú lagði und- ir sig hálft Ekvador, land sem er þakið þéttum frumskógi, eftir landamærastríð og var það staðfest í friðarsamningi. Ekvador hafnaði samningnum 1960 og síðan hafa átök milli landanna brotist út nær ár hvert á afmæli samningsins sem er 29. janúar. Sjaldan hefur þó leg- ið við stríði eins og nú. Atberto Fujimori, forseti Perú, sagði á laugardag að hann harmaði átökin, en hins vcgar væru Perú- menn í fullum rétti að verja land sitt. Deiluna þyrfti að leysa, en það væri aðeins hægt fyrir tilstuðlan (jögurra ríkja sem voru vottar að samningnum umdeilda, Banda- ríkjanna, Brasilíu, Argentínu og Chile. Salman Rushdie. Rushdie með nýja bók Rithöfundurinn Salman Rushdíe sagði í viðtali við tímarit- ið Newsweek sem birtist í gær að hann hefði engar fyrirætlanir um að hætta að skrifa þrátt fýrir að í sex ár hafi vofað yfir sér dauðadómur íranstjórnar. Rushdie segir að það hafi verið erfitt að venjast því að lifa í felum og fyrstu tvö árin hafi sér verið fyrirmunað að skrifa. Síðan tók hann að skrifa á nýjan leik og er að ljúka nýrri skáldsögu sem hefur fengið nafnið The Moor's Last Sigh. Heróínsmygl- arar IrHátnir Heimildir herma að yfirvöld í Guizhou-héraði hafi tekið af lífi 23 heróínsmyglara 24. janúar síðast- liðinn. Smyglararnir voru teknir af lífi í fímm borgum í héraðinu, en þeir höfðu smyglað efninu frá Burma þar sem er mikil miðstöð fíkniefnaræktar. Pasqua varar við ofsatrú FIS hvetur til meirí manndrápa. Charles Pasqua, varnarmála- ráðherra Frakklands, er stjórn- málamanna andsnúnastur því að gera einhverjar málamiðlanir við íslamska ofsatrúarmenn. Hann áréttaði þessa afstöðu sína í sjón- varpsviðtali í dag og sagði meðal annars að það væri auðvelt að trúa því að eitthvað gott væri til í öll- um. „En,“ sagði Pasqua: „Ég trúi ekki eitt augnablik að þessir menn missi sjónar af því takmaki sínu að setja á laggirnar stjórnir sem byggi á íslamskri bókstafstrú.“ „Þeir vilja beita trúarlögmálum múslima á frumstæðasta hátt og færa samfélag múslima aftur í það horf sem var á áttundu öld,“ sagði Pasqua. „Við sjáum hvernig ofsa- trúarmenn eru að reyna að skapa óróa í hófsömum múslimaríkjum og við eigum eftir að sjá meira af slíkum starfsaðferðum," sagði innanríkisráðherrann loks. Pasqua hefur gengið hart fram gegn ofsatrúarmönnum í Frakk- landi og hefur látið handtaka þá og vísa mörgum úr landi. I land- inu búa um fimm milljónir manna sem eiga uppruna í löndum ís- lams. Á sama tíma hvöttu leiðtogar FIS liðsmenn sína til að ganga ótrauðlega fram í manndrápum í febrúar, en þá gengur í garð ram- adan, sem er hinn heilagi mánuð- ur múslima. Á sama tíma á síðasta ári þrefaldaðist tala manndrápa frá því sem venjulega er og má búast við því að morðæðið verði ekki Charles Pasqua. minna þetta árið. Samkvæmt vest- rænurn sendifulltrúum í Alsír eru nú um 600 til 800 manns myrtir í hverjum mánuði í landinu, en tal- ið er að um 30 þúsund manns hafi verið drepnir síðustu þrjú árin.B Norðurlandaráð Carlson vill skera Á fundi forsætisráðherra Norð- urlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í gær áréttuðu leiðtogarnir að Norðurlandaráð myndi lifa áfram þrátt íýrir þátt- töku Svía og Finna í Evrópusam- bandinu. Ekki er þó víst að hugur fylgi máli því Ingvar Carlson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði til að framlög Svía til ráðsins yrðu skorin niður um 150 milljónir sænskra króna, en það myndi þýða að heildarframlög til ráðsins minnkuðu um 20 af hundraði. Þrátt fyrir þetta iagði Carlson áherslu á að Svíar væru jafn dyggir meðlimir í Norðurlandaráði og fyrr. Hins vegar væri niðurskurður nauðsynlegur til að sporna gegn fjárlagahalla í Svíþjóð. „Samvinnu er ekki hægt að meta í peningum,“ sagði Carlson. „Hinn pólitíski vilji skiptir meira máli.“ Forsætisráðherrar hinna Norð- urlandaþjóðanna fjögurra eru mjög andsnúnir þessum fyrirætl- unum Carlsons og sérstaklega lagðist Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hart gegn þeirn. Gengið verður frá fjár- hagsáætlun Norðurlandaráðs á þingi þess sem fer frant í Reykjavík í febrúar. Ingvar Carlson, Paul Nyrup- Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Esko Aho, forsætisráð- herra Finna, lögðu áherslu á að lönd þeirra yrðu eins konar brú Ingvar Carlson. milli Noregs og Islands og Evr- ópusambandsins og myndi sam- eiginleg afstaða Norðurlandanna verða ákveðin á reglulegúm fund- um leiðtoga þeirra. „Rödd Norð- urlanda á enn eftir að styrkjast innan Evrópusambandsins,“ sagði Nyrup-Rasmussen.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.