Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Stalín gengur aftur AndiStalíns svffurað nýjuyfirvötnunum í PDS, flokknum sem varreisturá rústum SED, flokksins sem réðiríkjum í Þýska alþýðulýðveldinu. Leiðtogarflokksins vilja hreinsa hann aföllu merkjum stalínisma en harðlínumenn undir forystu ungrarkonu sækja á, ekki síst meðal almennra flokksmanna. Sara Wagenknecht er fædd næstum tveimur áratugum eftir að Jósef Stalín gaf upp öndina. Þegar hún var nítján ára hrundi Berlínar- múrinn og þar með Þýska alþýðu- lýðveldið. Allt benti til þess að kommúnisma í Þýskalandi yrði ekki framar að finna nema í sögu- bókum. Sara Wagenknecht er á öðru máli. Hún er ekki nema tutt- ugu og fimm ára og samt er þessi unga kona, sem þykir hafa heldur harða andlitsdraetti og kalt augna- ráð, farin að geta sér orð fyrir að vera helsti talsmaður stalínista í Þýskalandi. Og í miklum metum hjá henni er ekki síður Walter Ulb- richt, mikill harðlínukommi sem lengi var helstur leiðtogi Þýska al- þýðulýðveldisins. Wagenknecht stundar heim- spekinám við Humboldt-háskól- ann þar sem áður var Austur-Berl- ín. Hún trúir því að pólitísk og hugmyndafræðileg hnignun kommúnismans hafí byrjað með dauða Stalíns. Henni er sérstaklega í nöp við Willy Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, og trúir því að ostpolitik hans, sem byggði á því að leita sátta við Aust- ur-Þýskaland og önnur kommún- istaríki handan járntjalds, hafi ekki verið annað en ráðabrugg kalda- stríðsmanna til að koma sósíalism- anum á kné. Einhverjir myndu kannski álíta að þetta séu ekki annað en bernskubrek í Wagnenknecht. En þá er ekki hjá því að líta að hún er ein helsti foringi hóps harðlínu- kommúnista innan Sósíalíska lýð- ræðisflokksins (PDS), en hann er beinn arftaki Sósíalíska einingar- flokksins, gamla valdaflokksins í Austur- Þýskalandi. Þessi hópur telur ríflega 4000 meðlimi og þykja þeir hvort tveggja harðsnúnir og háværir. Að verða húsum hæfur Um þessa helgi heldur Sósíalíski lýðræðisflokkurinn flokksþing sitt í austurhluta Berlínar. Þetta er í fyrsta sinn sem flokksmenn koma saman síðan í þýsku þingkosning- unum í haust. Þar varð flokknum vel ágengt, reyndar fór fylgið fram úr björtustu vonum flokksmanna; flokkurinn hélt innreið sína á þing- ið í Bonn, hann tryggði sér þrjátíu þingsæti og það var blendin hrifn- ing þegar kom í ljós að það féll í hlut eins flokksmanna, hins aldur- hnigna rithöfundar Stefan Heym, að setja þjóðþing Þjóðverja. Flokksforystan, en þar eru þeir mest áberandi Lothar Bisky flokksformaður og orðhákurinn Gregor Gysi, þingmaður og for- veri hans, hafði vonast til að flokks- þingið snerist upp í sigurhátíð vegna sigursins í október. Nú bend- henn- ósk sinni. í veginum standa ' enknecht og skoðanasystkin ar. Flokksforystan vill fyrir alla muni kenna sig við lýðræði. Hún vill verða húsum hæf, ef svo má að orði komast, og er markmiðið að gera flokkinn svo nútímalegan við- skiptis að hinn voldugi flokkur sósíaldemókrata fallist á að hann sé hæfur til að sitja í samsteypustjórn með honum. Sósíaldemókratar hafa ekki verið við völd í Þýska- landi í hátt á annan áratug, en eins og sakir standa er víst að þeir telja það ekki til vinnandi að komast til valda með stuðningi Sósíalíska lýð- ræðisflokksins. Til þess er fortíð hans alltof vafasöm. Til að þessi viðhorf breytist vill Lothar Bisky og flokksforystan fyrir alla muni slá endanlega striki yfir hina stalínisku arfleifð. Raunar var það strax í des- ember 1989, mánuði eftir fall Berlínarmúrsins, að gamli flokkurinn, SED, samþykkti að „stalínisma í skipulagi, flokksstarfi og pólitík skyldi endanlega varpað á öskuhauga sög- unnar“. Það hefur þó ekki gengið eftir og harðlínu- kommar eru þó ekki á því að gefa sig. „Orðið stalín- ismi er notað til þess eins að koma óorði á vissa pól- itíska afstöðu," er haft eftir Sara Wagenknecht. Gegn þessu afdráttar- lausa fólki virðast þeir Bi- sky og Gysi heldur ber- skjaldaðir. Þeir hafa hótað því að þeir muni ekki gefa kost á sér aftur til forystu- starfa ef flokksþingið af- neiti ekki stalínismanum. Á flokksfundi í fyrri viku hrópaði Bisky, nánast í ör- vinglan: „Ég hef ekki lyst á þessu lengur.“ Þeir vilja einnig að þingið sýni í verki ást sína á lýðræðinu með því að endurkjósa Wagenknecht ekki til forystustarfa. Með þessum hótunum vonast þeir til að flokksmenn nái áttum og skilji að það jafngildi sjálfsmorði flokksins ef Bisky og Gysy leiði hann ekki áfram. Mestir núlifandi kommúnista Það er þó öldungis ekki víst. Þýskur stjórnmálafræðingur, Jörn Schúttrumpf hefur nýverið gert viðamikla rannsókn á Sósíalíska lýðræðisflokknum. Hann heimsótti flokksdeildir víða um Austur- Þýskaland og fann fátt sem benti til þess að arfleifð stalínismans væri að hverfa. Þvert á móti komst hann að þeirri niðurstöðu að viðhorf al- mennra flokksmanna í grasrótinni Leiðtogar Sósíalíska lýðræðisflokksins minnast Karls Liebknecht og Rosu Luxemburg fyrr í mánuðinum. Frá vinstri: Gregor Gysi, Lothar Bisky, Hans Modrow. Sara Wagenknecht, 25 ára og helsti leiðtogi stalínista í Þýskalandi. „Með köld augu,“ segir Lothar Bisky, for- maður PDS. væru að breytast á ný. Þar væri út- breidd sú skoðun að nú þyríti aftur að efna til gamaldags stéttabaráttu með öllum slagorðaflaumnum sem henni fýlgir — og það aðeins fimm árum eftir að SED bað Austur- Þjóðverja afsökunar á öllum mis- tökunum sem höfðu verið framin í nafni kommúnismans. Allt í einu er það talsmáti á nýjan leik að sósíaldemókratar séu stétta- svikarar og þá ekki síður Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovét- ríkjanna. „Andi Stalíns svífur að nýju yfir vötnunum," viðurkenndi sjálfur Reiner Oschmann, ritstjóri flokksmálgagnsins Neues Deut- schland í forystugrein. Flokksmenn eru aftur farnir að taka upp gamla siði. í Austur- Þýskalandi var það lengi siður að fara í fjöldagöngur til að minnast dauða tveggja helstu goðsagnapersóna þýska kommúnismans, Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht, sem drepin voru af hvítlið- um 1919. Þessi hátíðar- höld fóru enn einu sinni ffam fyrir tveim- ur vikum og þá var óvenju vel mætt; næst- um 50 þúsund félagar söfnuðust saman í Fri- edrichsfelde- kirkju- garðinum í Berlín, ekki ýkja færri en á gullald- artíma Erich Honec- ker. Sama dag var leiði Walter Ulbricht blóm- um prýtt. Sara Wag- enknecht getur því sagt sigri hrósandi og með sanni: „Ég stend ekki ein.“ Hún á sér líka ákafa bandamenn. Einn þeirra er sagnfræðing- urinn Kurt Grossweil- er. Ásamt henni var honum fagnað nýlega á þingi „Marx-Engels-stofnunarinnar“ í Wuppertal og þau sögð í hópi „- mestu núlifandi kommúnista". í ritum sínum túlkar Grossweiler sýndarréttarhöldin mildu í Moskvu sem svar við „árásarstefnu fasista og heimsvaldasinna gegn Sovétríkj- unum". Grasrótin gerír uppreisn Helsta slagorð harðlínumanna er að flokkurinn megi alls ekki breyt- ast í nýjan sósíaldemókrataflokk. Undir það tekur reyndar líka einn helsti höfðinginn í flokknum, Hans Modrow, öldungurinn sem réði fyrir Austur-Þýskalandi síðastur manna, eftir að múrinn var fallinn. Modrow lýsir reyndar ekki yfir stuðningi við Wagnenknecht, en hann vill finna einhvern milliveg milli kommúnisma og jafnaðar- stefnu. Lothar Bisky flokksforingi er hins vegar ákafur aðdáandi Willy Brandt, helsta leiðtoga þýskra jafn- aðarmanna eftir stríð. 1 nóvember síðastliðnum lagði hann ásamt Gregor Gysi fram plagg með tíu greinum þar sem arfleifð SED var sagt stríð á hendur, hún sögð and- lýðræðisleg, því lýst yfir að hug- myndakerfi sem tæki mið af stétta- baráttu væri fullt af einföldunum og vanahugsun, og ennfremur að sósíalismi byggði fyrst og fremst á ákveðnu gildismati, en ekki á hug- myndakerfi. Flokksmenn gengu af göflunum og bréfum rigndi yfir flokksforyst- una. í kosningabaráttunni höfðu þeir Bisky og Gysi greinilega gleymt hversu margir horfa með eftirsjá eftir liðinni tið. Eftir mikið málþóf urðu þeir að gefa eftir. Punktunum tíu var fækkað niður í fimm grund- vallaratriði. Þar stendur reyndar að stalínískar skoðanir séu ekki sam- ræmanlegar því að vera félagi í PDS. Hins vegar er líka farið lof- samlegum orðum um „viðleitni hundruða þúsunda meðlima SED, borgara í Þýska alþýðulýðveldinu, til að byggja réttlátara og mann- legra samfélag". Það er því fremur ólíklegt að á flokksþinginu nú um helgina nái tvíeykið Bisky og Gysy að kveða harðlínukomma í kútinn. í síðustu viku gekk úr flokknum Karin Dörre, þingkona sem hvað harðast hefur gengið fram gegn harðlínu- mönnum. Hún sagðist ekki hafa uppskorið neitt nema „persónulegt níð, hatur og hótanir“ með gagn- rýni sinni. Hún sagði að nýi flokk- urinn væri farinn að taka upp gamla siði og bætti við að það væri gamli krankleiki vinstrimanna: „Að halda sig vilja vel og gleypa þess vegna allan skít sem er í boði.“ -eh Atrúnaðargoð fátækra Indverja. Viðkvæm úl- lagadrottning Útlagadrottningin er vinsælasta kvikmynd sem komið hefur frá Indlandi í seinni tíð. Hún segir sanna sögu Phoolan Devi, sveita- stúlku sem var seld í hjónaband á barnsaldri, nauðgað af manni sín- um og síðan af hópi glæpamanna, en gerðist síðan foringi ræningja- flokks og átrúnaðargoð fátækra Indverja. Myndin hefur verið bönnuð á Indlandi, en þrátt fyrir það hafa Indverjar tilnefnt hana í keppnina um Óskarsverðlaunin. Sjálf er Devi hins vegar miður sín yfír myndinni og hótar að fyrirfara sér ef hún verði sýnd á Indlandi.B Cindy Crawford. Cindy auglysir Pepsi Cindy Crawford, draumastúlka flestra bandarískra karlmanna, er ekki á því að leggja upp laupana þótt hún sé nýskilin við mann sinn Richard Gere. Hún hefur skrifað undir gríðarmikinn auglýsinga- samning við gosdrykkjafyrirtækið Pepsi og fetar þar meðal annars í fótspor Michael Jackson. Fyrstu auglýsingarnar verða frumsýndar í þrjátíu þjóðlöndum í næstu viku — ekki vitum við hvort Islendingar eru í hópi þeirra heppnu.B Michel Petrucciani Smávaxinn píanósnillingur „Því rniður er fólkið alltaf að tala um hvað ég er lítill, það gleymir því næstum að ég spila líka.“ Þetta seg- ir Michel Petrucciani, franskur djasspíanisti sem á miklum vin- sældum að fagna og hefur leikið inn á geisladiska sem seljast í stór- um upplögum. Petrucciani er 33 ára og hefur leikið á píanó síðan hann var íjögurra ára. Fyrsta kons- ertinn hélt hann þegar hann var 13 ára. Það er kannski ekki furða að menn tali um stærð hans: Petrucci- ani er dvergur, ekki nema rúmur metri á hæð.B Rokkminjasafn Stævsli plötu spilari heims I september opnar í Cleveland í Ohio fýrsta rokkminjasafn sem eitthvað kveður að í heiminum. Það er enginn aukvisi sem hefur teiknað safnið, heldur er það einn af frægustu arkitektum samtíðar- innar sem var fenginn til starfans, sjálfur I.M. Pei, sá hinn sami og teiknaði pýramíðann fyrir utan Louvre-safnið í París. Pei hafði strax mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig safnið skyldi líta út. Hann spurði sig hvað hefði eiginlega orðið úr rokkinu án plötuspilarans? Hann svaraði þeirri spurningu með því að teikna safnið í mynd tröllauk- ins plötuspilara, þar sem safnið sjálft, 51 metra hátt og í líki mikils grammófónarms teygir sig yfír torg sem er í laginu eins og plata. Yfir torginu er svo tjald úr gleri og rímar það við pýramíðann við Louvre. Það mun kosta eitthvað um sex milljarða íslenskra króna að byggja safnið, en þar verða varð- veittir ýmsir gripir sem rokk- Það er sjálfur Pei sem teiknar rokkminjasafnið. áhugamenn um allan heim íýsir eflaust að sjá. Til að mynda má nefna útskriftarskírteini Buddy Holly úr gagnfræðaskóla eða jakk- ann sem John Lennon var í á um- slagi Sgt. Peppers-plötunnar.B Höfuðandstæðingar Tveir kúrekar Það er máski fleira sameiginlegt með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og höfuðandstæðingi hans, Newt Gingrich, en margir gætu haldið. Clinton þykir reyndar heldur veik- lundaður og Gingrich nokkuð af- dráttarlaust hörkutól, en í bernsku áttu þeir sameiginlegan draum — að verða kúrekar. I dagblaðinu The New York Tim- es er lagt út af þessum bernsku- myndum af drengjunum sem sjö ára sitja á smáhesti í kúrekabún- ingí. Blaðið bendir á að báðir hafi þeir verið aldir upp af sterkum mæðrum á heimilum þar sem karl- inn var horfinn á brott. Síðast gift- ust mæður þeirra beggja og þeir Clinton fluttu snemma að heiman, kannski einmitt vegna þess. Sá sem grannskoðar myndirnar Gingrich kemst þó ekki hjá því að sjá ákveð- inn mun. Gingrich er nefnilega með byssu en ekki Clinton.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.