Helgarpósturinn - 30.01.1995, Page 31

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Page 31
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 Enska úrvalsdeildin Sheaærmeð þrennu fyrir Blackbum Lið Black- burn Rovers er nú komið með fjögurra stiga forskot á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni eftir 4:1 sigur á Ipswich á laug- ardag. Alan Shearer gerði þrennu í leikn- um en auk þess skoruðu þeir Tim Sherwood og John Wark. Blackburn tryggði þar með stöðu sína verulega og lilýtur liðið nú að teljast líklegt til að skáka veldi United, sérstaklega þegar haft er í huga að liðið á leik til góða.B Enska bikarkeppnin Leikimir Burnley - Liverpool 0:0 Coventry - Norwich 0:0 Leeds - Oldham 3:2 White 8., Palmer 45., Masinga 57. - Halle 57., Palmer (sm) 59. Luton - Southampton Biggins 81. - Shipperley 53. Man. City - Aston Villa Walsh 7. Man. Utd. - Wrexham Irwin 17. og 73., Giggs 26., McClair 67., Humes (sm) 80. - Durkan 10., Cross 89. Millwall - Chelsea 0: Newcastle - Swansea 3: Kitson 41., 46. og 72. Nott. Forest - C. Palace 1:2 Bohinen 32. - Armstrong 5., Dowie 53. Portsmouth - Leicester Roberts 44. QPR - West Ham Impey 20. Watford - Swindon Hessenthaler 45. Bristol City - Everton Jackson 78. Sunderland - Tottenham Gray 74. - Klinsmann 51. og 86., Sheringam 57., Melwllle 64. Tranmere - Wimbledon Leonhardsen 31., Earle 51. 1:1 1:0 5:2 0:1 1:0 1:0 0:1 1:4 0:2 Fimmta umferð bikarkeppninnar Stórleikur Leedsog United I gaer var dregið [ fimmtu umferð bik- arkeppninnar: Manchester United - Leeds United Newcastle United - Manchester City Wimbledon - Liverpool/Burnley Luton/Southampton - Tottenham Queens Park Rangers - Chels- ea/Millwall Everton - Norwich/Coventry Leicester - Sheff. Wed./Wolves ítalska 1. deildin Áhorfandi stunginn tíl bana Juve vann og erenn efst. Leik Genóa og AC Milan í ítölsku knattspyrnunni í gærdag var hætt í hálfleik vegna morðsins á Vinc- enzo Spagnolo áhanganda Gen- óa. Spagnoli var stunginn til bana í óeirðum áhangenda liðanna og slösuðust sjö að auki. Staðan var markalaus í hálfleik og bárust tíðindin af pöllunum áð- ur en til seinni hálfleiksins kom. „Það kom ekki til greina að halda leiknum áfram,“ sagði forráðamað- ur heimamanna. „Þegar íþróttin er komin út í þetta er mikilla aðgerða þörf.“ Juventus sigraði Brescia með tveimur mörkurn gegn einu og kom sigurmarkið rétt undir lok leiksins með vítaspyrnu Gianluca Viallí. Með sigrinum treystir Ju- ventus enn stöðu sína á toppi ítölsku deildarinnar og er liðið nú með þriggja stiga forystu á Parma sem er í öðru sæti. Parma reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Cremonese. Að- eins eitt stig var afrakstur þeirrar ferðar og missti liðið því af gullnu tækifæri til að minnka muninn á toppliðið sem tapaði illa um síð- ustu helgi. Bari bar óvænt sigurorð af Lazio á útivelli, Inter sigraði Tórínó á heimavelli, Sampdoria rústaði Padova og Roma sigraði Foggia og breytti Abel Balbo til og skoraði sigurmarkið. Staðan í ítölsku deildinni er nú þannig að Juventus er í efsta sæti með 39 stig, Parma er næst efst með 36 stig og Lazio og Roma koma næst með 31 stig. Reggiana og Brescia eru enn sem fyrr á botni deildarinnar.H Dramatískar lokamínútur er FH og Valur gerðu jafntefli í frábærum handboltaleik í Kaplakrika Markverðimir í aðalhlutverki Fyrirliðarnir kljást hér í vítateig FH-inga. Geir Sveinsson fiskar eitt af mörgum vítaköstum Valsmanna í leiknum en Guðjón Árnason er sak- leysið uppmálað. Af svipnum að dæma virðist Geir ekki líka meðferðin neitt sérstaklega vel. „Við getum svo sannarlega verið þakklátir fyrir annað stigið í þess- um leik. Seinni hálfleikurinn var ekki eins vel leikinn af okkar hálfu og sá fyrri, við vorum þrem mörk- um undir þegar skammt var til leiksloka og því getur maður ekki annað en verið ánægður með jafnt- efli,“ sagði Guðmundur Hrafn- kelsson, markvörður Valsmanna, effir leikinn við FH. Hann átti stór- leik í markinu og átti, ásamt Degi Sigurðssyni, hvað stærstan þátt í að Valur náði jafntefli á lokamínút- unum. Hann varði vítakast frá Guðjóni Árnasyni í stöðunni 19:18 fyrir FH, og Dagur náði að jafna metin í næstu sókn á eftir. „Það var alveg nauðsynlegt að verja vítið, það kom ekkert annað til greina og vissulega var það sætt,“ sagði Guð- mundur enn fremur. Leikurinn var hraður og skemmtilegur frá upphafí og greinilegt að bæði lið ætluðu sér sigur. Valur skoraði fyrstu tvö mörkin en FH náði að jafna og FH - Valur 19:19 Mörk FH: Guðjón 8/2, Gunnar 3, Hans 2/1, Knútur 2, Sigurður 2, Stefán 1, Hálfdán 1. Varin skot: Magnús Árnason 18/1. Mörk Vais: Dagur 8, Jón 5/2, Sig- fús 2, Frosti 2, Geir 1, Júlíus 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 15/3. Brottvísanin FH í fjórar mínútur og Valur í sex mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu erf- iðan leik all vel en voru stundum of fljótir á sér. Menn leiksins: Markverðirnir, Magnús Árnason og Guðmundur Hrafnkelsson. komast yfir, og síðan var jafnt á öll- um tölum í fyrri hálfleik. Valur komst í 9:11 en FH-ingar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan í hálfleik því 11:11. FH-ingar komu ákveðnir til seinni hálfleiks og náðu forystu sem þeir héldu allt þar til um mínúta var eftir af leiknum. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir höfðu þeir náð þriggja marka forystu, 19:16, og allt stefndi í öruggan sigur þeirra. En þá lokuðu Valsmenn vörninni, Guðmundur varði allt sem á mark- ið kom, þar á meðal vítakastið frá Guðjóni, einni og hálfri mínútu fyrir leikslok, og Dagur skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Mikill darraðadans var stiginn í lokin og vildu FH-ingar tvisvar sinnum fá dæmt víti er brotið var á Knúti Sigurðssyni og Sigurði Sveins- syni en dómararnir voru ekki á sama máli. En hvað fannst Guð- mundi Karlssyni, þjálfara FH? „Við áttum að fá víti þarna í lokin, sérstaklega þegar brotið var á Knúti. Við lékum ekki nógu langar sóknir undir lok leiksins og menn voru að skjóta alltof fljótt í staðinn fyrir að hanga á boltanum. Vissu- lega er þetta súrt og maður er svekktur yfir að hafa misst unninn leik niður í jafntefli. Samt er nú alltaf gott að ná jöfnu gegn Val.“ Markverðir liðanna, Magnús Árnason og Guðmundur Hrafn- kelsson, voru bestu menn leiksins. Magnús varði alls átján skot en Guðmundur fimmtán, þar af þrjú vítaköst. Lang markahæstur FH- inga var fyrirliðinn Guðjón Arna- son, með átta mörk, en Gunnar Beinteinsson skoraði þrjú. Dagur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Val en Jón Kristjánsson skoraði fimm mörk. I heildina var leikur- inn hin besta skemmtun og bauð upp á allt sem góður handbolta- leikur getur boðið upp á: Sterkar varnir, frábæra markvörslu, vel út- færð hraðaupphlaup, og góða dómgæslu. Áhorfendur fengu því mikið fyrir aurana í Krikanum í gærkvöldi. -RM Handbolti Víkingar komnirí annað sætíð UMFA - Sljaman 25:23 Stjarnan leiddi í hálfleik með fjórum mörkum, 10:14, og áttu menn því von á öruggum sigri þeirra. Leikmenn Aftureldingar voru ekki á sama máli og uppskáru dýrmætan sigur. Bergsveinn Bergsveinsson er nýkominn úr uppskurði og gat því ekki leikið með. I hans stað stóð Ásmundur Einarsson og varði mjög vel í seinni hálfleik. Jason Ólafsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Róbert Sighvatsson sex, en markahæstur Stjörnumanna var Magnús sigurðsson með sjö mörk. ÍH - Haukar 17:32 I'H hélt í við Hauka framan af og leiddi meðal annars, 6:5, en þá tóku Haukar við sér og höfðu sex marka forystu í hálfleik, 10:16. Seinni hálf- leikur var Haukum auðveldur. Ar- on Kristjánsson skoraði sjö mörk fyrir Hauka en Sigurjón Sigurðs- son var með sex mörk. Víkingur - HK 36:28 Eins og tölurnar gefa til kynna var þetta mikill markaleikur og varnir liðanna ekki upp á marga fiska. í fýrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum en í hálfleik leiddu Víkingar, 19:17. Sigurður Sveinsson var að vanda marka- hæstur í liði Víkings með ellefu mörk í öllum regnbogans litum og virðist vera í feykna formi þessa dagana. KR - KA 23:22 Óvæntustu úrslit umferðarinnar. KA-menn höfðu forystu Iengst af og staðan í hálfleik var 11:13. Vestur- bæingar komu sterkir til seinni hálfleiks og náðu að kreista fram sigur í blálokin. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson var markahæstur þeirra með fimm mörk en fyrir Norðanmenn skoruðu Valdimar Grímsson átta mörk og Patrekur Jóhannesson sex. Selfoss - ÍR 22:27 ÍR-ingar höfðu forystu nánast allan leikinn og leiddu í leikhléi, 9:14. I seinni hálfleik héldu þeir uppteknum hættu og var sigur þeirra aldrei í hættu. Bratislav Dimitri var markahæstur ÍR-inga með sex mörk en Björgvin Rún- arsson skoraði fimm mörk fýrir Selfoss. Staðan Valur 18 439:363 30 Víkingur 18 501:464 29 Stjarnan 19 509:461 28 Afturelding 19 490:432 24 FH 18 441:406 24 KA 18 455:423 20 ÍR 19 446:468 19 Haukar 17 451:438 17 Selfoss 18 392:452 13 KR 18 406:436 12 HK 19 415:489 3 ÍH 19 360:515 1 Enska bikarkeppnin: fjórða umferð Talið líklegt að Unitecl verji títilinn en Tottenham, Liverpool og Newcastle gera einnig tilkall. Lið Manchester United er talið líklegast til að standa uppi sem enskur bikarmeistari samkvæmt nýjum tölum enskra veðbanka í gær. Tölurnar voru birtar eftir leiki fjórðu umferðarinnar um helgina en þar burstaði lið United velska liðið Wrexham með fimm mörkum gegn tveimur. Reyndar komst stórliðið snemma undir í leiknum eftir mark ffá Kier- on Durkan en eftir jöfnunarmark írska varnarjaxlsins Denis Irwin var aldrei spurning hvernig færi. Newcastle er einnig talið líldegt til afreka í bikarkeppninni að þessu sinni og táningurinn Paul Kitson gerði þrennu í sigri liðsins á Swans- ea. Liðið þykir leika mjög vel í bik- arviðureignum sínum og öðruvísi en í deildinni þar sem mótlætið hefur verið áberandi síðustu vik- urnar. Tvö mörk frá Þjóðverjanum Jiirgen Klinsmann og önnur tvö frá samherjum hans tryggðu Tot- tenham-liðinu einnig sæti í fimmtu umferð keppninnar eftir sigur gegn Sunderland. Sama má segja um lið Everton og Leicester en hið síðar- nefnda er komið í fimmtu umferð- ina í fyrsta sinn í tíu ár. Liverpool tókst ekki að sigra 1. deildarlið Burnley í sjónvarpsleik gærdagsins og urðu úrslitin marka- laus. Sama má segja um leik Coven- Þjóðverjinn Jiirgen Klinsmann gerði tvö mörk í bikarsigri Tot- tenham gegn Sunderland í gær- dag. Hér er hann í þann veginn að gera annað marka sinna. try og Norwich og fara leikmenn liðanna ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega framgöngu í þessum leikjum, sérstaklega þótti hinum efnilega Steve McManaman hjá Liverpool vera mislagðir fætur. Leeds lék afar vel í byrjun gegn Oldham og komst í 3:0. Þar með héldu flestir að úrslit þessa leiks væru ráðin en tvö mörk frá neðri deildarliðinu á skömmum tíma settu allt í hnút. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.