Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 30. JANÚAFm9&M MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING 7 vaxandi gagn ingum á mannréttindakafla stjómarskrárinnar Amnesty telur frumvarpið ekki standast albjóðlegar kröfrir Það var hátíðleg stund þegar Al- þingi kom saman 17. júní á Þing- völlum síðasta sumar og samþykkti þingsályktunartillögu um breytingu á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar. Frumvarp um þetta birtist síðan í desember og stóðu formenn þing- flokkanna allir að því. Um leið birt- ist lítil klausa í blöðum frá stjórnar- skrárnefnd þar sem áhugasömum var bent á að skila inn skriflegum athugsasemdum fyrir 20. janúar síðastliðinn. Athugasemdirnar hafa hins vegar aðallega birst í greinarskrifum í Morgunblaðinu og hafa þar komið alvarlegar athugasemdir fram við frumvarpið. Má þar benda á grein eftir Margréti Viðar lögfræðing sem hét: „Ónýtt mannréttinda- ffumvarp." Um leið hefur Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður, formaður Lögmannafélags Islands og einn helsti málflytjandi iandsins í mannréttindamálum, gagnrýnt frumvarpið harðlega með blaðagrein í Morgunblaðinu. Dag- inn eftir birti síðan Eiríkur Tómas- son, lagaprófessor og andstæðing- ur Ragnars við síðasta formanns- kjör, grein undir nafninu: Mann- réttindafrumvarp fimm þingflokks- formanna: ótvírceð réttarbót. Deil- urnar eru greinilega að magnast. Alþýðusamband íslands er búið að skila af sér alvarlegum athuga- semdum við ákvæði um „öfugt fé- lagafrelsi“ en nú er þyngsta höggið komið frá Amnesty International- samtökunum. Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmda- stjóra samtakanna, er ætlunin að afhenda Alþingi greinargerð sam- takanna í dag og fyrr gætu samtök- in ekki látið fjölmiðla hafa greinar- gerðina. MORGUNPÓSTURINN hefur hins vegar heimildir fyrir því að samtökin géri margvíslegar og al- varlegar athugasémdir við frum- varpið. Þessi gfainargerð. samtak- anna. hefur. .verið send skrifstofu samtakanna í Loridon og er komin þaðan aftur. Amnesty International telur að frumvarpið standist ekki alþjóðleg- ar kröfur í mörgum atriðum og benda samtökin á að það sé í ósam- ræmi við þær skyldur sefn ísland hefur tekið á sig með alþjóðlegum mannréttindasamningum. Mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna hefur gagnrýnt núgildandi stjórnarskrá í mörgum veigamikl- um atriðum. Má þar nefna að þeir telja að hún hafi ekki að geyma skýr heildarákvæði um vernd allra grundvallarmannréttinda eins og þau eru viðurkennd í hinum mörgu alþjóðasamningum um mannrétt- indi sem ísland sé þó aðili að. Þessa hnökra telja Amnesty-samtökin sig finna áfram í frumvarpsdrögunum. Einnig telja samtökin alvarlegt að ekki sé ýmsum lagalegum skuld- bindingum, eins og er varða réttar- Þetta eru meðal þeirra atriða sem gagnrýnendur telja að vanti í frumvarpið • Óskoruð tjáningarfrelsisákvæði. • Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. • Almenna jafnræðisreglu. • Ákvæði um jafnrétti karla og kvenna. • Játningar sem fengnar eru fram með ofbeldi séu ógildar. • Mannhelgisákvæði. • Bann við afturvirkni refsinga er ekki nógu víðtækt. • Framtíðarsýn. • Trúfrelsisákvæði sem tryggi rétt trúleysingja. • Ákvæði um rétt flóttamanna. • Ákvæði um réttinn til að afla upplýsinga og dreifa þeim. stöðu flóttamanna, sinnt í frum- varpinu. Enginn lærdómur af Geirfinns- og Guð- mundarmálmu Einnig gagnrýna samtökin frum- varpið fyrir að það kveði ekki á um að það megi ekki skerða mannrétt- iridi þótt almennt neyðarástand ríki. Þetta er almennt talin forsenda þess áð aldrei sé hægt að réttlæta þær kringumstæður að. pyntingar og ill meðferð fanga sé beitt. Við neyðarástand er almennt talin mest hætta á að mannréttindaákvæði séu brotin. Hefur MORGUNPÓSTUR- INN heimild fyrir því að Amnesty- samtökin hafi talið að gleymst hafi að setja inn bann við pyntingum í frumvarpið. Sömuieiðis að það vanti ákvæði sem tryggi réttinn til tafarlausrar og sanngjarnar máls- meðferðar. Nýjar upplýsingar um Geirfinns- og Guðmundarmálið hafa vakið at- hygli á því hve vafasamar játningar séu sem séu þvingaðar fram með harðræði. Hefur komið fram hér í MORGUNPÓSTINUM að sakborn ingar hefðu verið meðhöndlaðir sem samviskufangar af Amnesty International ef sambærilegt mál kæmi upp í dag. Þess sér þó engin merki í frumvarpinu og víkur með- al annars Margrét Viðar að því í grein sinni. Gleymdist „Þorgeirs- máfið“? Amnesty gagnrýnir einnig tján- ingarfrelsisákvæði frumvarpsins. Telja samtökin að þar vanti full- nægjandi tryggingar fyrir frelsi til tjáningar, hugsana, sannfæringar og trúar. Jafnvel sé um áfturhvarf að ræða þar sem frumvarpið skeri ofan af réttindum sem riú séu fyrir. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna þröngra takmarkana á tjáningu hér. Þetta kemur heim og saman við gagnrýnisorð ýmissa viðmælenda blaðamanns sem hafa bent á sér- kennileg afdrif dóms Mannrétt- indadómstóls Evrópu í máli Þor- geirs Þorgeirsonar rithöfundar gegn íslenska ríkinu. Eins og gefur að skilja mætti ætla að dómar yfir íslenska ríkinu og þá um leið ís- lenskum lögum hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu fengju athygli þeirra sem semja frumvarpið. Sú virðist hafa orðið raunin í „leigubíl- stjóramálinu", eða dómnum í máli Sigurðar Sigurjónssonar bílstjóra gegn íslenska ríkinu. Sagði Þorgeir sjálfur að honum sýndist fullt tillit vera tekið til leigubílstjóramálsins varðandi ákvæði um félagafrelsi. Mál Þorgeirs virðist hins vegar hafa gleymst í frumvarpinu sem er sérkennilegt í ljósi þess að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi laga- prófessor og núverandi hæstarétt- ardómari, sem átti stóran þátt í að semja frumvarpið var einmitt ráð- gjafi íslenska ríkisins í málflutn- ingnum gegn Þorgeiri. „Ég verð ekki var við það að þessi dómur minn sé þarna mikið með en ég fer heldur ekkert fram á það,“ sagði Þorgeir Þorgeirson rithöfimd- ur þegar blaðamaður leitaði til hans. „Annars finnst mér allt þetta frumvarp vera lasið og ber það þess ekki vott að þeir sem semja það viti hvað á heima í grundvallarriti eins og stjórnarskrá," bætti Þorgeir við. Hann sagðist einnig sakna ákvæða um trúfrelsi sem tryggði rétt trú- leysingja. „Ég eyddi miklum tíma til þess að fara til Strassborgar til að vinna mér inn málfrelsi. Mér fmnst dapurlegt að ekki skuli vera farið fram á almennt málfrelsi þarna.“ Ýmsir af viðmælendum blaðsins eru mjög undrandi að „Þorgeirs- dómnum“ sé ekki gert hærra undir höfði þar sem hann sé mjög afger- andi í niðurstöðu sinni og hefði í raun átt að geta verið leiðbeinandi varðandi tjáningarfrelsisákvæði. ‘Svo vitnað sé til niðurstöðu dóms- ins í Strassbourg þá segir þar: „Dómstóllinn vekur athygli á að tjáningarfrelsi er ein helsta grund- vallarstoð lýðrœðisþjóðfélags; að öðru leyti en því sem leiðir af 2. mgr. 10. gr nœr það ekki einungis til„vitneskju" eða „hugmynda“ sem tekið er með velþóknun eða taldar eru meirilausar eða litlu skipta, heldur einnig til þeirra sem valda sárindum, hneyksl- un eða ólgu. Það tjáningarfrelsi sem 10. gr. verndar er háð nokkrum und- antekningum, sem þó verður að skýra þröngt, og sýna verður fram á nauðsyn takmarkana tneð sannfœr- andi hætti..,“ Einn þeirra sem hafa gagnrýnt tjáningarfrelsisákvaéði í Morgun- blaðsgrein er Ómar S. Harðarson . stjórnmálafræðingur. í samtali við blaðam^nn ságðist hann gjalda mikin varhug við því að frumvarpið ytði samþykkt í þessari mynd. Eins og kemur fram í grein hans þá telur hann frumvarpsdrögin eins og þau liggja fyrir núna draga úr grund- vallarréttindum sem séu þó tryggð í núverandi stjórnarskrá. Það er einkum viðbætur við 73. grein stjórnarskrárinnar sem samsvarar núverandi 72. grein. í frumvarpinu er 73. grein svona: „Allir menn eru frjálsir skoðana sinna og sannfær- ingar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Rit- skoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Framangreind ákvœði standa ekki í vegifyrir því að með lögum má setja Þingflokksformennirnir sem standa að frumvarpinu: Sigbjörn Gunnarsson Ragnar Arnalds Geir H. Haarde Finnur Ingólfsson tjáningarfrelsi skorður í þágu alls- herjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgœði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. “ Þetta sem er skáletrað hefur til dæmis Ómar miklar efasemdir urn og telur hann um að ræða þreng- ingu frá núverandi ákvæðum að ræða. En einnig vill hann fella úr greinar eins og; „...þó verður hann. að ábyrgjast þær [hugsanir sínar] fyrir .dómi.“ Telur hann.að þar með væri brostinn grundvöllur fyrir því að refsa fyrir „óþægilegan sann- leika“ eins og nú er óspart gert vegna þess að dómarar telja um- mæli „óviðurkvæmileg“. Kjarninn í ábendingum Ómars lýtur að því áð illgjörn meiðyrði og særandi sann- leiksorð eru lögð að jöfnu — sem hann telur engan veginn geta sam- rýmst hefbundinni skilgreiningu á tjáningarfrelsi. Nú eða aldrei En hvað liggur á? segja sumir. Eins og kemur fram í viðtali við Geir H. Haarde, fyrsta flutnings- mann frumvarpsins, annars staðar í blaðinu, þá telja flutningsmenn að nú hafi skapast einstætt tækifæri til að fylgja málinu eftir. Kemur það til vegna þess samhugar sem myndast hafi á Þingvöllum á þjóðhátíðar- Kristín Astgeirsdóttir daginn. Aðrir benda hins vegar á að nú fyrst sé andstaðan'við frumvarpið að koma fram og hafa komið fram áskoranir um að afgreiða málið ekki nú. Margir telja að þetta sé að- eins lognið á undan storminum. Einstakíingar og félagasamtök eigi eftir að láta rigna inn ályktunum og kröfum um breytingar. Meðal al- þingismanna er síðan síður en svo sátt urn málið. Einnig virðast menn enn vera á öndverðum meiði um grundvallaratriði eins og það hvort að stjórnarskráin eigi að vera stutt- orð og almenn eða ítarleg og sér- tæk. Sigurður Már Jónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.