Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 14

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDÁGUR 30. JANÚAR 1995 PÖsturmn Útgefandi Miðill hf. Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Augiýsingastjóri Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Flausturslegt mann- í Morgunpóstinum í dag er greint frá harðri gagnl^ni Am- nesty International á frumvarp fimm þingflokksformanna um ný mannréttindaákvæði í stjórnarskrána. Þessi gagnrýni Am- nesty bætist við gagnrýni og ábendingar ýmissa manna sem hafa skrifað um frumvarpið í blöð á undanförnum vikum. Þegar öll þessi gagnrýni er tekin saman má vera ljóst að þrátt fyrir mikil- vægi þessa frumvarps þá er það ekki nægjanlega vel undirbúið og efni þess hefur ekki verið í almennri umræðu í þjóðfélaginu. Undirbúningur þessa máls er allur hinn flausturslegasti. Síð- astliðið vor ákváðu alþingismenn með skömmum fyrirvara að mannréttindi skyldu vera umfjöllunarefni funds þeirra á afmæl- ishátíðinni á Þingvöllum. Síðan þá hefur lítið farið fyrir umræðu um málið og segja má að frumvarpinu hafi verið hent án undir- búnings á borð þingmanna. Og ef draga má lærdóm af sögunni má reikna með að frumvarpið verði samþykkt án mikillar um- ræðu í tímaskorti rétt fyrri þinglok. Það væri í anda Alþingis, en sem kunnugt er hafa þingmenn jafnan þann háttinn á að ræða lengi og ýtarlega hin smærri mál en afgreiða hratt og án umhugs- unar öll hin stærri mál. Þegar litið er til þeirra atriða sem gagnrýnd hafa verið við frumvarpið má glögglega sjá að ekki er hægt að breiða yfir gagn- rýnina. Það hefur verið gagnrýnt að tjáningarfrelsisákvæði frum- varpsins séu ekki nógu óskoruð. Að ekki sé nægjanlega tryggð efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Að í frumvarp- inu sé engin almenn jafnræðisregla. Að í það skorti ákvæði um jafnrétti karla og kvenna. Að í frumvarpinu sé ekki kveðið á um að játningar sem fengnar eru fram með ofbeldi séu ógildar. Að í frumvarpið vanti mannhelgisákvæði. Að þar sé ekki nógu víð- tækt bann við afturvirkni refsinga. Að þar sé ekki trúfrelsis- ákvæði sem tryggi rétt trúleysingja. I það heila má segja að gagnrýnin beinist að því að frumvarpið gangi skemur en margir þeirra alþjóðlegu sáttmála sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir og skuldbundið sig að standa við. Frumvarpið sé því í raun lítið annað en sæmileg stjórnarskrá frá síðustu öld en í það vanti flest þau mannréttindaákvæði sem hafa verið að þróast fram eftir þessari öld. í frumvarpinu sé ekki einu sinni tekið mið af alvarlegum dómum sem íslenskt réttar- kerfi hefur fengið frá Mannréttindadómstólnum í Haag. Að frumvarpið beri vott um áhugaleysi gagnvart umfjöllunarefninu, að því hafí verið klastrað saman af mönnum sem vita vissulega að einhver mannréttindi þarf að bjóða þegnunum upp á en skilja ekki þörfma það vel að þeir geti gengið skammlaust frá verkinu. I raun ætti þessa niðurstaða ekki að koma neinum á óvart. Virðingarleysi íslenskra stjórnvalda og Alþingis fyrir mannrétt- indum hefur margsinnis komið fram. Og eins og dómar frá Mannréttindadómstólnum sýna nær þetta virðingarleysi jafn- framt til íslenskra dómstóla, jafnt Hæstaréttar sem lægri dómst- iga. Ástæða þessa er sjálfsagt sú að íslendingar eiga sér enga sögu um baráttu fyrir mannréttindum. Sú barátta sem aðrar þjóðir hafa lagt á sig náði aldrei til íslands. íslendingar fengu sín mann- réttindi gefins og án baráttu, með pósti frá Danmörku. En þó skilningsleysi íslendinga fyrir mannréttindum megi skýra með sögulegum rökum, þá er það ekki afsökun fyrir þing- flokksformennina að senda frá sér frumvarp sem fremur tilheyr- ir síðustu öld en þessari. Og er á engan hátt veganesti inn á þá næstu. Gunnar Smári Egilsson Pósturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. Ertu búinn að missa trúna á pylsunum? „Drunginn liggur þung- * uryfir landsfólk- inu ogþó er eitt lítið Ijói skammdeginu; Hundurinn. “ Ásgeir Hannes Eiríksson fyrrverandi pylsusali. Já, í Alþýðublaðinu „Það hefðu einu sinni þótt tíðindi að Jóhanna Sigurðardóttir gerðist útibússtjóri Ólafs Ragnars Gríms- sonar. “ Nafnlaus leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins. Samningaviðræðumar í hnotskum „Nei, nei, farðu bara — það verða allir fegnir þegar þú ferð." Guðmundur J. að vitna í um- mæli Þórarins V. um brottför sína. Alla vega ekki svo ég muni! „Hingað hafa ekki borist kvartan- ir um aðfólk hafi þurft að bíða lengi á heilsugœslustöðvum þannig að það hefur aldrei verið skoðað sem vandamál.“ Páll Sigurðsson kerfiskarl. Vinstri lausnirnar skjóta aftur upp kollinum Nú standa yfir umræður um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995. Fyrri umræða hefur farið fram og seinni umræðan verður næstkomandi fimmtudag. Sjálf- stæðismenn sýna stefnufestu og ábyrgð í minnihlutanum og hafa kynnt sína eigin stefnu þar sem fram koma hugmyndir um hag- ræðingu í rekstri og framkvæmd- um í borginni. Við höfum marglýst því yfir að stefna okkar s.l. 3 ár væri að keyra borgina áfram í rekstri og framkvæmdum þegar fyrirtækin í borginni hefðu ekki bolmagn til. Þegar þau réttu úr kútnum skyldi borgin draga saman að nýju. Nú er þetta að gerast og í samræmi við fyrri orð okkar leggjum við til sam- drátt í rekstri og framkvæmdum. Stefna sjálfstæðismanna byggir á því að skattar verði ekki hækkaðir, öndvert við stefnu R-listaflokkanna sem strax á fyrstu mánuðum sínum í meirihluta brjóta fögur kosninga- loforð um að hækka ekki skatta og setja á svokallaðan „klósettskatt“, sem er skattheimta upp á 550-600 milljónir króna. Forsvarsmenn vinstriflokkanna í R-listanum treysta því að borgarbúar séu búnir að gleyma fullyrðingum þeirra um að nægt fé væri til hjá Reykjavíkur- borg, til að fjármagna dýr loforð. Til þess þyrfti bara að taka fé úr „óþörfum“ verkefnum, bruðli sjálf- stæðismanna og færa það í „þörf‘ verkefni R-listans. En hvaða úrlausnir bjóða R- Þungavigtin Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins listaflokkarnir í fjármálum borgar- innar? Hinar sömu og lagðar voru fram í vinstri stjórninni 1978-82: Skattahækkanir og óraunhæfar framkvæmdatillögur. Enn hafa engar raunhæfar tillögur komið fram hjá þeim um hagræðingu og sparnað í rekstri. „Sparnaður" R- listaflokkanna felst í 550-600 millj- óna króna holræsaskatti, 500 millj- óna króna niðurskurði sérstakra framlaga til atvinnuaukandi verk- efna og 600 milljónir verða teknar af tekjum borgarfyrirtækja til að fjármagna borgarsjóð. Þá fær borg- in nú 700 milljónir úr Vegasjóði ríkisins en sem kunnugt er þá börð- umst við sjálfstæðismenn fyrir því verkefni á síðasta ári og nú er að bera árangur. „Frumkvæðið gegn atvinnuleysinu“ Þrátt fyrir stóryrt loforð R-listans um sérstakt átak í atvinnumálum ber hvergi á átakinu, aðeins niður- skurði á framlögum til atvinnu- mála. I stefnuskrá R-listans fyrir kosningar segir meðal annars að „atvinnumálin verði sett á oddinn og með þeim muni hann standa og falla. Reykjavíkurlistinn telur að nýta eigi afl Reykjavíkurborgar til þess að skapa störf og ætlar að taka frumkvæði gegn atvinnuleysinu“. R- listinn hafði uppi miklar efa- semdir um tilurð Aflvaka Reykja- víkur. Nú nefna þau hann sem aðra lífæðina í stefnu sinni í atvinnu- málum. Hin lífæðin er stofnun „At- vinnumálaskrifstofu“ Reykjavíkur- borgar. „Tveir“ starfsmenn eiga að bjarga atvinnuvanda borgarbúa. Aðrar lausnir eru ekki á borðinu. Hin sorglega staðreynd er að hug- myndum R- listans um „útungun- arstöð“ fyrir ný smáfyrirtæki hafi í raun verið slátrað af ráðgjöfunum sem þau réðu sjálf í haust til að hjálpa sér. Hugmyndirnar eru tald- ar óraunhæfar! R-listaflokkarnir sögðust leggja áherslu á störf fyrir ungt fólk. Raunveruleikinn er hins vegar sá að framlög til Vinnuskólans eru skor- in niður um 74 milljónir, sem sam- svarar því að 1000 unglingar fái ekki aftur vinnu hjá borginni í sumar. Árás á stórar fjölskyldur og aldraða Þessi árás á fjölskyldur með börn og unglinga er undarleg árátta á fyrsta ári R-listans, sér í lagi ef litið er til þess að það var eitt af höfuð- markmiðum í stefnuskrá R-lista- flokkanna að „búa vel að barna- fólki“. Skerðing á framlögum til Vinnuskólans og klósettskatturinn sem bitnar helst á barnmörgum fjölskyldum í stóru húsnæði, er enn eitt dæmið um svikin loforð. Og R-listaflokkarnir halda áfram að ganga á bak orða sinna. Hvað málefni aldraðra varðar þá segir í stefnuskrá þeirra að „framkvæmd- um við hjúkrunarheimili í Suður- Mjódd verði hraðað“ en í fjárhags- áætluninni skera þeir niður fram- lög sem leiðir til þess að fram- kvæmdir tefjast verulega. Nú hafa borgarbúar fengið fyrsta bakreikninginn frá vinstri- flokkunum í R-listanum, með fast- eignagjöldunum. 26% hækkun fasteignagjalda er staðreynd. íbúð- areigandi sem á eign að fasteigna- mati 7 milljónir fær 10 þúsund króna aukaskatt og þarf að auka laun sín á árinu um rúmar 17 þús- und krónur til þess að greiða þenn- an nýja skatt R-listaflokkanna, auk tekjuskattanna. Fjölskylda sem á 12 milljóna króna eign, þarf að auka laun sín um tæp 36 þúsund á þessu ári. Bakreikningur R-lsitaflokkanna á næsta ári gæti orðið hækkun hita- veitu- og rafmagnsgjalda vegna þess að framkvæmdir þessara stofnana eru skertar verulega með aukagjaldtöku af þeim upp á 600 milljónir króna. Þetta virðist vera framtíðin sem bíður Reykvíkinga undir stjórn hinna nýju vinstri valdhafa í borginni. ■ „Nú hafa borgarbúar fengið fyrsta bak- reikninginn frá vinstriflokkunum í R- listanum, með fasteignagjöldunum. r i íbúar Reykjavíkur v/holræsagjalds Nr„ 1 BAKREIKNINGUR 26% hœkkun fasteignagjalda er stað- reynd. íbúðareigandi sem á eign að fasteignamati 7 milljónir fcer 10 þúsund króna aukaskatt ogþarfað auka laun sín á árinu um rúmar 17 þúsund krónur til þess að greiða þennan nýja skatt R- listaflokkanna, auk tekjuskattanna. Ef íbxið og lóö eru að fasteígna- mati í miiy. kr. Þá væru fasteigna- glöld óbreytfc kr. Með skafcfca- R-listana kr. Til að greiða skattirm þurf&launþín 1996 að aukast um kr. CskaUup ca. 4 i ,8%) 6 36.869 46.641 18.540 7 40.907 81.409 17.989 10 89.967 74.976 28.710 18 73.143 91.146 30.839 14 82.658 103.560 35.976 16 100.331 124.348 41.141 18 105.808 132.832 46.892 20 112.283 142.306 81.429 22 123.342 156.378 86.886 Nýr skattur samtais 600 miiyónlr Þungavigtarmenn eru meðal annars: Ámi Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.