Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 10

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Síða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 Grafgotur Bjórframleið- endur1994 Lang stærstu bjórframleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Víking brugg á Akureyri með þriðjungshlutdeild í framleiðslunni hvor. Þriðjungurinn skipt- ist milli innflytjendanna og er Beck's þar með stærsta hlutdeild, eða um níu af hundraði. Ölgerðin bætir mest við sig frá fyrra ári eða um 6 prósentustig og Beck's um 3 prósent. Samdrátturinn er hins veg- ar mestur hjá Heineken og Holsten. Bjórtegundir 1994 Egils Gull ber höfuð og herðar yfir aðrar bjórtegundir hvað sölu varðar með fjórð- ungsmarkaðshlutdeild. Löwenbrau er næst mest seldi bjórinn með 16 prósent hlutdeild og Viking með 12,3 prósent. Þá komaTuborg, Beck’s, Holsten, Heineken og Pripps. Bjórsala__________________ 8 milljónir iítra Bjórsala jókst um nærri 25 prósent á milli áranna 1993 og 1994. Á fyrra árinu seldi ÁTVR 5,9 milljónir lítra en í fyrra var salan nærri 7,3 milljónir lítra. Ágúst Einarsson var harðánægður eftir landsþing Þjóðvaka þrátt fyrir talsverðan ágreining í sjávarútvegsmálum þar sem hann var meðal annarra sakaður um valdníðslu og nokkur hluti fundargesta gekk út. Hann segir flokkinn hafa skýlausa sérstöðu: „Hvorki óðagotsstefna AlþýðuHokks né afturhalds- hyggja Sjátfstæðisfk>kks“ Sigurðardóttur og Svanfríði Jónasdóttur. „Útlendingar megi eiga allt að 20 prósent í íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum að uppfylltum tilteknum skilyrðum." Blaðamaður fann forystumenn Þjóðvaka úrvinda í Skrúði á Hótel Sögu í gærkvöldi skömmu eftir að landsfundinum lauk en ströng fundarhöld hafa staðið nú um helg- ina. Það tókst að draga Ágúst Ein- arsson úr hópnum í viðtal. Stærsta spurningin hlýtur að vera: í hverju er sérstaða Þjóðvaka fólgin? „Við höfum sérstöðu í sjávarút- vegsmálunum, við höfum sérstöðu í tillögugerð okkar í skattamálum, hvernig á að taka á þeim og hvernig eigi að létta skattbyrðina hjá fólki með lágar og miðlungstekjur. Við höfum algjöra sérstöðu í nákvæm- um tillögum varðandi siðvæðingar- mál að þau mál verði tekin mjög föstum tökum og setjum það ofar- lega á okkar stefnuskrá. Við erum með margs konar hugmyndir varð- andi nýsköpun í atvinnumálum og efnahagsstefnu sem gengur upp, ekki neina verðbólgustefnu, heldur fyrst og fremst stöðugleikastefnu og bætta framleiðni í íslenskum fyrir- tækjum sem mun leiða til aukins hagvaxtar og aukins kaupmátts fólks. Þessi stefna okkar gengur upp. I öðrum málaflokkum höfum við einnig gert ráð fyrir greiðsluað- lögun fyrir þá sem hafa lent í þvílík- um greiðsluörðugleikum að ekkert blasir við annað en gjaldþrot. Við tökum á því með nákvæmri tillögu- gerð og nákvæmari en hjá öðrum stjórnmálaflokkum." Það setti talsverðan svip á þing- hald í gær að stór hópur gelck út af fundi vegna þess að ákveðnir þættir í sjávarútvegsmálum voru ekki teknir til atkvæða. Ágúst Einarsson var meðal annars sakaður um vald- níðslu. Út á hvað gekk þessi ágreiningur? „Eins og í öllum stjórnmála- hreyfingum er tekist á um ýmis mál og þar bar sjávarútvegsmálin hæst. Það var hins vegar rætt mjög ítar- lega í undirnefnd og þar var tekist á í atkvæðagreiðslu og samþykkt til- laga sem síðar var samþykkt sem stefna Þjóðvaka. Öðrum tillögum var vísað til stjórnar eins og reyndar öllum breytingartillögum sem komu fram síðari dag landsfundar- ins. Ágreiningurinn gekk út á það að sumir vildu leggja til breytingar á fiskveiðistjórnarkerfmu með út- færðum hætti sem aðrir töldu að ekki væri hægt að gera nógu ljóst og nógu nákvæmt á þessum stutta fundi. Þeir töldu rétt að þau mál yrðu nánar skoðuð innan stjórnar. Það varð niðurstaða hópsins og síð- an kom þessi tillaga aftur upp. Hins vegar var naumt í atkvæðagreiðslu og það er tilfmningahiti í mönnum varðandi þessi mál og sumir tóku það óstinnt upp. Það breytir því ekki að þarna var afgreidd mjög skýr sjávarútvegsstefna með grund- vallarbreytingum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu og viðvíkjandi ráðstöf- un þess. Að allur afli landaður hér- lendis fari á fiskmarkaði og að út- lendingar megi eiga allt að 20 pró- sent í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum að gefnurn tilteknum skil- yrðum. Þetta síðarnefnda eru ný- mæli og enginn stjórnmálaflokkur með í sinni stefnu. Hins vegar vildu sumir aðra útfærslu á tilteknum at- riðum og það verður þá áfram til umræðu innan stjórnar Þjóðvaka.“ Hvað um utanríkismálin? „Við teljum að það þurfí að laga EES-samninginn að breyttum að- stæðum, við viljum að það séu kannaðir ítarlega kostir og gallar á aðild að ESB og við bendum líka á það að flest ríki í Evrópu hafa valið sér ESB sem starfsvettvang og það verði ríkjaráðstefna ESB á næsta ári og við verðum að fylgjast mjög vel með þeirri þróun og taka afstöðu með tilliti til breyttra aðstæðna. Þarna er ekki lokað á neitt og held- ur ekki tekin fljótfærnisleg afstaða heldur má segja að þarna sé lagt upp með jákvæða utanríkisstefnu varðandi unrheiminum. Þarna er hvorki þessi óðagotsstefna Alþýðu- flokks né afturhaldshyggja Sjálf- stæðisflokks.“ Landbúnaðarmálin hljóta að skipta miklu máli í þessu samhengi og eftir umræður var sem stefnan hafi hnikast nær miðju ogflokkurinn átt erfitt tneð að gera upp við sig hvort hann vildi vera þéttbýlis- eða dreifbýlisflokkur? „Nei, tillagan sem var unnin í undirbúningshóp í málefnavinnu fyrir þingið var samþykkt nær óbreytt. Hún tekur til beggja í þessu. Það á að leggja sérstaka áherslu á varðandi breytingu GATT-samningsins að þar sé tekið á jöfnunargjöldunum á sanngjarn- an hátt fyrir bændur og neytendur, enda fara hagsmunir þeirra sanran til lengri tíma. Þarna er byggð brú milli neytenda og bænda. Sumir myndu segja að við hefðum átt að taka afdráttarlausari afstöðu með þéttbýlisneytendum og einhverjir með bændastéttinni en þarna er farið bil beggja og lögð áhersla á að þarna sé um sameiginlega hags- muni að ræða. Þarna voru tillögur sem gengu lengra í hvora áttina og þeim var vísað til stjórnarinnar og við verðum með þau mál áfram í umræðunni.“ Það er þá ekki hægt að segja að ykkar stefna brjóti í bága við stefnu annarra flokka? „Nei, sérstaða okkar í landbún- aðarmálum er kannski falin í þess- ari miklu áherslu á samstillta stefnu og aðrir flokkar hafa það kannski ekki með jafn ótvíræðum hætti sem við erum með.“ Ágúst segir að ekki sé búið að raða niður á lista ennþá og nægur tími sé til stefnu. Allur tími hafi far- ið í að undirbúa landsfundinn og nú fari menn að vinda sér í það að kanna þau mál. Það eru komnar hreyfingar alls staðar úti á landi og starf langt komið í öðrurn kjör- dæmurn. Hann vildi ekkert segja urn það hvort hann sjálfur myndi leiða listann í Reykjaneskjördæmi. „Það eru aðallega fjölmiðlarnir sem hafa gaman af því að velta upp nöfnurn en við höldum ró okkar.“ -JBG 1 Osmo Vanska fimmtudaginn 2. febrúar, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Einleikari: Osmo Vanska Elmar Oliveira Efnisskrá Ludvig van Beethoven: Igor Stravinskíj: Fiðlukonsert Vorblót Elmar Oliveira á/amús, BBSS Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. Samtök þeirra sem hafa orðið íyrir læknamistökum stofnuð Ætlumaðláta verkintala Amheiður Vala Magnúsdóttir varkjörin formaðursamtakanna. í síðustu viku fór fram á Hótel Lind fjölmennur stofnfundur samtaka fólks sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir læknamistökum. Arnheiður Vala Magnúsdóttir var kjörin formaður samtak- anna sem hafa hlotið nafnið Lffsvog. Að sögn Arn- heiðar voru stofnfélagar Lífsvogar vel á annað hundrað og segir hún að mikill hugur hafi verið í fólki. Samtökin hafa fengið aðstöðu hjá Neytenda- samtökunum að Skúlagötu 26 og hyggjast þegar hefja kröftuga starfsemi. „Skrifstofan verðuropin fólki sem vill leita beint til okkar en einnig verður hægt að hafa samaband í símatíma. Við ætlurn að halda annan fund fljótlega þar sem verður farið yfir þær kröfur sem við förum fram á. Við ætluni strax að láta verkin tala," segir Arnheiður og bendir á að samtökin muni hafa lög- menn á sínum snærum. Meðal þess sem Lífsvog setur á oddinn er að komið verði á laggirnar nokkurs konar ábyrgðar- tryggingarsjóði sem fórnarlömb læknamistaka geti leitað til um bætur. Arnheiður segir að auk þess að gæta hagsmuna þeirra sem hafa orðið fyrir lækna- mistökum sé hlutverk samtakanna ekki síður að veita félagsmönnum sínum stuðning og ráðgjöf í þessum erfiðu málum. „Fólk kom með mjög jákvæðu hugarfari á fund- inn og allir voru yfir sig hamingjusamir með að búið væri að stofna sanitökin svo nú væri hægt að fara að vinna að þessum málum. Umræðan um þessa hluti átti að vera komin upp á yfirborðið fyr- ir Iöngu.“ -jk

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.