Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 29
f'MÁNUDAGUR 30. JANÚAR'tSfðö MORGUNPÓSTURINN SPORT 2a Frábær úrslitaleikur Grindvíkingar meistarar í fýrstasinn Guðmundur Bragason og Anna María Sveinsdóttir fyrirliðar sigur- liðanna í bikarkeppni karla og kvenna. Bæði áttu þau mjög góðan leik á laugardaginn eins og oft áður. Anna María var kosin körfuknattleiks- maður ársins og Guðmundur var valinn besti leikmaður íslandsmóts- ins í fyrra. Guðmundur hefur leikið með meistaraflokki Grindavíkur í tólf ár og var þetta því langþráður titill. Stemmningin íyrir úrslitaleikinn í bikarkeppni meistaraflokks karla var ólýsanleg. Leikmennirnir voru kynntir fyrir 2500 öskrandi áhorf- endum með ljósasýningu og NBA- tilþrifum. Grindvíkingar mættu til leiks í fyrsta sinn en Njarðvíkingar léku til úrslita í tíunda skiptið. Leikurinn sjálfur var bráðfjörugúr og hörkuspennandi. Hann bauð upp á alit sem góður körfubolta- leikur getur mögulega boðið upp á. Mörg falleg þriggja stiga skot, góða vörn á köflum, vel útfærð hraða- upphlaup og hasar. Fyrir ieikinn hölluðust flestir að því að Njarðvíkingar myndu hampa bikarnum í leikslok enda hafa þeir leikið allra best það sem af er tímabilsins. Það skipti þó engu máli á laugardaginn. Bæði lið komu með frábæru hugarfari til leiksins, full sjálfstrausts og vel undirbúin. En eins og alltaf stóð aðeins annað liðið uppi sem sigur- vegari og áttu Grindvíkingar það fyllilega skilið. Grindvíkingar skoruðu fyrstu sex stig leiksins og létu Njarðvík- inga ekki fá neitt ráðrúm til að at- hafha sig í sókninni. Hreyfanleik- inn í vörninni var frábær og kom- ust Grindvíkingar í 12-2 áður en Is- landsmeistararnir komust í gang. Þá var haldin þriggja stiga skotsýn- ing. Guðjón Skúlason hitti úr nokkrum stórkostlegum skotum og Teitur Örlygsson sýndi líka hvað Crindavík-Njarðvík 105-93 (47-41) Stigaskor: Grindavík: Franc Booker 28, Guöjón Skúlason 24, Guömundur Bragason 15, Helgi Jónas Guöfinnsson 11, Nökkvi Már Jónsson 10, Marel Öm Guðlaugsson 8. Pétur Guðmuridsson 7, Bergur Hinriksson 2. Niaróvik: Ro'dey ison 31, Teitur Örlyg: Skot innan Franc Booker, hann gat. Grindvíkingar voru eitil- harðir í sóknarfráköstum og var hungrið allsráðandi hjá þeim. Pét- ur Guðmundsson lék mjög vel þrátt fyrir að skora ekki mikið. Pét- ur telur það ekki eftir sér að fleygja sér inn í teiginn og berjast um frá- köstin við stóru karlana. Njarðvík- ingar náðu að saxa verulega á for- skot Grindvíkinga og var áberandi hve Rúnar Árnason hafði jákvæð áhrif á félaga sínu þegar hann var inni á. Baráttan var allt önnur og betri. Staðan í hálfleik var 47-41 Grindavík í vil og leikurinn svo að segja í járnum. í byrjun síðari hálfleiks leit út fyrir að Njarðvíkingar ætluðu að stela sigrinum. Valur Ingimundar- son skoraði tvær þriggja stiga kör- fur með stuttu millibili. Grindvík- ingar byrjuðu síðari hálfleikinn með svæðisvörn nema hvað Guð- mundur límdi sig á Rondey sem fyrr. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Teitur Ör- lygsson Njarðvíkingum yfir, 56-55, en það var í eina skiptið sem Njarð- víkingar voru yfir. Þeir náðu að jafna 60-60 en þá skoraði Grinda- vík tólf stig gegn þremur. Það var Franc Booker, maður leiksins, sem fór þá hamförum. Munurinn var lengi vel fímm stig en svo sigldu Grindvíkingar aftur fram úr. Eftir að Booker hafði komist í gang var Teitur settur til höfuðs honum. Teitur gætti Guðjóns Skúlasonar stærstan hluta leiksins og gerði það mjög vel. Það er alveg ótrúlegt hvað Teiti tekst að halda mönnum niðri, þeir sjá ekki sólarskimu og fá varla boltann. Guðjón Skúlason nýtti sér frelsið og skoraði nokkur stig þang- að til Teitur var aftur settur á hann. Undir lok leiksins spiluðu Grindvíkingar mjög skynsamlega. Sóknir þeirra undir lokin voru langar og hnitmiðaðar og þar að auki náðu þeir fjölda sóknarfrák- asta og má segja að með því að leyfa þeim það hafi Njarðvíkingar kastað frá sér síðustu voninni. Franc Booker lék best allra á laugardaginn. Skoraði hverja mikil- vægu körfuna á fætur annarri. Guðjón Skúlason var einnig drjúg- ur og sama má segja um Guðmund Bragason. Annars var það liðsheild- in sem skóp þennan sigur eins og svo oft áður hjá Grindvíkingum. I liði Njarðvíkur var Ronday Ro- Bikarmeistararnir úr Grindavík eiga seint eftir að gleyma laugar- deginum. Þetta var fyrsti meist- aratitill Grindvíkinga í meistara- flokki karla og hafa sumir beðið lengi eftir honum. binson mjög góður að vanda. Hann er alveg ótrúlega sterkur og nýtir krafta sína mjög vel í baráttunni undir körfunum. Teitur átti góða spretti í sókninni og lék eins og áð- ur sagði alveg stórkostlega vörn. Hann lenti í villuvandræðum og hvíldi því lengur en efni stóðu til. Valur Ingimundarson lék einnig prýðilega. Það má kannski segja að Njarðvíkingar hafi látið skapið fara illa með sig því þeir eyddu tölu- verðu púðri í dómarana og hvern annan í stað þess að einbeita sér að leiknum. Leikmenn liðsins fengu eina tæknivillu og þrjár óíþrótta- mannslegar villur (það sem áður kallaðist ásetningsvilla). Grindvíkingar stigu trylltan dans að leik loknum eins og tíðkast þegar stórir sigrar hafa unnist. Njarðvíkingar voru hins vegar sárir og augljóslega bíða þeir færis á að sanna sig á ný. Njarðvíkingar þekkja varla tap og eru ekki á þeim buxunum að fara að læra þá list. Því eins og „Magic" Johnson11 sagði eitt sinn: „Þegar maður lærir að tapa þá er kominn tími til að hætta.“ -ÞK-eþa Hingað og ekki lengra! Nökkvi Már Jónsson (nr 15) ætlar greinilega ekki að hleypa Ástþóri Ingasyni, fyrirliða Njarðvíkur, framhjá sér. Grindvíkingar léku afbragðsgóða vörn á laugardaginn og lögðu með henni grunninn að sigrí sínum. Yfirburðir Keflavíkurstúlkna Unnu bikarinn þriðja árið í röð Á undanförnum árum hefur Keflavík státað af yfirburðarliði í meistaraflokki kvenna og engin breyting virðist vera í augsýn. Þær hafa unnið bikarinn þrjú ár í röð og íslandsmeistaratitilinn sex sinnum á síðustu sjö árum. Stúlkurnar úr Keflavík sýndu það strax í byrjun að þær eru ekki orðnar saddar á meistaratitlum. Þær voru mjög ákveðnar og náðu strax góðri forystu. Það hjálpaði ekki málstað KR-inga að Guðbjörg Norðfjörð fékk þrjár villur á fýrstu fimm mínútum leiksins. Guðbjörg var mjög ákveðin og grimmdin var mun meiri hjá KR-stelpum þegar hennar naut við. Keflvíkingar spil- uðu sterka vörn og náðu oft að plata KR-inga í gildrur við hliðar- línuna. Erla Reynisdóttir, sem átti stórleik, spilaði afbragðsvörn á Helgu Þorvaldsdóttur, besta leik- mann KR. Þessi frábæri varnarleik- ur Keflvíkinga orsakaði það að KR- ingar náðu sér aldrei á strik í sókn- inni og sóknaraðgerðirnar ein- kenndust af fáti. Vörn KR-inga var á tíðum alveg skelfilega kæruleysis- leg og virtust KR-stúlkur ekki vita nógu vel af andstæðingum sínum þegar þær læddust undir körfuna og fengu auðveld sniðskot. Erla Þorsteinsdóttir raðaði niður þriggja stiga körfum í fyrri hálfleik og Anna María Sveinsdóttir var einnig iðin við kolann af millilöng- um færum. KR-ingar virtust vera að ná sér, rétt eftir miðjan hálfleik- inn, á strik og settu í gang svæðis- pressu í nokkrar mínútur. Það virt- ist gefast vel en þær héldu ekki áfram í þeirri vörn í síðari hálfleik. I hálfleik var staðan 32-20 Kefla- vík í vil svo enn gat allt gerst. Bæði lið komu inn í seinni hálfleik stað- ráðin í því að tryggja sér sigur en Keflavíkurstúlkur fengu óskabyrj- un og breyttu stöðunni í 45-22 á fimm mínútum. Anna María Sveinsdóttir fór algjörlega á kostum og sýndi ótrúlega hittni. Hún er al- veg örugglega ein besta skytta landsins og skiptir þá ekki hvort talað er um karla eða konur. Eftir þetta afhroð í byrjun hálfleiksins skoraði Helga Þorvaldsdóttir þriggja stiga körfu og var það byrj- unin mjög góðum leikkafla KR- inga sem skoruðu þá tólf stig í röð. Keflavíkurstúlkur létu ekki bugast og svöruðu með að skora sjö stig í röð og leikurinn var þá svo að segja búinn. Fögnuður Keflvíkinga var að vonum mikill í leikslok og gremja KR-inga að sama skapi mikil. KR- ingar hafa lengi beðið eftir titli en alltaf þurff að lúta í lægra haldi fyr- ir Keflvíkingum þegar ögurstund rennur upp. Keflvíkingar eru sannarlega vel að sigrinum komnir. Stelpurnar spiluðu alveg stórkostlegan leik og það er óhætt að segja að ekkert lið á landinu ráði við þær í þessum ham. Það var leiðinlegt að sjá hversu illa var mætt á þennan stærsta leik árs- ins í kvennakörfunni. Áhorfendur hafa greinilega ekki enn gert sér grein fyrir því að stelpurnar sem við eigum í dag eru frábærir körfu- boltamenn sem fyllilega er vert að fylgjast vel með. -ÞK-eþa Kvennaleikurinn Erla Reynisdóttir, ÍBK: „Við spiluðum okkar leik. Líkt og þær komum við tví- efldar til leiks I byrjun síðari hálfleiks. Nú hugsum við um lslandsmótið.“ Helga Þorvaldsdóttir, KR: „Það er eins og við höfum ekki fattað að leikurinn væri í dag. Vörnin klikkaði hjá okkur enda fengu þær að skjóta 3-ja stiga skotum óáreittar." Sigurður Ingimundarson, þjálfari ÍBK: „Það var fyrst og fremst það að okkur tókst að gera þeim erfitt fyrir í öllum sóknaraðgerðum. Allt gekk upp, það er ekki oft sem lið hitta á svona leiki, sér- staklega hér í Höllinni. Þess vegna er ekki gaman að leika gegn svona liði. Það er voða gaman að vinna alltaf hérna, mér finnst bara verst að fá ekki að vinna hinn bikarinn líka.“ Karlaleikurinn Franc, Booker, Grinda- vík: „Ég mun sennilega ekki ranka við mér fyrr en seinna i kvöld. Við vorum ekkert hræddir þegar þeir nálguðust okkur og ég ákvað að sjá til þess að við myndum ekki tapa leiknum. Guðjón sagði við mig: „Franc, láttu boltann ganga og sjáðu til þess að þeir nái okkur ekki." Við munum leggja hart að okkur til að vinna líka Islandsmótið í vor.“ Valur Ingimundarson, þjálfari og leik- maður Njarðvíkur: „Það var byrjunin sem klikkaði hjá okkur. Menn höfðu ekki hug- mynd um að leikurinn væri byrjaður." Friðrik Rúnarsson: „Það kom þeim smá á óvart að við breyttum yfir í svæðis- vörn í byrjun seinni hálfleiks. Við höfum unnið vel síðan á sunnudaginn síðasta þegar við töpuðum fyrir þeim í deildar- keppninni svo ég var alveg pottþéttur á því að við myndum hafa þetta. Komum vel undirbúnir til leiks - þetta átti ekki að fara frá okkur." Guðjón Skúlason. Grindavik: „Við ætluðum að keyra vel á þá til að fá opin skot og það gekk al- veg 100 prósent. Ég og Booker þurftum að hafa mikið fyrir okkar skotum því Teitur spiiaði mjög góða vörn á okkur." Ástþór Ingason, fyrirliði Njarðvíkur: „- Þetta var hrikalega sárt - það er alltaf leiðinlegt að tapa titli. Allt fór úrskeiðis.“ Guðmundur Bragason, fyrirliði Grinda- víkur: „Það hafði enginn trú á að við myndum vinna þetta. Við byrjuðum á krafti og þeir komust þar með aldrei inn í þetta." Sigmar Þröstur Ósk- arsson, markvörður KA í handbolta: „Það var gam- an að þessu, sáttur við þessi úrslit. Njarðvíkingar hefðu mátt vera grimmari í síðari hálfleik. Mér fannst Helgi góður og sömuleiðis Booker.“ John Rhodes, leikmaður og þjálfari ÍR i körfubolta: „Þetta var mjög Sþenn- andi leikur. Góðar varnir, góður sóknarleikur, allt sem góður körfubolti snýst um. Það er ekki annað hægt en að gefa Grindvikingum kredit, þeir voru virkilega hungraðir f sigur. Booker stjórnaði sínu liði alveg snilldarlega og það var glæsilegt herbragð hjá Friðriki Rúnarssyni að skipta yfir í svæðisvörn í byrjun síðari hálfleiks.“ Kristján Pálsson, tilvon- andi alþingismaður: „Leikurinn var hraður og skemmtilegur og tel ég sigur Grindvikinga vera sanngjarnan. Þessi leikur er mjög góð auglýsing fyr- ir körfuboltann og bæjar- félögin enda er Mekka körfuböltans á Suðurnesjum." Ellert B. Schram, forseti (Sl og ritstjóri DV: „Leikur- inn var mjög skemmtileg- ur og vel leikinn. Það er meiriháttar að svona lítið bæjarfélag geti státað að jafnöflugu iþróttalífi ög raun er. Umgjörðin i kring- um leikinn var frábær.“B Keflavík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.