Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 19

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Side 19
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 19 Var sigur George Foremans í keppninni um heimsmeistaratitilinn á síðasta ári mesta niðurlæging íþróttarinnar eða sigur manns yfir sjálfum sér? Foreman veit það ekki sjálfur en nýtur lífsins til fullnustu sem elsti heimsmeistari hnefaleikasögunnar ■ ■ OGGÞYN ÐUR m 5. nóvember — / js Foreman sér gat í vörn andstæö- ...og hægri höndin ferf afstaö... • * j Unnendur hnefaleikaíþróttar- innar um heim allan vissu ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta þegar George Foreman stóð yfir vönkuðum Michael Moorer í keppni um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum á síðasta ári. Sigur hins 45 ára gamla hnefaleikakappa virtist vera sigur mannsins yfir efninu (í tilviki Foremans er nóg til af efninu) en í reynd sýndi þetta fram á þann skrípaleik sem þrífst í hnefaleikaheiminum. f raun veit enginn hver er heimsmeistari hverju sinni, þrjú sambönd gera öll kröfu um að krýna heimsmeist- ara og það var síðast fyrir tilstilli Mike Tysons sem heimurinn átti óumdeildan heimsmeistara. Nú á heimurinn tvo miðlungsmenn og höggþyngsta trúð í heimi. Ferill Foremans er hins vegar for- vitnilegur um margt og ljóst að þar er á ferðinni óvenjulegur maður. Hann ólst upp í Houston í Texas og segir sjálfur að eini munurinn á honum og Tyson sé sá að Foreman komst upp með það sem Tyson sit- ur inni fyrir! Foreman dregur enga dul á að hann hafi verið efnilegur glæpamaður þegar framsýnn um- hoðsmaður kom auga á hann á sjö- unda áratugnum. Var heimsmeistari í eitt ár Foreman vakti fyrst athygli þegar hann varð Ólympíumeistari í Mexí- Georg Foreman. Nýtur lífsins til fullnustu sem kóngurinn. kó árið 1968. Það lá beint við að ger- ast atvinnumaður og fljótlega stóð öllum ógn af þessum risavaxna hnefaleikakappa sem lauk flestum bardögum með rothöggi. Á þeim tíma ríktu þeir Muhammed Ali og síðar Joe Frazier — teknískir snillingar sem Foreman vildi líkjast. Umboðsmaður hans benti honum hins vegar á að hann væri öðru vísi; slagsmáladýr með drápshvöt, það sem Tyson fullkomnaði síðar. Að lokum hirti Foreman heimsmeist- aratitilinn af Frazier árið 1973 en tapaði honum aftur árið eftir til Al- is í því sem hefur verið kallað bar- dagi aldarinnar sem fór fram við sérkennilegar og allt að því frum- stæðar aðstæður í Afríkuríkinu Za- ire. Foreman var í mörg ár að jafna sig eftir tapið í Zaire. Kunningjar hans fundu hann gjarnan með mynd frá bardaganum þar sem Ali stendur yfír honum, sigri hrósandi. Þá fékk Ali stuðning allra í Zaire — honum tókst að verða hetja svartra manna en Formann fann bara hat- ur í Zaire. „Ali hafði mig í hendi sér. Ég hafði ætlað að kremja hann og það hafði hann treyst á. Ég var því miður ekki nógu klár þá,“ segir Foreman. Ferill Foremans hrundi eftir þetta og hann byrjaði að haga sér undarlega. Hann spreðaði pening- um á alla kanta, fjölskylda hans hélt að hann væri geðveikur, konan fór frá honum og niðurlægingin var fullkomnuð þegar hann tapaði fyrir Jimmy Young í San Juan árið 1977. Ferillinn var búinn — eða svo virt- ist flestum. Guð kemur til hjálpar En í búningsklefanum eftir tapið fyrir Young birtist honum Guð - eða svo telur Foreman. Lýsingar hans af atvikinu minna reyndar einna helst á hjartaáfall en hvað um það; líf Foremans gjörbreyttist eftir þetta. Skömmu síðar flutti hann aftur á æskustöðvarnar í Houston og byrjaði líf sitt sem predikari. Hann helt ræður á götum úti og vitnaði endalaust um breytt líf sitt. Hann byggði upp safnaðarstarf í kringum sig, reisti kirkjur og bjó til æskulýðsstöðvar. Hann hélt fyrir- lestra og lýsti kappleikjum og að lokum varð hann vinsælt efni í við- ræðuþáttum. En þetta dugði Fore- man ekki — honum fannst eitthvað vera eftir af ferli sínum. Þrátt fyrir mótmæli fjölskyldunnar hóf hann aftur feril sinn í hringnum árið 1987. En skilur alveg til fullnustu af hverju hann fékk tækifæri gegn Moorer en endalaus sundurþykkja hnefaleikasambandanna þriggja gerði það að verkum að Foreman tókst að komast í tæri við titilinn án þess að byrja á hefðbundnum upp- hafsreit. Foreman hafði lagt töluvert á sig til að komast í æfingu aftur, jafnvel reynt að bæta úthaldið með hlaup- um. Hann einbeitti sér þó mest að höggæfingum og tilkynnti að þar sem styrkur hans fælist í högg- þyngdinni væri í raun ekki mikið vit í því að léttast mikið. Hann keppti jú hvort sem er í þungavigt! Það var þess vegna ljóst að það var ekki jafnt á með þeim komið þegar í hringinn var komið í nóv- ember síðastliðnum. Foreman minnti meira á súmóglímumann en hnefaleikakappa og Moorer dans- aði í kringum hann í hringnum. Fyrstu loturnar virtist Moorer hafa bardagann í hendi sér og Foreman átti í nokkrum öndunarerfiðleikum og var mjög tekinn að lýjast. En þegar tvær mínútur voru liðnar af 10. lotu gleymdi Moorer sér andar- tak og höggþyngsti trúður í heimi náði hægri handar höggi sem dugði. Heppni? Jú, auðvitað en höggþyngd skiptir hins vegar máli í þessari harð- hausaíþrótt. Ef þetta dugar til þá er íþróttin bara svona. „Enginn getur áttað sig á því hvað Georg þurfti að leggja á sig til að ná þessum ár- angri. Hann þurfti að berjast gegn aldri, þyngd og draugum for- tíðarinnar. Hon- um tókst það hins vegar og þess vegna er hann kóngurinn," sagði Mort Sharnik sérstak- ur aðstoðarmað- ur Foremans. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um frekari bar- daga Foremans en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að horfa of neðarlega á styrk- leikalistann þegar hann hefur verið að velta fyrir sér andstæðingum sínum. Hann langar greinilega að varðveita titil- inn enn um sinn. SMJ - Byggt á Esquire í ...Michael Moorer fær ...og George Forernan er orö- inn nyr lieims' meratari t hnefn- Nýlega var styrkur til atvinnuleikhópa afgreiddur. Sótt var um til 54 verkefna af 23 leikhópum. Það er því Ijóst að hér er um hagsmunamál margra að ræða. Börn og frumsam- in leikrit í öndvegi Framkvæmdanefnd Leiklistar- ráðs hafði úr 14 milljónum að spila sem er dropi í hafið sé miðað við fjölda umsækjenda. Sjö verkefni hlutu styrk þannig að aðilar sem stóðu að 47 umsóknum hafa bitið í súrt epli. Nefndin er skipuð þeim Hávari Sigurjónssyni leikstjóra, Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra og Vilborgu Valgarðsdóttur og þau gerðu eftirfarandi tillögur sem menntamálaráðuneytið samþykkti: Möguleikhúsið 2.000.000.- Alheimsleikhúsið 2.000.000.- Hermóður og Hervör 2.000.000.- Tíu fingur 2.000.000.- íslenska leikhúsið 900.000.- Frjálsi leikhópurinn 400.000.- Samtals: 9.300.000.- Afgangurinn af 14 milljónum, 4,7 milljónir, gengu upp í starfssamn- ing við leikhúsið Frú Emilíu og er það afgangurinn af þeim samningi. Möguleikhúsið, með Pétur Egg- erts fremstan í flokki, sem er öflugt barnaleikhús starfandi við Hlemm fékk styrk til ótilgreinds verkefnis. Alheimsieikhúsið fékk styrk til uppfærslu á leikritinu Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur en hún er ein helsta sprautan í Alheimsleik- húsinu. Hermóður og Hervör er leikhópur sem samanstendur af leikarahjónum búsettum í Hafnar- firði auk gullsmiðs og leikara úr Garðabænum. Nánar tiltekið þeim Hilmari Jónssyni, Sóleyju Elíasdóttur, Gunnari Helgasyni, Björk Jakobs- dóttur og Erling Jóhanns- syni. Þau hyggjast færa upp nýtt verk eftir Hafnfirðing- inn Árna ibsen væntanlega í Bæjarbíói. Tíu fingur fær styrk til leikgerðar á skáld- sögunni Mist of Avalon. Það er brúðulistakonan Helga Arnalds sem stendur að Tíu fingrum. íslenska leikhúsið meði Þórarin Eyfjþl'ð og Halldór Björnsson inn- anborðs ætla sinn styrk í uppfærslu á Úr djúpinu eftir Maxim Gorki. Halldór E. Lax- ness er aðalmað- urinn í Frjálsa leikhópnum og er styrknum ætlað að hjálpa upp með Ieikferð um landið með sýninguna Sann- an vestra, sýningu sem hlaut mjög lofsamlega dórna, en gekk ekki sem skyldi þegar hún var sýnd í Tjarnabíói fyrr í vetur. Af ofangreindu má vera ljóst að úthlutunarnefndin hefur gengið út frá tveimur meginforsendum. Annars vegar að styðja við leikhús fyrir börn og hins vegar að stuðla að nýsköpun í ís- lenskri leikritagerð. JBG

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.