Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU 29 Leó Löve hafði aðra ástæðu til að skipta ekki við Olís Leó Löve hafði samband við rit- stjórn MORGUNPÓSTSINS og vildi gera athugasemd við fram- setningu dálksins „bætifláka" sem birtist síðasta mánudag í blaðinu. ( þessum dálki var starfsmanni bensínstöðvar Olís í Hamraborg gefið tækifæri á að svara gagnrýni Leós sem hafði haldið því fram í qrein í Tímamim að starfsmenn um- ræddrar bensínstöðvar hefðu ekki reynst aldraðri móður hans sérlega hjálplegir þegar hún varð fyrir því að sprakk á dekki á bíl hennar. Fyrir- sögn greinar Leós í Tím- anum var: „Þess vegna kaupi ég ekki hjá Olís“ en afjo^nningu^blaðamanns^ MORGUNPÓSTSINS mátti skilja að eina ástæðan fyrir þeirri af- stöðu Leós væri slæm framkoma starfsmanna olíufélagsins við móður hans. Leó gerði athuga- semd við að þetta væri ekki nema hálfur sann- jej<uij02 benti áað íum ræddri grein í Tímanum kom fram að áður en atvikið með móður hans átti sér stað, hafði Leó kynnst dónalegri framkomu starfsmanna Olís, og það hafi verið sú framkoma sem varð til þess að hann ákvað að snúa viðskiptum sínum annað. At- vikið með móður hans varð aðeins til að gera hann staðfastari í þeim ásetninqi. Kolbrún með tvöfalt Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir Djöflaeyjunni hjá L.A. og má kannski segja að hún gangi með tvíbura í ákveðnum skilningi. Kol- brún er barnshafandi og ef allt gengur samkvæmt áætlun þá mun hún fæða af sér sýninguna áður en erfinginn lítur dagsins Ijós. Hann er væntanlegur í byrjun apríl en Djöfla- eyjan seinni part marsmánaðar... Steini fyrir framan eina af mynd- unum sem hann hefur gert eftir pöntun. Þær myndir merkir hann með opinberu merki sínu, SHARK’E, en ekki fæst uppgefið hvernig hann merkir myndir sem hann gerir án leyfis. „Úti nota graffarar „tag“ til að merkja sér svæði. Oft er þetta í tengslum við dópviðskipti og þess háttar og klíkurnar afmarka við- skiptasvæði sín með þessu. Regl- urnar í kringum „tögin“ eru mjög strangar. Það þykir til dæmis mikil móðgun að fara ofan í annað „tag“ og þegar er gerður hringur utanum „tag“ eða krossað yfir það, er það skilaboð til eiganda viðkomandi Þetta „tag“ stendur fyrir nafnið RICHARD, en Steina fannst lítið til þessa merkis koma. NICE DNA CREW stendur á vegg við Reykjavíkurhöfn. Þetta „tag“ er eftir einhvern úr danska graf- farahópnum DNA. Graffarar leggja mikla áherslu á að skilja sitt „tag“ eftir hvar sem þeir koma í heiminum. „tags“ að hann megi eiga von á kúlu eða hníf í bakið.“ Að sögn Steina mynda graffarar oft hópa í erlendum stórborgum og hafa þá svipuð eða eins merki sem þeir reyna að skilja eftir sig hvar sem þeir koma í heiminum. Harð- skeyttustu graffararnir gangast upp í því að seta sitt „tag“ á staði sem erfitt er að komast að: brýr, styttur, há auglýsingaskilti, vegvísa og svo framvegis. Steini segir að það séu ekki marg- ir virkir graffarar hér á landi en þeir séu þó nokkrir sem reyna að halda merki þessarar umdeildu listgrein- ar á lofti. „Það er svo skrítið að rappið sem fylgir þessum kúltúr og fötin eru vinsæl en þetta hefur einhvern veg- inn orðið út undan nema hjá örfá- um.“ -jk „Fógetinn er minn heimavöllur," segir Haraldur Reynisson trúbador en hann hefur spilað á pöbbum og börum víða um land undanfar- in 5 til 6 ár. „Mér finnst skemmtilegast að spila á tónleikum og leika þá eigið efni á gít- ar og munnhörpu. Á Fógetanum er góð blanda af f slending- um og útlendingum á öllum aldri. Svo eru svona staðir sem eru bara með músik um helgar eins og Feiti dvergurinn, Lundinn í Vestmannaeyjum og sveitakráin Áslákur í Mosfellsbæ. Það er fínn staður. Um helg- ar byggist þetta fyrst og fremst upp á að vera með sem fjölbreytilegast prógram en staðirnir sem ég spila á eiga það sameiginlegt að það er svipað fólk sem sækir þá, svona venjulegt fólk. Kvöld- in eru mjög misjöfn og ég held ég viti bara ekki hvar er leiðinlegast að spila. Ég hef verið mjög heppinn með fólkið sem ég hef verið að spila fyrir, það hefur aldrei verið neitt vesen. Að vísu eru alltaf til menn sem geta farið mjög mikið í pirr- urnar á mér ef þeir eru útúrdrukknir og ætla að fara að stjórna manni. Það er tvennt ólíkt að spila fýrir edrú fólk og það er tíu sinnum skemmti- legra og ég stefni að því að halda meira af tónleikum í framtíðinni þar sem fólk kemur bara til að hlusta. Mér finnst best að spila á stöðum þar sem er ekki dansgólf því þá nær maður meira til fólksins. Maður verður bara að láta vaða, það þýðir ekkert að húka úti í horni og grúfa sig ofan í gítarinn. Sérstaklega ekki um helgar. Þá er þetta bara bissnsess- atriði fyrir barina að maður skemmti fólkinu. Það getur komið inn fólk sem vill heyra Bob Dylan og þá spilar maður hann bara. Svo lendir maður kannski í því að spila fyrir eldra lið einhver gömul íslensk alþýðulög en ég er með nokkur hundr- uð lög á prógramminu. Leiðinlegast flnnst mér að spila Undir bláhimni en ég tek það samt ef ég er beð- inn um það. í miðri viku get ég síðan spilað meira af mínum eigin lögum.“ Haraldur vinnur nú að upp- tökum á annarri plötu sinni en hún kemur væntan- lega út í október. lae Haraldur Reynisson trúba- dor. „Leiðinlegast finnst mér að spila Undir bláhimni en ég tek það samt ef ég er beðinn um það.“ Notalegt lióð eftir Rafn Geirdal Það leikur allt í höndum Rafns Geirdal. Það er ekki óeðlilegt að álykta sem svo að Rafn, verandi þessi nuddari sem hann er, láti sig efnið meiru varða en andann. En það er nú eitthvað annað og þeir sem til mannsins þekkja segja að Rafn hrærist í ótal heim- um. Hafandi „Síðunudd“, ljóð(þulu) vikunnar, í huga er Ijóst að Rafn er eins og í mat hjá mömmu í skáldheimum. Ef hægt er að líkja þeirri upplifun sem felst í því að eiga stund með Síðunuddi við eitt- hvað þá er það helst, tja, heilanudd sem kemur upp í hugann. Nudd er í eðli sínu fremur fráhrindandi orð, einkum í eignarfallsmyndinni, en Rafn lætur það ekki aftra sér og orðið nudd einhvern veginn... andar rétt í meðförum hans. ætla Síð£ nudfea n(u nud cpf n’ud nudd í Kanada nudd í Þýskala — n u d d. | Síðan myndi ég nudda nuddara« nudda nudðsins höndut nudda íoo mannj nudda nudda nudda - nudd. Síðan ber að gefa að á svicMnudds hafa öðIaSt reynslu sjúkranuddarar sumir þe|rra nudda — nu Síðan h nuddsin nuddsk þeirra á tryggast — nudd frá B o u 1 d e,r égr n u< Ljóð Rafns er tilbúningur MORGUNPÓSTSINS sem notar setningar og orð úr grein eftir hann f Velvakanda á laugardag. ■mnmni Spoon heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. In-Bloom heldur „frítt-inn“-tónleika á Tveimurvinum. Arnar Guðmundsson verður trúba- dúr kvöldsins á Fógetanum. Sigga Beinteíns ein síns liðs á Kaffi Reykjavík. Tríó Egils B. Hreinssonar leikur djass á Jazzbarnum. Blues Express með standarda á Kringlukránni. Kvartett Jens Winther og Tómas- ar R. í Deiglunni. ■IBHEaXH Raggi Bjama og Stefán Jökuls- son sjá um að halda uppi stemmningu eins og hún gerist best á Mímisbar. Langbrók innheldur meðal annarra hinn barða Ofur-Baldur. Þeir leika á Gauki á Stöng. Papar á Tveimur vinum. Mæðusöngvasveit Reykjavíkur spilar Smokie og Dr. Hook-lög á Fóget- anum. Innesphere er hörkuteknógrúppa sem leikur i (þróttahúsinu við Strand- götu fyrripart föstudagskvöld en færir sig svo yfir á Tunglið síðla kvölds. Hunang leikur fyrir dansi og þá sem ekki vilja dansa á Ömmu Lú. JJ-soul-band á Jazzbarnum. Arnar og Þórir á blússandi siglingu á Mömmu Rósu í Kópavogi. Laugardagur Ríósaga. Helgi Pé., Ágúst A. og Ólafur Þ. rifja upp ferilinn eftir samtals 30 ára samfellda baráttu. Þeim til að- stoðar verður Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, sú frábæra gamanleikkona. Síð- ar um kvöldið leikur hljómsveitin Saga Klass fyrir dansi. Raggi Bjarna og Stefán Jökuls eru hinn valkosturinn á Sögu þetta kvöld. Langbrók teygir lopann á Gauki. Papar frá Vestmannaeyjum á Tveimur vinum. Mæðusöngvasveit Reykjavíkur er atorkusöm loks þegar hún er komin á skrið. Hún er aftur á Fógetanum. Hunang verður aðalhljómsveitin á sér- stöku kúrekakvöldi á Ömmu Lú. Bo Halldórs enn með sitt sjó, „Þótt líði ár og öld“, sem er nú komið i sam- keppni við Ríó tríóið á Hótel Sögu. Eftir sjóið leikur Stjómin fyrir dansi ásamt þeim Bo og Bjarna Ara. Innesphere eyðir kvöldinu hjá unga fólkinu á Villta tryllta Villa. Þórir Baldursson ásamt Einar Vali Scheving og Óskari Guðjónssyni í djassveislu á Jazzbarnum. Arnar og Þórir á Mömmu Rósu. Blues Express slá bláa tóna á Gjánni Selfossi fyrir lókala og aðkomulýð. SUNNUDAGUR Karma er spurning um orsök og afleið- ingu, eða er öllu heldur hljómsveit sem leikur á Gauki á Stöng. Ellen Kristjánsdóttir leikur við und- irleik píanóleikara á Kaffi Reykjavík. Arnar Guðmundsson frá Akureyri endar helgina á Fógetanum. Einar Kristján Einarsson leikur á gítar á Sólon Islandus. Andrea Gylfadóttir ásamt Kjartani Valdimarssyni í réttu umhverfi á Jazzbarnum. T A S T U Ð Jens Winther og Tómas R. Ein- arsson á Hótel ísafirði á fimmtudags- kvöld og Deiglunni Akureyri föstudags- kvöld. Pláhnetan í Kántrýb'æ Skagaströnd á föstudagskvöld og því næst á 1929 á Akureyri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.