Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 17
Ég er að hafa orð á þessu vegna
þess að um daginn þá hringdi í
mig maður og vildi gera frétt úr
því að dæmdur kynferðisafbrota-
maður hefði verið ráðinn upp á
hálendi, þar sem maður skyldi
ætla að væri minni traffík af börn-
um en víðast annars staðar. Þeg-
ar ég var tólf ára voru svona
menn verkstjórar yfir börnum og
flestum þótti nóg að gert með því
að vara börnin við þeim undir
rós.
yrir utan hvað ég lærði að
þekkja alla þjóðfána heimsins
sem þá var þá man ég einna
helst eftir Anderson-hjónum frá
sumrinu mínu á Sögu. Þetta voru
vellauðug hjón sem bjuggu á 730
- kóngasvítunni - og dvöldu þar í
eina tvo mánuði yfir sumarið.
Kallinn var týpískur kani, feitlag-
inn í köflóttum buxum. Konan var
öllu eftirminnilegri, í háum leður-
stígvélum og pínupilsi, þótt hún
hefði hvorki haft aldur né vöxt til
að bera það. Hún var ákaflega
mikið máluð og það sama mátti
segja um dóttur þeirra hjóna sem
var með í för. Málningin gerði það
að verkum að stundum var erfitt
að þekkja þær mæðgur í sundur.
Andlitið á þeim sagði meira til um
snyrtivöruframleiðandann en
persónuna á bak við málninguna.
Þrátt fyrir að Reykjavík hafi
ekki haft upp á margt að bjóða á
þessum árum fannst mér Ander-
son-fólkið verja tíma sínum sér-
kennilega. Stundum komu mæðg-
urnar niður í lobbí og keyptu sér
sitthvorar tuttugu lyklakippurnar
með mynd af Geysi. Guð má vita
til hvers. En þau tippsuðu vel svo
í raun var ég ekki í neinni aðstöðu
til að hafa skoðun á þeirra lífi.
Nema einn daginn þegar hringt
var neðan úr pósthúsinu í Póst-
hússtræti og sagt að þar lægju
rúmlega fimmtíu bréf sem komið
höfðu upp úr póstkassanum við
Hótel Sögu, öll stíluð á frú Ander-
son og öll ófrímerkt. Móttöku-
stjórinn sá strax hvernig í pottinn
var búið og sendi mig niður í
pósthús með pening fyrir frí-
merkjum. Þar sat ég góða stund
og sleikti merki á rúmlega fimm-
tíu umslög.
Daginn eftir komu bréfin síðan
aftur upp á hótel og í hendur á frú
Anderson sem átti afmæli þenn-
an dag. Hún ljómaði öll af þessum
margfalda hlýhug sem henni var
sýndur á afmælisdaginn og líka
herra Anderson af vissu sinni um
að allt starfsfólk hótelsins héldi
að þau hjónin væru svona vina-
mörg.
Þetta var náttúrlega jafn sorg-
legt og 34 ára gamli maðurinn á
Hrafnistu. Og kannski ekki þó.
Þegar ég er orðinn gamall og bú-
inn að bíta af mér allt fólk get ég
huggað mig við það þegar her-
bergisfélagi minn á elliheimilinu
fær afmælisskeytin sín að hann
hefur örugglega sent sér þau
sjálfur.
Þegar hér var komið við sögu
var ég orðinn tólf ára og kom-
inn upp fyrir þau aldursmörk
sem Evrópusambandið telur
hreint glæpsamlegt að hafa í
vinnu.
Og það segir nokkuð um
hversu líkir ég og Páll Pétursson
erum að strákurinn minn, sem
verður ellefu ára í sumar, var
sendill hjá mér síðastliðið sumar.
Almennilega siðað fólk áttar sig
náttúrlega á hvað er að gerast. A
sama hátt og þeir sem eru beittir
ofbeldi í æsku eru líklegri til að
beita ofbeldi seinna á ævinni,
þannig er vinnuþrælkaður ég orð-
inn að þrælahaldara í dag.
Gallinn er hins vegar sá að
hvorki ég né Páll Pétursson erum
almennilega siðaðir. Ég er búinn
að fyrirgefa títtnefndum Hadda
bróður allar pyntingarnar sem ég
mátti þola sem barn og ég ber
engan kala til þess fólks sem
nennti að hafa mig í vinnu sem
barn.
Ég segi því eins og Páll og fang-
inn sem sat saklaus inni í þrjátíu
ár, úr því að ég þoldi þetta þá get
ég ekki vorkennt syni mínum.
Og svo er ekkert eftir nema að
krossa sig og segja „guð hjálpi
börnunum hans“. ■
HeHi
í gærkvöldi frumsýndi Islenski
dansflokkurinn Heita dapsa í
Þjóðleikhúsinu. Dagskráin sam-
anstendur af fjórum verkum:
Carmen eftir Sveinbjörgu Alex-
ander, Sólardönsum eftir
Lambrov, Adagietto eftir Charles
Czarny og verkinu Til Láru sem
Per Jónsson samdi sérstaklega
fyrir Láru Stefánsdóttur, dansara
flokksins. Ekki gengu æfingar
slysalaust fyrir sig því einn aðal-
dansarinn í Carmen, Sigrún Guö-
mundsdóttir, meiddist á síðustu
stundu og þurfti að kalla til
gestadansara frá Austen í Texas
í hvelli til að kippa í liðinn. Alls
taka fimmtán dansarar þátt í
sýningunum sem verða aðeins
sex talsins þar sem flokksmanna
bíður annað verkefni til frum-
flutnings á Kirkjulistahátíð Hall-
grímskirkju um miðjan júní. ■
ucnsi dbKmenuur uu ividiiuudybpubimum ug neigdrpusunum
og takið þátt í áskrifendahappdrætti.
í ágúst verður þessi glæsilegi hálfsjálfskipti Renault TWingo
að verðmæti 968.000 krónur dreginn út.
Allir áskrifendur- gamlir og nýir - eiga jafna möguleika á að eignast þennan bíl fyrir
áskriftarverðið - 999 krónur á mánuði.
Posturmn
Ódýrasta fréttablaðið
á landinu, það
hraðasta, sprækasta
og langskemmtilegasta
Fjölbreytt blanda af
fréttum, úttektum,
greinum, viðtölum og
skemmtiefni.
Ungt blað og lifandi.
Suðurlandsbraut 14 Sími 568 1200 8i 581 4060
hvað
VANTARí
REYKJAVÍK?
iviAcnius joiu
ARIUASQni,
BÆJARSTJORI
HAFIUAR-
FJARÐAR
„Lengra kjörtímabil fyrir
R-listann."
SIGURPUR
SIGURJOIUS-
SOIU
LEIKARI
„Fleira jákvættfólk."