Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 4
ÍSLENDING- AR ERU TAPSÁRIR íslendingar eru tapsárir í keppnisíþróttum. Allir vilja eiga þá íþróttamenn sem sigra í keppni en enginn vill kannast við þá sem tapa. Þetta er ekki sér- kenni Islendinga heldur allra smáþjóða. Fámenn þjóðfélög gera miklu meiri kröfur til sinna þegna en stórþjóðir þar sem íbúum smáþjóða þykir meira til hvers annars koma en þeim í milljónaþjóðfélög- um. Það er samt sem áður ótrúlegt hvað smáþjóðir ná langt í íþróttum þar sem þetta er yfirleitt áhugamennska hjá þeim en í milljónaþjóðfélögum snýst þetta frekar um pen- inga. Samt sem áður höf- um við góðar ástæður til að vera stolt af okkar íþróttafólki vegna þess að okkar fólk hefur náð langt á heimsmælikvarða. AMAL RÚN QASE Island er skrifað af hring- borði fólks sem á rætur sínar að rekja til útlanda en býr hér á landi. F!M T tl DaG ú FrT8 Matsnefnd vínveitingahúsa: Tilgangslausl batterí kostar milljónir á ári Frá árinu 1956 hefur verið starfandi á vegum dómsmála- ráðuneytisins svokölluð Mats- nefnd vínveitingahúsa. Þetta er þriggja manna nefnd sem hefur aðsetur í Reykjavík og hefur því eina hlutverki að gegna að meta húsakynni þeirra veitingastaða sem sækja um vínveitingaleyfi. í þeim tilgangi ferðast nefndar- meðlimir vítt og breitt um landið á fullum dagpeningum. Heil- brigðiseftirlit viðkomandi sveit- arfélaga hafa hins vegar undan- tekningalaust áður tekið út hús- næði og aðstöðu þeirra veitinga- staða sem sækja um vínveitinga- leyfi, enda þarf jákvæð umsögn að liggja fyrir frá heilbrigðiseftir- liti áður en veitingaleyfi fæst. Samkvæmt heimildum póstsins hafa lengi verið uppi raddir með- al heilbrigðiseftirlitsmanna að Matsnefndin sé úrelt fyrirbæri, og að störf nefndarinnar sé ekk- ert annað en endurtekning á þeirra verki, sem þeir séu full- færir um að inna af hendi. Á síð- asta ári kostaði rekstur Mats- nefndarinnar á þriðju milljón króna og skiptist sú upphæð þannig að ríflega heimingur féll til vegna ferðakostnaðar og dag- peninga, en afgangurinn var þóknun til nefndarmeðlima. KIRKJUVÖRÐUR, HEILBRICÐISEFTIRLITS- IVIAÐUR A EFTIRLAUIU- UM OC HÓTELSTJÓRI Þeir seiTT sitja í Matsnefnd vín- veitingahúsa eru: Þórhallur Halldórsson, skipaður af dómsmálaráðuneytinu. Hann starfaði áður hjá Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur en er að mestu hættur þar störfum sökum ald- urs. Sigrún Sturludóttir, kirkju- vörður í Bústaðakirkju, er full- trúi Áfengisvarnarráðs og fyrir hönd Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda situr Einar 01- geirsson, hótelstjóri Hótel Loft- leiða. Að sögn Þórhalls, sem er for- maður Matsnefndarinnar, reyn- ir nefndin ávallt að bregðast eins skjótt við og hægt er þegar beiðni um mat á veitingahúsi berst. Hann segir að þó starfs- vettvangur nefndarinnar sé að- allega höfuðborgarsvæðið hafi ferðir út á land verið töluvert margar á síðasta ári, eins og sést reyndar á áðurnefndum töl- um um ferða- og dvalarkostnað. Þórhallur segir að hlutverk nefndarinnar sé fyrst og fremst að meta hvort húsakynni þeirra veitingastaða sem sækja um vínveitingaleyfi séu fyrsta flokks og nefnir að hún geri til dæmis töluvert strangari kröfur til aðbúnaðar starfsfólks en heilbrigðiseftirlitið þegar það tekur út staði vegna veitinga- leyfa. 75 PRÓSEIVT SÝSLU- MAIUIUA TEUA AÐ HÆCT SÉ AÐ VINNA ÞETTA í HÉRAÐI Hjá Sigurði T. Magnússyni í dómsmáiaráðuneytinu fást þær upplýsingar að engar hugmynd- ir séu uppi um að leggja Mats- nefndina niður enda þurfi laga- breytingu til þess. Að sögn Sigurðar var nýlega gerð skoðanakönnun meðal allra sýslumanna landsins þar sem meðal annars var komið inn á hlutverk Matsnefndarinn- ar. Voru sýslumennirnir spurðir hvort þeir teldu heilbrigðisyfir- völd á hverjum stað geta sinnt þeim störfum sem Matsnefndin gerir nú. Yfirgnæfandi meirihluti sýslu- mannanna, eða um það bil 75 prósent, svöruðu þessari spurn- ingu játandi. -JK ý- ' J IfcJW&ý Haukur L. Hauksson í Heildsölubakaríinu stendur enn í stappi við sambakara sína Haukur L. Hauksson. Selur tertur á allt að 50 prósentum lægra verði en samkeppn- insaðilar, sem einnig auglýsa sína vöru á „heildsöluverði". Heildsala eða smásala? Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála, sem starfar á vegum Sam- keppnisstofnunar, tekur áfrýjun Hauks L. Haukssonar, eiganda Heildsölubakaríanna við Grens- ásveg, Suðurlandsbraut og Hlemm, til meðferðar á mánu- cjaginn kemur. Eins og greint hef- ur verið frá í fjölmiðlum bannaði Samkeppnisráð Hauki að nota nafnið Heildsölubakarí og orðið heildsöluverð í auglýsingum fyr- ir bakarí sín í vetur, eftir að Landssamband bakarameistara kærði Hauk til ráðsins. Haukur hefur hins vegar fengið nafnið Heildsölubakarí skráð í firma- skrá, athugasemdalaust, en hann má semsagt hvorki hengja það nafn utan á bakarí sín né auglýsa það á annan hátt. Hauk- ur sætti sig ekki við niðurstöðu ráðsins og áfrýjaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála, sem tekur það fyrir á mánudag. ORÐALEIKUR Niðurstaða Samkeppnisráðs byggðist á því að samkvæmt málvenju væri nafmð heildsala aðeins notað um þá aðila, sem fyrst og fremst seldu vöru sína áfram til smásala. Þar sem Heild- sölubakaríið seldi sína vöru hins vegar aðallega beint til neytenda teldist það röng og villandi upp- lýsingagjöf að auglýsa með orð- unum „Heildsölubakarí“ og „heildsöluverð“. í þessari niður- stöðu er ekkert tillit tekið til þess að Haukur selur sína vöru á mun lægra verði en tíðkast í öðr- um bakaríum, það er að segja á verði sem er fyllilega sambæri- legt og jafnvel lægra en heild- söluverð annarra og stærri bak- aría sem fyrst og fremst selja sína vöru í matvöruverslanir og stórmarkaði. Ekki var heldur tek- ið tillit til þess að Heildsölubak- aríin selja einnig brauðmeti til smásölukaupmanna, þótt í litl- um mæli sé, og það á nákvæm- lega sama verði og hann selur það beint yfir búðarborðið. Það er því sama hvernig menn teygja og toga hugtökin málhefð eða málvenja, það breytir ekki þeirri staðreynd að almennir neytend- ur eru að kaupa brauð sín og bakkelsi í Heildsölubakaríinu á sama verði og smásalar, það er að segja á heildsöluverði. Jafn- vel þótt Heiidsölubakaríið seldi framleiðslu sína á svimandi háu verði, þá ætti það engu að breyta um rétt þess til að aug- lýsa vöru sína á heildsöluverði, svo lengi sem neytendur fá fram- leiðslu þess á sama verði og smásalar. SAMKEPPNISSTQFN- UN.VERNDAR ÞA STORU Á sama tíma og Hauki er bann- að að auglýsa á þennan hátt, sendir til dæmis bakaríið Gull- kornið, sem er innan vébanda Landssambands bakarameist- ara, verðlista til foreldra ferm- ingarbarna, þar sem það býður upp á tertur á heildsöluverði. Á þeim Iista er meðal annars að finna marsipantertur, 16, 20 og 30 manna, sem eru allt að 50 pró- sentum dýrari en sambærilegar tertur kosta beint til kúnnans í Heildsölubakaríinu. „Það skýtur nokkuð skökku við að Samkeppnisstofnun skuli í raun hafa úrskurðað einokunar- samtökum bakarameistara í hag í máli þeirra gegn smærri aðila sem er að selja sína vöru á mun lægra verði en gengur og gerist og stuðlar þannig beint að auk- inni samkeppni á þessu sviði,“ sagði Haukur í samtali við blað- ið. Sigrún Kristmundsdóttir hjá Samkeppnisstofnun sagði í sam- tali við blaðamann PÓSTSINS að verðið væri í sjálfu sér aukaat- riði og að Haukur hefði þar að auki ekki sýnt fram á með óyggj- andi hætti að hann seldi vöru sína á heildsöluverði. Það væri ekki í verkahring stofnunarinnar að kanna hvort svo væri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.