Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 27
27 FIMMTÚDaGÚ R18 Maður er staddur á Hótel Sögu og ballið er að byrja — en skyrtan er krumpuð. Þá kallar maður á pikkolóinn og hann reddar straujárninu, ® einsog ekkert sé. w > En hann straujar Magnús Örn í vinnugallanum. . ’‘:S* j’:, „Maður er stundum eins ekki skyrtuna j kL°aí.ííSSddT hinu og þessu." „Þetta er mest fólk utan af landi sem kemur hérna um helgar og þeirra framkoma er öll tii fyrir- myndar.“ Þá vitum við það. ■ Örlátur Arabi oq vél- burstaði skór Hann Magnús Örn Guðmundsson er með þeim allra elstu í brans- anum enda orðinn 17 ára gamall. Þeir verða víst ekki mikið eldri pikkolóarnir á hótelum borgar- innar og Magnús er elstur af þeim 12 pikkolóum sem hlaupa um ganga Hótels Sögu um þess- ar mundir. „Ég er í þessu svona einn til tvo daga í viku á veturna með skólanum, en svo er þetta fullt starf á sumrin," segir Magn- ús. „Þetta er mest snatt og snún- ingar ýmiss konar fyrir gestina, en þegar mest er að gera er mað- ur eins og þeytispjald um ailt að redda hinu og þessu, bílaleigubíl fyrir þennan, meðali fyrir hinn og straujárni fyrir þann næsta.“ En þótt þeir útvegi gestum gjarn- an straujárn ef með þarf, þá hafa þeir hingað til ekki lagt það í vana sinn að strauja fyrir þá líka. „Við burstum heldur ekki skó, sem betur fer, það eru vélar hérna sem sjá um það.“ Fyrir utan stórhöfðingja og kóngafólk finnst Magnúsi banda- rískir gestir þeir skemmtilegustu sem hann kemst í tæri við. Þeir eru þægileg ustu túrist- arnii við fram látustu - fyrir utan arabíska stórhöfðingja. „Það er mest hérna af Norð- urlandabúum og þeir tipsa ekkert og við erum heldur ekkert að falast eftir því. Það er hins vegar hefð fyrir slíku í Bandaríkjunum. Sá örlátasti kom samt frá Saudi- Arabíu. Hann dvaldi hér í nokkra daga í fyrra og var óspar á aurana — enda átti hann sjálfsagt nóg af þeim.“ Magnús hefur heldur ekki undan neinu að kvarta í sam- skiptum sínum við landa sína. Tónlistarveisla verður í Leikhúskjallar- anum í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem fram koma kunnustu slagverks- leikarar íslands STIEFNT AÐ ÞVIAÐ GFRA ILIEIIKl KJALLARANN AÐ SAMKOMUSTAÐ TÓNLISTARFÓLKS Djass, rokk, blús; Tregasveitin, Einar Valur Scheving, Polka- bandið Hringir, Óli Hólm, Birgir Bragason, JJ Soul, Jói Hjörleifs, Páll Óskar, Eyþór Gunnarsson og fleiri ætla að leggja grunninn að því að Leikhúskjallarinn verði í framtíðinni samkomustaður tónlistarfólks á fimmtudögum og taki við því hlutverki af Gauki á Stöng á mánudagskvöldum. Sá sem stendur fyrir fyrstu uppákomunni, sem verður í kvöld, er Steingrímur Guðmunds- son eigandi hljóðfæraverslunar- innar Samspils, sem á fimm ára afmæli um þessar mundir, en Steingrímur er væntanlega betur þekktur út á við sem einn af Milljónamæringunum. Samspil sérhæfir sig í slag- verkshljóðfærum og því er við hæfi að hefja vonandi áframhald- andi tónlistarveislur í Leikhús- kjallaranum á slagverksuppá- komu. „Þarna verður boðið upp á einstök tónlistaratriði sem ekki hafa sést áður,“ segir Steingrím- ur. „Meðal annars sólóstykki með Gulla Briem, Óli Hólm og Einar Scheving verða með dúett og þarna verður líka trommu- djamm.“ Kemur þá einhver melódía út úrþessu, eða verður þetta bumbu- sláttur út í eitt? „Gulli Briem verður til dæmis Milljónmæringur stendur í nafni Samspils fyrir fyrstu af vonandi fleiri tónlistar- veislum í Leikhúskjallaran- um. með menn á borð við Jóa Ás- munds og Eyþór Gunnarsson á bak við sig...þannig að já, það ætti að koma melódía út úr þessu." Boðið hefur verið fjölda manna úr tónlistargeiranum á uppákomuna sem ber yfirskrift- ina Samspil ‘95. „Og vonandi...*', segir Steingrímur, „...verður framhald á, enda Leikhúskjallar- inn (Bómullarklúbbur íslands) tilvalinn til slíkra uppákoma.“ -gk Bareigendur sitja eftir Nokkrír barir í borginni höfðu gert töluverðar ráðstafanir fyrir HM í handbolta. Bareigendur sáu sér gróðavon í að metta fjölda ferðamanna af mat og drykk. Þannig ætlaði Gaukurinn að bjóða dönskum bullum bjór og frítt Nacho-hlaðborð og Naustkjallarinn sýndi þýskum stuðningsmannaklúbbum sér- stakan áhuga. Gunnar Kristjánsson, eigandi Gauksins, sagðist hafa boðið þeim díl og búist við um hundr- að manna hóp en þegar honum barst svar kom í ljós að þeir voru einungis þrettán Danirnir sem vildu til landsins. „Þetta er djók. Ég ákvað að draga tilboðið ekki til baka og forsvarsmaður þeirra ætlaði að hafa samband þegar hann kæmi til landsins. Ég heyrði aldrei í honum og nú eru Danir farnir heim í fýlu. Ég hef ekki rekist á neina útlendinga hérna. Leikmennirnir eru allir í fríu fæði á hótelunum svo þeir halda sig bara þar. Ég var búinn með sárt ennið þar sem lítið hefur bólað á þeim bullum sem von var á til landsins. hjá almenningi og einu útlend- ingarnir sem koma er franska landsliðið. Þeir koma á daginn og fá sér öl. Ætli þeir séu ekki eina liðið sem drekkur áfengi. Ég tapa engu á þessu því ég gerði enga samninga," sagði Ólafur. Hafsteinn Egilsson, eigandi Naustkjallarans, sagðist heldur ekki hafa gert neina sérstaka samninga en lagt áherslu á að kynna krána fyrir Þjóðverjum. „Við höfum boðið uppá Kabar- ett-hlaðborð með mat og bjór en það hafa fáir látið sjá sig. Eg veit ekkert hvað það eru margir Þjóð- verjar á landinu þannig að ég get ekki sagt um það hvort þeir koma allir hingað en það eru frekar Þjóðverjar hér en annarra landa menn,“ sagði Hafsteinn og var sammála þeim Ólafi og Gunnari að orsakir fámennisins mætti eflaust rekja til lélegrar markaðssetningar í útlöndum, hás hótelverðs og þess að verð- lagið hérlendis væri alltof hátt fyrir erlenda ferðamenn. ■ „Það eru í mesta lagi vinir mínir og rokkarar sem hafa látið sjá sig," segir Gunnar Kristjánsson, eigandi Gauks- ins. að útbúa Nacho-hlaðborð, koma upp sjónvarpsskjám og skreyta húsið að utan en það kom eng- inn. Það eru í mesta lagi vinir mínir og rokkarar sem hafa látið Ólafur Ólafsson, eigandi Glaumbars, segir lítinn áhuga hjá almenningi fyrir keppninni. sjá sig,“ sagði Gunnar, fullviss um að hafa ekkert grætt á til- standinu. Ólafur Ólafsson á Glaumbar kannaðist heldur ekki við aukinn Hafsteinn Egilsson í Naust- kjallaranum var búinn að útbúa Kabarett-hlaðborð fyrir útlendingana en fáir mættu. ferðamannastraum en sagði þokkalega aðsókn þegar leikir ís- lands stæðu yfir en ekkert í lík- ingu við HM í knattspyrnu. „Það er enginn áhugi fyrir keppninni bíó BÍÓBORGIIU Strákar til vara Boys on the Side ★★ Ó-óó stelpur. Pólitískt rétt útgáfa af Thelma & Louise. Rikki ríki Richie Rich ★ Culkin er kominn á aldur. Afhjúpun Disdosure ★★ Douglas finnst tölvur meira spennandi en Demi! BÍÓHÖLLII\I Banvænn leikur Just Ca- use ★★★ Óvæntur loka- kaflinn reddar þessu. Konungur Ijónanna The Lion King ★★★★ Þeir fúska ekki hjá Disney. HÁSKÓLABÍÓ Star Trek: Generations ★★ Sérfræðingar sjá ep- ískan sagnabálk, hætt við að öðrum leiðist. Höfuð upp úr vatni ★★★ Sagan heldur máski ekki vatni en mynd- in er stílhrein, kvikmynda- takan afbragð og konan sæt budda. Dauðataflið ®Uncovered Svo vont að það vekur gleði. Orðlaus Speachless ★★★ Keaton og Geena eru snið- ug og sæt. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. Forrest Gump ★★★★★ Gump er vinalegur vitleys- ingur. Nell ★ Jodie Foster leikur fágaða villistelpu. LAUGARÁSBÍÓ Heimskur, heimskari Dumb, Dumber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. inn um ógnardyr In the Mouth of Madness ★★ Rit- höfundur rænir lesendur vit- inu. Marx kunni þetta líka. REGNBOGINN Leiðin til Wellville The Road to Wellville 0 Mikil læti, lítið vit. Austurleiðin Wagons East ★ John Candy fer fyr- ir lítið. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. SAGABÍÓ I bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame 0 Töf- farinn Shame gerir allt — illa. Táldreginn The Last Seduction ★★★ Linda Fi- orentino er æðislegt kven- dýr. STJÖRNUBÍÓ Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beetnoven. Vindar fortíðar Legends of the Fall ★ Ofmetin kvik- myndataka en lítilfjörlegur Pitt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.