Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 2
PÖsturmn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Aðstoðarritstjóri: Styrmir Guðlaugsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Öm Jóhannsson Auglýsingastjóri: Öm Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leiðari ÓNÝTT KERFI Fjöldi forræðismála, sem félagsmálayfirvöld virðast standa ráðþrota frammi fyrir, hefur tröllriðið fjöl- miðlum undanfarin misseri. Forræðislausir foreldrar hafa stofnað með sér sam- tök til að berjast gegn því kerfi sem það segir fótum- troða réttindi sín. Það er því greinilega eitthvað að. Og á meðan þjást börnin sem um er bitist. Þeir sem fjalla um þessi mál senda reglulega frá sér yfirlýsingar fullar vandlætingar þar sem fjargviðrast er yfir óvönd- uðum málflutningi fjöl- miðla, sérfræðingarnir verði að fá að vinna að því að leysa málin i friði án þess að rætt sé um þau opinber- lega. En sérfræðingunum er ekki treyst lengur. Æ fleiri foreldrar finna ekki önnur ráð en að rísa gegn kerfinu frammi fyrir alþjóð í fjölmiðlum. Það óttast kerf- ið meira en umtal almenn- ings. Fyrir tæpri viku gerð- ist það svo að ein þeirra deilna, sem félagsmálayfir- völd reyndust ófær um að leysa, endaði með því að maður lét lífið. Lögfræðing- ur Fjölskylduverndar telur yfirvöld bera mikla ábyrgð á því. Hann virðist hafa nokkuð til slns máls. Þess vegna þarf að fara ofan í saumana á því kerfi sem virðist ekki hafa úrræði til að leysa erfiðar deilur eins og gera verður kröfu til í siðmenntuðu þjóðfélagi. ■ Pósturmn Vesturgötu 2, Reykjavík sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 5S2-4666 símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. llppleið/niðurleið Á UPPLEIÐ Kolbeinn Pálsson, formaður Körfu- kngttleikssambandsins, er í þeirri stöðu núna að geta gert körfuna að miklu vin- sælli íþróttagrein á Islandi en handbolt- ann. Og það ætti að veitast honum létt verk. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arn- aldsson, dómarar, eru einu Islendingarnir á HM sem enn eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Atl- anta á næsta ári. Valdimar Grímsson hafði vit á að fingur- brjóta sig þegar niður- lægingin var al- gjör í leiknum gegn Rússum. Hann var því stikkfrí í keppni þeirra lélegustu. A NIÐURLEIÐ Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasál- fræðingur fékk kannski bridge-lands liðið til að brosa. En það er eins og hon- um hafi tekist að brjóta niður hand- boltalandsliðið. Það ætti að meina hon- um aðgang að búningsklefa landsliðs- ins, Séra Pálmi Matthíasson sýndi Islend- ingum fram á að almættið hefur ekki áhuga á handbolta. Honum verður því " ekki hleypt inn I búningsklefa landsliðs- insframar. Einar Þorvarðarson, aðstoðarlands- liðsþjálfari, er í enn verri málum en landsliðsþjálfarinn sjálfur. Hann er fyrsti maðurinn sem er sérstaklega ráðinn til að þjálfa markverðina en það sést ekki nokkur árangur af starfi hans, þvert á móti. „Ég hafði nú aldrei trú á Þorbergi. Er maðurinn ekki kokkur? \ „Jú, og nú tekur hann við þjálfun kokkalandsliðsins. Forsíðan umdeilda á áróðurspésa Krata. Fyrirsæt- urnar voru par þegar myndin var tekin, en hætt saman þeg- ar hún var betrumbætt með hinni tvíræðu setningu „Þú gleymir aldrei fyrsta skipti..." og dreift um allt Reykjanes. Fyrirsæturnar á forsíðunni á áróðursbæklingi Krata sem dreift var til ungra kjósenda á Reykja- nesi fyrir síðustu kosningar ætlar í mál vegna myndbirtingarinnar KreQast tuga þúsunda í skaðabætur Þau Petrea Guðmundsdóttir og Víðir Stefánsson, sem sátu fyrir á áróðursplakati Krata fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í fyrra, íhuga nú málsókn á hendur Al- þýðuflokknum í Reykjanesi fyrir ólögmæta myndbirtingu og krefj- ast tuga þúsunda í skaðabætur. Ástæðan er sú að sama mynd og notuð var á plakatinu var endur- nýtt utan á áróðurspésa sem dreift var til ungra kjósenda á Reykjanesi fyrir alþingiskosning- arnar í vor, með breyttum texta. Á myndinni eins og hún er sett upp á pésanum stendur dumb- rauðum stöfum „Þú gleymir aldr- ei fyrsta skipti..." „Það er rétt að við höfum ráð- fært okkur við lögfræðing út af þessu og þetta er allt í athugun," sagði Petrea í samtali við blaða- mann í gær, en það er fyrst og fremst hinn breytti texti sem fer fyrir brjóstið á þeim Petreu og Víði. „Við gáfum í fyrsta lagi aldr- ei leyfi til þess að þessi mynd yrði notuð í alþingiskosningun- um og þar að auki er þessi texti vægast sagt tvíræður. Við ætluð- um í upphafi að reyna að fara samningsleiðina, en það tókst ekki.“ Samkvæmt upplýsingum pósts- ins voru þau Petrea og Víðir sam- an þegar þau sátu fyrir í tilefni af yfirvofandi bæjarstjórnarkosn- ingum. Þau höfðu hins vegar slit- ið sambandinu þegar kosninga- stjórnin í Reykjanesi tók upp á því að endurnýta hina róman- tísku mynd af parinu undir þess- um tvíræðu formerkjum, en bæk- lingurinn var sendur öllum Reyk- nesingum sem voru að kjósa í fyrsta skipti. „Við teljum okkur hafa haft fullan rétt til að nota þessa mynd á þennan hátt,“ sagði Tryggvi Harðarson, sem var kosninga- stjóri Krata á Reykjanesi. „Þau voru ráðin sem fyrirsætur á sín- um tíma til að sitja fyrir á þessari mynd fyrir Alþýðuflokkinn og eftir því sem mér hefur skilist eigum við höfundarréttinn að henni. Okkur þótti hins vegar rétt að greiða þeim eitthvað fyrir að nota myndina aftur þar sem við notuðum hana undir breytt- um formerkjum. Ég fékk heimild til þess að greiða þeim fimm þús- und krónur, en þau sættu sig ekki við það. Ég hef hins vegar ekki heyrt neitt frá þeim síðan. ■ Svo mælir Svarthöfdi Stólpar fáviskunnar á grafhýsi Leníns Nú minnast menn endaloka stríðsins 1939-45 í Evrópu með ýmsum hætti og ekki ailir sem vit- urlegast. Forsætisráðherra ís- lands, Davíð Oddsson, stóð ásamt Clinton Bandaríkjaforseta á grafhýsi Leníns og horfði á gamla hermenn úr stríðinu ganga hjá. Forseti landsins, Vigdís Finn- bogadóttir, minntist stríðslok- anna í París \ návist „mikilmenna" og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra minntist stríðslokanna í Noregi. í Bretlandi var enginn maður frá okkur og þar var minna haft umleikis í mannvirðingum, eins og Bretar vildu víkja sér und- an því að minnast stríðslokanna nema með fátæklegasta móti, enda var John Major í Moskvu. At- hygli hefur vakið að skólabörn í Bretlandi eru ekki viss um hver Winston Churchill var. En það er engin ástæða til að undrast fávisku breskra skóla- barna. Svo virðist sem allir í Evr- ópu, bæði háir og lágir, séu búnir að gleyma hverjir háðu heims- styrjöldina síðari. Upplýsingin á liðnum fimmtíu árum og skóla- kerfið bæði hér á landi og annars staðar, leyfir ekki að staðreyndir um heimsstríðið fái að standa óbrenglaðar. Fyrir þá sem minnt- ust stríðslokanna standandi á grafhýsi Leníns væri hollt að rifja upp að Bretar neyddust í stríðið við nasista, vegna skuldbindinga þeirra við Pólverja, þegar nasistar réðust inn í Pólland haustið 1939. Þá höfðu Rússar og nasistar gert samning um skiptingu Póllands og Rússar höfðu jafnframt gert samning við nasista um að selja þeim vopn og annan þungavarn- ing sem hentaði í hernaði. Það var ekki fyrr en sumarið 1940 sem Rússar dröttuðust í stríðið eftir innrás nasista, sem þeir ætiuðu í fyrstu ekki að trúa. etta væri svo sem gott að hafa í kennslubókum og sannleikanum samkvæmt, en það má ekki. Þess vegna þykir hæfilegt að standa á þessu fimmtíu ára afmæli á graf- hýsi Leníns. Hér heima má líka fara að minnast þess að rauðliðar börðust með öllum tiltækum ráð- um gegn Bretum og voru að því leyti bandamenn nasista vegna samninga Rússa og þeirra fram að innrásardeginum í Rússland sum- arið 1940. Varð að flytja þrjá þá hörðustu fangna til Bretlands í geymslu til að saemilegur friður héldist í landinu. í kennslubókum er víst fangamálið túlkað sem lið- ur í þjóðfrelsisbaráttu. Það er kannski vegna þessara sögulegu „staðreynda“ sem forsætisráð- herra landsins telur sig eiga sér- stakt erindi upp á grafhýsi Leníns. Saga Frakka í seinni heimsstyrj- öldinni var stutt og tíðindalítil. Þar höfðu orðið tíð stjórnarskipti á árunum fyrir 1939 og ekki batn- aði ástandið eftir að stríðið hófst, þótt nasistar væru aðgerðarlitlir í vesturvegi fyrsta stríðsárið. Svo kom leiftursóknin til vesturs og þá var ekki að sökum að spyrja, að sameinaður her Frakka og Breta mátti lítið gegn hernaðar- tækni Guderians og nasista. Og innan skamms stóð Hitler í eigin persónu við Sigurbogann í París. Ekki er gott að vita hvers verið var að minnast í París á dögunum, nema ef vera skyldi athafna DeGa- ulle, sem lengi vel var álitinn varla annað en skrítinn og þrasgjarn Frakki í London. Það voru svo Bandaríkjamenn og Bretar sem náðu París úr höndum nasista. En varla fara göngumóðar konur þangað til að minnast hetjudáða Bandaríkjamanna og Breta við að frelsa Frakkland. Það getur þó verið að tekist hafi í kennslubók- um að strika yfir hetjudáðir Breta og Bandaríkjamanna í Evrópu. Það væri svo sem eftir öðru. Svo vill til að utanríkisráðhera taldi sig eiga önnur erindi til Osló- ar en að minnast stríðslokanna. Hefði það verið erindið eitt þætti það heldur snautlegt, enda ekki vitað hvaða stóran þátt Noregur átti í stríðinu annan en þann að vera hertekið eins og mörg önnur lönd, og standa síðan í harðvítugu uppgjöri á eftir við einn og annan með líkum hætti og gyðingar gera upp sín mál við nasista, sem sann- anlega eiga stórra harma að hefna. Við megum þakka fyrir á meðan okkur er ekki boðið til Danmerkur vegna stríðslokanna. Eflaust yrðum við að þiggja það eins og við höfum þegar gleypt við þríeinum misskilningi og sam- þykkja þá um leið morðið á Guð- mundi Kamban. Norðmenn dæmdu og tóku af lífi brotlega fylgifiska nasista. Aðför þeirra að Knúti Hamsun á ekkert skylt við það mál. En óþarfi er fyrir Islend- inga að sækja norsk hátíðahöld út af stríðslokum. Við tókum þátt í síðasta stríði með óbeinum hætti og urðum fyr- ir mannfalli af þeim sökum. Við höfum engin mál þurft að gera upp vegna mannfallsins eða ann- arra vandkvæða vegna stríðsins. Við tókum áföllum okkar eins og menn og bárum harm okkar í hljóði. Betur væri að aðrir gerðu hið sama. Eltingcirleikur okkar við aðrar þjóðir í tilefni þess að fimm- tíu ár eru liðin frá stríðinu er ekki mikilsverður. Hann sýnir aðeins að við erum ekki alveg eins vel upplýst og við þykjumst stundum vera. Skólakerfi, uppeldi og upp- lýsing hefur nú sléttað yfir misfell- urnar, sem uður óhjákvæmilega í fari þjóða frammi fyrir stærstu ógnum. Það á ekki að erfa þær misfellur. En það á heldur ekki að kveða niður sannindin um misfell- urnar eða breyta sögulegum stað- reyndum, eins og gert hefur verið kerfisbundið um alla Evrópu síð- astliðin fimmtíu ár. svarthöfði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.