Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 22
 22 PÉTUR Ottesen, ef hann væri kona. Ég er alveg til í að borga aðgerðina. FIMMTUDACUR 13.30 Alþingi 17.15 Einn-X-Tveir (e) 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Karlsson á þakinu 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.30 Almennar stjórnmálaumræður 23.30 Seinni fréttir Þessi fimmtudagsdagskrá hlýtur að teljast til þeírra magnaðri sem boðið hefur verið upp á í langan tíma og það er helst að fimmtudagsdagskráin eins og hún var vorið 1975 jafnist á við hana. Og reyndar fimmtudags- dagskráin allt það ár og árin þar á undan og í nokkur ár þar á eftir líka... FÖSTUDAGUR 12.55 HM 14.55 HM 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 17.55 HM - Undanúrslit 19.20 I fjölleikahúsi 20.00 Fréttir & veður 20.40 Sækjast sér um líkir 21.15 Ráðgátur Uppáhaldsþættir Magga Skarp og skyldusjóv fyrir alla félaga I leynireglunni Jötni. 22.05 Anna Lee - Framhjáhald 23.50 HM Jimmy Page & Robert Plant - unledded Athugið! Ef Islendingar eru enn með i HM verða eftirtaldar breytingar á dagskránni: Þátt- urinn I fjölleikahúsi dettur út og fréttir og veður færast fram til kl. 19.20. Bein útsending frá HM hefst kl. 20.00, þátturinn Sækjast sér um líkir fellur nið- ur og aðrir dagskrárliðir færast aftur um 15 mínútur. LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.45 Hlé 12.30 Mótorsport (e) 13.00 Enski bikarinn - úrslit United tekur Everton i bakaríið 16.00 Iþróttir 16.55 HM 7-8 sæti 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 Strandverðir Síðasti þátturinn! Og hvað i ósköpunum á maður að gera á. þessum tíma næstu laugar- daga? 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson 21.15 Það sem tunglið sá Áströlsk fjölskyldumynd um níu ára sveitastrák sem heimsækir ömmu sína í stórborginni. Þessir Ástralir snúa nú öllu við. 22.45 Nóttin og borgin Últraamerísk boxnostalgiu- ræma. SUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.25 Hlé 11.25 HM - 3. - 4. sæti 14.55 HM Úrslit Jæja, þá er það loksins, loksins búið. 16.55 HM - Lokaathöfn Jæja, núna er það allavega al- veg búið. 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Heiðveig og vofan 19.00 Úr riki náttúrunnar 19.30 Sjálfbjarga systkin 20.00 Fréttir og veður 20.40 Ódáðahraun 21.10 Jalna 22.00 Vinir úr Vesturheimi Michael Palin segir sögur af afa sínum. 23.35 HM Pamela Anderson hún er klassík- in í lífinu. Allar STELPURNAR í REYK- INGAAUGLÝSING- UNNI, ég hefði svo gott af því að vera með þeim. Þær hefðu uppbyggj- andi áhrif á mig því ég reyki svo mikið. mr f H lii JL-'MM Grace KELLY fyrir bílslysið. Jón Atli Jónasson, plötusnúður á Skuggabarnum og barþjónn á Kaffibarnum, er mjög frjáls- lyndur þegar kemur að hjásofi. Hann dreymir um að beita sér í hópum, með konum, körlum, dúkkum og öðru því sem kynni að bera á góma. Eftirfarandi listi Jóns Atla er ekki tæmandi. '**-«*. kiiniii' vni niií liinpr iiil .viía lijá Hinir hugumprúðu Radíus- bræður, Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon, sem reyndar eru frændur þegar vel er að gáð (Davíð: „Það hljómar bara ekki nógu vel einhvern veg- inn, Radíus/rœndur...“), byrja fyrstu hringferð sína um landið á sveitakránni Ásláki í Mosfells- sveit — sem reyndar kallast Mosfellsbær nútildags — í kvöld. Síðan halda þeir sem leið liggur „lengstu leiðina frá Ásláki á Hót- el ísland,“ eins og Davíð Þór orð- aði það í samtali við PÓSTINN. Þangað koma þeir föstudaginn 16. júní, en í millitíðinni verða þeir búnir að troða upp á 22 stöðum til viðbótar. 24 sýningar á 30 dögum, haldið þið þetta út? „Jájá, við erum furðanlega seigir. í og með er þetta líka hálf- gerð ævintýraferð og sumarleyfi fyrir okkur. Ég hef til dæmis aldr- ei komið á Reyðarfjörð eða Vopnafjörð eða Flateyri." Heldurðu að þú fáir kannski kúltúrsjokk? „Ég bara veit það ekki, það kemur þá í ljós. Ég hlakka altént rosalega til. Það erfiðasta við þetta verður hins vegar alveg ör- ugglega að vera í svona nánu samneyti við Stein í svona lang- an tíma. Það verður mjög erfitt. Mjög erfitt. Mjög. Sem betur fer gistum við ekki í tjaldi, annars kæmi þetta örugglega til með að enda með ósköpum." Prógrammið er samansett úr því besta sem þeir hafa verið að gera á öldurhúsum höfuðborgar- innar og tekur allt að tvo tíma í flutningi — með smá hléum til að hleypa fólki á barinn og pisser- íið. „Og það kostar ekki nema þúsundkall að sjá okkur sem er held ég svipað og kostar að sjá Bubba einan — svo þetta er nátt- úrlega á ótrúlega góðum kjörum hjá okkur.“ Viltu svo ekki segja eitthvað sniðugt að lokum til að lokka fólk og laða á sýningarnar? „Það kemur bara ekkert fyndið núna, en ég hringi ef mér dettur eitthvað í hug.“ ■ Æfingar standa nú yfir á nýju leikriti eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem fært verður upp í Hallgrímskirkju í byrjun júní. Leikritið er byggt á ævi Guðríðar Símonardóttur og ástum hennar og Hallgríms Péturssonar sem kom inn í líf hennar þegar það var um það bil hálfnað ASTARSAGA ELDRl KONU & YNGRJ MANNS Ástir yngri karla og eldri kvenna er bara ekki fyrirbæri tí- unda áratugarins, þótt umræðan sé umburðarlyndari gagnvart slík- um samböndum á upplýsingaöld. Nærri tuttugu ára svokallaður „öf- ugur“ aldursmunur var á hjónun- um Guðríði Símonardóttur og Hall- grími Péturssyni stórskáldi þegar þau felldu hugi saman á fyrri hluta sautjándu aldar. Ástarsaga þeirra tveggja og píslasaga Guð- ríðar er sá vinkill sem Steinunn Jó- hannesdóttir tekur í nýju leikriti sem hún var fengin til að skrifa og fært verður upp í Hallgrímskirkju í tengslum við kirkjulistahátíð í byrjun júní. „Ég bý að því að hafa sjálf leikið Guðríði í Þjóðleikhúsinu fyrir ell- efu árum í leikriti séra Jakobs Jóns- sonar og er því henni vel kunnug. En það sem er ólíkt með leikriti séra Jakobs og mínu leikriti er að hann lagði upp úr trúarátökum á meðan ég set fókusinn á líf og ást- ir Guðríðar, en Hallgrímur kom ekki við sögu í lífi hennar fyrr en það var um það bil hálfnað," segir Steinunn sem jafnframt leikstýrir verkinu. Verk Steinunnar ber nafnið Síð- asta heimsókn Guðríðar í kirkju Hallgríms, þaðan sem söguper- sónan rifjar upp sína löngu og sér- stæðu ævi. „Það bendir allt til þess að Guð- ríður hafi verið miklum kostum búin, bæði andlegum og líkamleg- um. Hún varð 84 ára og lifði bæði börn sín og tvo eiginmenn á tím- um fátæktar, örbirgðar og sjúk- dóma.“ Guðríði var, ásamt þrjú til fjög- ur hundruð manns, rænt í Tyrkja- ráninu 1627. Eftir níu ára útlegð í Alsír var hún ein aðeins þrjátíu sála sem náðu aftur til íslands. Á leið sinni til íslands kynntist hún Hallgrími Péturssyni í Kaup- mannahöfn, sem þá var þar ungur menntamaður. Ekki ber á öðru en að snarlega hafi tekist með þeim ástir jjví hún verður mjög fljótt barnshafandi. Ekki er ljóst hvort þá var vitað að hún væri þegar gift kona, en hún var gift sjó- manni, og heldur ekki hvort Hall- grímur hætti námi af sjálfsdáðum ellegar var rekinn úr skóla. Hér á landi voru þau alltént dæmd fyrir frillulífi og þurftu að borga sekt, enda tímar Stóra-dóms og mjög strangar refsingar við siðferðis- brotum. Fyrstu hjúskaparár jreirra á íslandi einkenndust því af miklu basli. Að áliti Steinunnar, sem eðli málsins samkvæmt hefur farið ofan í saumana á sögu þeirra hjóna, er ekki ólíklegt að þau hafi verið litin hornauga enda sjálfsagt þótt sérkennilegt par. Það sem hafði einnig veruleg áhrif á líf þeirra var að þau eignuðust nokk- ur börn en aðeins eitt þeirra komst á legg. Æfingar standa nú yfir og hefur hópurinn sem kemur að sýning- unni þegar farið í eins konar píla- grímsför á heimaslóð þeirra hjóna í Saurbæ í Hvalfirði. Þær sem skipta með sér hlutverkum Guðríðar eru Helga Bachmann og Helga Elínborg Jónsdóttir en Hall- grím Pétursson leikur Þröstur Leo Gunnarsson. Leikritið verður sett upp í kórnum í Hallgrímskirkju og verður aðeins sýnt tvisvar á hátíðinni, á annan í hvíta- sunnu og á sjómannadag- Þröstur Leo Gunn- arsson leikur Hall- grím Pétursson en þær Helgur; Elín- borg Jónsdóttir og Bachmann skipta með sér að leika Guðríði Símonar- dóttur. „Það bend- ir allt til þess að Guðríður haf i ver- ið miklum kostum búin," segir leik- ritahöfundurinn Steinunn Jóhann- esdóttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.