Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 15
'FIMMTUD’A'GaR'1r8_M'A’rir9'9'5 15 sem hjartað verður grænt og konur springa út. sól og hlýrri dagar blása lífi í ástina g á götum borgarinnar. íss að ræða um pör, Steingrímur: Þessi stelpa hefur farið í nokkrar verslunarferð- ir tii Glasgow. í síð- ustu ferð hafði hún einn afgreiðslumann- inn með sér heim. Hún er núna í vandræðum með hann, eins og allt hitt dótið sem hún keypti. Jakob: Það er stíll yfir þess- um heiðurshjónum og þau hafa verið samtaka í gegn- um tíðina. Allt við það sama og þetta litla atvik með systur frúarinnar er löngu gleymt. Úpps. Jón: Það er oft talað um hjónasvip með fólki sem hefur verið gift lengi. Þessi mynd sannar að það sama gerist þegar tveir menn hafa gengið vaktir saman dag eftir dag í mörg ár; það kemur á þá hjónasvip- ur. Kolbrún: Þeir hafa lif- að það lengi að þeir hafa séð hvernig kven- veldið hefur verið að færast í aukana og gera sér grein fyrir því að eitt helsta vígi karl- anna er í löggunni. Þeir þarfnast hvors annars. Jakob: Það hefur löng- um verið sagt að sam- kynhneigð þrífist vel í harðsnúnum karla- samfélögum; í hernum og á sjó - í fangelsum líka. En mér dettur ekki í hug að halda því fram að þeir vinirnir séu komnir út úr skápnum. Sorrý Stína. Jakob: Þetta er glaðlegt par enda virðist hann vera af einhverjum suð- rænum uppruna og snýst í kringum konuna að þar- lendum sið. Og hún lætur sér það vel líka. SteingrImur: Hún fór au- pair til Marokkó fyrst 13 ára gömul. Nú 10 árum síðar hefur hann ekki enn gefist upp. Hún er að spá í að tala við útlendinga- eftirlitið. Jón: Ég er viss um að þessi maður er ekki héð- an því það eru afskaplega fáir íslenskir karlmenn sem daðra svona opin- skátt edrú um hábjartan dag á almannafæri. ís- lenskar konur kunna hins vegar mjög vel að baða sig upp úr athygli á borð við þessa, eins og sást tii dæmis glöggt þegar 500 ítalskir sjóliðar heimsóttu landið fyrir nokkrum ár- um. Þessi Ijóshærða stúlka er engin undan- tekning. Kolbrún: Hann hefur óg- urlegan áhuga. Hún er farin að linast og velta því fyrir sér hvort hún eigi að segja upp kærast- anum og taka honum. Steingrímur: Þau eru úr Reykholts- skóla og eru kom- inn í bæinn til þess að mótmæla því að Ólafur Þ. Þórðarson verði skólastjóri. Hann notar tímann milli mótmæl- anna til þess að sýna henni ást sína með því að svíða á sér annan vísifingurinn með kveikjara. Hún var áður búin að svíða af sér hárið í sama tilgangi. Kolbrún: Hún er vita- skuld mjög grett því hún sá hvernig hann skannaði Ijóshærða beibið. Þetta er örugg- lega ekki í fyrsta skipti sem hún stendur hann að verki. Hann er hins vegar greinilega með þrautþjálfaðan sak- leysissvip. Jakob: Þetta er ægi- lega krúttlegt. Margir gætu misskilið hið grimmdarlega svipmót konunnar og haldið að hún væri ósátt við kompaníið. En það er öðru nær. í anda De- smond Morris segir hún með svipnum: Haldið ykkur í fjar- lægð, ég á þennan sætalíus. m Kolbrún: Ég held að þessi séu býsna sæl. Þau eru ekki að gera sér rellu út af smámunum heldur fara létt í gegnum lífið, svona eins og Danir. Jón: Sjáiði hvernig þau ganga alveg í takt, ég held að þetta sé lýsandi fyrir sambandið. Svo er hann greinilega sannur heiðurs- maður og heldur á báðum pokunum en lætur hana bara hafa áhyggjur af veskinu sínu. Jón: Það sem manni dettur fyrst í hug er að henni verði bannað að hitta hann fram- ar eftir að þessi mynd birt- ist, því umræðuefnið virðist dálítið grunsamlegt. Hann gæti verið að segja við hana: Svo tekur þú bara molann og mýkir hann svona upp. En þetta eru auðvitað algjörir fordómar. ÁLITSGJAFAR STEINGRlMUR EYFJÖRÐ, myndlistarmaður, í sambandi, ekki sambúð. JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON, einstæður blaðamaður og górillugæslumaður. JÓN KALDAL, blaðamaður, í sambúð. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, einhleyp. - m ■ ■ Jakob: Raunalegur svipurinn á þessu unga fólki er náttúr- lega átakanlegur. En þarna kemur margt til greina. Hann er líklega að segja: því miður þá er þér ekki boðið í partýið hjá Steingrími en ég ætla samt. Iafnbirtingar á sakamönnum hafa alltaf verið hálfgert feimn- ismál hjá fjölmiðlum. DV birtir stundum nöfn og stundum ekki og oft getur ver- ið erfitt að átta sig á þeirri reglu sem JÓNAS KRISTJÁNSSON hefur sett. í blaðinu í gær kom þetta ber- lega í ljós. Annars vegar var sagt frá manni sem dæmdur var fyrir innflutning á um 9000 skömmt- um af bolsterum. Hann hét 47 ára karl- maður og rak líkams- ræktina Orkulindina í Bolholti. Á öðrum stað er hins vegar fjallað um málflutn- ing gegn Patcharee Srikongkaew sem er gefið að sök að hafa stungið Rattanu Preesong með hnífi. „Tælensku konurn- ar“, eins og þær eru einnig kallaðar, unnu saman hjá Útgerðar- félagi Akureyrar. Dæmdi maðurinn er því nafnlaus en kon- an, sem ekki hefur verið dæmd fyrir eitt né neitt, og meira að segja fórnarlambið, fá fullt nafn í blaðinu. Skyldi það skipta máli að þær eru tæ- lenskar en steragæ- inn er arískur að uppruna..?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.