Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 19
TOHnWg ÍBf j 19 leikhús Rhody- menia Palmata FRÚ EMILlA (HÉÐINSHÚSINU ÓPERAI TlU ATRIÐUM EFTIR HJÁLMAR H. RAGNARSSON VIÐ KVÆÐASYRPU EFTIR HALLDÓR LAXNESS LÝSING: JÓHANN BJARNI PÁLMASON BÚNINGAR: ELÍN EDDAÁRNADÓTTIR LEIKMYND: GRETAR REYNISSON DRAMATURG: HAFLIÐI ARNGRlMSSON LEIKSTJÓRI: GUÐJÓN PEDERSEN Hjálmar H. Ragnarsson samdi þetta ágæta verk til að opna með Listahátíð 1992. Það var þá sýnt einu sinni í Þjóðleikhúsinu á dag- skrá sem mig minnir að hafi ver- ið helguð Halldóri níræðum og var gerður góður rómur að. Sýn- ingin núna er endurvinnsla á þeirri gömlu og er útkoman miklu heillegri og skemmtilegri. Samt er sýningin í Þjóðleikhús- inu eitt af því fáa sem er minnis- stætt frá Listahátíð 1992. Þetta verk Hjálmars (og Hall- dórs) er kostulegur grautur. Þar ægir saman stíltegundum úr ýmsum áttum, þjóðlegri kveð- andi og kabarett-hugarfari og öllu mögulegu þar á milli. En af meðfæddri formgáfu tekst Hjálm- ari, án þess að láta mikið yfir því, að halda þessu í listrænum myndramma og útkoman er geðslega sannfærandi dægra- dvöl. Það er ekki ljóst hvað sam- vinna þeirra Hjálmars, Guðjóns og Hafliða er náin, en eins og sýn- ingin kemur fyrir sjónir hlýtur hún að vera góð. Margt gott hef- ur maður séð til þeirra Emilíu- bræðra, stundum dálítið glanna- legt og þýskt í expressjóninni, en alltaf í meira lagi áhugavert. Og Rhodymenia Palmata er engin undantekning þar frá. Sýningin einkennist af tilgerðarlausu hug- myndaflugi þar sem súrrealískt flæði texta og tónlistar er látið ráða ferðinni. Einfaldur hárná- kvæmur sviðsbúnaður, viðeig- andi búningar og lýsing, sem er ekki aðeins fagmannleg heldur listræn og rétt, gefa áhorfendum slíka öryggistilfinningu að þeir njóta þess sem fram fer ljúft og átakalaust. Þetta rennur ofan í mann eins og súkkuiaðimúss ala Soffía og sætt freyðivín og gefur ekki minnsta tilefni til timbur- manna. Og um hvað fjallar þetta svo? Ástina auðvitað. Samband og sambandsleysi karls og konu, eins og hver maður þekkir af eig- in raun. En það er fjallað um þetta í mátulegum hálfkæringi og grínaktugu orðaskaki, sem engan særir nema hann vilji það sjálfur. Leik-sönghópurinn er stórgóður. Edda Heiörún Backman og Jóhann Sigurösson eru í aðalhlutverkun- um og þau kunna allt sem til þarf. Fínir leikarar. Fínir söngvar- ar. Kontratenórinn Sverrir Guð- jónsson bregst þá ekki frekar en fyrri daginn og sníður kostulega fígúru út úr Salomonsen, sem er „allra manna minnstur á hæðum, kunnur af nýtískukvæðum" og svo framvegis. í kórnum eru ll leikarar, allt afburða raddfólk og dramatísk nýting þeirra er frá- bær. Fullkomlega eðlileg. Og svo má ekki gleyma fimm hljóðfæra- leikurum undir forystu höfund- ar, sem Iék reyndar sjálfur á pí- anó. Þeir voru hver öðrum betri. Það er leitt, já hreint og beint afleitt að frú Emilía hafi ekki bol- magn til að sýna þetta nema fjór- um sinnum. Það segir ökkur að það er eitthvað meira en lítið bogið við styrkjakerfið, því eftir tveggja ára lúsastarfslaun er svo komið, þrátt fyrir afburðasýning- ar, að hópurinn verður að fara með veggjum í náinni framtíð. Þeftá * verður , að. taka ;,í géjg'n. Stráx. 1 ■ . lþ Sœlkeragallerí við sjávarsíðuna ÞETTA ER EKKI HM TILBOÐ ÞETTA ER ALVÖRU TILBOÐ Koníaksbætt laxasúpa með laxabitum og graslauk Hreindýrapaté með engiferbragðbættri tituberjasósu og salati Krapís með kampavínsívafi Gufusoðinn langhali með humarsósu Steikt heilagfiski með tómatkjötsósu Grillaðar grísasneiðar með ostrusoya og engifer Möndlu- og súkkulaðiterta með ís og ávaxtasósu 3 tegundir af ís með blönduðum ávöxtum og ávaxtasósu 3 rétta máltíð á 2.200 krónur Einnig bjóðum við upp á sérréttaseðil með miklu úrvali kjötrétta OPIÐ FRA KL. 17:30 Borðapantanir 551 5520 - Tel + Fax 562 1485 P.S. erum tneO eitt stærsta sjavardýrafískabúr í einkaeign sem gleður augað. ÓDÝRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN Á LANDINU Ef heppnin er með þér vinnur þú Benidorm-ferð fyrir tvo með Heimsferðum í sumar Spurningin í dag er: Hver er vinabær „Benidorm“ hér á íslandi? Klippið miðann út og sendið okkur |Nafniö þitt:_________________________________________________ j Heimilisfang: ------------ IPóstnúmer: ________________ Símanúmer: I Setjið í umslag og skrifið utan á: Ferðahappdrætti I __________ Mánudagspósturinn Rétt svar: Vesturgötu 2-101 Reykjavík Vikuferð til Benidorm. Sólln skín f um 300 daga á ári á Benldorm-ströndinni. Hún er ein fegursta sfrönd Spánar og þar er einstök ueðursæld. Hár má flnna merkilegan mennfngararf síðustu alda, helllandi bæi meó arabískum áhrifum sem nú eru undirlagðir llstamönnum. Verðlagið á Benidorm er með því lægsta af öllum álangastöðum á Spáni. Þar er því hægl að njöta lífsins á tjölmörgum veitingastöðum - frönskum, itölskum, spánskum og að sjálfsögðu er mikið úrval af amerisk- um skyndibitastöðum á Benidorm. Næturlifið er kröftugt. Það er enginn staður á Spáni sem hefur jafn marga skemmtistaði á jafn litlum bletti - diskólek af öllum stærðum og gerðum, fjöldi bara og veitingahúsa með lifandi tónlist. bíó FOLKI NÁTT- FÖTUM STAR TREK: KYNSLÓÐIR HÁSKÓLABlÓ ★★ „Geta life, willyou," er frægt tilsvar leikarans Willi- ams Shatner þegar hann sat einhvern tíma fyrir svör- um í hópi „Trekkies", en svo kallast óðir áhugamenn um Star Trek. Þetta er fólk sem hefur náð slíku jógastigi í sérhæfingunni að það veit allt um persónur á borð við dr. Spock og kafteinana Kirk og Picard, um Klingona og Rómúla, geimfarið Enter- prise og um alla sjónvarps- þættina, fréttabréfin og bíó- myndirnar sem hafa verið spunnar út frá þessu Star Trek-liði. Þetta eru svo kröfuharðir neytendur að sagt er frá því að eitt sinn hafi Kirk kafteinn og menn hans farið aftur í tíma og lent um nótt í París sumarið 2004. Allt fór á annan end- ann; sannir áhugamenn um Star Trekkvörtuðu sáran, enda sáu þeir í hendi sér að svona gæti stjörnuhimininn yfir Frakklandi ekki litið út það sumarið. Aðdráttarafl Star Trek er eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem eru ekki með í þessum leik: Þeir sjá ekki annað en lið i skrítnum náttfötum, sumt með frekar hallærisleg- ar grímur; brjóst kvennanna fylla vel út í búningana en tæknibrellurnar eru eins og sparnaðarútgáfa af Star Wars. Að sjá svona mynd er eins og að detta ofan í tuttugasta bindi af bóka- flokki sem maður vissi ekki einu sinni að væri til; að lesa The Silmarillon áður en maður hefur opnað The Hobbit, svo vitnað sé í bók- menntir sem hafa orðið að áráttu hjá sumum svipað og Star Trek. En þeir sem þekkja leikinn hafa ábyggi- lega ekki yfir neinu að klaga. Hinir innvígðu sjá sjálf- sagt í þessu viðbót við epísk- an sagnabálk. Fyrir okkur hin heldur söguþráðurinn, það lítill hann er, varla vatni — og er maður þó vanur að kyngja ýmiss konar timarugli ívísindasagnadeildinni. En sjálfsagt skiptir það engu máli; mestanpart hlýtur þetta að ganga út á að hitta gamla kunningja. -EGILL HELGASON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.