Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 5
rögun hefur nokkuð verið
til umfjöllunar á síðum
Lblaðsins. Eftir því sem
næst verður komist hefur aðeins
einn maður hætt eða verið sagt
upp störfum. Um er að ræða
Baldur Pálsson
sem starfaði hjá
þeim í Kaliforn-
íu. Samkvæmt
heimildum
blaðsins var
Baldur mjög
ósáttur við að
starfsmaður
Ratsjárstofnunar í Kaliforníu var
ekki boðið á árshátíð Kögunar
úti en hans starfssvið er það
sama og starfsmanna Kögunar.
Litlu síðar urðu launabreytingar
hjá starfsmönnum Kögunar þeim
til hækkunar en Baldri var ekki
boðið slíkt og taldi hann að það
væri vegna gagnrýni hans á
Gunnlaug M. Sigmundsson
vegna árshátíðarmálsins. í fram-
haldi af því skrifaði Baldur Gunn-
laugi mjög harðort bréf og var í
kjölfarið sagt upp störfum...
Uppselt hefur verið á fjóra
leiki íslenska landsliðsins
í HM, sem þýðir að þá
hafi verið um það bil 5.100
áhorfendur í Höllinni. Af þeim
fjölda greiðir þó aðeins 4.100
manns aðgangseyri því jafnan
hafa 1000 miðum, eða um það
bil 20 prósent heildarmiðafjöld-
ans, verið ráðstafað til fjölmiðla,
boðsgesta og meðlima annarra
liða...
ramundan er keppni milli
íslenskra matreiðslu-
manna um nafnbótina
„Matreiðslumaður ársins“. Úr-
slitanna er beðið með meiri eft-
irvæntingu en ella vegna þeirra
hatrömmu
deilna sem
spunnist hafa í
kringum kokka-
landsliðið. PÓST-
urinn sagði frá
því fyrir
skömmu að fjór-
ir af sigursæl-
ustu matreiðsiumeisturunum í
liðinu — þeir sem sópað hafa að
sér flestum verðlaunum fyrir lið-
ið á erlendri grund — hafi ekki
verið valdir í það í ár. í fram-
haldi af því sögðu þeir sig úr
Klúbbi matreiðslumeistara.
Þetta eru þeir Úlfar Finnbjörns-
son, eigandi Mávsins, Baldur
Öxdal HalldÓRSSON, eigandi
Ráðhússkaffis, Bjarki Hilmars-
SON, kokkur á Hótel Holti, og
Örn Gardarsson, kokkur á Glóð-
inni í Keflavík. Úlfar lét þá hafa
eftir sér að þeir væru ekki ósátt-
ir við að vera ekki valdir, heldur
hitt að fá ekki tækifæri til þess
að keppa um sæti. Valið í lands-
liðið í fyrra byggðist einmitt á
árangri í keppninni um „Mat-
reiðslumann ársins" og Úlfar var
valinn fyririiði. Það hlálega við
keppnina í ár er að tveir nýliðar
í landsliðinu sendu inn upp-
skriftir en komust ekki í keppn-
ina sjálfa þar semjjær þóttu
ekki nógu góðar. Úlfar og Baldur
flugu hins vegar inn. Þeir þurfa
varla að óttast hlutdræga dóm-
ara því tveir þeirra af fimm eru
erlendir og hæsta og lægsta ein-
kunn telst ekki með...
Im helgina verður mikið
um að vera í Ingólfscafé
sem opnar á nýjan leik
eftir umtalsverða stækkun stað-
arins sem nú rúmar 550 manns,
eða 200 fleiri en áður. Það er
plötusnúðurinn
góðkunni
Maggi Legó
sem leggur lín-
urnar í Ingólf-
skaffi og fyrir
opnunarhátíð-
ina hefur hann
fengið breska
plötusnúðinn Darius til liðs við
sig, en sá kappi kom til landsins
í fyrra og spilaði við feikigóðar
undirtektir í Rósenbergkjallaran-
um. Einnig verður Þossi á staðn-
um með sína tónlistarblöndu
sem er fáu öðru lík. Þeim gest-
um, sem kjósa að anda að sér
útiloftinu í hinum nýuppgerða
þakgarði Ingólfscafés verður
P
boðið upp á ýmislegt matar-
kyns, sem grillmeistarar staðar-
ins ætla að framreiða, ásamt
kokkteil af finnskum ættum til
að skola herlegheitunum niður
með. Þegar þetta er skrifað er
hinn nýi hluti Ingólfscafés óðum
að taka á sig endanlega mynd,
og mun víst verða skipt í nokkra
sali í anda þeirra höfðingja: Hitl-
ers, Stalíns, Churchills og Rose-
velts...
Eins og fram kom í fréttum í
síðustu viku er mikil
óánægja meðal lækna á
Landspítalanum vegna skipunar
Þorvalds Veigars Guðmunds-
SONAR í nýja stöðu framkvæmda-
stjóra lækninga við Ríkisspítal-
ana. En það var forveri núver-
andi heilbrigðisráðherra, SlG-
HVATUR BJÖRGVINSSON, sem skip-
aði í stöðuna fyrir nokkru. Með
þessari skipun
sinni sniðgekk
Sighvatur bæði
vilja stöðu-
nefndar Land-
læknisembætt-
isins sem mælti
með Kristjáni
Erlendssyni Og
vilja lækna við Landspítaiann,
en 68 prósent þeirra voru á móti
skipuninni, en aðeins 9 prósent
hlynntir. ÁSMUNDUR SVEINSSON,
formaður læknaráðs Landspítal-
ans, sagði í viðtali við Morgun-
blaðið lækna ekkert hafa á móti
Þorvaldi Veigari persónulega,
heldur væri meinið undanfari
skipunar ráðherra, einkum í
ljósi þess að Ásmundur segist
hafa skilið reglugerðina um
stjórnskipan Ríkisspítala svo að
ráðherra ætti að skipa í starfið í
samræmi við tilnefningar stjórn-
arnefndar Ríkisspítala. Sam-
kvæmt heimildum PÓSTSINS hafa
læknar á Landspítalanum þvert
á móti sitthvað við Þorvald
Veigar að athuga persónulega:
Það hafi komið skýrt fram í at-
kvæðagreiðslunni sem bæri að
túlka aðeins á einn veg, eða
þannig að Þorvaldi Veigari bæri
að segja upp stöðunni. Það sem
ku fara sérstaklega fyrir brjóstið
á læknum er að Þorvaldur hafi
oftar en einu sinni gengið erinda
spítalastjórnar gegn hagsmun-
um lækna. Er í því sambandi
stimpilklukkumálið og feril-
vaktamálið svokallaða sérstak-
lega nefnt. Jafnframt hefur ítrek-
að verið bent á að verið sé að
þróa nýja stöðu og þurfi fram-
taksaman mann á besta aldri...
o —
Wlliams
VERÐ AÐEINS KR 898.000,-
Reynsluaktu TWINGO!
Þaö er vel þess viröi.
RENAULT
RENNUR UT
Bifreiðar & Landbúnaðarxélar hf.
ARMULA 13 ■ SIMI 553 1236
úmuEiii
link.lAVIk
„Ég kalla þá sauða-
þjófa nútímans að
stela því sem aðrir
koma á legg.“
JÓHANNES I BÓNUSI
MlBOLTMillR
FliimVlllllll
„Ég er nú að flýja land-
ið og það er kannski
best að gera það áður
en þessi leikur fer
fram.“
IOURI A. RECHETOV,
SENDIHERRA RÚSSA
PIMRSKOTERl
HffllMJSi
VVIILV SPIíEVIIíllTI
„Sprengjan reyndist
púðursprengja og
sprakk í andlit þeirra
sem bjuggu hana til.“
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNS-
SON IÐORDAFRÆÐINGUR
IITVARPSPERIUi
„Eftir að viðtal birtist
við mig um daginn
hringdi til dæmis einn
þekktasti og virtasti
útvarpsmaður lands-
ins í mig undir því yf-
irskini að fá mig í við-
tal. Maðurinn tapaði
sér síðan algjörlega í
símanum og klæmdist
í tvo tíma.“
DIDDA SKÁLD
ÉFIMSTAÁ
BEVKJMESI
„Kvennalistinn skað-
aðist við að fórna Ingi-
björgu í þágu Reykjav-
íkurlistans í borgar-
stjórn. Við það varð
Kvennalistinn í
Reykjavík höfuðlaus
her. Á toppnum er
þar afar litlaus þing-
'maður, sem af aug-
ljósu dómgreindar-
leysi kenndi borgar-
stjóra að nokkru um
sínar ófarir."
JÓNAS KRISTJÁNSSON,
MÁGUR KVENNALISTANS