Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 10
Þótt forvinnsl- an á söng- leiknum Roc- ky Horror Picture Show sem frumsýnd- ur verður í Héðins- húsnu seint í sumar sé langt á veg komin er enn ekki búið að fylla upp í öll götin. Eins og greint var frá í PÓSTINUM síðastlið- inn fimmtudag er fullmannað í burðar- hlutverkin, en það sem á eftir að manna er í minni hlutverkin. Opin „odisjón" af þessu tilefni verður í Héðinshúsinu sunnu- daginn 28. maí þar sem þess er vænst að hæfileikaríkt leik- og söngfólk freisti gæfunnar. Viðstaddir prufuna og endan- legt val verður í höndum leikstjórans Baltasars Kormáks og Þorvaldar Bjarna Þorvalds- SONAR tónlistar- stjóra... Sigurgeir Sigurösson skrifaöi Bæjarfógetanum í Hafnarfirði bréf fyrir tveimur árum þar sem hann réöst harkalega á afgreiðslu Félagsmálastofnunar Hafnarfjaröar í umgengnisdeilu hans og konu hans „ErfHft að trúa þuí ad manmionska hafi rádid för" Sigurgeir Sigurðsson ritaði Bæjar- fógetanum í Hafnaríirði bréf 14. mars 1993. Orðrétt hljóðar það svo: Með vísan til beiðni undiritaðs til stjórnvalda um að umgengni yrði komið á að nýju milli mín og dóttur minnar, Katrínar Hill. En sú um- gengni var rofin í ársbyrjun 1991, þegar Félagsmálastofnun Hafnar- fjarðar íhlutaðist þar til um með ólögmætum hætti. Var það sökum þess að móðirin, Katrín G. Júlíus- dóttir bar upp ímyndaðar og með öllu tilhæfulausar ásakanir í garð undirritaðs. Engin umgengni hefur átt sér stað síðan. Árangurslaus umleitan undirrit- aðs að koma máli þessu á hreint og hefja umgengni á ný, hefur staðið allar götur síðan fram til þessa dags. í þessari umleitan hefur viðkomandi leitað til stjórnvalda og flest allra sem einhvrs mega sín sem erindrek- ar og forsvarsmenn stjórnvalda í fé- lagsmálum og málum af þessum toga. Það verður því miður að segj- ast eins og er, að ekki er það ein- göngu að sjónarmiðum og kröfum undirritaðs um rannsókn á málinu hafi verið synjað, heldur hafi öll málsmeðferð verið höndluð þannig af opinberum aðiljum, að endur- skoðunar hlýtur að vera þörf. Þá ber sérstaklega að nefna Fé- lagsmálastofnun Hafnarfjarðar, en þar virðast ráða ríkjum mjög ein- strengingsleg sjónarmið sem virðast ekki hafa haft áhuga á að kryfja þetta mál til mergjar, né fá í því niður- stöðu. Það verður ekki séð að reynt hafi verið með öllum ráðum að graf- ast fyrir um sannleikann. Framkoma starfsmanna stofnun- arinnar hefur á allan hátt verið nið- urlægjandi gagnvart undirrituðum og almennar réttlætiskröfur fótum troðnar þannig að bæði undirrituð- um og fjölskyldu hans hefur verið gróflega misboðið. Það kom einnig illilega á óvart hversu ófagmannlega virtist staðið að allri málsmeðferðinni, svo mjög, að á stundum virtist jafnvel ekki al- menn skynsemi vera til staðar. Vegna þessara ótrúlegu vinnu- bragða, sem komu í veg fyrir rann- sókn má vera að málið geti aldrei upplýsts á fullnægjandi hátt. Það hefur svo aftur í för með sér að líf saklausra muni verða litað af þess- um óþverra það sem eftir er. Vegna þessarar reynslu af vinnu- brögðum stjórnvalda sé ég mér ekki lengur fært að treysta stjórnvöldum, þvf ekki virðist enn vera sá vilji fyrir hendi að reyna að leiða sannleikann í ljós, heldur er málið látið „dóia“ í kerfinu svo árum skiptir, og nemur sá tími nú um hálfri ævi dóttur minnar. Þann tíma hafa engin sam- skipti getað átt sér stað okkar á milli. Eins og málin standa í dag þekkir dóttir mín mig því ekki lengur og ég ekki hana. Með hliðsjón af því að samskipti okkar feðginanna yrðu héðan í frá ávallt undirokuð þeim skugga ásak- ana sem móðirin hafði uppi og stjórnvöld hafa stutt, sé ég hvorki í mína þágu né telpunnar að um- gengni yrði tekin upp úr því sem komið er. Enda hefur barnið fengið það veganesti úr móðurhúsum að faðir hennar sé illmenni og vilji henni illt. Það sjá allir hvaða hugarkvöl það yrði barninu að fara foreldra á milli með slík viðhorf ríkjandi. Og án þess að það sé tíundað hér hversu víð- tæk áhrif það hafi á andlegan þroska hennar þegar fram í sækir ásamt þeirri upplognu hugarflækju að hún hafi verið misnotuð af föður sínum, þá mun það nefnt hér sem dæmi að dómgreind telpunnar gæti skaðast þar sem hún hefur fengið ranghug- myndir móður um föður sinn en mundi svo sjálf upplifa hlutina allt öðruvísi sjálf. Það er ekki gott vega- nesti þegar lagt er af stað út í lífið að treysta ekki eigin dómgreind. Hvað varðar ásökun eða grun móðurinnar, þá er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir því hvað fær fólk til að fleygja fyrir fóik slíkum tilbún- ingi. Það er erfitt að trúa því að mannvonska hcifi ráðið för, heldur hef ég allt til þessa litið svo á að Katrínu G. Júlíusdóttur hafi hrein- lega ekki verið sjálfrátt enda hefur hún andlega sjúkrasögu og lenti í ógöngum með fyrri börn sín tvö. Heilbrigð manneskja mundi tæp- lega fara með slíka lygasögu í stjórn- völd og halda henni til streitu. Með tilliti til þessa annarlega ástands móður telur undirritaður því ávallt hættu á, að ástandi óbreyttu, að henni geti dottið eitt- hvað nýtt í hug til að ljúga um undir- ritaðan og getur sá hinn sarni ekki hugsað sér.að lenda í einhverju slíku á nýjan leik, eftir að umgengni væri komin á á milli hans og telpunnar að nýju. Þessi niðurstaða um að sleppa umgengni er ekki sársaukalaus nið- urstaða, ekki frekar sársaukalaus en þau ár sem nú hafa liðið í þessum skrípaleik, þar sem tilfinningcir fólks og grundvallarréttur sá, eins og að halda mannorði sínu, hefur lotið í lægra haldi fyrir einhvers konar „- teygja lopann - leyndó“ leik. Baráttan fyrir umgengni hefur nú staðið sleitulaust í tvö ár, en er nú á enda. Hlutverki mínu í þessum harmleik er hér með lokið. Af þeim glæp sem ég er sakaður um er ég saklaus og þessum skrípaleik grófa ofbeldis sem ég hef verið beittur tek ég ekki þátt í lengur. Það er von mín að líf telpunnar verði sem farsælast þrátt fyrir það hnjask sem það hefur nú þegar á stuttri ævi orðið fyrir og því miður virðist ýmislegt benda til að verði áfram brogað. Þeir sem bera ábyrgð á því verða að takast á við það. Sakir þess sem hér hefur verið greint er krafa mín um umgengni aft- urkölluð. Sigurgeir Sigurðsson. Eiga foreldrar að kaupa áfengi fyrir börn sín? Um þessar mundir sendir SÁÁ fræðslurit um vímuefhaneyslu unglinga ókeypis til allra foreldra barna og unglinga á aldrinum 10 til 15 ára. Ritið ber nafnið „Hvað geta foreldrar gert?“ og þar er þallað ítarlega um ástæður þess að áfengi og unglingar eiga ekki saman og hvað foreldrar geta gert til að stemma stigu við því. Útgáfa ritsins er liður í forvarnastarfi SÁÁ gagnvart vímuefnaneyslu unglinga. Kaupum Álfinn fyrir unga fólkið Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann n*stuÁelf verður arle§ fiáröflun SAA. ilfasalatt- «***?£» forvatuasta

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.