Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 4
MraNliJ ÐWGUJ Rr2-2 Ingibjörg Sveinsdóttir, íbúi við Skeljagranda 4: „Þetta er gríðarlegt tjón og það lítur út fyrir að allt hafi eyðilagst í geymslunni hjá már og fleirum." Reynt aö kveikja í fjölbýlishúsi við Skeljag randa Allt ónýtt í geymsknim Eldur kom upp í fjölbýlishús- inu við Skeljagranda 4 í Reykja- vík á föstudagskvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í fatahrúgu á geymslugangi hússins og breiddist reykur þaðan um allt hús. Allt bendir til að um íkveikju hafi verið að ræða og staðfestir Rannsóknarlögregla ríkisins að líkur séu á að eldur- inn hafi kviknað af mannavöld- um. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem eldur kemur upp í húsinu. Á nýársdag fyrir rúmu ári kviknaði þar í rusla- geymsiu. íbúar í húsinu kunna enga skýringu á því hver gæti hafa verið valdur að íkveikjunni og grunur hefúr enn ekki fallið á neinn. íbúarnir segja að eldur og reykur hafi valdið gríðarlegu tjóni, allt sé ónýtt í geymsluhluta og sót upp um alla ganga. Ingi- björg Sveinsdóttir, íbúi í húsinu, varð fyrir því að allt virðist vera ónýtt í geymslu hennar, þar á meðal seglbretti, sófasett og fieira verðmætt. Hún segir að all- ir sem eiga geymslur á sama stað í húsinu hafi orðið fyrir viðlíka tjóni. íbúarnir kvarta undan Húsatryggingum Reykjavíkur- borgar, sem vinni ekki um helgar og engin leið virðist vera til að ná í þá aðila til að meta tjónið. ■ Straumsvíkurbeinin Þekkjast ekki Beinin sem fundust rekin á land í Straumsvík eru nú erlendis í rannsókn og á henni að vera lokið eftir eina til tvær vikur. Sam- kvæmt upplýsingum Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, eins þriggja meðlima nefndar þeirrar sem hef- ur það verkefni að bera kennsl á líkamsleifar mannna, svokallaðrar ID-nefndar, er talin borin von að finna út um hvaða einstakling er f að ræða þótt ef til vill megi finna út aldur hans. Ekki er ljóst hvort hægt er, þótt aldur mannsins þeg- ar hann lést liggi fyrir, að slá föstu hvenær nákvæmlega hann var uppi, en það myndi að sjálfsögðu auka möguleikana á að bera kennsl á manninn. ■ Oeinkennisklœddir lög- reglumenn lögðu leið sína að danshúsinu Bó- hem á Vitastíg, þar sem stúlkur hafa skemmt gestum um nokkurt skeið með nektardansi og fatafeltustörfum. Var œtlun þeirra að kanna hver störf stúlknanna vœru í raun og hverjar stœðu á sviðinu. Mun ein stúlknanna sem starfa þar hafa tent í klóm lögreglunnar, en sú hefur ekki enn náð til- skildum aldri til inn- göngu á vínveitingahús. Var stúlkunni vísað út og eigandinn áminntur um almennar reglugerðir danshúsa varðandi starfsfólh og lögaldur, en þung viðurlög eru við brotum á þessum regtu- gerðum og missir vín- veitingaleyfis. Ekki mun langt síðan lögreglan greip aðra stúlku erþar starfaði við dans og skemmtiatriði, stúlku sem ekki hafði náð til- skildum aldri en hafði yfir fölsuðum skUríkjum að ráða, bar hárkollu og hafði rakað höfuð sitt til að villa á sér heimildir og dylja raunverulegt nafn sitt fyrir taganna vörðum. Þrátt fyrirþað komst upp um stúlkuna og hún var fœrð tilyfir- heyrslna hjá lögreglunni. Mál sem þessi koma œ oftar upp í Café Bóhem, þar sem nokkrar dans- meyjanna munu í yngri kantinum og pjóta engr- ar blessunar foretdra sinna, sem oftar en ekki reyna að kcera atburðina til lögreglu, með mis- ■jöfnumárangriM Innanhúss í Ráðherrabústaðnum. Samúel Guðmundsson, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, Auður Vil- hjálmsdóttir innanhússarkitekt, Guðmundur Árnason og Garðar Halldórsson þegar ráð- herrabústaðurinn var sýndur blaAamönnum í byrjun ársins. Viðgerð a jtaðherpabiistaðnum dýrari ea nýr íorsetÉístaður lyftingu ráðherrabústaðarins. Ánnar hönnunarkostnaður var meðal annars vegna raflagna, vatnslagna, frárennslislagna og loftræstikerfis. 'Viðgerðarkostnaðurá Ráðherrabústaðnum er 195.000 krón- ur á hvern fermetra, en það er hærra verð en skattgreiðendur borga fyrir fermetrann í nýbyggingu íbúðarhúss forseta íslands á Bessastöðum. Þessu til viðbótar voru notaðar 10 milljónir króna í húsbúnað, en starfsmanni embættisins þykir það lítið og sagðist hann jafnframt stoltur af lágum tilkostnaði við fram- kvæmdirnar. Ekki reyndist unnt að fá lista yfir húsbúnaðinn sem keyptur var. Endurnýjun Ráðherrabústað- arins við Tjarnargötu 32 kostar skattgreiðendur 85 milljónir króna. Að frátöldum 10 milíjóna króna kostnaði við húsbúnað gerir þetta 75 milljónir eða 195.000 krónur á hvern fer- metra, en húsið er 380 fermetr- ar. Þess má geta að nýbygging embættisbústaðar forseta ís- lands á Bessastöðum, sem er ívið stærra hús eða 415 fermetr- ar, mun kosta samkvæmt nýj- ustu áætlunum um 72 milljónir króna, eða 173.000 krónur á fer- metrann og er þá gert ráð fyrir 20% hönnunar- og eftirlitskostn- aði. Tveir arkitektar hjá embætti Húsameistara ríkisins, þau Garð- ar Halldórsson, húsameistari rík- isins, og Auður Vilhjálmsdóttir innanhússarkitekt, sáu um hönnun endurbótanna fyrir hönd embættisins og nam reikn- ingur vegna vinnu þeirra sam- tals um 5,9 milljónum króna. Hönnunar- og eftirlitskostnaður í heild var 13,2 milljónir króna, þar af 9,7 milljónir til embættis húsameistara. Það er 15,6% af Jjieildarkostnaðinum við andlits- einstaklega vel hefði til tekist fyrir litla peninga. Hann sagði að viðgerð húss- ins hefði verið mjög vandasöm og upp hefðu komið ýmis ófyrir- séð vandamál eftir að fram- kvæmdir hófust. Ennfremur sagði Samúel að starfsmenn húsameistara hefðu sinnt fjölda annarra verkefna á því tímabili sem undirbúningur og framkvæmdir við ráðherra- bústaðinn stóðu yfir, en það var með hléum frá febrúar 1993 til janúar 1995. I FÆR FRJÁLSAR HENDUR Samúel Guðmundsson, bygg- ingatæknifræðingur hjá embætti húsameistara, sá um eftirlit með framkvæmdum og reiknings- hald, en kostnaður við þann lið var 3,8 milljónir. Samúel segir að nefndur hönnunarkostnaður hafi verið „mjög óeðlilega lágur“ og þakkar hann það því helst að hönnunaraðilar hafi fengið frjálsar hendur frá forsætisráðu- neytinu og ekki haft yfir sér byggingarnefnd, sem annars hefði sennilega sífellt verið að tefja verkið. Áð vísu þurftu arkitektarnir að starfa náið með húsfriðunar- nefnd, sem auðvitað gerði sínar kröfur og er dýr í rekstri vegna fundahalda og þess háttar. Samúel bætti við að starfsmenn embættisins væru stoltir af þessu verki, enda teldu þeir að , aður við lóð upp á 7,5 milljónir UNDIRBYÐUR EINKAREKSTUR Af greinargerð húsameistara vegna þessa viðhaldsverkefnis má ráða að hönnunarvinna hef- ur verið unnin að einhverju leyti í fjórtán mánuði á þessu tveggja ára tímabili, en sjálfur segir Samúel að hann hafi sinnt eftir- lits- og undirbúningsvinnu að mestu leyti allt tímabilið með- fram öðrum störfum sínum fyrir embættið. Samúel taldi að hönnunar- kostnaður embættisins væri í flestum tilfellum lágur, enda seldi embættið vinnu sína á 5- 10% lægra verði en arkitekta- stofur á hinum almenna mark- aði. SJÖ 0G HÁLF MILLJÓN í LÓÐ Það sem einna helst vekur at- hygli, ef frá er talinn hönnunar- og eftirlitskostnaður, er kostn- og nærri tíu milljóna króna út- gjöld vegna húsbúnaðar. Verið er að ganga endanlega frá Ióð- inni þessa daga, og tilvalið fyrir menn að skoða á Tjarnargötu 32 hvernig til hefur tekist. Inni í lóðarkostnaði eru fram- kvæmdir vegna fegrunarað- gerða framan við eiginlega lóð ráðherrabústaðarins, en í þeim borgar eigandi hússins, sem er forsætisráðuneytið, hluta á móti Reykjavíkurborg. HÚSBÚNAÐJJR FYRIR TIU MILU0NIR Ekki þótti annað fært en að hressa upp á húsbúnað ráð- herrabústaðarins samhliða við- gerðum á húsinu sjálfu. í þennan lið voru notaðar tíu milljónir króna. Keypt voru ný húsgögn, | ný gluggatjöld, teppi endurnýj- _ uð að hluta, og hluti eldri hús-1 gagna settur í viðgerð. Samúel" Guðmundssson taldi of lítið gert I í þessum efnum, en því miður ■ hefðu ekki verið til meiri pening-1 ar. Það voru HP húsgögn í Reykja- - vík sem seldu húsgögn í ráð-1 herrabústaðinn. Engar upplýs-" ingar fengust í HP um verð ein-1 stakra muna, aðeins sagt að hér ■ væri um vönduð húsgögn að | ræða og því ekki neitað að þau | væru dýr og ef menn hefðu ver-. ið að leita eftir öðru hefðu þeir I þá væntanlega snúið sér til 1K- EA. Hér væri hins vegar um að I ræða húsgögn er hentuðu þjóð- ■ höfðingjum. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.