Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 17
 wlMN l!l ÐWGUi R1 IÞROTTIR ikur F\/mpnkpppnip[~|p|r pfrfrj crýqr|j|p þpif]f Nóg Wð aí sporiu Óánægju gætir meðal knattspyrnuáhugamanna með þá ákvörð- un sjónvarpsins að sýna ekki úrslitaleik stórliðanna AC Milan og Ajax í Evrópukeppni meistaraliða á miðvikudaginn, einhvern stærsta viðburð á knattspyrnusviðinu í ár. „Ástæðan er ekki sú að sjón- varpsyfirvöld hafi verið búin að fá nóg af truflunum frá íþrótta- deildinni. Þetta er gert í fullri sátt, en Ríkisútvarpið þarf að sinna öllum og við erum meðvit- aðir um það umhverfi sem við störfum í. Hingað til hefur þessi leikur verið undir sérstökum samningi við Evrópusamband sjónvarpsstöðva, en þeir samn- ingar náðust ekki í þetta sinn. Menn treystu sér bara ekki í þetta. Þetta þótti óaðgengilegur samningur og því hefur rétturinn verið seldur til sjónvarpsstöðva sér,“ sagði Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður. Samúel segir að ekki hafi verið reynt að afla styrktaraðila til að kosta útsend- inguna. „Það er mikil vinna að leita styrktaraðila, en þetta leit einfaldlega þannig út að þrátt fyrir að við hefðum fengið styrkt- araðila hefði þetta verið of dýrt fyrir okkur. Ég vil ekki gefa upp hvað þetta kostar vegna þess að þá fara menn að velta sér upp úr því í hvað sé eytt. Þegar svona Íeikir eru komnir í milljón-kall eða meira, þá erum við einfald- lega of litlir.“H Samúel Orn Erlingsson: „Við eyðum ekki peningum sem ekki eru til í leik þó að okkur finnist hann óskaplega spenn- andi og okkur langi óskaplega mikið til að sýna hann. Það er bara ekki umhverfi fyrir þetta núna.“ Vörnin brast hjá „Varnarleikur okkar var hræði- legur, svona leikur maður ekki í bikarúrslitum,“ sagði Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri Manc- hester United, eftir að lið hans hafði tapað úslitaleik ensku bikar- keppninnar 1-0 gegn Everton á laugardag. „Undanfarin vika hef- ur vissulega valdið okkur von- brigðum, við töpuðum meistara- titlinum um síðustu helgi og nú þessum. Vionöfðum einfaldlega ekki þá heppni með okkur sem er nauðsynleg í leikjum af þessu tagi,“ sagði Ferguson, en árið í ár er það fyrsta í sex ár sem United- menn hampa ekki titli. „Neville Southall átti frábæran leik í marki Everton og ég held að það hafi verið hann sem færði Everton bikarinn,“ sagði Ferguson að lok- um.l Leikmenn Everton meistaratitlinum á Wembley á laugardag. Það var Paul Ri- deout sem skoraði markið í 1-0- sigri á Manchester United. Aiex Ferguson gengurhér vonsvikinn af leikvelli eftir tap sinna manna. 5S =j OJ ngir bræður setja hvert ilandsmetið á fætur öðru Stefna á OL 2000 „Við tókum þátt í okkar fyrsta móti átta ára, árangurinn var ekki góður,“ segir Sveinn Mar- geirsson, sautján ára piltur frá Mælifellsá í Skagafirði, en hann og bróðir hans, Björn, sextán ára, settu glæsileg íslandsmet hvor í sínum aldursflokki í 3.000 metra hlaupi í síðustu viku. Sveinn, sem er eins og fyr segir sautján ára, stórbætti eigið met í drengja- flokki, en hann hljóp á 8:41,01 mínútu og var það bæting um rúmar átta sekúndur. Björn, sem er árinu yngri, bætti met Sveins í sveinaflokki um tæpar sjö sek- úndur og hljóp á 8.42,67 en það var að auki persónuleg bæting frá síðasta ári um 42 sekúndur og sýnir hversu stórstígum framför- um Björn hefur tekið. Helgina áð- ur en 3.000 metra hlaupið fór fram kepptu bræðurnir í mílu- hlaupi á Laugarvatni og hlupu þar báðir undir fyrra meti Sveins, sem var 4:32,3. Sveinn hljóp á 4:23,9 mínútum og bætti þar með met sitt um rúmar átta sekúndur, en Björn hljóp á 4:24,3. Þessir ungu og snjöllu íþrótta- menn úr UMSS eru nú við nám í Menntaskólanum við Sund hér í Reykjavík, en auk þess stunda þeir strangar hláupaæfingar því Bræðurnir Sveinn og Björn í blíð- unni í gær. bræðurnir setja markið hátt. Þeir ætla að reyna að bæta sig það mikið í sumar að þeir verði teknir í svokallaðan Sydney-hóp, en í þeim hópi eru útvaldir íþrótta- menn sem talið er að eigi erindi til Sydney í Ástralíu árið 2000 þegar þar verða haldnir Ólymp- íuleikar. Þeim, sem teknir eru í þann hóp, eru búnar sérstaklega góðar aðstæður til að stunda íþrótt sína og því til mikils að vinna fyrir skagfirsku bræð-, urná.É ° 1 ' EV.Í.’S BSfZJK Bíldshöfða 8 - 112 Reykjavlk Simi 587-3888 Allir þeir sem iáta umfelga fá 50% afslátt af þvotti hjá þvottastöðinni við hliðina á. HMmimwm iI F * að við erum fluttír úr Skeiíunni en tökum vel á mótí þér aö Bíldshöfða 8 - þar sem rauði bfllinn er á þakinu. Fljót og góð þjónusta. örugglaga #«li framar KUMHO NORÐDEKK HUN ER LENT! Eggert horfði á leikinn I CHILESKA SJÓNVARPINU. Eggert LEIKNUM Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, fór með landsliðinu í ferðina til Chile fyrir skömmu. Komst Eggert meðal annars á fund Knatt- spyrnusamtaka Ameríku sem áheyrnarfulltrúi og nýttist vel til að ná sam- böndum. Landsleikurinn var háður í borg suður í þessu ianga landi og vegna fundahalda missti formaðurínn afflugvél- inni. Hann varð því að gera sér að góðu að horfa á leikinn í sjón- varpinu, kominn alla leið til ChileM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.