Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 8
FRÉTTIR miiÐWGim Biörk talar um kvnlíf í útlensku pressunni Sjátfsfraun ádaqkemup skapmuílag Plata Bjarkar Guömundsdóttur, Post, er væntan- leg á markað 15. júní og er hennar beðið með eftir- væntingu um allan heim. í júníhefti bandaríska tímaritsins Details er að finna viðtal við hana þar sem hún talar hispurs- laust um kynlíf. Þar segir Björk meðal annars að núna sé eins konar tóma- rúm i tilveru hennar þar sem hún, í fyrsta sinn í þrettán ár, sé ekki upp á neinn karlmann komin. Hún hafi verið meira og minna í föstu sambandi frá því hún var sextán ára þannig að nú horfi málin öðruvísi. Eitt helsta vandamálið við að vera ein sé kynlífsskorturinn. Hún segir að hún eigi við svo mikla kynlífsfíkn að glíma að það nálgist að vera vandamál. En hún sé að reyna að taka á því vandamáli. Hún segir að til að létta á spennunni stundi hún karate, sund, líkamsrækt og sjálfsfróun á hverjum morgni og þannig sé deginum bjarg- að. Björk segir að goðsögn- in um að konur þarfnist minna kynlífs en karlar sé gjörsamlega röng. Ástæð- an sé sú að konur séu ald- ar upp til að sinna móður- hlutverki en ekki sem villtar kynverur. „Konur eru allt eins mikið fyrir „hard core“-kynlíf og karl- ar og þær langar alveg jafnmikið og stráka til að ríða öllum á skemmti- stöðunum. En þær gera það ekki því þær nenna ekki að sjá um þá á eftir. Þannig að konurnar fara heim og sofa hjá mönnun- um sínum, því þær þurfa hvort sem er að taka til- finningalega ábyrgð á þeim,“ segir Björk við Details og hún segir ástæðuna fyrir því að konur haldi ekki eins mik- ið framhjá og karlar þá að þær nenni ekki að þurfa að þola sífelldar sím- hringingar frá náungan- um. IflEÐ kynlíf á heilanum í öðru tímariti, Int- erview, kemur Björk einn- jg inn á. kynJpð. Þar spyr C„Konur eru allt eins mikiö fyrir „hard core“-kynlíf og karlar og þær langar alveg jafnmikiö og stráka til aö ríða öllum á skemmti- stööunum.“ blaðamaður hvort hún geti talist dæmigerður bogmaður þar sem þeirra líf snúist um líf, dauða og kynlíf. Og Björk svarar: „My three fucking ob- sessions", sem væri hægt að útleggja sem það þrennt sem hún sé heltek- in af. Hún segir að kynlíf þurfi að vera innilegt, frá- bært og stórkostlegt, en ef það vanti þá tilfinningu sem líkist því að varpa sér fram af klettabrún skorti ansi mikið. Og hún segir að besta tilfinning sem hún geti hugsað sér sé að njóta kynlífs eftir að hafa ekki átt þess kost í tuttugu ár.B Skákbf^eðucftir „Æflumaoverða „Mamma kenndi okkur upphaf- bræðranna, en Braei segir að famma kenndi okkur upphaf- lega mannganginn þegar við vor- um fimm og sex ára en pabbi tók svo við og hélt áfram að kenna okkur. Við vorum samt farnir að vinna hann eftir stuttan tíma og nú á hann ekkert í okkur," segir Bragi Þorfinnsson, fjórtán ára ólympíumeistari í skák. Hann og Björn bróðir hans, sem er að verða sextán ára, voru í sigurliði íslendinga á ólympíumóti skák- manna yngri en sextán ára og náðu þar frábærum árangri. Bragi hefur nú 2.045 Elo-stig en Björn er skammt undan með 1.900 stig. Það ríkir mikil keppni á milli bræðranna, en Bragi segir að Björn sé ekkert svekktur yfir því að litli bróðir skuli vera hærri en hann að stigum. Báðir æfa strák- arnir stíft fjóra daga vikunnar og eru í sérstökum úrvalsflokki í skákskólanum, þar sem þeir eru meðal annars í einkatímum hjá stórmeisturunum. Þeir stefna að því að verða stórmeistarar og draumurinn er náttúrulega að skáka Helga Áss Grétarssyni í að vera yngsti íslenski stórmeistar- inn. Bræðurnir gera ráð fyrir að ólympíutitillinn gefi þeim kost á að komast á fleiri mót erlendis til að krækja sér í fleiri Elo-stig.B Skákbræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir ætla sér langt á skáksviðinu. Deilur um dýrahald í Hólahreppi Systurnar Sólveig, Marta og Tinna Jónsdætur með kisuna Doppu, en deilur standa um til- verurétt hennar á Hólum í Hjaltadal. #„Pað hafa engin vandræði verið af dýrunum og mer vitandi hafa engar kvartanir borist. Hundurinn geltir aldrei, er hlýðinn og tryggur og börn umgangast hann mjög mikið,“ segir Jón Örn Pálsson, íbúi á Hólum í Hjaltadal. Hann segir einnig að sér þyki einkennilegt að banna lausa- göngu katta þar sem einungis einn köttur sé á svæðinu og ekki hafi verið kvartað yfir honum. Meirihlutasamþykkt Hóla- hrepps, sem byggð er á lögum um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit þar sem lausaganga hunda og katta er bönnuð í landi Hólastaðar, hefur valdið ólgu meðal hreppsbúa. Dýraeig- endur óttast að þurfa að sjá á eftir dýrunum og finnst vera að sér vegið þar sem samþykktin nái ekki til allra hreppsbúa held- ur einungis til íbúa á svæði Hóla. „Þessi samþykkt kemur aðeins til með að bitna á þrem- ur íbúðum því hreppurinn og bændaskólinn eiga aðrar íbúðir á þessu svæði og þar er dýra- hald bannað samkvæmt húsa- leigusamningi," segir Jón og hann segir að skólastjóri bændaskólans, Jón Bjarnason, hafi lagt mikla áherslu á þetta mál og reynt án árangurs að fá landbúnaðarráðuneytið til að banna dýrahald í húsi Jóns Arn- ar. „Þetta þykir mér skrýtið því að mér hafa ekki borist neinar kvartanir vegna dýranna. Meiri- hluti hreppsnefndar er á laun- um hjá skólastjóranum og odd- vitinn er bróðir hans, en fimmti aðili, sem hefur engra hags- muna að gæta, lagði fram sér- staka bókun gegn því á hrepps- nefndarfundi,“ segir Jón Orn. Samkvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit sem þessi samþykkt byggist á er tek- ið skýrt fram að liggja eigi fyrir álit heilbrigðisnefndar eða dýra- læknis tii að gera samþykkt á grundvelli laganna, en ekki var leitað eftir slíku áliti að sögn „Meirihluti hreppsnefndar er á launum hjá skóla- stjóranum og odd- vitinn er bróðir hans, en fimmti aðili, sem hefur engra hagsmuna að gæta, lagði fram sérstaka bók- un gegn því á hreppsnefndar- fundi,“ Jóns Arnar. Hann boðar að senda stjórnsýslukæru til fé- lagsmálaráðuneytisins vegna formgalla á samþykktinni, með- al annars vegna þess að hrepp- urinn ætli að innheimta gjald af hundaeigendum á einungis einu lögbýli sveitarfélagsins. Hann segir ennfremur að Hólar falli langt utan skilgreiningar um þéttbýli, því einungis 70 af 151 íbúum hreppsins búi í landi lög- býlisins. Þeir Jón Bjarnason og Valgeir Bjarnason oddviti segja að þarna sé verið að setja reglur eins og í öðrum þéttbýliskjörnum. Hóla- staður sé vinsæll ferðamanna- staður og mönnum þyki verra að hafa hunda flaðrandi upp um gestkomandi. Þeir segja að ekki hafi borist kvartanir vegna dýra en þarna sé verið að byrgja brunninn. Valgeir segir einnig að kettir séu bölvaðir sóðar og hafi valdið tjóni á rúlluböggum auk þess sem þeir hafi gert usla í fjölskrúðugu fuglalífi staðarins. Jón Örn segir að rúllubaggaklór hafi ekkert með lög um heil- brigði og hollustuhætti að gera og vafasamt sé að einn köttur geti eyðilagt hið fjölskrúðuga fuglalíf staðarins.M

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.