Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 11
 TvlWN Ul ÐWG'UJ R1 FRETTIR Fjölskyldan fær ekki að tala við tólí ára •Mæðginin Lilja Bjarnadóttir og Hafsteinn Gunnarsson, sem ár- um saman hafa barist fyrir forræöi dóttursonar síns og systur- sonar, virðast hafa tapað málinu endanlega. Þau fá ekki einu sinni að tala við drenginn, sem ólst upp á heimili þeirra meira og minna til ellefu áraldurs. Lilja Bjarnadóttir, amma drengs- ins, sem ásamt Hafsteini Gunnars- syni, einum móðurbræðra hans, gerði misheppnaða tilraun til að komast með drenginn úr landi, hefur nú snúið aftur til landsins, en hún hefur dvalið á Kanaríeyj- um síðan fyrir jól. Hvorki Lilja né aðrir úr fjölskyldunni, að móður- inni, Guðrúnu Báru Gunnarsdóttur, undanskilinni, fá að ræða við drenginn. Vita þau því lítið um líð- an hans að sögn eins af móður- bræðrum drengsins, sem rætt var við nú um helgina. Hann sagði ennfremur að upp væri komin einskonar pattstaða í málinu og fjölskyldan hefði engin áform á prjónunum að sinni varðandi drenginn, amma hans væri til dæmis mikill sjúklingur og gæti ekki annast hann ef til kæmi. Eins og staðan er í dag er því allt útlit fyrir að drengurinn verði fyrir norðan á hinu nýja fósturheimili sínu næstu fjögur árin. PARNAVERNDARYFIRVÖLD IBILAELTINGALEIK Þann fimmta janúar á þessu ári greindi PÓSíurinn frá sérkennilegri forræðisdeilu sem snerist um ell- efu ára dreng. Drengurinn sem um ræðir hafði búið frá fæðingu hjá móður sinni, bræðrum hennar og ömmu sinni. Þegar drengurinn var sjö ára var móðir hans svipt for- ræði yfir honum en þær mæðg- urnar, Guðrún Bára og Lilja, kærðu sviptinguna og var hún numin úr gildi hálfu ári síðar. Áður hafði gengið á ýmsu í sam- skiptum fjölskyldunnar og barna- verndaryfirvalda. Þegar drengur- inn var tveggja ára velti fjölskyld- an bíl sínum á flótta undan barna- verndarnefnd með þeim hörmu- legu afleiðingum að Lilja háis- brotnaði og lamaðist alvarlega og er mikill sjúklingur ennþá. Fyrir tveimur og hálfu ári, þegar drengurinn var níu ára, hóf móðir hans sambúð með manni. Að sögn Lilju og Hafsteins beitti þessi nýi sambýlismaður drenginn ofbeldi og flúði drengurinn á endanum til ömmu sinnar og móðurbræðra. Á þessum tíma var síðan úr- skurðað að drengurinn skyldi sendur í fóstur norður í land til sextán ára aldurs og hefur hann nú verið þar í nærri hálft ár.B Lilja Bjarnadóttir og Hafsteinn Gunnarsson í húsnæði Fjöl- skylduverndar, félags forsjárlausra foreldra, en þau voru hvatamenn að stofnun félagsins. Aftan við mæðginin er mál- verk eftir Sigurgeir Sigurðsson heitinn, sem einnig átti í for- ræðisdeilu, en hann lést um síðustu helgi er sonur fyrrverandi sambýliskonu hans ók á hann þar sem hann var að hjóla heim til sín í Hafnarfirði. Þrjátíu ára starfsævi bresks læknamiðils á Islandi HA NDKNÚNIR OG RAFKNÚNIR STAFLARAR. Auðveldir og liprir í meðförum. • „Ég er læknamiðill en get einnig leiðbeint sjúklingum mínum um málefni sem liggja þeim þungt á hjarta. Ég legg hendur yfir fólk, en fæ til þess leiðbeiningar að hand- an. Ég er ekki sjálf að verki þar — aðeins verkfæri þeirra að of- an. Og þeirfyrir hand- an hafa aldrei brugðist mér við störf mín.“ NÝIR OG ENDURBÆTTIR HANDLYFTIVAGNAR. Margar gerðir. Lyftigeta 2500 kg. Kentruck lyftingameistarar sem létta þér störfin. Líttu viö og taktu á þeim. Arvík ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 ÍMairiMHiMÉNH Islendingar e truað folk „Eg get ekki titlað sjálfa mig kraftaverkalækni, því ég er að- eins auðmjúkt verkfæri í höndum Guðs almáttugs og nýt að- stoðar verndara minna að handan sem leiðbeina mér alfarið í starfi. Sjálf get ég ekki útskýrt hvernig lækningar koma til þegar ég legg hendur yfir sjúka manneskju," sagði Joan Reid lækn- ingamiðill í samtali við blaðamann, en Joan, sem er bresk að þjóðerni, hefur starfað hérlendis í hartnær þrjátíu ár og kemur hingað tvisvar á ári. Joan, sem er stödd í Reykjavík um þessar mundir á vegum Sál- arrannsóknafélags íslands, legg- ur land undir fót tvisvar á ári og er því hér æði oft þrátt fyrir að ferðirnar séu yfirleitt ekki lengri en tvær eða þrjár vikur í senn. Störf hennar teygja sig þó víðar um heim: „Ég hef sjaldnast tíma til skoðunarferða eða náttúru- dýrkunar í þessum heimsóknum til annarra landa, ég verð að segja að ég kynnist frekar fólki á þessum ferðalögum mínum. Is- Íand hefur alla tíð verið mér afar kærkomið og það sem einna helst hefur vakið undrun mína í samskiptum við íslendinga er hversu opið fólk er fyrir dulræn- um málefnum og virðist hafa ein- Iægan skilning á störfum sem þessum. íslendingar eru yfir höf- uð kraftmikið og trúað fólk, í sterkum tengslum við sína verndara og Guð, en það sem gleður mig að sjálfsögðu mest er hvernig fólk tekur mér hérlend- is; það býst hreinlega við lækn- ingu og finnst störf mín afar eðli- Ieg. ísland er ósnortið land og blessunarlega laust við mengun, hér eru tærar lindir og ekki mik- ill fólksfjöldi. Það tel ég einmitt vera eina ástæðu þess að fólkið hér er jafneinlægt og raun ber vitni.“ JARÐARFÖR leiddi TILISLANDSFERÐAR Nokkurt vatn er runnið til sjáv- ar síðan Joan hóf störf sín hér- lendis, en á hinum þrjátíu ára ferli hennar hafa fjölmargir leit- að til hennar eftir hjálp og að- stoð. „Ég trúi því að kynni mín af íslandi hafi ekki verið nein tilvilj- un, heldur köllun æðri máttar- valda sem leiðbeindu mér hing- að. Ég trúi því að öllum hlutum sé ráðstafað ofan frá. Guðmundur Einarsson, sem bað mig uppruna- lega að koma hingað til lands, átti leið um Eng- land og þegar við hittumst í fyrsta sinn var hann á höttunum eftir góðri manneskju sem starf- aði líkt mér, en við hittumst við jarðarför sameiginlegs vinar og hann kom að hitta mig eftir að hann frétti af mér. Hann iagði hendur sínar í mínar og þegar hendur hans fóru að hitna, líkt og gerist oft, þurfti hann ekki frekari vitnanna við og bað mig að koma hingað til lands eins fljótt og mér væri mögulega unnt. Ég gerði það og hef komið hingað síðan tvisvar á ári. Ég ferðast mjög mikið og vinn til að mynda einnig í Sviss, en þangað fer ég einnig tvisvar á ári.“ STJÓRNENDUR MÍNIR LEIÐA MIG AFRAM Þetta er köllun mín, að hjálpa íslendingum. Þegar ég kem hing- að til lands kem ég einungis til að starfa, ég hef ekki gert mikið af því að ferðast um landið því ég dvel ekki lengur hér en þrjár vikur í senn og tíminn flýgur hratt áfram. England hefur upp á marga staði að bjóða þegar andleg mál- efni eru annars vegar, en ég hef kosið að starfa fremur ein á eigin vettvangi en með skipulögðum samtökum í heimalandi mínu. Það hentar mér betur tel ég. Ég er læknamiðill og get gert aðra hluti ef sjúklingurinn þarfnast þess, svo sem ráðleggingar frá íijálpurum mínum og fleira. Ég legg hendur yfir fólk, en fæ til þess leiðbeiningar frá stjórnend- um mínum, ég treysti verndur- um mínum hinum megin fyllilega til að leiða mig á réttu staðina. Og þeir hafa aldrei brugðist mér." ■ . .. '■;&£%&. Breytingar HJÁ DV Undanfarið hefur verið ú kreiki þrúlútur orð- rómur um að breytinga sé að vœnta hjú stjórn- endum DVoger því nú haldið fram að annar ritstjóra blaðsins, Ellert B. Schram, sé að hœtta ogþað innan sltumms. Sömuleiðis fylgir sög- unni að Guðmundur Magnússon fréttastjóri hœtti í sumar. Ef af verður er ekki farið að rœða um nöfn neinna eftirmanna. ■ Innbrotum FJÖLGAR Ný tegund afbrota hefur litið dagsins Ijós, svokall- aðar innbrotstengingar óprúttinnu tœknisnill- inga íýmis fyrirtœki, hér- lendis sem utan land- steinanna. Menn þessir eru uppnefndir „hakkar- ar“ og eru sérhœfðir i tölvuinnbrotum í fyrir- tœkjakerfi. Það erafsem úður var þegar tölvuinn- brot tilheyrðu kvik- myndasölunum en voru óþekkt í hinu daglega lífi. Þannig mun ónefndur Hollendingur hafa hlotið fjögurra múnuðu fangels- isdóm í heimalandi sínu fyrir skömmu vegna fjölda innbrota í gagna- banka víðsvegar í Skand- inavíu, en muðurinn núði meðal annars uð tengjast íslenskum gagnabanka dður en upp komst. Þó munu engin gögn hafa tapust héðan frú landinu við innbrotið. Komin eru nú ú markað forrit sem sérhœfð eru í skönnun fyrirtœkjakerf- anna og eiga þuu að þefa uppi allar smugur sem hœgt er að skjótast inn um. Þau bera mörg hver nafn með rentu og eitt öflugasta forritið er nefnt eflirþeim illu sjúlf- um, - Satan. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.