Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 9
 UTLOND Sár.síaá,táttrirhnl(i í Mnre4ÍJ,imiif.iiaakiá niaa ynd Helt þetta værí Batman-mynd - segir sýningarstjórinn Bareigandi í Bardufoss í Noregi hefur verið ákærður fyrir að sýna klámmyndir af myndbandi á bar sínum. Myndbandið sem hér um ræðir er heimaframleiðsla sem aldrei var ætluð til opinberra sýn- inga, en fyrir gleymsku varð spóla með efninu eftir í íbúð sem „leikar- amir“ í myndinni höfðu haft á leigu og bareigandinn átti. Hann fann spóluna þegcir leigjendumir voru farnir og sýndi síðan á stómm skermi á bar sínum í október síð- astliðnum. Bareigandinn er að auki ákærður fyrir ærumeiðingar, en hcmn reyndi að koma sökinni í málinu á tvítuga þjónustustúlku á barnum. „Ég hélt ég væri að setja Batman í tækið,“ segir hinn ákærði, en spól- an er merkt þannig. „Þegar ég upp- götvaði nokkrum mínútum síðar hvers kyns var slökkti ég strax á tækinu.“ Þjónustustúlkan ærumeidda segir hins vegar að bæði gestir og hún sjálf hafi beðið bareigandann að stöðva sýningu spólunnar, en hann virti óskir þeirra að vettugi og lét spóluna halda áfram þar til klámkaflanum lauk, en hann tók 23 mínútur í flutningi. Þjónustustúlkan sagði ennfrem- ur að spólan hefði síðar verið falin fyrir ákærða en hann hafi fundið hana og spilað aftur. KLÁM í RÉTTARSALNUM Héraðsdómstóllinn í Senja hef- ur nú málið til meðferðar og hef- ur umrædd spóla verið sýnd rétt- inum í fullri lengd auk þess sem verjandi ákærða hefur sýnt rétt- inum „alvöru“ klámmyndir til samanburðar, en verjandinn heldur því fram að spólan inni- haldi ekkert sem ekki telst venju- legt í „eðlilegu" kynlífi Norð- manna og sé því ekki klám, auk þess sem það hafi verið hreint óhapp að myndin var sýnd á barnum á sínum tíma. Hann krefst því sýknu yfir skjólstæðingi sínum. Stúlkan, sem fram kemur í myndinni ásamt fyrrverandi kær- asta sínum, skýrði síðan með grát- stafinn í kverkun- um frá þeim óþægindum sem sýning myndar- innnar hefur vald- ið henni, en hún fer varla út úr húsi því henni finnst allir vera að horfa á sig og auk þess er hún atvinnu- laus og telur borna von að hún fái vinnu í framtíð- inni vegna máls- ins. ■ Verjandinn sýndi réttinum grófa kiám- mynd, máli sínu til stuðnings. Ritt Bjerpegaara skapar usla i Evronisambandinu PARIS Frá kr. 22.000* • „Að vera sýnilegur er nauð- synlegt í stjórnmálum, og ég vinn á þeim grundvelli,“ segir Ritt Bjerregaard, danska þingkonan sem tók við emb- ætti umhverfismáiaráðherra Evrópusambandsins fyrir nokkrum mánuðum. Bjerr- egárd er lýst í evrópsku press- unni sem ögrandi og hroka- fullri og hún er mjög umdeild vegna framgöngu sinnar. „Auðvitað vildi ég fremur að mér væri lýst á notalegri hátt, en ég býst ekki við neinu slíku,“ segir hún og bætir við að það hafi komið sér á óvart hve skamman tíma það hefur tekið hana að koma sér á framfæri, en hún bjóst við að það gæti tekið eitt ár áður en hún yrði þekkt al- þjóðlega og að það henti sér ágætlega að vera umdeild. Bjerregárd hefur þegar lent saman við Evrópuþingið, en þingmenn ásökuðu hana meðal annars um vanhæfni og voru hneykslaðir þegar hún fór f skíðaferðalag til Noregs á sama tíma og umhverfismál voru rædd á þinginu. Hún hefur einn- ig tekist á við evrópska bændur og sakar þá um að menga jarð- veginn og spilla grænmeti og kjöti með aliskyns rotvarnarefn- um, hormónalyfjum og annarri ólyfjan. „Það ætti að skera niður framlög til landbúnaðarmála og Hin harðsnúna Bjerregaard gefur Evrópuþinginu á baukinn. aðeins greiða þeim styrki sem taka tillit til umhverfisins,“ segir Bjerregárd og bætir við hógvær, að fáir stjórnmálamenn séu eins og hún gæddir þeim hæfileika að geta fært mál á hærra plan þannig að um þau skapist al- menn umræða. „Ég nýti mér meðvitað að ögra fólki og fá þannig neytendur til að krefjast breytinga.“ Hún vill skera niður framlög til smárra óarðbærra býla og vill þannig til dæmis að grískir tób- aksbændur, sem eiga undir högg að sækja í samkeppninni við aðra framleiðendur, snúi sér heldur að náttúruvernd og ferðamannaiðnaði. Stærsti sigur hennar til þessa er þegar hún fékk samþykkt bann við útflutningi á eitruðum úrgangi frá Evrópusambands- löndunum til þróunarríkja. Þetta tókst henni þrátt fyrir að fulltrú- ar þungavigtarríkjanna Þýska- lands, Frakklands og Bretlands greiddu atkvæði gegn tillögunni. Bjerregárd þykist sjá að banda- lag sé að myndast með ríkjunum í norðri og suðri gegn stóru Mið- Evrópuríkjunum. Bjerregárd á að baki 23 ára fjölskrúðugan feril í dönskum stjórnmálum og hefur sá ferill ekki síst einkennst af erjum og hneykslismálum, en hún segir að undanfarnir mánuðir hafi ver- ið einstaklega erfiðir en jafn- framt að það sé langt síðan hún hafi skemmt sér eins vel. „Það eru forréttindi að sinna starfi sem þessu,“ segir hún að lok- um. I Beint leiguflug íjúlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú vikuferðir sínar til Parísar þriðja árið í röð og glæsileg ný hóteí. Tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Flug Og bíll í viku: Frá kr. 29.300 Flug og hótel í viku: Frá kr. 36.600 *lnnifalið í verði: Flug og flugvallaskattar. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562-4600 1 ViÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR SVEIGJANLEIKINN ER FQRSENDA ÁRANGURS - í stöðugri sókn Stórhöfðp 15, Reykjavík, sími 91 - 875000 K0NUM HVERNIG ÞÚ STENDUR ÞIG I skoðanakönnun sem breska útgáfa Esquire brrt- ir íjúntheffí súiu kemur fram að breskar konur lesa póstinn hjá mökum sínum, þœr rœða um getu karla sinna í rúminu við vinkonur sínar og þœr þegja rœkilega um fyrri kynlífsreynslu sína. En það óttalegasta erað 47 prósent kvenna myndu eyðiteggja eigur kari- maruis sem yfirgœfi þœr vegna annarrar konu, 37 prósent myndu ráðast á hann með hnúum og hnefum, 26 prósent myndu breiða það út að hann vceri lásí í rúminu og 11 prósent rnyndu vinna að því með ráðum og dáð að gereyðileggja starfsframa hans. Reynið því að upphugsa einhverja aðra ástœðu en aðra konu þegar þið slítið nœsta sambandi. ■ Paul Bunca hefur elt uppi OG UNNIÐ HJÖRTU ALLRA FYRRI KVENNA SöHOLTE EN SEGIST EKKI HAFA SPRENGT UNDAN H0NUM UPPIRNAR. EFÐ DREPIÐ HANN Fyrirrétt tœpu einu og hálfu ári varBMWhol- lenska listamannsins Rob Scholte sprengdur í loft upp með þeim afleiðing- um að Rob missfí báða fœtuma. Einhverhafði tengtjarðsprengju og fest undir bílstjórasœtið með fyrrgreindum afleiðing- um. Þrátt fyrir þá ntiklu athygli sem þetta mál vakti í HoUandi er enginn nokkru nœr um hver vildi sprengja upp Rob þennan, sem ernokkurs konar Hrafn Gunnlaugsson þeirra Hollendinga - hrokafuU- ur gasprari sem fóUt elsk- ar að hatast út í. Ijós- myndarinn PaulBlanca varlengi tatinn líklegur en hefur þráfaldlega neU- að aUri sök en útbúið þess í stað myndröð afaf- höggnum fótum og kaUað Rob Scholte ‘95. Paul Blanca segist hafa drepið í það minnsta þrjá menn um cevina og efhann hefði viijað drepa Scholte þá hefði hann gertþað augtiti til augtitisÆ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.