Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 14
IÞROTTIR Þetta er minn haus og é( geri það sem mér sýnist við hann! Eric Quintin var friðsemdin uppmáluð í leiknum. Grégory Anquetil með nýju hárgreiðsluna. Jackson Richardson var valinn maður mótsins og vinstrihandarskytta í heimsliðinu. Denis Lathoud lét líka klippa sig. myllu á höfði Pascals Mahe. Heimsmeistararnir rökuðu hver annan Varhárið Sérkennileg hár- greiðsla nýbakaðra heimsmeistara Frakka í úrslitaleiknum gegn Kró- ötum í gær vakti verð- skuldaða athygli áhorf- enda. Það voru félagarnir Laurent Munier og Eric Qu- intin, leikmenn franska liðsins, sem beittu fyrir sig rakvélarblöðum með þessum eftirtektarverða árangri. Hvort tiltækið hjálpaði Frökkunum til sigurs í úrslitaleiknum skal ósagt látið, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem liðið grípur til svipaðra ráða á stórmótum. Þessi hársnyrting er orðin fast- ur siður hjá Frökkunum og margir minnast viður- eignar þeirra við íslend- inga um bronsið á Ólymp- íuleikunum í Barcelona, en þá mættu margir þeirra einnig með tor- kennilega hárgreiðslu til leiks. Eins þegar þeir kepptu við okkur um ní- unda sætið á HM í Tékkó- slóvakíu 1990. Leikmenn munu hver og einn hafa valið sér per- sónulegt merki til að bera á höfðinu. Þannig var einn þeirra skrýddur merki Bretagne-skaga, annar merki átaks gegn alnæmi eins og því er Frakkarnir báru á búning- um sínum, annar með friðarmerki, einn með Ad- idas-auglýsingu, Jackson Richardson var með Malc- olm X- kross og þannig koll af koili. Frakkarnir, sem yfir- gáfu landið í gærkvöldi eftir að hafa tekið þátt í lokahófi heimsmeistara- keppninnar á Hótel Sögu, létu vel af dvöl sinni hér- lendis eins og gefur að skilja. Þeir komu hingað með því markmiði að ná sæti á næstu Ólympíu- leikum í Atlanta og þótt þeir vonuðust að sjálf- sögðu til að ná alla leið á toppinn kom árangurinn þeim þægilega á óvart.B Eitt af því sem vakti athygli í heimsmeistarakeppninni var hve illa íslenska Iiðinu gekk að jafnaði í seinni hálfleik, að leikn- um við Bandaríkjamenn undan- skildum. Var þá reyndar haft á orði að Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari hefði lesið duglega yfir hausamótunum á landsliðs- mönnum og hresst þá í hálfieik. Nú hafa hins vegar nokkrir landsliðsmenn látið hafa eftir sér í einkasamtölum að Þorbergur hafi einmitt haldið áfram að skammast í hálfleik og skammirn- ar virkað allt annað en hvetjandi. Hafi hann gjarnan lesið einstök- um mönnum pistilinn og rakið öll þeirra mistök í fyrri hálfleik lið fyrir lið. Segja landsliðsmennirnir að yngri mennimir hafi þolað þetta sérlega illa þegar fór að líða á mótið. Einnig hafi Þorbergur átt til að taka upp kröftugt orðalag og jafn- vel kallað menn hálfvita í þeirri von að blása þeim keppnisanda í brjóst. Ef leikirnir við Sviss, Rússa og Hvít- Rússa eru skoðað- ir skýrir þetta margt.B Hætdr Þorbergur? Heimildir Póstsins herma að Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í hand- knattleik, muni segja af sér á blaðamanna- fundi á þriðjudag. Þorbergur sagði að þetta væri rangt, ekkert væri enn ákveðið í þessum efnum. Ólafur Schram, formaður HSÍ, sagði hinsvegar að samningur Þorbergs væri út- runninn og því ekki um það að ræða að hann gæti sagt af sér, heldur aðeins lýst því yfir hvort bætti lýsti yrði aðra.l hann hefði áhuga á að halda áfram eða ekki. Ólafur sagði að munnlegt samkomu- lag hefði verið gert við Þorberg á sínum tíma um að til greina kæmi að framlengja samning hans eftir HM á íslandi ef hon- um tækist að koma liðinu á Ólympíu- leikana í Atlanta á næsta ári. Hann síðan við að ef Þorbergur áhuga á að halda áfram rætt við hann eins og •Að húsakynnum Aðalskoðunar hf. í Hafnarfirði mættu síðast- liðinn laugardag tíu bílar til leiks í fyrsta ralli sumarsins, þaðan sem þeir voru ræstir klukkan 8:30 um morguninn. „Leikum ávalltti! sigurs“ „Markmið okkar var upphaflega að ná betri árangri en í síð- ustu riðlakeppni og er það enn, þótt vitan- lega sé orðið erfitt að ná því eins og staðan er núna,“ segir Ásgeir Elíasson landsliðs- þjálfari, en eins og kunnugt er eru íslendingar enn án stiga í sín- um riðli í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Nú líður að næstu leikjum í keppninni, en íslending- ar leika gegn Svíum á útivelli 1. júní og taka síðan á móti Ung- verjum hér heima 11. júní. Ásgeir tilkynnir landslið sitt 24. maí, en þá verður lokið fyrstu umferð íslandsmótsins og sagð- ist hann ekki búast við stórvægi- legum breytingum á hópnum frá því sem áður var. Ásgeir sagði að vissulega væri form leikmanna á þessum árs- tíma honum áhyggjuefni, leik- menn hérlendis væru oft ekki komnir í form og þeir sem leika erlendis stundum þreyttir eftir langt tímabil. Hann benti þó á að liðið hefði náð ágætisárangri á vorin áður, eins og til dæmis í hitteðfyrra er jafntefli varð gegn Rússum og sigur vannst gegn Ungverjum.B Fyrsta kvartmílu- keppni sumarsins Sú breyting hefur verið ákveð- in á áætlaðri dagskrá Kvartmílu- klúbbsins að fyrsta keppni sum- arsins skuli haldin á uppstign- ingardag, það er að segja næst- komandi fimmtudag, 25. maí. Keppendur eru beðnir að til- kynna þátttöku í félagsheimili akstursíþróttafélaganna á Bílds- höfða 14, þar sem skráning fer fram mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöíd milli klukkan 20 og 21. Sími Kvartmíluklúbbs- ins þar er 674530. Keppnin fer fram á kvartmílu- brautinni í Kapelluhrauni og hefst klukkan 16. Allt kvartmílu- áhugafólk er hvatt til að mæta og byrja sumarið með góðri stemmningu. Athygli skal vakin á því, að í ár verða það aðeins þrjár keppnir á kvartmílubrautinni í Kapellu- hrauni sem gefa stig til Islands- meistara í kvartmílu.B Keppendur óku sem leið lá að fyrstu sérleið, sem var rúmlega sjö kílómetra langur spotti af veginum við Kleifarvatn. Strax á fyrstu sérleið tóku íslands- meistararnir og feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á fjór- hjóladrifinni Mözdu 323 nokk- uð greinilega forystu; þeir óku þessa stuttu sérleið á þremur sekúndum skemmri tíma en skæðustu keppinautarnir, Steingrímur Ingason og Páll Kári Pálsson á sérsmíðuðum Nissan- bíl, sem aðeins hefur afturdrif. Næstir á eftir Steingrími og Páli komu íslandsmeistararnir frá í fyrra í gengi N, Óskar Ólafsson og Jóhannes Jóhannesson, sem aka fjórhjóladrifinni Mözdu 323 eins og Rúnar og Jón, en þar sem bíll þeirra Oskars og Jó- hannesar er aðeins breyttur að því marki sem reglur um gengi N leyfa er erfitt að keppa á hon- um við töluvert meira breyttan bíl feðganna. MIKILL HRAÐI Þrátt fyrir hraðan akstur breyttist þessi röð efstu bíla ekki á næstu sérleiðum: Rúnar og Jón héldu öruggri forystu, Steingrímur og Páll sau, að erfitt yrði að ná þeim, og Óskar og Jó- hannes sáu, að erfitt yrði að ná Steingrími. Niðurstaðan varð Urslit: Sæti Rásnr. Ökumaður Aðstoðarökumaður Bifreið Gengi Tími Næsti 1. 1 RúnarJónsson Jón R. Ragnarsson Mazda 323 4x4 X 0:38:04 2. 2 Steingrímur Ingason Páll Kári Pálsson Nissan 510SI X 0:38:51 0:00:47 3. 3 Óskar Ólafsson Jóhannes Jóhannesson Mazda 323 4x4 N 0:41:36 0:02:45 4. 5 Hjörtur P. Jónsson ísak Guðjónsson Toyota Corolla Norðd. 0:44:13 0:02:37 5. 6 Þorsteinn P. Sverrisson Ingvar Guðmundsson Toyota Corolla Norðd. 0:45:08 0:00:55 6. 12 Stefán Ásgeirsson Birgir Már Guðnason Ford Rover Escort X 0:46:17 0:01:09 7. 8 Rúnar Tómasson Sigurður Gunnarsson Toyota Corolla Norðd. 0:46:27 0:00:10 8. 9 Þorkell S. Símonarson Þórarinn K. Þórsson Peugeot 205 Norðd. 0:54:10 0:07:43

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.