Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 12
MANUDAGUR 22. MAÍ 1995 aa með Freyju Jónsdóttur VIKAN 22. TIL 28. MA( IHhúturinn A fyrstu dögum vikunnar er hætta á aö þú veröir fyrir von- brigðum og komist ekki í fyrir- hugaö ferðalag. Þegar líðurá vikuna verður stjarnan Venus sterkari í merkinu en Mars og um leið aukast vinsældir þínar. Þessi árstími á vel við þig og þú átt eftir að skemmta þér vel á næstunni. Nautið Þú ættir að varast að reisa loft- kastala vegna ferðar sem þig langar til að fara um næstu helgi. Þú veist að þig skortir fé til fararinnar og það borgar sig að slá henni á frest. Venus hefur áhrif á fram- komu þína og þú ert óvanalega rómantísk(ur) og þér verður ekki skotaskuld úr því að koma þér í mjúkinn hjá gagnstæða kyninu. TvIburinn Um miðja vikuna er þér ráðlagt að forðast allar skyndiákvarðan- ir. Innsæi þitt er ekki nógu tryggt svo það borgar sig að biða og vita hvort nýiar aða- stæður hafa ekki upp á betra að bíoða. Ahrif frá Merkúr lara vaxandi og um leio áttu auð- veldara með að fá aðra til að skilja og taka þátt íáhugamálum þínum. Krabbinn Þú verður róleg(ur) og athug- ul(l) þessa viku og átt eftir að takaá málum, sem þér áður þóttu óyfirstíganleg. Þérer bent á að láta ekki smáatriði fara framhjá þér á laugardaginn og hugsa rökrétt. Ef þú ert ekki í föstu sambandi finnst þér per- sóna af gagnstæðu kyni vera að gefa þér auga. Ljónið Einhver sem þú átt samskipti við kemur fremur undarlega fyrir sjónir en þú tefur þig ekki á þvl að vera að hugsa um það. Stolt þitt verður mikið og fer vaxandi og eitthvaö kemur til sem hefur sterk áhrif á líf þitt næstu daga. Þú finnur fyrir aukn- um vinsældum þegar nær dregur helginni. lyiEYJAN Afram verður staða Merkúr þér í vil, en þú þarft að forðast eig- ingirni. Stefnumót eða fundur sem verður um miðja vikuna hefur sterk áhrif á það sem þú gerir um helgina. Varaðu þig á að láta skoðun þina í Ijósi í máli sem kemur upp á yfirborðið á næstu dögum, það á einhver eftir að reyna að fá þig til að leggja mat þitt á hlutina. . Vogin ? A fyrstu dögum vikunnar áttu )T| í eftir að velta fjármálunum fyrir /\ " þér og finna lausnir sem þú w ^ getur unað við. Ef þú hefur ahyggjur vegna einhvers sem er að gerast í fjölskyldunni skaltu taka á því máli strax. Þú þarft ekki að efast um eigin getu í þessu og þú átt eftir aö bera sigur úr býtum. Helain verður rómantísk og stjarnan Venus verour áfram sterk í merkinu þínu. Sporðdrekinn Aukin áhrif frá Mars og minnk- andi áhrif frá tunglinu gera að , verkum að þér líour betur og verður meira úr verki en áður. Breytingar verða þér til góðs í vinnunni og atvik sem hefur valdið þér nokkr- um heilabrotum skýrist í vikunni. Þú skalt bregðast vel við ef einhver fer fram á álit þitt í vissu máli þó að þér finnist það ekki koma þér við. Bogmaðurinn A fyrstu dögum vikunnar á eitt- hvað í mannlegum samböndum eftir að angra þig. Þú verður að vega og meta þau tækifæri sem bjoðast í vinnunni, það er ekki víst að það, sem þér sýnist í fyrstu vera hag- kvæmt, sé besti kosturinn. Aukin áhrif frá Júp- íter gera að verkum aö velgengni þín eykst. Steingeitin Láttu ekki vaða yfir þig: Ef þú hefur fengið gest á heimilið sem þér fellur ekki skaltu ekki hika við að losa þig við þessa per- sónu. Ef þú ert ekki sátt(ur) við einhvern á vinnustaönum borgar sig að Koma þeim málum á hreint. Helgin á eftir að verða mun skemmtilegri en þú att von á. Vatnsberinn Hikaðu ekki við að sýna öðrum hæfileika þína. Aukin áhrif frá Venus gera að verkum að þér gengur betur í samskiptum við ráðamenn en að undanförnu. Það verður mikið annríki alla vikuna en helgin á eftir að verða mun ánægjulegri en þú reikn- aðir með. Rómantískir straumar eru að nálg- ast flesta í þessu merki. Fiskarnir Ef þú hefur hug á að koma á breytingum í lífi þínu er þessi vika ekki vel fallin til þess. Þér er ráðlagt að hugsa þig um áður en þú tekur stóra ákvöröun í máli sem varðar einstakling af gagnstæðu kyni. Helgin gæti orðið óvenjuleg og margir ungir fiskar eignast sgennandi leyndarmal. ---------------------------1 Og sportfríkurnar fengu « ýmislegt við sitt hæfi. | Hvort stúlkan sýndi listir _ sfnar á línuskautum er þó !• ekki vitað, en ekki mun " sviðið hafa boðið upp á svigrúm það sem þurfti til. í það minnsta tekur kven- leikinn á sig ýmsar myndir og nútímakonan er afar fjölbreytileg ef marka má meðfylgjandi mynd. Þeir segja sem tískuna þekkja að heimskonuútlitið eigi ávallt afturkvæmt; klassískt útlit konunnar lifir enn góðu lífi, enda á klæðnaður stúlkunnar sér um hálfrar aldar forsögu. Borgarkringlan stóð fyrir sannkölluðum sumarfagnaði síðasta fimmtudag og var margt manna samankomið til að berja atburðinn augum: Tískusýning verslunarinnar Plexiglas var með óhefðbundnara móti sem ávallt, Komb- óið kom fram ásamt Ellenu Kristjáns og fleiri frægir gestir sýndu sig og þarna var yfirleitt hin mesta stemmning. ■ Ellen Kristjánsdóttir sté á stokk ásamt félögum sínum og | skemmti gestum með söngli sínu og sviðsframkomu. Birgir bakari, eig- andi Nýja köku- hússins í Borgar- kringlunni, lét sig ekki vanta og bar þetta forláta kask- eiti við fagnaðinn eins og mælst var til af forráðamönn- um. Birgir var því sannkallaður töffari á fimmtudaginn enda smekkmaður þegar höfuðfatnað- urerannars vegar. Daður, dufl og romantik ein- kenndi sýningu Plexiglas, en ekki fylgdi doppuhundurinn dressingunni í þetta sinnið. Nei, hér mun um leikmun að ræða. Magnús Ver Magnússon heljarmenni stóð við innganginn með rósir í hendi og af- henti þær ungum stúlkum sem eldri kon- um og vakti fyrir vikið aðdáun mýkra kynsins. Herrunum heilsaði ofurmaðurinn með handabandi. ::: > 'Oy. Skutlurnar hópuðust í sett fyrir Ijósmyndara baksviðs, heitar konur komandi sumars sem sýndu fatnað verslunarinnar Plexiglas og stóðu sig með sæmandi þokka í starfinu. „ÓDÝRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN Á LANDINU 1 0 j ■? ' ' r--- Taktu þátt í léttum leik! Ef heppnin er með þér vinnur þú Benidorm- ferð fyrir tvo með Heimsferðum í sumar. Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda svarið til Mánudagspóstsins að Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem dregið verður úr í byrjun júní. Nafn vinningshafans verður birt í Mánudagspóstinum 12. júní. Næsta fimmtudag, 18. maí, birtist önnur spurning í Helgarpóstinum og með því að svara henni einnig eykur þú vinningslíkur þínar um helming. Spurningin í dag er: Hvaða tunaumál er talað á Benidorm? “1 Nafnið þitt: Heimilisfang: Póstnúmer:____ I Setjið í umslag og skrifið utan á: .Símanúmer:. Ferðahappdrætti Mánudagspósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Rett svar: . HEIMSFEkÐIR _ — H 8 Vikuferð til Benidorm. Sólin skín í um 300 daga á ári á Benidorm-strönd- inni. Hún er ein fegursta strönd Spánar og þar er einstök veðursæld. Hér má finna merkilegan mennlngararf síðustu alda, heillandi bæi með arabískum áhrifum sem nú eru undirlagðir listamönnum. Verðlagið á Benidorm er með því lægsta af öllum áfangastöðum á Spáni. Þar er því hægt að njóta lífsins á fjölmörgum veitingastöðum - frönsk- um, ítölskum, spánskum og að sjálfsögðu er mikið úrval af amerísk- um skyndibitastöðum á Benidorm. Næturlífið er kröftugt. Þaðer enginn staðurá Spáni sem hefur jafn marga skemmtistaði á jatn litlum bletti - diskótek af öllum stærð- um og gerðum, fjöldi bara og veitingahúsa með lifandi tóniist. 1995 22. MÁNUDAGUR MEIRAfMANNLIF Þjoóleikhúskjallarinn stóö fyrir allsérstæðri tónlistaruppákomu síðastliðið fimmtudagskvöld og er ætlunin að gera slíkar uppákomur að föstum liö. Troöið var út úr dyrum kjallarans og komust færri að en vildu, en þarna voru samankomnir allir helstu tónlistarmenn og -konur landsins. EnGulli blessaður mun þó eiga eðlilegan andlitssvip til líka. Hér er hann ásamt undssyni munni. Vitr- Milljónamæringnum Steingrími sem lék gestgjafa og stóð fyrlr ingarnir segja að hér verði framhald á og því megi þyrstir íslendingar búast við skemmtilegum Þjóðleikhúskjallara næstu misseri. Tónllstarmenn og fylgifiskar þeirra mættu á svæðlð. Hér er Eyþór Gunnarsson, hljómborðs- leikari og ektamaki Ellenar Kristjáns- dóttur söngkonu. Birgir Braga- son tók sér- stætt sólóspil á sex strengja bassa uppi á sviði og þótti gestum mikið koma til, enda hljóðfærið sjaldnar not- að til slíkra hluta en systkini hfiss. Atriðið vakti mikla lukku. ryrruin „ an og pratt jesús Kristur r; Pétur Örn Guðmundsson. er með hlutverk frelsarans í ptærslunni á Jesus Christ Sup- ari sumar, — sania hlutverk skakkt númer '\ v skakkt númer (lá)rétt númer Veldu rétt numer Þa'óeruýmsaraðferðirnotaðarviðaðmunasímanúmer, enþú þarft bara að sjá númeriðhjá BSR einu sinni til að muna það. 56 10 000 - númer sern þú manst, án þess að syngja.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.