Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 18
FRETTIR M WN U ÐWGUi R*22 Stöðuverðir DREIFA RÓSUIVl Þessa dagana er verið að gera breytingar á gjald- skyldu bílastœða í mið- borg Reykjavíkur. Því miður felast þœr ekki í því að gjald í stöðumœla sé fellt niður heldur er verið að lengja þann tíma, sem mönnum er skylt að borga í stöðu- mœla. Eftirleiðis þurfa menn því að borga í mcelana frá klukkan 10- 14 á laugardögum og al- veg til klukkan 18 mánudaga til föstudaga í stað 17 áður. Til að sefa bíleigendur lét Bílastœðasjóður stöðuverði sína dreifa rósum undir rúðuþurrk- ur bt'la á laugardaginn. Einnig hefur sjóðurinn ákveðið að ókeypis verði fyrst um sinn í bíla- stœðahás á laugardög- um.M Mogginn RÆÐUR ÁTTA NÝJA Það þykir tíðindum sœta að Morgunbiaðið, blað allra landsmanna, hefur ráðið átta nýja blaða- menn í sumarafleysing- ar. Þetta þykir merkileg- ast i Ijósi þess að Mogg- inn hefur ekki ráðið marga nýja menn til starfa síðastliðin ár. Ástœða aukningarinnar mun stafa afbœttri af- komu blaðsins, meðal annars vegna fjölgunar áskrifenda á kostnað DV. /þetta sinn var haldið próffýrir vœnt- anlega blaðumenn og þreyttu sextíu manns prófíð. Af þessum sextíu voru átta ráðnir og ósk- ar Pósturinn þeim vel- famaðar í starfíM Barist um Kolaportið „Þegar ég skráði þetta sem vöruheiti fékk borgin tækifæri til að tjá sig um málið sem hún nýtti ekki. Þess vegna tel ég að nafnið sé mitt núna,“ segir Jens Ingólfs- son hjá Kolaportinu, en hann er búinn að skrá nafn þess hjá firma- skrá og glímir nú við bílastæða- sjóð borgarinnar um nafnið. Reyndar hefur nafnið verið skráð hans eign síðan 1991. Jens segist vilja að borgin taki upp nafnið „Bílageymslan í Arnarhóli" á það sem fyrrum var Kolaportið. Jens segist hafa skrifað mörg bréf — meðal annars til borgar- stjóra — án þess að borgin hafi tekið við sér. Hann ætlar að fylgja því alla leið að fá að halda nafn- inu, sem sé nú löglega skráð hans eign.B ^LTMAM- OÞMO XCK V««5 A DÍV( °torch*ýS I0.4 Sund ays U Jens Ingólfsson hefur skrásett Kolaportið sem vöruheiti og vill að borgin hætti að nota það nafn. „Afskaplega hlynntur skýrari fjárreiöum“ „Ég er afskaplega hlynntur þeirri stefnu að skýra fjármál stjórnmálaflokkanna og hef alla tíð haldið þeirri stefnu í þeim málum. Mér finnst þetta alveg sjálfsagður hlutur, því að stjórn- málaflokkar eiga í raun ekki að hafa neitt að fela og þurfa því ekki að breiða yfir neitt. Þetta hefði mátt koma til fyrir löngu, því að framlög hins opinbera til stjórnmálaflokka hafa verið allt- of há gegnum tíðina. Reyndar er ég einn af örfáum þingmönnum er alla tíð hafa greitt atkvæði gegn slíkum fram- lögum til þingsins þegar um það hefur verið kosið, og þegar ákveðið var að hefja fjárveitingar til útgáfustarfsemi stjórnmála- flokkanna barðist ég gegn því án teljandi árangurs, því þessir flokkar mynduðu sterka blokk um veitingarnar svo ógerlegt var að breyta því. En varðandi breyt- ingar á framlögum hins opinbera til einstakrar starfsemi finnst mér fátt eitt hafa hækkað jafn- mikið og framlög þingsins til ein- stakra stjórnmálaflokka, meðan allar aðrar fjárveitingar hafa al- gerlega verið í sama farveginum og ekki gengið gegnum sama kvóta og það sem um er rætt.B / blaðinu sl. fímmtudag var rangiega greint frá því að skrifstofur Heimsmyndar hefðu verið innsiglaðar og starfsmenn ekki komist til að sœkja persónuleg- ar eigur. Þetta er rangt og eru viðkomandi beðn- ir veloirðingar. Hið rétta er að skrifstofur Heims- myndar hafa verið fíutt- ar að Skipholti 25, þar sem þœr verða eflirleið- is, þannig að hvorki fyrr- verandi ritstjóri Heims- myndar né aðrir höfðu uðgang að fyrrverandi skrifstofum ritstjórnar í Hafnarstrœti 11. Engum vandkvœðum var hins vegar bundið fýrirþá að nálgast persónulegar eigur sínar þar. Ritstj. an árangur. Ekki fannst berja- fata Bjarna né húfan sem hann var vanur að hafa á höfðinu, köflóttur sixpensari. Við Hóla- hóla er land ekki hættulegt til yf- irferðar né hætt við að menn lendi í villum, en ef farið er út af því svæði taka við gjótur og land verður erfiðara og hættu- legra yfirferðar. Leitað var alla vikuna og skipti fjöldi leitar- manna hundruðum. í einu dag- biaðinu stendur að 3. septemb- er hafi Slysavarnafélagið hætt leit og hún hafi ekki borið árang- ur. Fyrstu vikuna eftir að Bjarni hvarf var veður mjög hagstætt til leitar og svæðið stórt og um- rJ*tf fit- ruxr. "■n,i h' *'&*£*, Bjarni fann meöal annars upp netadrekann sem sést hér. AGtlST að martröð ,>að var sunnudaginn 25. ágúst 1975 sem Bjarni Sigurðsson, 79 ára vélsmiður í Ólafsvík, hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann. Ekkert hefur komið fram sem gæti gefið minnstu vísbend- ingu um hver örlög hans urðu, þrátt fyrir umfangsmikla leit þaulæfðra björgunarsveitarmanna og sjálfboðaliða. Bjarni Sigurðsson átti heima í Ólafsvík og rak þar lengst af vél- smiðju og verslun í tengslum við hana. Hann var maður dagfars- prúður, harðduglegur og hagur mjög. Meðal annars fann hann upp netaskífuna sem hefur reynst mjög vel og létt mörgum fiskimanninum róðurinn. Hann fann einnig upp netadrekann, sem hann er með á myndinni sem fylgir þessari grein. Þó að Bjarni væri orðinn aldraður og minnið eitthvað farið að gefa sig vann hann í smiðjunni flesta daga. Hann hafði á að skipa traustu og góðu fólki, bæði til vinnu í smiðju og versl- un. Börnin hans höfðu að mestu leyti tekið við rekstrinum og þar með létt af föður sínum ábyrgð- inni. Fjölskyldubönd voru sterk og það má segja að lífið hafi leik- ið við Bjarna þó að hann væri orðinn ekkjumaður og árin þetta mörg að baki. Ekki mun Bjarni Sigurðsson hafa erft nein auðæfi en byggt upp fyrirtækið af eigin rammleik. Þennan sunnudag fór hann til berja ásamt dóttur sinni, tengdasyni og börnum þeirra. Eitthvað var fleira af fólki með í ferðinni og var farið til Beruvík- ur á svæði þar sem nefndist Hólahólar, en það er yst á Snæ- fellsnesi. Fjölskyldan lagði bíl sínum á vegarslóða upp í Tung- urnar, en jíaðan var örstutt í berjalandið. Veður var óaðfinn- anlegt, sól en fremur kalt. Nokk- uð var hvasst þarna undir Jökl- inum beggja vegna við Hólahóla en skjól í Tungunum þar sem fólkið var við tínslu. Bjarni ætl- aði á undan fólki sínu að bílnum til að fá sér kaffisopa, en þegar samferðafólk hans kom að bíln- um um stundarfjórðungi síðar var hann hvergi sjáanlegur og fannst ekki. Leit hófst um klukkan fjögur og komu björgunarsveitir frá Ói- afsvík og nærliggjandi stöðum til leitar og auk þess fjöldi sjálf- boðaliða. Um klukkan 23 á sunnudagskvöld var haft sam- band við Slysavarnafélag ís- lands í Reykjavík og beðið að- stoðar. Þá var útvegaður hjálp- arhundur frá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og var honum kom- ið á svæðið með þyrlu frá varn- arliðinu. Einnig fóru með þyrl- Leitarsvæðið er rauðlitað á kortinu Maðm riH*. . j pMlSt Sn£1/iJerj“n<> ***« uZ !U1 vlku. ívoa,,í.v*r' hel<n<,mCBí n ír,r> Hundurinn rakti slóö frá þeim staö þar sem bíllinn stóð og út á aðaiveg- inn, en þar hætti hann. Hvergi annars staöar á leitarsvæðinu gerði hann sig líklegan til að rekja slóð Bjarna. unni menn frá hjálparsveitinni an árangur. Ekki fannst berja- til að vinna með hundinn við fata Bjarna né húfan sem hann leitina. Hundurinn rakti slóð frá var vanur að hafa á höfðinu, þeim stað þar sem bílinn stóð köflóttur sixpensari. Við Hóla- og út á aðalveginn, en þar hætti hóla er iand ekki hættulegt til yf- hann. Hvergi annars staðar á irferðar né hætt við að menn leitarsvæðinu gerði hann sig lík- lendi í villum, en ef farið er út af legan til að rekja slóð Bjarna. því svæði taka við gjótur og Þess má geta að Bjarni var í land verður erfiðara og hættu- skóm sem hann notaði sjaldan legra yfirferðar. Leitað var alla og getur það hafa haft þau áhrif vikuna og skipti fjöldi leitar- á hundinn að hann náði ekki manna hundruðum. í einu dag- þeirri lykt sem þurfti til að geta biaðinu stendur að 3. septemb- rakið slóð mannsins. er hafi Slysavarnafélagið hætt Á mánudag voru um 500 leit og hún hafi ekki borið árang- manns við leit á svæðinu auk ur. Fyrstu vikuna eftir að Bjarni flugvéla og minni þyrlu Land- hvarf var veður mjög hagstætt helgisgæslunnar, en leit bar eng- til leitar og svæðið stórt og um- fangsmikið sem leitað var á, eins og meðfylgjandi kort sýnir. Á svæðinu voru við leit dag hvern í heila viku hátt í 500 manns. Eft- ir rúma viku héldu heimamenn áfram Ieit þó að flestar leitar- sveitir sem komu lengra að væru hættar og farnar til síns heima. Það þarf ekki að orð- lengja það að fólk í byggðarlagi Bjarna leitaði hans fram í snjóa án þess að finna neitt sem vísað gæti á þann stað sem hann væri að finna. Auglýst var eftir hon- um í fjölmiðlum, bæði á íslensku og einnig á ensku, ef ske kynni að hann hefði misst minnið og fengið sér far með bíl, en hann hafði stundum haft það á orði að sig langaði að fara á bæ sem er nokkru innar á Snæfellsnes- inu. Ekkert kom út úr þessum auglýsingum og þykir þessi til- gáta fremur ósennileg en þó ekki með öllu útilokuð. Eftir að snjóa leysti vorið eftir fóru menn enn að svipast um á þess- um slóðum, en eins og áður seg- ir án árangurs.B r„Bjarni ætlaðiá undan fólki sínu að bílnum til að fá sér kaffisopa, en þegar samferða- fólk hans kom að bílnum um stund- arfjórðungi síðar var hann hvergi sjáanlegur og fannst ekki.“ Hér sást Bjarni síðast. f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.