Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 6
FRETTIR
■K
IvlWNUJ ÐWGW R*2-2
mmMánudagsj \
Púsíurmn
Útgefandi
Ritstjóri
Aðstoðarritstjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Auglýsingastjóri
Miðill hf.
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Guðmundur Örn Jóhannsson
Kristinn Karlsson
Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 99.-
SKOÐANIR BLAÐSINS
Tryggingastofnun erfarsi
■ ■ Skrípaleikurinn í kringum tryggingayfirlækni hefur
vakið furðu allra sem til málsins þekkja. Eftir að allt
þjóðfélagið var búið að frétta af einhverjum stærstu
skattsvikum Islandssögunnar neyddist stofnunin til að
leysa fyrrverandi yfirlækni frá störfúm. Að skilnaði fékk
hann fyrir sektinni. Næsti læknir hrökklaðist frá vegna
sömu ávirðinga. Nú virðist núverandi forstjóri vera bú-
inn að segja starfsmönnum stríð á hendur og kostar
sjálfsagt ríkissjóð háar upphæðir að loknum dómsmál-
um.
Rannsóknarmaðurinn Ámi
■ ■ Það er oft hægt að gleðjast yfir litlu, hefur þing-
maðurinn Árni Johnsen án efa hugsað þegar hann sendi
inn umsókn um rannsóknarstyrk hjá húsnæðismála-
stjórn. Styrkinn fékk Árni og komst þar með í hóp helstu
raunvísindamanna landsins. Margt í sambandi við Árna
er spaugilegt og þessi styrkur bætist bara í hópinn. En
öllu gamni fylgír nokkur alvara — meira að segja Árna
Johnsen. I greininni er talað við mann tengdan bygging-
ariðnaði sem á ekki orð yfir þetta athæfi, enda telur
maðurinn þetta ekkert koma vísindastarfsemi við.
Verndarar á íslandi
■ ■ í blaðinu í dag er sagt frá því að í okkar litla samfé-
lagi megi finna vísi að svokallaðri „verndarstarfsemi",
sem oftast er fylgifiskur slcipulagðrar glæpastarfsemi.
Það væri með ólíkindum ef slíkt fengi að þrífast hér á
landi, en sjálfsagt enn einn vitnisburðurinn um bjargar-
leysi rannsóknarlögreglunnar.
Þjóðarauðurinn í húsameistara
■ ■ Ef húsameistari ríkisins fengi að ráða myndi hann
sjálfsagt taka þjóðarauðinn og nota hann í opinberar
byggingar — og taka 20 prósent í hönnunarkostnað.
Vissulega þarf að huga að opinberum byggingum en það
hlýtur hins vegar að vera spurning hverju skuli til kosta.
fsland virðist einfaldlega of lítið fyrir jafnstórhuga mann
og húsameistara.
Strákarnir okkar brugðust
■ ■ Á þeim tíma þegar ákvörðun var tekin um að halda
heimsmeistarakeppnina í handlcnattleik á íslandi stóðu
fslendingar jafnfætis eða framar nýkrýndum heims-
meisturum Frakka. Hvað hefur gerst síðan? Jú, greini-
lega heilmikið hjá Frölckum en ekkert hjá fslendingum.
Auðvitað er alltaf spurning hvaða kröfu á að gera til
strákanna olckar, en elcki er óeðlilegt að áhorfendur geri
svipaðar kröfur og landsliðsmennirnir sjálfir gerðu. Þá
talaði enginn um 16. sæti.
... og Þorbergur líka
■ ■ Það efast enginn um að landsliðsþjálfari okkar í hand-
knattleik, Þorbergur Aðalsteinsson, er karlmenni hið
mesta. Hann er því trúverðugur þegar hann segist hafa skil-
að vinnu sinni 100 prósent. Það sem skiptir hins vegar máli
er að árangurinn var ekki nema 10 prósent og á því verður
einfaldlega landsliðsþjálfarinn að bera ábyrgð. Hann hefur
sjálfúr sagt að við eigum eldci betri handknattleiksmenn en
voru í landsliðinu, þannig að ljóst er að ekki verður skipt
um þá. Það liggur því beint við að sldpta um þjálfara, enda
hefúr Þorbergur ekki gert neitt það sem rölcstyður að hann
verði áffam við stjóm. Þeir sem vilja honum vel munu án
efa vilja minnast fjórða sætisins í Barcelona, hinir vilja
horfa fram á veginn. Ef HSÍ hefur metnað þá verður að
sjálfsögðu boðið í þjálfara nýlcrýndra heimsmeistara.
Pósturinn
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild:
552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing:
552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00
til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild eropin mánudaga og
fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema
miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á iaugardögum og milli 12:00 og
18:00 á sunnudögum.
Þessar umræður eiga eftir að fiaca út í buskann
„Ég hef ekki nokkra trú á að
þessar viðræður verði að veru-
leika og í raun og veru kemur
mér þetta fyrir sjónir sem hverjir
aðrir draumórar. Þetta hefur
verið til umræðu áður og þá fór
þetta beina leið niður um vask-
inn eftir nokkurn tíma og sýnist
mér að svo fari einnig núna um
nýtt álver hér á landi. Hinn al-
menni álmarkaður úti í heimi er
fremur sveiflukenndur og að
byggja nýtt álver getur verið
kostnaðarsamt, því að álverð
getur sveiflast töluvert á aðeins
nokkurra mánaða tímabili frá
toppverði niður í algera lægð.
Eg tel mun raunhæfari og eðli-
legri kost að hefja framkvæmdir
við það álver er þegar stendur
hér, sem myndu miðast við við-
byggingu við húsið og stækka
Hvað segir Magnús Olafsson
skemmtikraftur um tvö álver á íslandi?
þannig álverksmiðjuna, því það
er hreinlega ekkert vit í öðru. Við
eigum álverksmiðju hérlendis nú
þegar. Því ekki að virkja þá verk-
smiðju frekar og stækka áfverið
sem hér stendur fyrir? Það í raun
og veru finnst mér eini raunhæfi
kosturinn í stöðunni.“H
Anægðir
leikmynda-
hönnuðir
Tuttugu manna hópur ís-
lenskra leikmyndahönnuða og -
smiða er nú kominn aftur til
landsins eftir stutta ferð á nor-
ræna ráðstefnu í Gautaborg.
Mönnum mun hafa líkað vel það
sem fyrir augu bar. Sérstaklega
var þó nefnt nýja óperuhúsið
þeirra Gautaborgara, sem mun
vera afar glæsilegt með tveimur
sölum.
Um þessar mundir er verið að
setja þar upp Aidu — á litla svið-
inu.B
Frétt
Póstsins
um skóla-
setrið 27.
apríl síð-
astliðinn.
Norræna
skólasetrið
tapar stórfé
Hópi óánægðra hluthafa í nor-
ræna skólasetrinu á Hvalfjarðar-
strönd tókst um helgina á aðal-
fundi félagsins að skipta út
þremur stjórnarmönnum af
fimm. Meðal þeirra sem fengu að
fjúka var formaðurinn, Ásgeir
Halldórsson, en hann hefur sætt
harðri gagnrýni að undanförnu
eins og reyndar einnig fram-
kvæmdastjóri skólasetursins,
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, eins og
Pósturinn greindi frá 27. apríl síð-
astliðinn. Sigurlín á enn eftir tvö
ár af starfssamningi sínum og
heimildir Póstsins tengdar hinum
nýja meirihluta herma að sú
staðreynd sé eitt af þeim vanda-
málum sem nýja stjórnin þarf að
takast á við.
Lagðir voru fram reikningar á
aðalfundinum þar sem fram kom
meðal annars að Norræna skóla-
setrið hefur tapað 40 prósentum
hlutafjár síns, eða 12,5 milljón-
um króna. Veltufjárhlutfall set-
ursins er 0,08, sem þýðir að það
á aðeins fyrir 8 prósentum af
skammtímaskuldum.
Nýr formaður stjórnarinnar er
Guðmundur Einarsson í Borgar-
nesi.B
Hönnuðu
sama hlut-
inn tuttugu
sinnum
Dæmi um yfirgengilegan hönn-
unarkostnað hjá embætti Húsa-
meistara ríkisins eru mörg.
Húsameistari hefur forsetasetrið
á Bessastöðum á sinni könnu
eins og kunnugt er.
Byggingarnefndin þar mun
eiga mjög erfitt með að ákveða
sig að því er virðist og er að gera
starfsmenn húsameistara grá-
hærða með endalausum kröfum
um nýjar og nýjar tillögur að
sömu hlutunum. Dæmi munu
vera um að þeir hjá húsameist-
ara hafi þurft að teikna sama
hlutinn alls fimmtán til tuttugu
sinnum að sögn eins starfs-
manns enbættisins. Að sjálf-
sögðu þarf ríkið að borga tutt-
ugufaldan reikning fyrir þessa
vinnu og því ekkert skrítið þótt
hönnunarkostnaðurinn sé í
hærri kantinum.B
Deilur milli starfsmanna og forstjðra
Tryggingastofnunar
•Stríðsástand ríkir innan veggja Tryggingastofnunar ríkisins.
Að sögn viðmælenda Póstsins hafa væringar staðið á milii Karls
Steinars Guðnasonar forstjóra og yfirmanna stofnunarinnar allt
frá því að Karl hóf þar störf. Snúast málin um sameiningu deilda
og tilfæringar manna milli embætta. Fleiri mál er varða Trygg-
ingastofnun hafa borist eða eru væntanleg inn á borð til Um-
boðsmanns Alþingis.
Eitt fyrsta verk Karls Steinars
eftir að hann tók við forstjóra-
starfinu var að sameina lána- og
innheimtudeild og lífeyrissjóða-
deild. Guðjón Albertsson, fyrrver-
andi deildarstjóri iána- og inn-
heimtudeildar, segir farir sínar
ekki sléttar í samstarfi við Karl
Steinar Guðnason og kallar
hann óhæfan stjórnanda. Guð-
jón kærði Karl vegna meintra
lögbrota fyrir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og
nú hefur Umboðsmaður Alþing-
is kæru hans til meðferðar. Kær-
an varðar stöðulækkun Guðjóns
úr deildarstjórastöðu, sem
leiddi til uppsagnar hans.
Guðjón var ósáttur við að
vera sviptur deildarstjóratitli,
enda hafði hann starfað hjá
Tryggingastofnun í aldarfjórð-
ung þegar hann hætti í mars
1994. Þar af hafði hann verið
deildarstjóri síðan 1972 og yfir
í tilfæringunum fólst
að Guðjón yrði undir-
maður fyrrverandi und-
irmanns síns og þannig
gerður óbreyttur undir-
maður í deild sem hon-
um fannst að hann ætti
með réttu að vera deild-
arstjóri yfir.
lána- og innheimtudeild frá
1980. í tilfæringunum fólst að
Guðjón yrði undirinaður fyrr-
verandi undirmanns síns og
þannig gerður óbreyttur undir-
maður í deild sem honum
fannst að hann ætti með réttu
að vera deildarstjóri yfir. Hann
hafi haft mun lengri starfsferil
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins. Oeil-
ur standa um startshætti hans inn-
an stofnunarinnar.
að baki en Haukur Hafsteinsson,
sem var ráðinn. Hann hafi enn-
fremur notið fulls stuðnings
undirmanna sinna auk þess sem
Eggert G. Þorsteinsson hafi veitt
honum bestu meðmæli. Guðjón
segjr að Karl hafi ekki haft heim-
ild til þess að leggja niður stöðu
sína heldur hafi þurft úrskurð
ráðherra til þess. Karl Steinar
hafi farið með ósannindi þegar
hann sagði að staða Guðjóns