Helgarpósturinn - 25.05.1995, Síða 18
hvað
Er grasið ef til vill grænna hinum megin við girðinguna?
VANTARí
REYKJAVÍK?
Andrea Jónsdóttir
dagskrárgerðarkona
„Það vantar krakkatívolí
sem gæti verið opið á vet-
urna. Það er eins og fólki
detti ekkert annað í hug
en að fara með krakkana
sína í Kringluna um helg-
ar."
Dóra Takefusa
förðunarmeistari
„Hugarró, jákvæðni og
kannski meiri kraft."
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona
„Bakari. Ég ætlaði alltaf að verða bakari þegar
ég var barn svo ég gæti fært foreldrum mínum
heitar kökur í rúmið á morgnana. Kannski hefði
orðið miklu skemmtilegra að verða bakari en
leikkona. fíeyndar hvarfiaði einhvern tíma að
mér að verða kennari við Heyrnleysingjaskól-
ann, eða eftir að ég fór þangað í starfskynningu.
Það var af því að það voru svo sætir strákar í
skólanum.“
Arthur Bogason sjómaður (trillukarl)
„Málari og teiknari. Ég veiti því fyrir mér þegar ég var
barn hvernig hægt væri að sameina það að vera teiknari,
málari og veiðimaður. Og komst að raun um það síðar að
sá draumur hefur að vissu ieyti ræst því auk þess að vera
veiðimaður stytti ég mér stundir við að taka ljósmyndir.“
Guðjón Friöriksson sagnfræðingur
„Sjómaður. Þegar ég var hins vegar fimm
ára og staddur á iðnsýningu í skátaheimil-
inu við Snorrabraut voru börnin beðin um
að skrifa niður hvað þau vildu verða og
setja í kassa. Ég hafði orðið ofsalega hrif-
inn af einhverjum litlum smíðuðum stræt-
isvagni og nefndi þess vegna að ég vildi
verða strætisvagnasmiður. Svo þegar úr-
slit voru birt kom í Ijós að aðeins einn úr
hópnum vildi verða strætisvagnasmiður."
Sjofn Har listmálari
„Truckdriver. Þetta segi ég oft að mig langi að gera í næsta
lífi. Og ég er ekki að grínast: Mig langar virkilega að vera á
ferðinni frá landi til lands eða úr borg í borg á stórum flottum
trukk; annað hvort í Ameríku eða Evrópu. Ég hefði ekkert á
móti því að búa í bílnum og fara svo í sturtu og mat í þjóð-
vegabúllum þar sem ég rækist alltaf á nýtt og nýtt fólk. Svo
finnst mér svo gaman að tala í bílasíma. Þetta yrði vafalaust
mjög skemmtilegt bóhem-líf; svona hreyfanlegt frelsi."
Stefán Sandholt bakari
„íþróttakennari. Það er gainall draumur að verða
íþróttakennari. Mér fannst bara svo gaman í íþrótt-
um og var í þeim fram eftir öllum aldri.“
' ''
Kristín Ástgeirsdóttir stjómmálamaður
„Sagnfræðingur. Mig langar náttúr-
lega mest til þess að verða það sem ég
er menntuð tif enda hef ég mikinn
ábuga á fortíðinni."
Hilmar Björnsson íþróttakennari
„Framkvæmdastjóri. Eins og ég er nú reyndar orðinn í
dag hjá Mætti í bland við fagið. Framkvæmdastjórn í for-
varnarstarfi er draumastarfið.“
Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri
„Stjórnmálamaður. Það er svo margt sem ég vil breyta og ná fram
Það verða aðeins konur sem gera það.“
L m " i gj
3 i
- * 8
M
1
FIM M T U DAG u R25“lvl ÁI 1995
19
i
Þúsund
mömmu-
kossar
LITTLE WOMEN
STJÖRNUBÍÓ
★ ★
Þetta mun vera fjórða kvik-
myndaútgáfan á frægri stelpu-
bók Louisa May Alcott (sem í ís-
lensku þýðingunni heitir Yngis-
meyjar, ekki Litlar konur) og það
sem kemur á tjaldið er eldhús-
róman með afar væminni músík,
væmnum (,,litlum“) konum og
körlum sem eru hérumbil jafn
væmnir. Dæturnar eru að sönnu
englar en við móðurina, sem býr
þær af kostgæfni undir lífið, get-
ur enginn keppt nema guðsmóð-
ir sjálf eða kannski móðir Teresa.
Susan Sarandon gerir úr henni
óþolandi persónu sem er að
kafna úr yfirlætisfullri góð-
mennsku og ást á fátæklingum.
Mann langar mest að kyrkja
hana í langdregnum lopanum
sem hún og dætur hennar fjórar
teygja út myndina.
Það skortir ekki væntumþykj-
una í þessa fjölskyldu. í nærveru
hennar bráðnar hjúpurinn utan
af hörðum karlhjörtum; meira að
segja samansaumaður karls-
kröggurinn í næsta húsi er farinn
að tárast þegar er varla komið
fram í miðja mynd. Allt þetta fólk
er eilíflega að kyssast, pínulitlum
mömmukossum, það hljóta að
vera þúsund svoleiðis kossar í
myndinni — manni verður svo-
lítið bumbult að heyra hvernig
smellur í kossunum.
Winona Ryder leikur Jo, ein-
hvers konar sjálfsmynd bókar-
höfundar. Hún er fullkomlega
yndisleg eins og endranær og
líka fín leikkona, en það er til of
mikils mælst að hún haldi þessu
uppi. Þegar á líður er hún orðin
svo ráðalaus (eins og raunar hin-
ir leikararnir líka) að hún virðist
ekki megna annað en að gretta
sig af væmni, hvort sem það er
hlátur eða grátur sem veldur eða
hvort tveggja í einu — það er al-
gengast.
Þarna eru að sönnu ákveðnir
hápunktar: til dæmis þegar
stúlkurnar ákveða að bera jóla-
matinn sinn í þurfalingana í ná-
grenninu eða þegar Jo erfir hús
eftir aldraða frænku sína og
ákveður undireins að breyta því
í skóla en allra bestur er þó
þýski heimspekingurinn (leikinn
af íranum Gabriel Byrne) sem seg-
ir: „I am afraid ze land of Goethe
and Schiller iz no more.“ (Var ég
búin að segja að þetta gerist á
tíma þrælastríðsins, milli 1860
og 1870?)
Þetta er mynd um fólk sem er
jafn gott hvern einasta dag og
okkur hinum tekst stundum að
vera á jólunum. Og kannski er
þetta afar góð mynd að sjá á jól-
unum þegar þess er beinlínis
krafist af manni að maður sé full-
ur af vinarþeli. Þangað til vill
maður frekar vináttu eins og í
snilldarverkinu Heavenly Creat-
ures, sindrandi brjálaða; allt frek-
ar en þetta átakalausa og sykur-
sæta dútl.
Tæknival hf, Skeifunni 17, sími 681665
ACO hf, Skipholti 17, Sími 627333
Einar J. Skúlason hf. Grensásveglir 10. Sími 633000
Heimilistæki hf. Sætúni 8. sími 691500
Tölvumiðlun. Grensásvegi 8, sími 688517
Örtöluvutækni, Skeifunni 17. sími 687220
Tölvutæki - Bókval, Furuvöllum 5, sími 96-26100, Akureyri
Tölvuþjónustan á Akranesi, Kirkjubraut 40, sími 93-13111
Bókabúð Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2. sími 94-3123. ísafirði
Tölvun hf. Strandvegi 50. sími 98-11122, Vestmannaeyjum
RISC örgjörvi
sem er feikna öflugur, tryggir hraða
úrvinnslu gagna, þannig að það tekur
aðeins 25 sekúndur að fá fyrstu síðu.
Örgjörvinn nýtir enn betur innra minm
prentarans þannig að 1 Mb. nýtlst rétt eins
og 3 Mb í eldri prenturum.
Lítill og nettur
OL 400ex er mjög nettur, lítið stærri en
A-4 blað (36 x 32 x 16 cm).
L.E.D. tækni
sem OKI hefur þróað kemur þér til góða í
prentara sem hefur fáa hreyfanlega hluti
sem þýðir minna viðhald. 2500 Ijósdíóður
tryggja þér hnífskarpa prentun.
Ekkert óson eða ryk
OL 400ex gefur ekki frá sér neitt óson
eins og flestir aðrir geislaprentarar gera.
Það ryk sem kemur frá prentaranum er
næsta ómælanlegt. Þess vegna eykur
hann vinnugleði þína.
Ótrúlega lágt verð
Líttu aftur á verðið hér til hliðar. Það er
hreint ótrúlegt. Hafðu samband við næsta
söluaðila og fáðu að vita hvernig þú getur
eignast þennan frábæra prentara.
OL 410ex
Fyrir þá sem vilja enn meiri upplausn og
prentgæði bjóðum við nýja útfærslu sem
prentar allt að 600 pát, Þessi prentari
kostar aðeins 69.900-
GEISLAPRENTARI
ANYJUVERÐI
Kr. 49.990,-
OKI
People to People Technology
sund
STÆRST
OG MEST
LAUGARDALSLAUGIN
★★★
Sundlaugin í Laug-
ardalnum er sú laug
sem hefur mest upp á
að bjóða. Sundlauga-
kerið sjálft, að með-
taldri barnalauginni
er það stærsta á land-
inu, rennibrautin sú
stærsta, pottarnir
flestir og gestirnir að
sama skapi. Að auki
er þar ágæt aðstaða
fyrir íþróttamenn
sem hvergi eru fleiri
og þar er hægt að
komast í eimbað, leir-
bað, útileikfimi, leiki
og líkamsrækt í kjall-
aranum. Hér er allt
stærst og mest og því
fara menn kannski
ekki síst í Laugardal-
inn til þess að berja
fólkið augum, hitta
kunningja og vini og
sjá fallega fólkið
spóka sig.
En það eru tveir
stórir gallar við Laug-
ardalslaugina. í vel
flestum af nýju sund-
laugunum er betra að
synda, enda er klór-
magnið hér óvenju
mikið, stanslaus öldu-
gangur og stjórnlaus-
ir sundgarpar sem
synda þvers og kruss.
Hitt er að barnalaugin
og svæðið við renni-
brautina er ekki af-
markað frá sund-
svæðinu sjálfu svo
þar getur verið köld
vistin fyrir foreldra
og börn. Ekki er held-
ur auðsótt að fá leik-
tæki ofan í laugina
þótt vissulega sé ým-
islegt í boði ef maður
treystir sér upp úr
lauginni. En barna-
kuldinn og sundleys-
ið eru óneitanlega
stórir gallar í annars
prýðislaug.B
-EGILL HELGASON.